Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 31

Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 79 „Kátir voru karlar" á Hótel Loftleiðum Diddi og dúllurnar var þetta skemmtiatriði nefnt. ÞAÐ VAR glatt á hjalla og menn kyrjuðu „Kátir voru karlar“ af inn- lifun þegar Hótel Loftleiðir efndu til Skagakvölda í Blómasalnum í febrúarlok. Fjöldi burtfarinna Ak- urnesinga var þar saman kominn og skemmti sér konunglega við söng, glens og gaman og ekki spillti sfldarævintýrið á hlaðborð- inu fyrir. Félagar úr Skagaleikflokknum ásamt Skagakvartettinum ómissandi tróðu upp með skemmtiatriði og söng og ekki bar á öðru en þau féllu vel í kramið. Til þess að kóróna skemmtanir tók Gunnar „bak- ari“ Sigurðsson, stjórnandi kvöldanna, lagið og söng fransk- an óð af slíkri snilld og innlifun að viðstaddir veinuðu af hlátri. Meðfylgjandi myndir voru teknar á laugardagskvöldi af Kristjáni Einarssyni, ljósmynd- ara Morgunblaðsins. Mennirnir á bak við fréttirnar RAGNAR Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins tók þessar skemmtilegu „fréttamyndir" af kollegum sínum að starfl. Menn- irnir í hvítu sloppunum eru frá vinstri talið, Árni Sæberg, Ijós- myndari Tímans, vel falinn á bak við myndavélina, Helgi Svein- björnsson, kvikmyndatökumaður hjá sjónvarpinu, Böðvar Guð- mundsson, hljóðmaður hjá sjón- varpinu, og Helgi Helgason, frétta- maður. Þeir eru staddir í frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og tilefnið er kynning á skólastarfl Fiskvinnsluskólans. Á hinni myndinni má sjá baksvipinn á Ómari Ragnars- syni, fréttamanni, Gunnari V. Andréssyni, ljósmyndara DV, og Helga Sveinbjörnssyni. Menn á réttum stað á réttum tíma. Þeir eru þarna fyrir utan bókasafnið á Hvolsvelli að festa á filmu fréttnæma atburði I sambandi við opinbera heimsókn forseta íslands á dögunum. SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN hvers konar marxisti er hann, blessaður! Hann hefur fengið ofgott uppeldi hjá romanovunum, þótt ekki sjái þess merki í ævisögu hans. Nema síður sé. Stalín ýtir þessari hugsun frá sér, meðan þeir tala saman. Hann hefur sannfæringu fyrir því, að það sé pólitískur ávinningur að því að breyta fæðingarbæ skálds- ins, Nizníj Novgorod í Gorkí: Ég hef fulla sannfæringu fyrir því, félagi Aleksej Maksimovic, segir hann. Það er heiður fyrir borgina, flokkinn og fólkið! Gorkí er auðtrúa eins og barn. Skáldið les fyrir gestina úr verkum sínum. Stalín hlust- ar eins og dáleiddur lærisveinn. Sjálfur hefur hann alltaf verið að yrkja eitthvað, án þess það birtist á prenti. En hann er frambærilegt skáld að dómi þeirra pólitísku fag- urkera, sem meta bókmenntir smjaðurslaust. Um þetta hugsar hann, þegar Gorkí réttir honum handrit til að árita. Einkennilegt hvað þessi orð hafa djúp áhrif á hann: Það er enginn guð á himni fegurri en sólin og engir eldar dýrðlegri en eldur ástarinnar. Stalín skrifar á handritið: „Þetta er áhrifameira en Fást Goethes (ástin sigrar dauðann). Stalín.“ Gorkí hugsar um þessi orð alla tíð. Og undrast. Þau gefa honum jafnvel kjark að fara á fund Stalíns tveimur eða þremur árum síðar til að biðja hann þeirrar bónar að tala við vin sinn, Kamenev, áður en lengra er haldið. f minningu vinar þeirra beggja og lærimeis'.ara, félaga Len- íns. Stalín verður við þeirri ósk. Hittir Kamenev og Zinoviev í skrifstofu sinni í Kreml, en segir eftir fundinn: Nú eru þeir komnir í kisturnar. Við þurfum ekki annað en taka þeim gröf. Eftir það er settur vörður um hús Gorkís. Þegar hann óskar eftir því við Stalín, að hann fái að skreppa til Ítalíu af heilsufarsástæðum, svarar hann: Þú getur farið til Krím, þar er gott að vera! En Gorkí fer hvergi. Hann hverfur hægt og sígandi inn í þögnina. Á þaðan að vísu afturkvæmt — eftir dauðann. Gorkí leggur metnað sinn í að hjálpa öðrum. Hann er félagi í raun. Eins og Pasternak. Hvorugum þeirra kemur til hugar að taka nærri sér, hvað þá móðgast, þegar Stalín lýsir yfir 1935, að Mayakovský hafi verið „gáfaðasta og mesta skáld samtímans". Eða var það: sósíalismans? Hálf- um áratug eftir að skáldið framdi sjálfsmorð. Auðvitað var það glæpur gegn ríkinu. Auglýsing um óhamingju í landi hamingjunnar. En allir vita, að þetta var gervióham- ingja, sprottin af gerviefasemdum. Kannski eru þessi orð cinvaldans ekki síður uppreisn fyrir konuna sem hann hafði elskað öðrum fremur, þessa einu konu: Nadya! Hafði hún ekki einnig fargað sér með sama hætti? Af sömu ástæðum? Kúla í heilann, eða kúla í hjartað — hverju breytti það? í þessu drama er leikurinn spunninn af tilviljunum og blindum náttúrulögmálum, en ekki fyrirfram ákveðinn. Á bak við hann engin örlög, svo mikið veit hann. Já, örlögin, einmitt. Um þessar mundir kemur Emil Ludwig til Moskvu, heimsfrægur spyrill og rithöfundur, sérfræðingur í stórmennum. Höfundur margra bóka, m.a. um Napoleon, þar sem hann kemst svo að orði, að snill- ingur sé blossi af himni, sem sjaldan finnur höfuð við sitt hæfi. Stalín hefur lesið þessa bók og tekur orðin til sín. Hann hrósar Emil Ludwig og gerir gælur við hann, óvanalegt! Veltir jafnvel fyrir sér, hvort hann eigi ekki að biðja hann — eða bjóða honum — að skrifa ævisögu sína, en hættir við. Það þarf góðan kommúnista til. Gorkí kannski? En hann sýnir engan áhuga. Engu líkara en hann telji sína eigin ævisögu merkari en lífshlaup Stalíns! Þeir eru óútreiknanlegir þessir listamenn. Eigingirnin upp máluð. Eða kannski hann ætti að biðja — eða bjóða — Fcuchtwanger að skrifa ævisöguna? Hann er einnig verð- ugur, góður marxisti. (Þegar Feuchtwanger kom til Moskvu að fylgjast með Búkharínréttarhöldunum án þess það opni augu hans fyrir ógnarstjórninni, hittir hann Stalín að máli og það fer ekki sérlega vel á nieð þeim. FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.