Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 12
92 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 hann sniðgekk bæði heraflann og SS, sem hann fyrirleit. Koch lifði í vellystingum bæði í Úkraínu og A-Prússlandi. í Úkra- ínu náði hann sér í höllina Krasne, sem hann lét endurbæta fyrir stórfé. Hann fékk sér einnig 70.000 hektara veiðilönd ásamt höll. Hann flutti alla pólska bændur burt á ískaldri vetrarnótt. Þeir sem neituðu voru skotnir. Koch og virðist smám saman hafa orðið gagntekinn af stórmennskubrjál- æði. Sennilega var hann einn spilltasti „blóðhundur" Hitlers. „EINKAHER“ í A-Prússlandi lét Koch reisa varnarvirki án samráðs við yfir- mann hersins þar og lét örkumla menn, ellilífeyrisþega og unglinga vinna verkið. Hann kom á laggirn- ar einkaher, heimavarnarliði sem hann kallaði „fólksstorminn", „Volkssturm", og tók vopnaverk- smiðjur Austur-Prússlands eign- arnámi. Hann kom sér upp eigin vopnabúrum og birgðaskemmum og meinaði fastahernum aðgang að þeim, þótt herinn skorti vopn og vistir. Hann hafnaði öilum ráðlegging- um hernaðarsérfræðinga og kom í veg fyrir að hermenn þjálfuðu heimvarnarlið sitt. Koch fékk jafnvei aðalstöðvar Hitlers til að samþykkja að hann leysti af hendi verkefni, sem Himmler og SS töldu í sínum verkahring. Hann samdi t.d. skýrslur um foringja og undirmenn og hafði á hendi yfir- stjórn aðgerða til að hafa upp á liðhlaupum. Heimavarnarliðið stöðvaði jafnvel vopnalestir á leið til vígstöðvanna. Þótt Koch væri viðvaningur og valdasjúkur varð honum svo vel ágengt að Hitler og Bormann ákváðu að flokkurinn skyldi hafa á hendi yfirstjórn heimavarna. Heinz Guderian hershöfðingi, for- seti herráðsins, hafði lagt til að komið yrði á fót heimavarnarliði í austurhéruðunum undir stjórn hersins, en Hitler ákvað að stofn- aður yrði heimaher í líkingu við þann sem Koch kom á fót og Bormann varð yfirmaður hans. Koch neitaði að flytja burtu óbreytta borgara nema frá um átta km belti beint aftan við víg- línurnar. Hann neitaði líka að undirbúa brottflutning, ef til neyðarástands kynni að koma, þar sem „enginn sannur Þjóðverji léti sér til hugar koma að Austur- Prússland félli í hendur Rússum". í þess stað skoraði hann á óbreytta borgara að grípa til vopna og kallaði sig „Foringja Al- þýðuhers Austur-Prússlands“. Flótti var bannaður. FLÚÐI FYRSTUR Koch hugsaði um það eitt að halda völdunum. Um miðjan janú- ar 1945, þegar bardagarnir færð- ust nær höfuðstaðnum Könings- berg, flúði hann borgina og skildi eftir nokkra staðgengla sína. Hann gaf þá skýringu að hann yrði að geta stjórnað varnarað- gerðum annars staðar. Hann settist fyrst að ásamt fjölmennu starfsliði í gistihúsi í hafnarborginni Pillau. Þegar það varð fyrir sprengju, 6.febrúar, flutti hann aðalstöðvarnar á ör- uggari stað, í neðanjarðarskýli, kom fyrir gaddavírstálmunum og setti öflugan vörð. Hann beitti öllum tiltækum ráðum til að leyna því að hann væri flúinn frá Köningsberg og taldi mönnum í aðalstöðvum For- ingjans trú um að hann væri að undirbúa hetjulega vörn borgar- innar. Seinna fór hann til Kön- ingsberg í flugvél, sem hann hafði tiltæka, til að stappa stálinu í yf- irmenn heimavarnarliðsins. Hann skipaði þeim að halda völdunum hvað sem það kostaði og hafa nán- ar gætur á yfirmönnum hersins. Til þess að vera við öllu búinn lagði Koch hald á tvo ísbrjóta, „Ostpreussen" og „Pregel" og hafði jafnframt flugvélina til- tæka. Hann gerði enga tilraun til að kynna sér þjáningar flótta- manna, en reyndi stöðugt að draga úr völdum herforingjanna, sem stjórnuðu hinu örvæntingarfulla viðnámi gegn Rússum. Nokkrir þeirra voru settir af fyrir hans til- verknað og hann hafði í hótunum við aðra. Embættismenn í Austur-Prúss- landi höfðu hins vegar að engu bann Kochs við flótta í vestur, þegar her Ivan D. Chernyak- hovsky marskálks ruddist yfir landamærin, og skipuðu fólki að flýja. Fólkið flúði með stuttum fyrirvara og öslaði hnédjúpan snjóinn, klæðlítið og hungrað. Við tóku rán, nauðganir, morð og af- tökur hermanna fjögurra fylkinga Rauða hersins í þúsundum þorpa í austurhéruðum Þýzkalands. Þessi villimennska var hefnd fyrir fjög- urra ára skipulagða og miskunn- arlausa grimmd nazista, sem náði hámarki með útrýmingu Gyðinga. Ekki hvað sízt var þetta hefnd fyrir grimmdarverk Kochs. Koch trúði því að Hitler gæti snúið við taflinu með einhverjum ráðum þangað til 23.apríl þegar fall Pillau var yfirvofandi. Hann fór þá um borð í ísbrjótinn „Ostpreussen", en sendi áður skeyti til aðalstöðva Foringjans þess efnis að „hetjulegri vörn Austur-Prússlands" yrði haldið áfram. Pillau stóð i ljósum logum þegar Rostov-búar sem Þjóðverjar skutu. Hitler og rússneska veizluborðið. Rússnesk skopmynd. ALFRED ROSENBERG ... vildi leppríki sem vegg gegn Rússum. Hernámslið Breta hafði hendur í hári hans. GORTI AÐ BRÁÐ E.t.v hefði Koch getað lifað óáreittur í Hamborg, en gort hans og hégómagirnd urðu til þess að hann varð að segja fólki að hann væri óðalseigandi. Ef hann hefði ekki óttazt um líf sitt hefði hann getað gortað af því að hafa verið einvaldur á landsvæði, sem var þrefalt stærra en sjálft Þýzka- land. Koch bakaði sér ævarandi óvild þeirra hundruð þúsunda Þjóð- verja, sem flúðu frá Austur- Prússlandi á undan sóknarher Rússa. Þeir hafa minnzt þess með beiskju, að hann var aðeins „ómerkilegur járnbrautarstarfs- maður fyrir stríð". Þegar Koch kom fyrir brezkan herdómstól vissi hann ekkert. Til- skipun um skyndidómstóla í Pól- landi var undirrituð af honum, en SS bar ábyrgðina. Nauðungar- flutningarnir voru sök Sauckels og önnur ódæði sök Rosenbergs. Koch hafði sjálfur hreinan skjöld. Ákvörðun Breta um að fram- selja Koch Pólverjum fór hljótt, en var skýrð með því að þeir hefðu „forgangsrétt" að honum, þótt Rússar vildu líka fá hann. Þegar dómurinn var kveðinn upp gekk hann til verjanda síns, sem var kona, og þakkaði henni fyrir málsvörnina, með kossi á hönd hennar. Síðan hvarf hann á bak við járntjaldið. Hann kom til Mok- Koch sigldi á ísbrjótum sínum þaðan áleiðis til hafnarborgarinn- ar Hela við Danzig-flóa. Á leiðinni sendi hann skeyti til Berlínar til þess að láta líta út fyrir að hann væri enn í Pillau. TIL HAFNAR í Hela krafðist Koch þess að fá fylgd herskipa til þess að komast fram hjá norðurströnd Pommern, en nú var valdaferill hans senn á enda. Yfirmaður flotadeildarinnar í Hela neitaði að verðá við kröfu hans. Koch gat ekki lengur snúið sér til æðstu valdamanna, þar sem þá hefði komizt upp um hann. Hann fór því frá Hela í „Ostpreussen" og skildi hinn ís- brjótinn eftir. Sem fyrr sendi hann skeyti til Berlínar, en þegar sú frétt barst að vinur hans Gör- ing hefði svikið Hitler gaf hann Foringjann upp á bátinn. Næst skaut honum upp í Flensborg, þar sem hann krafðist þess að Dönitz-stjórnin útvegaði honum kafbát svo að hann kæmist til Suður-Ameríku. Hann fékk ekki kröfu sinni framgengt. Speer sagði að hann hefði sýnt sitt rétta andlit. Koch komst til Danmerkur, en bjó síðan undir dulnefninu „Rolf Berger" í smábænum Haasenmoor skammt frá Hamborg. Hann þótt- ist vera landbúnaðarverkamaður, flóttamaður og fyrrverandi majór, bjó í litlu herbergi hjá flótta- mannsekkju og vann við landbún- Erich Koch á efri árum. að, viðarhögg og fleira. Rolf Berg- er var hljóðlátur og einrænn mað- ur, a.m.k. fram til vors 1949. Þá stofnuðu flóttamenn samtök og Berger tók þátt I fundum hjá þeim. Leiðtogar samtakanna vildu vita hvaðan hann kæmi og hann nefndi hérað í Austur-Prússlandi, þar sem hann hefði verið óðals- bóndi. Ýmsir aðrir flóttamenn voru úr þessu héraði og sögðu strax að þar hefði aldrei búið nokkur Berger óðalseigandi. Síðan var margt pískrað í Haasenmoor og lögreglan heimsótti Berger majór. Það fyrsta sem hann sagði var: „Látið Rússana ekki fá mig.“ otow-fangelsis í Varsjá 14. janúar 1950. Lengi vel töldu menn að hann hefði aldrei verið leiddur fyrir rétt í Póllandi. Nafn hans virtist smám saman falla í gleymsku. Fréttir hermdu að hann ynni að endur- minningum sínum og undirbún- ingi varnar sinnar. Þegar Koch hafði verið sjö ár í fangelsi til- kynnti pólska stjórnin að hann yrði dreginn fyrir rétt. Nokkrum dögum síðar var réttarhöldunum frestað vegna vanheilsu Kochs. Koch var án efa einn viðbjóðs- legasti leiðtogi nazista. Fram á síðasta áratug barst honum mikill fjöldi hatursbréfa frá Þjóðverjum, sem kenndu honum um að tefja brottflutninginn og eiga sök á því að hálf milljón manna beið bana af völdum hungurs og þreytu. Frænka Kochs, systir hans, og eiginkona heimsóttu hann ein- stöku sinnum þar til fyrir nokkr- um árum, en pólskur lögfræðingur hans hefur sjaldan komið í heim- sókn til hans á síðari árum. Hann fær enn matarböggla frá ættingj- um í Þýzkalandi. FROÐUFELLDI Sjóður, sem eiginkona hans kom á fót til styrktar honum, nam 10.000 pundum (um 300,000 kr.) í fyrra. Hann er geymdur á pólsk- um banka og Koch getur tekið fé úr honum til að kaupa bækur um stjómmál og efnahagsmál. Bækur hylja veggi fangaklefa hans. Pólskur blaðamaður, sem heim- sótti Koch í fyrra, lýsti honum þannig að hann væri vel á sig kominn, lágvaxinn og með lítið yf- irskegg eins og Hitler. Sagt er að hann hafi orðið fok- reiður þegar pólskt dagblað hafði viðtal við hann. Hann á að hafa froðufellt og hrópað: „Á ég að tala við pólskan blaðamann? Veiztu hvað þið eruð? — mannleg verk- færi!“ Hann er einnig sagður hafa hrópað: „Veiztu að ég hef setið í rúm 30 ár í pólskum fangelsum og svo er ætlazt til að ég tali við ykk- ar líka? Kemur ekki til mála. Veiztu hvað pólsku blöðin eru? Þau eru ruslafata. Þau segja ekki eitt orð satt. Sannleikann er að finna í landi okkar, Þýzkalandi. Ég var dæmdur til dauða, en dóminum var aldrei fullnægt. Ég hef setið í fangelsi í rúm 25 ár. Þess vegna er mér haldið ólöglega í fangelsi. Ég krefst þess að ég verði látinn laus án tafar.“ Hann bætti því við að hann mundi taka „leyndarmál" sín með sér í gröfina, nema því aðeins að honum yrðu tryggð „viðeigandi skilyrði" til þess að koma fram með uppljóstranir, sem mundu „valda uppnámi í allri Evrópu". GH tók saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.