Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 18
98 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 I I Magnús Stephensen landshöfðingi. arlangt á sínum yngri árum og fjallar um gestgjafa sína þar í landi: „Frú Fjeldsted var hin mesta gáfu- og dugnaðarkona til alls sem heyrir til búnaðar í tign- armannahúsum, með hreinlæti og þrifnað, pössun og orðu á öllum hlutum, þeirra fegurð og viðhald, fyrirhyggju með allt hvað við- þurfti, bestu matreiðslu og varð- veislu allra matvæla ... Henni ber með rjettu sú sanna þakkarverða viðurkenning, að allt hvað finnst í matreiðslu-vasakveri, útkomnu á prent á íslensku árið 1800 undir sál. frúar assessorinnu Mörthu Stephensens nafni, er eiginlega hennar fyrirsögn að þakka, hverr- ar M. Stephensen innilega beiddist um allt, sem hjer á landi mætti verða til vegleiðslu bæði heldri konum og hyggnum í almúgastétt, hvað hann eptir henni smámsam- an um veturinn uppskrifaði á dönsku, sneri því síðan á íslensku og setti það form, sem það með sjer ber, og fékk seinna meir þessa góðu mágkonu sína til á titilblað- inu að láta heita sitt verk, svo sem hennar búsýslum betur hæfandi en hans, og reit sjálfur formálann undir bróður síns nafni." Svo mörg voru orð landshöfð- ingjans um þessi matreiðslubók- arskrif sín og útgáfu. Greinilegt er að hann hefur metið gestgjafa sína í Noregi mikils, en þetta var veturinn 1783 til 1784, og hann hafði í raun verið lengi á leið heim til íslands. Um dvölina sagði hann meðal annars: „... mátti það heita sem hann að einlægum veisl- Titilblað bókarinnar Einfaldt matreidslu vasa-qver fyrir heldri manna húss- freyjur, sem gefín var út á Leirárgörðum við Leirá árið 1800. Ljósmrnd: rax. Gluggað í Einfaldt matreidslu vasa- qver fyrir heldri manna húss-freyjur Magnús Stephensen, landshöfðingi, skipar án efa allt annan sess í hugum landsmanna en að vera frumkvööull í útgáfu matreiöslubóka á íslenskri tungu. Þannig er nú málum samt sem áður háttað eins og blm. rak sig á þegar hann tók að kanna nánar bakgrunn fornbókar, sem fannst í eigum látinnar ömmu og nöfnu. Bók þessi lætur ekki mikið yfir sér, er smá í sniðum, dökk og lúin, enda tæpra tveggja alda gömul eins og sést þegar bókin er opnuð og titilblaðið skoðað. Bókin ber nafnið Einfaldt matreiðslu vasa- qver fyrir heldri manna húss- freyjur og segir á titilblaði hennar að útgefandi sé frú Assessorinna Marta María Stephensen og er hún gefin út að Leirárgörðum við Leirá árið 1800 eins og mörg hin merkustu rit á þessum árum. Marta María Stephensen var mágkona Magnúsar Stephensen, gift Stefáni bróður hans á Hvít- árvöllum, sem var og skrifaður fyrir inngangi og afsökunarbeiðni við upphaf bókarinnar. Þar segir: „Vegna konu minnar ber mjer að afsaka hjer með einni línu, að hún nú framselur þetta vasa-qver, til að leggjast fyrir almenníngs augu, enn þótt þess upphaflega útkast væri henni sjálfri einungis ætlað til minnis. Valda því tilmæli okkar elskulega bróðurs, hra. Jústitsráðs og Justitiarii M. Stephensens, hverjum ekki þótti þessu vasa- qveri ofaukið, þó findist í nokkuð fleiri heldri manna húsum. Fyrir þess háttar menn, en ekki eigin- lega almúga, er það og ætlað, og eptir fyrimanna efnum og ýmissu standi lagað, bæði með einfalda en þó velhentandi matreiðslu og aðra vanhæfnari til hátíða- og veislu- borðhalds þá viðliggur. Samt sem áður vonast, að almúga-fólk geti hér af margt til hagnaðar og vel- sæmandi hreinlegs og ljúffengs matar numið, og þess vegna ekki yðrist eptir, að ljá hér sýndri með- ferð á mat auga, enn þótt meiri partur qversins sé æðri manna borðhaldi samboðnari. Sjálfur verð ég að biðjast vel- virðingar á orðfæri og stíl qvers- ins, að því leiti, sem almenníngur kann ætla mér, að hafa hann nokkuð lagfært fyrir konu mína, áður enn blöð þessi gæfust press- unni; því, játa ég mjer um þess- háttar efni mjög svo ótamar rit- gjörðir.“ Viðurkenning í ævisögubrotum í ævisögubrotum M. Stephensen sem hann ritaði sjálfur og birtist í fyrsta skipti á prenti í Timariti Hins íslenska bókmenntafélags árið 1888 segir landshöfðinginn hins vegar, þar sem hann er að fjalla um veru sína í Noregi vetr- íwtlBI «0*«1 (* < > f * " $aí<i’Öi>cr/ 1*1« („IStí awiMi* jti 2íffcfforinm* ijjcitu 9Barítt MfW#- ícltAral'if ““ «» Ci'iÁ ,So°' tíMt, Matreiðslubók landshöföingjans um sæti, bæði þar heima og með því virta og elskaða fólki að tíðum heimboðum, í Mandal, Christ- ianssandi og víða í grennd, því norskir heldri menn eru þar gest- risnir — ég hafði nærri því sagt — úr hófi.“ Breyttir tímar — breyttar venjur Matreiðsla og útbreiðsla á þekk- ingu í matargerðarlist hefur feng- ið byr undir báða vængi hér á landi að undanförnu og reynir nú hver sem betur getur að kenna næsta manni list sína. Fjöldi matreiðslubóka kemur út árlega og allar virðast þær hljóta sinn sess í sögu eldamennsku á íslandi. Eflaust þekkja fæstir til þessa litla vasa-kvers sem áður er getið, en sú bók ruddi brautina á sínum tíma með því að vera fyrsta mat- reiðslubók á íslenska tungu út- komin hér á landi, þökk sé lands- höfðingjanum. Kver hans er samt sem áður ekki það fyrsta sem ritað er um matreiðslu eða matargerð- arlist, eins og það er kallað í dag, á íslenska tungu, þar sem áður höfðu birst nokkrar greinar um þessi efni í tímariti Lærdómslista- félagsins áður en Magnús Steph- ensen sendi frá sér kverið. Gluggað í kverið Letur vasa-kversins er gotneskt en kaflar þess eru tíu að tölu, ásamt númerum við hverja upp- skrift og undirköflum þar sem fjallað er sérstaklega um ákveðna þætti er efninu tengjast, svo sem um geymslu matvæla og vinnslu. Aftast er síðan atriðisorðaskrá og er kverið því hið aðgengilegasta og fjölbreytt mjög þrátt fyrir að ekki sé það stórt að sniðum, eins og nafnið ber með sér. Kaflaheitin eru eftirfarandi: Um uxa-slátur; Um kálfa-slátur; Um sauða-slátur; Um fuglamat, 1) Um hæns-fugla, 2) Um gæsir, endur, dúfur og allskonar æta villifugla; Um sósur; Um mjólk- urmat; Um fiskmat; Um kál-, grasa- og rótastöppur; Fáeinar grjóna- og berjasúpur; Um nokkra vandaða köku-bakstra, Flauta- gjörð og annað. Aftast er síðan áðurnefnd atriðisorðaskrá í staf- rófsröð. Erfitt er að velja sýnishorn af uppskriftunum til birtingar þar sem þær eru allar jafn skemmti- legar. Eðlilega er mörgum orðum eytt í sláturgerð og geymslu þess, en þrátt fyrir að enn tíðkist slát- urgerð í einhverri mynd á íslandi MALLORCA' » 27.mars / 12.apríl / 3.maí I 24.maí / 31.maí / 14.júní / 21.júní / 5.júlí / 12. júlí / 26. júlí / 2. ágúst /l6.ágúst/23. ágúst * 17 dagar; 3vikur / 3víkur / 3vikur / 2vikur / 3vikur / 2vikur / 3vikur / 2vikur / 3vikur / 2vikur / 3vikur / 2vikur /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.