Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 91 Koch ásamt Rosenberg í fereyki sínu fyrir framan eina af höllum sínum (einn af mönnum Kochs stjórnar fereykinu). hugmyndirnar um undirmálsfólk- ið mótuðu ógnarstjórn hans í Úkraínu. Rosenberg var valdalítill og Koch gróf undan stefnu hans og gerði Úkraínumenn að svörnum fjandmönnum Þjóðverja á skömmum tíma. Rosenberg lagðist eindregið gegn skipun Kochs. Koch var al- ræmdur fyrir kvalalosta og spil- lingu og Rosenberg óttaðist að hann gerði áætlanir sínar að engu. Koch hafði greiðan aðgang að „Foringjanum", þvf að hann var ekki aðeins góður vinur Görings, hann var einnig vinur Martin Bormanns, sem varð staðgengill Hitlers í stað Hess. Hitler hafði engan áhuga á óljósum hugmyndum Rosenbergs um aðskilin leppríki, hann vildi að austurhéruðin yrðu þýzk. Koch gerði gys að hugmyndunum, m.a. um úkraínskt ríki sem yrði áfangi á leið til Kákasus og veggur gegn Rússum og Pólverjum. Hann taldi Úkraínu uppsprettu matvæla og vinnuafls, Úkraína átti að vera nýlenda, annað ekki. Hitler var sammála. Rosenberg mótaði því ekki stefnuna í austri, það gerðu Koch, Himmler og SS, Fritz Sauckel, sem sá um innflutning vinnuþræla til Þýzkalands, og Bormann, sem studdi við bakið á Koch og ófrægði Rosenberg. Göring gerði einnig tilkall til áhrifa í austri, þar sem hann var yfirmaður „fjögurra ára áætlunarinnar". „SKÁN í SUPUSKÁL“ Koch var sammála því sem Gör- ing sagði eitt sinn: „Bezt væri að drepa alla karlmenn í Úkraínu yf- ir 15 ára aldri og senda síðan stóðhesta SS á vettvang." Koch og Göring komust að óformlegu sam- komulagi við Himmler um að SS fengi frjálsar hendur f útrýminga- ráætlunum sfnum gegn þvf að Göring fengi umráð yfir efnahags- auðlindum og „almennum ráns- feng“. Koch hafði eigin hugmyndir um nýlendustjórn. Hann gekk gjarn- an um með reiðprik og sagði eitt sinn að nota ætti svipu á Úkraínu- menn eins og negra og halda þeim eins heimskum og hægt væri. Með hjálp Görings fékk hann fram- gengt að viss héruð Hvíta-Rúss- lands og Byalyostok-hérað í Pól- landi voru sett undir hans stjórn. Byalyostok átti að innlima í Austur-Prússland. Hann gumaði oft af því að hann væri „fyrsti aríinn til að drottna yfir heimsveldi frá Svartahafi til Eystrasalts". Kjarninn í hugsan- agangi Kochs var setning, sem var höfð eftir Himmler: „Eins og skánin, sem myndast i súpuskál, eru menntamennirnir þunnt lag á yfirborði úkrafnsku þjóðarinnar: losaðu okkur við hana og forystu- laus múgurinn verður þæg og hjálparvana hjörð." Rosenberg kvartaði eitt sinn yf- ir því að Koch hefði gefið í skyn að „hann nyti þeirra forréttinda að gefa Foringjanum skýrslu milli- liðalaust og að yfirleitt ætlaði hann sér að stjórna án samráðs við Berlín (þ.e. ráðuneyti Rosen- bergs, Ostministerium) *. Eftir þetta samþykkti Hitler að taka ekki á móti Koch nema að Rosen- berg viðstöddum. Þetta breytti hins vegar litlu, því að Koch gat alltaf fengið áheyrn með stuttum fyrirvara með aðstoð Bormanns, sem sjálfur ól með sér drauma um stofnun heimsveldis, sem „staðgenglar" hans mundu stjórna. Fyrir tilstilli Bormanns gaf Koch út yfirlýsingu um að hann væri eini fulltrúi For- ingjans og stjórn Úkraínu væri f hans höndum. TORTRYGGNI Koch átti einnig í útistöðum við SS, sem hafði reynt að víkja hon- um úr embætti um miðjan fjórða áratuginn. Hann tortryggði æðsta SS-manninn undir sinni stjórn, Hans Prutzmann lögreglustjóra, og taldi að hann njósnaði um sig. Koch setti sífellt ofan í við hann og reyndi stöðugt að draga úr völdum hans. Hann bannaði hon- um jafnvel að taka við skipunum frá Himmler. Oft skarst í odda með þeim og lýsing Prutzmanns á einu rifrildi þeirra sýnir ráðríki og tortryggni Kochs: „Koch svaraði að ég væri undir- maður sinn og ætti aðeins að taka við skipunum frá honum. Þar að auki yrði hann að losa sig við mig, því að hann vildi lögreglustjóra, sem gerði það sem honum væri sagt. Auk þess sem Koch gagn- rýndi opinber störf mín bar hann fram nokkrar móðgandi, persónu- legar ásakanir. Það gerði hann greinilega til þess að magna rifr- ildið. Að lokum dró ég mig í hlé, þar sem Koch hrópaði eins hátt og hann gat að hann tryði ekki einu orði af því sem ég segði.“ Landstjórarnir í austurhéruð- unum voru tfu talsins og enginn þeirra var SS-maður. Illdeilur Kochs og SS sýndu m.a. að inn- byrðis ágreiningur nazista í aust- urhéruðunum stafaði ekki ein- göngu af hreinni valdagræðgi. Gagnrýni SS á spillingu og hroka flokksmannanna átti einnig þátt f deilunum og þær leiddu til auk- innar andstöðu SS við nazista- flokkinn. Þótt ótrúlegt sé vildi SS, Flóttinn nndan Rauóa hernum. eða a.m.k. sumir SS-leiðtogar, „hófsamari" stefnu en Koch og Bormann. Jafnvel SS blöskraði hve langt Koch gekk í hryðjuverk- unum. Leyniþjónusta SS, öryggisþjón- ustan SD (Siecherheitsdienst), tók sér fyrir hendur að fylgjast með hryðjuverkum Kochs. Þar kom fram hörð gagnrýni og Koch bar fram eindregin mótmæli við Himmler. Afleiðingin varð sú að yfirmaður SD í Úkrainu, SS-Gruppenfúhrer Thomas, bann- aði undirmönnum sfnum að senda fleiri skýrslur um Koch. Þegar SD-skýrslur um Koch héldu áfram að berast skarst Himmler í leikinn: „Þessar SD-skýrslur verða að hætta að koma, ef þær gera það ekki verður SD leyst upp og þeim yfirmanni, sem ber ábyrgð á þessu, varpað í fangelsi." Skýrslurnar hættu þá að berast og Himmler afstýrði þar með árekstrum við flokkinn. GELTANDI VÉLBYSSUR Meðan á þessu valdatafli stóð treysti Koch stöðugt völd sín. Daglega fóru fram aftökur og geltandi vélbyssur og fjöldagrafir einkenndu ógnarstjórnina. Á hverri nóttu óku flutningabílar SS um göturnar í leit að „grunsam- legú fólki". Húðstrýkingar voru eitt höfuð- einkenni Koch-stjórnarinnar. Undirmenn Kochs stóðu fyrir húðstrýkingunum á torgum, í skemmtigörðum og á öðrum opinberum stöðum. Þær leiddu venjulega til dauða og áttu að vera mönnum til varnaðar. Loks varð Koch að banna þær, þótt hann hefði byrjað á þeim sjálfur. Skipulagt arðrán og veruleg andspyrna hófust ekki þegar í stað. En óstjórnin og ógnarstjórn- in, sem hernámið leiddi til, varð til þess að Rosenberg sá fljótt að nazisminn var grimmilegri en bolsévisminn og hann var fljótur að spá því að afleiðingarnar yrðu skemmdarverk og myndun skæru- liðahópa. Hann bætti við í einu af mörgum skammarbréfum til Kochs: „Slavar eru haldnir sam- særishugsunarhætti í svona mál- um “ Þrátt fyrir viðvaranir Rosen- bergs hófst Koch handa um að safna þremur milljónum lesta af hveiti til að auka brauðskammt- inn í Þýzkalandi. Hann skipaði Úkraínumönnum að vinna átta stundir af tíu stunda vinnudegi fyrir Þýzkaland. Hann fyrirskip- aði fjöldahandtökur og sendi fórn- arlömbin til Þýzkalands í þræla- vinnu í iðnaði og landbúnaði, m.a. 38.000 frá Kiev-borg einni. Undirmenn Kochs útrýmdu fyrst Gyðingum áður en röðin kom að Úkraínumönnum. í Kiev var 33.771 Gyðingur tekinn af lífi í tveggja daga blóðbaði. Menn Kochs stuðluðu jafnvel að út- breiðslu sjúkdóma með því að gera ekki nauðsynlegar heilbrigðis- ráðstafanir og bönnuðu matvæla- flutninga til svæða þar sem mat skorti. Ef einhver sýndi minnsta vott um tregðu eða hik var svipan á lofti. Koch lftillækkaði Úkraínu- menn jafnvel þótt engin ástæða væri til þess, t.d. þegar hann stjakaði til hliðar móttökunefnd, sem bauð honum salt og brauð að gömlum sið. Albert Speer segir frá því að Koch hafi látið sprengja upp einhverja frægustu kirkju Kiev til að útrýma einu af táknum þjóðarstolts Úkrafnumanna. Þar sem Úkraínumenn voru „undirmálsfólk" gaf Koch þeim ekkert í staðinn fyrir þær fórnir, sem þeir færðu. Hann umgekkst þá ekki og bannaði allt samneyti við þá. Þeir höfðu engin áhrif á stjórn mála, nema í sveitarstjórn- um, og fengu engin loforð um bætt kjör. Það var því engin furða að íbúar Úkrafnu neituðu að verða þrælar Þjóðverja og flykktust inn í skógana og út á slétturnar til þess að ganga í lið með skærulið- um þjóðernissinna og kommún- ista. „HERRAÞJÓÐ Koch lýsti stefnu sinni og skoð- unum bezt sjálfur í ræðu í Kiev 3.marz 1943: „Við erum herraþjóð og verðum að stjórna með harðri hendi É g mun mergsjúga þetta land. Ég kom ekki til að auka á sællifið í b ú a r n i r verða að vinna, vinna og aftur vinna. Við komum svo sannarlega ekki til að dreifa man- na frá himnum. Við komum hingað til að leggja grundvöllinn að sigrinum. Við erum herraþjóð, sem verður að muna að hinn smæsti, þýzki verkamaður er kynþáttalega og líffræðilega þúsund sinnum verð- mætari en íbúarnir hér.“ Einu ári síðar, í marz 1944, féll Rovno, „höfuðborg" Kochs, og hann hrökklaðist til Austur- Prússlands eftir undanhald þýzku herjanna frá Úkraínu. í Austur- Prússlandi hófst hann handa um að koma upp öflugu heimavarnar- liði eins og Bormann og fleiri leið- togar flokksins höfðu hvatt til. Hernum var ekki treyst fyrir þessu verkefni og Koch kom því til leiðar að SS var ekki falið það heldur. Koch fékk þetta hlutverk vegna þess að í augum Hitlers var hann „pærsónugervingur hins mis- kunnarlausa varnarvilja". Þar með gerði Koch sig að eins konar konungi yfir Austur-Prússlandi og SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.