Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 28
108 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 mmmn „ Gurtnar, hvab c,f eg bt)inn (Xb koma í mörg cxr i þessa. s\oppu ? " blikkar þig. .. aö roona pegar hann TM Rag. U.S. Pat. Oft.—all rights resarvad ©1933 Los Angetes Times Syndicate Með morgunkaffinu Það get ég sagt þér að ef úrvalið af tilbúnum matarréttum hefði verið eitthvað í líkingu við það sem það er nú, þegar ég kvæntist, væri ég enn lausbeislaður. Meðferðarstofnun SÁÁ: Takmarkið er að stuðla að bata margra þjáðra mannvera Helga Friðfinnsdóttir kennari skrifar: „Velvakandi. Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um söfnun þá, sem nú er í gangi til að unnt verði að ljúka við meðferðarheimili fyrir alkóhólista, sem byrjað er að reisa við Grafarvog í Reykjavík. SÁÁ stendur fyrir þessari söfnun og hefur hlotið ýmsa gagnrýni, svo sem að hafa fengið Frjálst fram- tak til að annast skipulag söfnun- arinnar, að SÁÁ skipti ekki við réttan banka, að upphæð gjafa- bréfanna sé of há, upphæðin sé bundin, svo eitthvað sé nefnt. Þeg- ar svona stóru átaki á að hrinda í framkvæmd er engin furða þó gagnrýni komi fram. Þeir sem eru í forsvari fyrir SÁÁ hafa svarað þessari gagnrýni í blöðum og sjón- varpi. Með þessu bréfi langar mig að skýra lesendum frá því hvers vegna ég kaupi gjafabréf. Á undanförnum árum hef ég fylgst með hverju kraftaverkinu á fætur öðru. Fólk, bæði menn, kon- ur og börn, sem voru helsjúk af þeim sjúkdómi, sem nefndur hefur verið „mesta mein aldarinnar", öðru nafni alkóhólismi, hafa smátt og smátt náð sér og eygja nú von um bata, von um að geta orðið ábyrgir þjóðfélagsþegnar, að geta sinnt störfum slnum og skyldum jafnt á við aðra menn. Fjölskyldur sem ekki voru fjöl- skyldur nema að nafninu til, fjöl- skyldumeðlimir hættir að tala saman og öllum leið mjög illa, með slíkum fjölskyldum hef ég fylgst á leið þeirra til bata. Þótt það sé aðeins einn fjölskyldumeðlimur sem fer inn á meðferðarstofnun hefur það í för með sér lækningu fjölskyldunnar, ef vel tekst til, og á ég þar við hvað fjölskyldan verð- ur dugleg að vinna að bata sínum á eftir. Talið er að 4 manneskjur að meðaltali sýkist með hverjum alkóhólista. Það er sárt fyrir fjöl- skyldu að lenda í klóm þessa sjúkdóms. Sárast og erfiðast vegna þess að fjölskyldumeðlimir lenda í vítahring; gera sér sjaldn- ast ljóst að um sjúkdóm er að ræða. Allir skammast sín fyrir aumingjaskapinn að geta ekki rif- ið sig upp úr svo niðurlægjandi ástandi sem drykkjan veldur. Svo þarf að finna sökudólginn. Þá ligg- ur beinast við manneskjan sem neytir vímugjafans, en það er ekki bara hún sem fyllist af minni- máttarkennd og vanlíðan, nei allir fjölskyldumeðlimir fyllast sekt- arkennd, samviskubiti og kvíða. „Ef ég hefði nú bara sagt þetta eða ef ég hefði sagt þetta, eða hefði ég ekki gert þetta, þá hefði pabbi, mamma, hann eða hún, ekki dottið í það.“ Gerið þið ykkur I hugarlund, lesendur góðir, hvernig sllkt sálar- ástand fer með einstaklinga. Haldið þið að börnunum gangi vel að einbeita sér hvort sem er í skóla eða leik eða haldið þið að félagstengsl og tjáskipti þeirra verði með eðlilegum hætti. Og svo bætist við kvíðinn, þessi fylgifisk- ur alkóhólismans. „Hvernig verð- ur ástandið þegar ég kem heim? Verður allt í lagi með pabba eða mörnrnu?" Hvernig gengur makanum með sitt hlutverk í lífinu, hvort sem það er utan eða innan heimilisins eða hvort tveggja eins og algeng- ast er í dag? Hann er fullur af kvíða og efasemdum um sitt eigið Hjartanleg- ar þakkir Vistfólk á Dvalarheimilinu Ási/Ásbyrgi, Hveragerði skrifar: „Laugardaginn 19. mars sl. bauð Leikfélag Hveragerðist okkur á leiksýningu félagsins á leikritinu „Deliríum Bubonis" í Hótel Hveragerði. Fyrir þessa hugulsemi, frábær- an leik og góða skemmtun viljum við hér með færa stjórn og leikur- um hjartanlegar þakkir. Gifta fylgi starfi ykkar." Held að konur séu ekki tilbúnar Kona skrifar: „Kæri Velvakandi. Mér er mikið niðri fyrir og langar til að tjá mig um grein Einars Braga í Mbl. á laugardag (19. mars). Það var eins og að fá kalda gusu yfir sig að lesa þessa grein. í hvaða tilgangi er hún skrifuð? Er það kannski til að æsa konur upp hverja gegn ann- arri? Ég var einmitt svo ánægð með erindið hennar Bryndísar í þættinum Um daginn og veginn. Mér fannst ágætt að fá þetta frá henni, þar sem hún er vel þekkt og fólk hlustar á hana. Ég er ein þeirra sem er algjör- lega á móti kvennaframboði. Mér finnst líka hálfhallærislegt þetta tal um að helmingur þing- manna skuli vera konur. Ég held nefnilega, að mergurinn málsins sé sá, að konur séu ekki tilbúnar sjálfar til þess að svo geti orðið, a.m.k. ekki nógu margar. Ég kvíði því ekki, að svo eigi ekki eftir að verða, en þá verða þær áreiðanlega fullfærar um að koma sér á þing, enda er helm- ingur þjóðarinnar konur. Og hvers vegna ættu þær þá ekki að komast á þing, ef þær vilja? Einnig var ég hissa á skáld- inu, þar sem hann segir, að það sé vitlaust hjá Bryndísi, að kon- ur séu konum verstar. Hvað veit hann um það? Við sem erum úti á vinnumarkaðnum vitum betur, og oft er það nú, að konur bítast um bitann og rakka hver aðra niður, ef svo ber undir. Auðvitað var þetta öðru vísi í gamla daga, á meðan konur voru að vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um. Þá stóðu þær vel saman, en þetta á bara ekki við í dag. Nei, þetta eru vægast sagt undarleg skrif hjá skáldinu. En Bryndís má vita, að hún á marg- ar stuðningskonur. Auðvitað eigum við að vinna saman við hlið karlmannanna, en ekki á móti. Mér finnst líka fáránlegt að stofna til kvennaframboð til alþingiskosninga. Eru það ein- hver sérhagsmunamál kvenna, sem slíkur listi ætlar að berjast fyrir, þegar á Alþingi kemur? Éða verður það bara gamla lumman „fleiri barnaheimili". Ég vona að Bryndís haldi áfram á sömu braut."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.