Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 10
JErich Koch, sem ríkti sem kóngur í Úkraínu og Austur-Prússlandi, er enn á lífi í pólsku fangelsi, 86 ára að aldri Koch með Rosenberg, yfirmanni sínum, í fereyki sem hann bauð honurn að reyna á sléttum Úkraínu. Seinna kallaði Rosenberg hann „gortara“ og „falshund“. ERICH KOCH, „ríkiskommissar“ eða landstjóri naz- ista í Úkraínu og umdæmisleiðtogi (,,Gauleiter“) í Austur-Prússlandi, er enn á lífi í Póllandi, þótt hann væri dæmdur til dauða 9.marz 1959 fyrir morð á 72.000 Pólverjum. Það hefur lengi verið mönnum ráðgáta hvers vegna hann hefur ekki verið tekinn af lífi. Opinberlega er sagt að ástæðan sé sú að hann hafi lengi verið við slæma heilsu og að samkvæmt pólskum lögum sé bannað að fullægja dauðadómi þegar dauðadæmdir menn séu heilsuveilir. Sumir telja hins vegar að honum hafi verið þyrmt vegna þess að hann hafi lofað aðstoð við að hafa upp á fjársjóðum nazista. Bretar framseldu Koch Pólverjum 1950, en ekki Rússum, sem vildu einnig fá hann. Hann er 86 ára gamall (f. 19. júní 1896), heilsutæpur og líklega veikur, og hefur dvalizt í ramm- byggðu fangelsi í fallegu þorpi, Barczewo, í vatnahéraðinu í N-Póllandi. VINUR GÖRINGS Koch hóf feril sinn sem járn- brautarstarfsmaður í Rínarhéruð- unum. Sú fortíð slíks manns vekur ekki furðu þeirra, sem hafa verið svo ólánsamir að reyna að ferðast í Þýzkalandi og Sviss með farmiða sem eitthvað er við að athuga. Hann átti líkan feril og aðrir nazistaforingjar; barðist á víg- stöðvunum 1915—18, var félagi í „fríliðasveitum", tók m.a. þátt í bardögum í Efri-Slésíu og var sendur til Ruhr þar sem hann barðist við Frakka, sem tóku hann fastan. Morðinginn Schlageter, síðar dýrlingur nazista, var hand- tekinn með honum og líflátinn, en Koch fékk stuttan dóm. Koch var flokksleiðtogi í Ruhr frá 1922. Hann var skjólstæðingur Her- manns Görings, ríkismarskálks, sem fékk hann skipaðan umdæm- isleiðtoga (Gauleiter) í Austur- Prússlandi 1930. Hann hélt þeim titli þegar hann var skipaður „Reichskommissar" í Úkraínu 1941, einnig fyrir áhrif Görings. Þingmaður var hann frá 1930. Hann var á tímabili fylgjandi bandalagi við Rússa. Hitler sagði þegar Hermann Rauschnigg minntist á þetta við hann vorið 1934: „Já, Koch er sleipur náungi. En ég hef áhyggjur af honum K o c h er dálítið á undan veruleik- anum “ Seinna í samtalinu sagði Hitler. „Ef við eigum að ráða, verðum við fyrst að sigra Rússland. Að því loknu getur Koch haldið áfram að framkvæma „skipulagningu land- svæðanna", sem hann kallar svo, en fyrr ekki.“ Eins og aðra gamla nazista hafði Koch lengi dreymt um landvinninga í austri. Koch er talinn valdamesti naz- istinn, sem enn er í haldi, að und- anskildum Rudolf Hess í Spand- au-fangelsi. „Nazistaveiðari" Pólverja, Josef Pilikowski, sagði nýlega í viðtali við „Daily Tele- graph" að Koch sæti í haldi fyrir „hroðalegustu glæpi, sem drýgðir hefðu verið gegn pólsku þjóðinni" og „miskunnarlausa útrým- ingarstefnu" í Úkraínu. Hann átti að taka við stjórninni í Moskvu, sem herjum Hitlers tókst ekki að ná á sitt vald 1941, og í ákæruskjalinu gegn honum sagði að 200.000 manns hefðu ver- ið sendir í nauðungarvinnubúðir á því svæði, sem var undir hans stjórn. Rússar lýstu eftir honum vegna morða á 4.000.000 Rússa og Gyðinga (þar af 200.000 Gyðingum í Austur-Prússlandi) og fyrir að senda 2.000.000 manns í nauðung- arvinnu. Loks sökuðu Pólverjar hann síðan um morð á 72.000 Pól- verjum. Þótt Þjóðverjum væri víða fagn- að þegar þeir réðust inn í Rúss- land reyndu þeir ekki að notfæra sér þjóðernishyggju og óánægju með stjórn kommúnista. Vara- borgarstjóri í borg, sem þýzki her- inn tók í sókn sinni, skoraði í sept- ember 1941 á Þjóðverja að taka upp stefnu, sem fengi rússneska smábændur til að taka eindregna afstöðu með Koch. Möguleikar virðast hafa verið á samvinnu, áður en Gestapo og SS komu á vettvang, ef Þjóðverjar hefðu fylgt upplýstari stefnu, en slíkar hugmyndir áttu ekki upp á pallborðið. Þjóðverjar kærðu sig ekkert um að vinna hylli Úkraínu- manna og Koch kom sér upp aðal- stöðvum í bænum Rovno, en ekki í höfuðborg þeirra Kiev (Kænu- garði). í stað rauðra kommissara komu brúnir. „HÁLFMENNI“ Tillögur um samvinnu gengu í berhögg við hugmyndir nazista um „lífsrými" (Lebensraum) hinn- ar „arísku herraþjóðar" í héruðun- um í austri — lífsrými, sem Þjóð- verjar hefðu fullan rétt til að nýta og þeim væri skylt að nýta. Hitler, Göring, Himmler, Koch og aðrir nazistaleiðtogar töldu Úkraínu- menn og aðra slava „unter- menschen", undirmálsfólk eða „hálfmenni", óæðri mannverur sem væru til þess bornar að vera þrælar þýzku herraþjóðarinnar, hins eðlilega húsbónda þeirra. Til þess að ná fram fullum yfirráðum yrði að tortíma öllum, sem Þýzka- landi gæti stafað ógn af — Rúss- um, Úkraínumönnum, Gyðingum og öðrum. Koch var öfgafyllsti fulltrúi þessarar þráhyggju og útfærði stefnuna í reynd með grimmdar- verkum sínum í Úkraínu. Yfir- maður hans, Alfred Rosenberg ráðherra austurhéraðanna, gerði greinarmun á Rússum, sem voru erkióvinurinn, og Úkraínu- mönnum og öðrum þjóðum Rúss- lands — hann vildi að þær yrðu eins konar skjólstæðingar eða leppar þýzka ríkisins og Úkraína kornforðabúr þess. Koch gerði engan slíkan greinarmun og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.