Morgunblaðið - 27.03.1983, Síða 38
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
Svipmynd á sunnudegi
texti: Jóhanna
Kristjónsdóttir
l'ANN 10. nóverabcr 1975 sté
sendiherra ísraels hjá Sameinuðu
þjóóunum í ræðustóí á fundi Alls-
herjarþingsins og reif í tætlur —
með miklum tilburðum — plagg
þar sem síonismi hafði verið
skilgreindur sem „aðskilnaðar- og
kynþáttamisréttisstefna“. Sendi-
herrann var ('haim Herzog, sem
hefur nú verið kjörinn sjötti forseti
ísraels og tekur við embætti í maí-
byrjun. Herzog sagði við þetta
tækifæri, að hann gerði þetta í til-
efni þess, að þrjátíu og sjö ár voru
þá liðin frá hinni voðalegu „Krist-
alnótt“ þegar stormsveitir Hitlers í
Þýzkalandi réðust gegn Gyðingum
um gervallt landið, misþyrmdu
fjölda manns og mölvuðu rúður í
verzlunum og fyrirtækjum í eigu
Gyðinga.
Embætti forseta ísraels er
valdalaust, en athafnasamur for-
seti getur gert það býsna áberandi,
eins og fyrirrennara hans, Yitzak
Navon, hefur tekizt með miklum
glæsibrag þau fjögur ár, sem hann
hefur gegnt embættinu.
Herzog er fæddur í Belfast á
Norður-Irlandi 17. september
1918. Hann er af trúuðu fólki
kominn og var sendur til náms í
fræðunum til Jerúsalem 17 ára
gamall, en síðan sneri hann aft-
ur til Bretlands. Hann nam
lögfræði í Cambridge og var
prýðilegur námsmaður.
Margir eru þeirrar skoðunar,
að Herzog hafi góða möguleika á
því vegna fjölskyldutengsla og
starfa sinna, að brúa bilið sem
hefur verið að breikka milli
Ashkenazi- og Sephardi-Gyð-
inga og það svo að oft hafa brot-
izt út átök milli þessara hópa.
Faðir Herzogs var fyrsti rabbíi í
fsrael af Ashkenazi-uppruna og
Herzog hefur sagt, að innan fjöl-
skyldu sinnar hafi verið svo mik-
ið um giftingar milli Sephardi og
Ashkenazi, að líklega eigi hann
stærri frændgarð meðal Seph-
ardi-Gyðinga.
Herzog hefur fengizt við hitt
og annað um dagana. Hann hef-
ur verið hershöfðingi, lögfræð-
ingur, rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri stórs fyrirtækis.
Væntanlega er hann þó þekkt-
astur fyrir starf sitt við ísra-
elska útvarpið, meðan sex daga
stríðið stóð yfir 1967. Hann
flutti þá dag hvern fræðslu- og
skýringaþætti sem þóttu með af-
brigðum vel gerðir og áttu sinn
þátt í því að ísraelskur almenn-
ingur hélt stillingu sinni meðan
hinar ferlegustu loftárásir Eg-
ypta stóðu sem hæst.
Þó hefur starf Herzog lengst
verið tengt hermennsku. Hann
gegndi hermennsku í brezka
hernum í síðari heimsstyrjöld-
inni og var í fyrstu herdeildinni,
sem réðst inn í Þýzkaland. Síðar
var hann settur til starfa í sér-
stakri deild, sem hafði það verk-
efni að hafa hendur í hári naz-
istaforingja. Hann var í hópi
fjögurra foringja, sem handsam-
aði SS-foringjann Heinrich
Himmler.
Eftir að heimsstyrjöldinni
lauk ákvað hann að fíytjast til
Palestínu. Hann tók virkan þátt
í baráttunni við Araba og starf-
aði innan leyniþjónustu Gyð-
inga, sem þá var vitanlega bönn-
uð. Eftir stofnun Ísraelsríkis var
hann skipaður yfirmaður leyni-
þjónustu hersins, síðar var hann
varnarmálafulltrúi við sendiráð
ísraels í Bandaríkjunum og
hann varð fyrsti „landsstjóri"
ísraelshers á Vesturbakkanum
eftir stríðið 1967.
Árið 1975 varð hann svo sendi-
herra hjá Sameinuðu þjóðunum
eins og áður sagði og vakti þar
mikla athygli fyrir skeleggan og
afdráttarlausan málflutning,
sem fékk ekki alltaf mikinn
hljómgrunn á þeim tíma. Engu
að síður gaf hann sig hvergi og
hann sagði: „Eg hef verið sendur
hingað til að vinna verk og er nú
ráð að taka til óspilltra mál-
anna.“
Hann sneri heim til Israels,
alkominn, árið 1978 og hóf störf
við lögmannsskrifstofu Herzog,
Fox og Neeman, sem hann hafði
stofnað nokkrum árum áður. Þá
hefur hann einnig verið fram-
kvæmdastjóri stórs iðnaðarfyr-
irtækis sem Sir Isac Wolfson
rekur í ísrael.
Chaim Herzog er trúaður og
heldur í heiðri gyðinglegar sið-
venjur. Hann segir, að hefðin og
arfleifðin hafi alla tíð skipt sig
meginmáli og hebresku hafi
hann frá bernsku litið á sem sitt
móðurmál, þó svo að hann sé
uppalinn í Bretlandi.
Herzog giftist árið 1947 Auru
Ambache. Systir hennar er gift
Abba Eban, fyrrv. utanríkis-
ráðherra. Þau hjónin eiga þrjá
syni og eina dóttur.
Herzog hefur skrifað sjö bæk-
ur, einkum um hernaðarleg efni
og um stjórnmál. Fyrsta bók
hans var „Israel’s Finest Hour“
og kom út 1967. Hann hefur ver-
ið virtur og virkur stjórnmála-
skýrandi og greinar hans hafa
birzt að staðaldri í ýmsum ísra-
elskum blöðum, þar á meðal Jer-
usalem Post. Hann var kjörinn á
ísraelska þingið, Knesset, fyrir
Verkamannaflokkinn 1978 og ár-
ið 1981 og fékk flokksforystan
honum það verkefni að reyna að
efla stuðning Sephardi-Gyðinga
við Verkamannaflokkinn.
Herzog þykir maður flug-
gáfaður, og mælskur og hefur
lag á að vekja athygli á sér og
kom það ekki sízt fram í umræð-
um hjá Sameinuðu þjóðunum.
Eins og fram hefur komið í
fréttum vakti kjör hans mikla
athygli, þar sem hann bar sigur-
orð af frambjóðanda Likud,
Menachem Elon, virtum hæsta-
réttardómara. Sjálfur hefur
Herzog sagt, að hann líti ekki á
kosningu sína sem sigur yfir
stjórninni, heldur hafi þetta ver-
ið sigur fyrir þingið, þar sem
þingmenn hafi ekki látið
flokksbönd ráða. Margir höfðu
talið, fyrir kosninguna, að mögu-
leikar hans á að ná kjöri væru
miklir. Ýmsar ástæður væru
fyrir því, vegna fjölskyldu-
tengsla, afstöðu hans til trúmála
og svo almennra vinsælda og
trausts sem hann nýtur. Því
væri ekki ósennilegt að ýmsir
þingmenn sem styðja Likud
myndu í leynilegri atkvæða-
greiðslu halla sér að honum. Og
sú varð líka raunin.
(Heimildir NYT, AP, Jerusalem Post)
g Meiriháttar páskamatur
Úrb. svínahamborgarhryggur kr. 374,- kg
: Svínakótelettur kr. 283,- kg
• Svínabógur kr. 122,- kg
London lamb kr. 149,- kg
Rjúpur kr. 89,- stk.
Úrvals nautakjöt.
Úrb. hangikjöt í sérflokki.
Sælkerapylsur.
KREDITKORT
VELKOMIN
stigahlíð 45—47.
Sími 35645.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
GALVANISERAÐ
ÞAKJÁRN
Lengdir: 1.8 - 4.0 metrar
Bjóðum einnig lengdir að ósk kaupenda,
allt að 12 metrum.
KJÖLJÁRN
lengd 2 metrar - tvær breiddir
SINDRA
STALHE
Borgartúni 31, sími: 27222
Áskriftarsíminn er 83033
85 40