Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 14
94 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Gleðilega páska! OPIÐ VERÐUR LAUGARDAG FRÁ KL. 7—12 KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 86511 =1 ★ Falleg eyja - veðursæld og hagstætt verðlag ★ Skemmtileg blanda af enskum og frönskum hefðum ★ Staður þar sem allir njóta sín Brottför 21. maí -14. dagar. Verð frá kr. 23.990.- Sérstök 2 vikna ferð eldri borgara 4. júní með viðkomu í London Umferðin um páskana Um páskahelgina eru margir á ferð og flugi um allt land. Allra veðra er von, svo mikilvægt er að klæðast hlýjum fatnaði og góð- um skóbúnaði, hvernig sem ferð- ast er. Þeir sem fara á eigin bíl- um þurfa að hafa meðferðis skóflu og keðjur, auk nauðsyn- legra varahluta, ásamt skjól- fatnaði og teppi. Mikilvægt er að afla áreiðan- legra upplýsinga um veður og færð, ekki síst á fjallvegum. Enginn ætti að leggja út í tví- sýnu, því ekki er víst að aftur verði snúið, ef menn sitja fastir á heiðum uppi. Sérstaklega má benda þeim, sem á einhvern hátt hafa skerta likamsorku, á þetta atriði. Ekki er ólíklegt að nú séu mal- arvegir á landinu einhvers stað- ar auðir og einmitt nú fá margir að endurnýja kynni sín af þeim. Þegar ekið er á malarvegum er mikilvægt að hafa hættuna af grjótkasti í huga. Hún er mun meiri nú en að sumarlagi, því flestir eru með snjóhjólbarða undir bílum sínum. Það er því brýnt að draga vel úr ferð við mætingar. Notkun ökuljósa er einnig afar mikilvæg og ættu ökumenn ekki að spara þau. Stöðuljós má aldrei nota í akstri. Þeir sem hyggja á langferðir ættu að reyna að aka á jöfnum, hæfilegum hraða miðað við að- stæður. Slíkur akstursmáti spar- ar eldsneyti og eykur öryggi, því framúrakstri fylgir ætíð áhætta. Víða má búast við mikilli um- ferð í nágrenni skíðasvæða. Þar er sérstök ástæða til að halda hæfilegu bili á milli bíla. Tryggja þarf, að bílar sem lagt er meðan menn bregða sér á skíði, valdi ekki hættu fyrir aðra vegfarendur. Gagnkvæm tillits- semi er allt sem þarf. Vegfar- endur verða að virða þarfir og takmarkanir hvers annars til þess að umferðin gangi eðlilega og allir séu ánægðir á ferð. Hestamenn ættu t.d. að ríða utan vega alls staðar þar sem kostur er, eða velja fáfarna vegi. ökumenn ættu að muna, að hesturinn er lifandi vera, en ekki dauð vél. Sama tillitssemi á og að ríkja á milli göngu- og skíðamanna og þeirra sem aka um á vélknúnum farartækjum. Þetta á ekki síst við um þá sem þeysa um á vél- sleðum. Um leið og Umferðarráð óskar fólki góðrar ferðar, hvort sem það fer í langar ferðir eða stutt- ar, minnir það góðfúslega á, að með því að virða f hvívetna regl- ur um hámarkshraða eykst að mun eigið öryggi og annarra f umferðinni. Ef fólk hefur í huga það sem hér hefur verið bent á, einsetur sér að vera í góðu skapi og nota bílbeltin f páskaferða- laginu, ættu allir að geta sam- glaðst í helgarlok yfir velheppn- aðri ferð. Höfum boðskap norræns um- ferðaröryggisárs í huga f páska- umferðinni. „Við eigum samleið. Tillitssemi — allra hagur“. Um- ferðarráð óskar landsmönnum öllum gleðilegrar og slysalausr- ar páskahátíðar. (Frá Umferðarráði.) Kirkjuiist á Kjarvalsstöðum: Gengið um sýninguna með ungum gestum Kirkjulistarsýningin á Kjar- valsstöðum verður opin aila páska- dagana, en senn fer nú sýningum að fækka. Til sýnis eru sem kunn- ugt er, um 200 gripir, nýir og gaml- ir, þar á meðal nokkrir tugir mál- verka eftir íslenska myndlistar- menn, sem sérstaklega voru gerð fyrir þessa sýningu. Nú um páskana mun Oddur Andrésson, nemandi í Skál- holtsskóla, verða á Kjarvalsstöð- um og sýna þar bðrnum og ungl- ingum það markverðasta á sýn- ingunni, hvort heldur börnin koma ein eða í fylgd foreldra. Hann mun segja frá einstökum gripum, ræða um páskahátfðina og eitthvað verður gert til skemmtunar f anddyri sýningar- salanna. Oddur Andrésson sýnir ungum gestum á kirkjulistarsýningunni á Kjarvalsstöðum postulamyndir, sem Sveinn ólafsson myndskeri hefur nýlega gert fyrir Þingeyr- arkirkju í Húnaþingi, eftir fornum myndum sem þar voru, en eni nú á Þjóðminja- safni. Alsjálfvirk-einföld- ódýr: /( jDAK Ljósmyndun verður leikur einn,fyrir hvem sem er.með I Hún hugsar fyrir öllu, þú smellir bara af. Vel á minnst, heíur þú hugsað fyrir íermingar- gjöfinni? Kodak Diskur 4000 1.300 kr Kodak Diskur 6000 1.900 kr. Kodak Diskur 8000 . 2.900 kr fl HflNS PETERSEN HF BANKÁSTRÆT1 GLÆSIBÆ AUSTURVERI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.