Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 Sjóli RE tekinn í landhelgi: Ágreiningur um þad hvort Sjóli er bátur eða togari ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar stóð í fyrradag togarann Sjóla RE 18 að meintum ólöglegum veiðum um 8 sjómílur vestur af Garðskaga. Var skipið fært til hafnar í Hafnarfirði þar sem yfirheyrsla fór fram í gær. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í dag. Tildrög málsins eru þau, að ágreiningur ríkir um það, hvort Sjóli teljist bátur eða togari. Hann er 37 metrar að lengd, en vélarstærð er skráð 1.200 hestöfl í skrá Siglingamálastofnunar yfir íslenzk fiskiskip. Til þess að geta talizt bátur verður skip að hafa vél, sem er minni en 1,000 hestöfl og vera styttri en 39 metrar. Upp- hafleg vélarstærð skipsins er 1.200 hestöfl, en sett hefur verið innsigli á olíugjöf vélarinnar, þannig að hámarksafl nemur 950 hestöflum. Er skipið var tekið var það um 20 mílum innan fiskveiðimarka tog- ara en utan marka báta. Við yfirheyrslurnar í gær kom enginn ágreiningur fram um stað- setningu skipsins, aðeins fyrr- greindur ágreiningur um vélar- stærð. Athygli vekur, að í skip- askrá Siglingamálastofnunar 1982 er skipið skráð með 990 hestafla vél, en í skránni fyrir þetta ár með 1.200 hestafla vél. Svipað mál kom upp fyrr á þessu ári er togarinn Einar Benediksson var færður til hafnar á sömu forsendum. Var skipstjóri þess skips sýnkaður af kæru um landhelgisbrot. Morgunblaðiö/ Guðjón Birgisson Fomer Bang-Hansen úr utanríkisdeild EBE í Briissel og Niels J. Thorgersen, forstjóri EBE-skrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Þeir veröa gestir fundar Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á fundi félaganna á Hótel Sögu í kvöld. Verður þar rætt um EBE og Sovétríkin. Einnig verða þeir gestir á ráðstefnunni um Efnahagsbandalagið nk. föstudag. Niðurstaða þingflokksfundar Alþýðubandalagsins í gærkveldi: Svavar heldur áfram könnunarviðræðum Niðurstaða þingflokksfundar Al- þýðubandalagsins í gærkveldi, þar sem fjallað var um áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður Svav- ars Gestssonar, varð sú að haldið skyldi áfram könnunarviðræðum við flokkana í dag og á morgun. Svavar Gestsson sagði að fundinum loknum, að ekki hefði verið ákveðið að einbeita sér að neinu ákveðnu stjórnarmynstri, heldur yrði rætt við alla aðila. Fyrir fundinn var búist við því að þar yrði samþykkt að taka upp viðræður við einhverja ákveðna aðila, með stjórnarsam- starf við þá í huga. Svavar hóf stjórnarmyndunartillögur sínar í gær og ræddi hann þá við full- trúa allra þingflokka. íþróttahús Jóns Þorsteinssonar: Ríkið kaupir húsið fyrir 12,6 milljónir GENGIÐ var frá kaupum ríkisins á íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í gærdag, að sögn Höskuldar Jóns- sonar, ráðuneytisstjóra I fjármála- ráðuneytinu. Kaupverð hússins er 12,6 millj- ónir króna og verður húsið af- hent ríkinu 1. júlí nk. Höskuldur sagði að húsið væri keypt samkvæmt heimild í fjár- lögum um kaup húseigna fyrir stjórnarráð. Hins vegar væri ekki ákveðið hvað gert yrði við húsið í framtíðinni. í dag er Há- skóli íslands með ákveðna starf- semi í húsinu og hefur óskað eft- ir því, að hafa þar aðstöðu áfram, auk þess sem Þjóðleikhúsið hefur lýst áhuga sínum á að fá húsið til æfinga. „Kaupin eru hins vegar aðallega hugsuð með það fyrir augum að tryggja ríkinu lóðir austan Arnarhvols með framtíð- ina í huga,“ sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri. Morgunblaðið/ KEE Frá brunastað í Brautarholti á miðnætti sl. nótt. Eldur í Gistiheim- ilinu í Brautarholti Ráðstefna EBE SAMTÖKIN Viðskipti og verzlun gangast fyrir ráðstefnu um Efna- hagsbandalag Evrópu í Kristalsal Hótels Loftleiða fostudaginn 20. maí kl. 9.30. um vestræna samvinnu og Varð- berg gangast fyrir í hliðarsal Hót- els Sögu kl. 20.30 um efnið „Efna- hagsbandalag Evrópu og Sovétrík- in“. „Það er skoðun okkar, að skipið hafi verið á löglegum veiðum og því tekið á röngum forsendum. Ekki er deilt um staðsetningu, heldur vélarstærð og við teljum að vélarstærð sé sú, sem framleið- andi gefur upp,“ sagði Guðmundur Jónsson, einn eigenda skipsins í samtali við Morgunblaðið. Eldur kom upp í Gistiheimilinu að Brautarholti 22 rétt fyrir miðnættið þegar kviknaði í rúmi I einu her- bergja hússins. Mikill reykur gaus upp, en tjón af völdum elds var ekki talið verulegt, þótt glatt hafi logað í sjálfu rúminu. Ekkert manntjón varð. Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um brunann kl. 23.40. Allt tiltækt lið var sent af stað og fóru þrír reykkafarar strax inn í herbergið, sem er á þriðju hæð á norðurhlið hússins, úr körfubíl og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skammri stundu. Eldsupptök eru ókunn. Þrír fulltrúar frá EBE koma hingað til lands til að kynna bandalagið og munu flytja fyrir- lestra og svara fyrirspurnum; Klaus Ewing, yfirmaður deildar hjá utanríkjadeild EBE sem sér um samstarf við Norðurlönd, Sviss og Austurríki; Folmer Bang Hansen, sem annast málefni ís- lands hjá utanríkjadeild og Niels Jörgen Thögersen, forstjóri upp- lýsingaskrifstofu EBE í Dan- mörku. Ráðstefnustjóri Jónas Haralz. í kvöld verða Folmer Bang Han- sen og Niels Jörgen Thögersen gestir á fundi sem félögin Samtök INNLENT Svavar verður fyrst að svara spurningunum sjálfur — segir Geir Hallgrímsson „FRÁ slíkum fundum er al- mennt ekki sagt í einstökum atriðum og ekki ástæða til, en ráðherrann hefur sjálfur upplýst að hann hafi lagt fyrir viðmæl- endur sína spurningalista í 20 liðum með enn fleiri spurning- um. Þingflokki sjálfstæð- ismanna þótti sjálfsagt að ráð- herra svaraði fyrst sjálfur spurn- ingum sínum og áður en þau svör liggja fyrir, sundurliðuð eft- ir spurningum, er ekkert meira um framhaldið að segja,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisfíokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður um viðræðu- fund þeirra Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins, í gær. „Að sjálfsögðu breytir stjórnarmyndunarumboð Svavars Gestssonar engu um það hvað Sjálfstæðisflokkur- inn aðhefst í viðræðum við aðra flokka," sagði Geir þegar hann var spurður hvort sjálf- stæðismenn hefðu átt viðræð- ur við einhverja aðra aðila í gær. Aðspurður um afstöðuna til þeirrar málaleitunar Svavars Gestssonar, að fresta greiðslu vísitölubóta þann 1. júní næst- komandi um einn mánuð, sagði Geir: „Ég tel að það sé unnt að ljúka stjórnarmynd- unarviðræðum tímanlega fyr- ir 1. júní og þess vegna er því ekki rétt að fresta greiðslu vísitölubóta þann 1. júní, nema ný ríkisstjórn telji sig þurfa meiri tíma til útfærslu stefnu sinnar varðandi vísi- tölubætur, en þá yrði það á ábyrgð þeirrar stjórnar," sagði Geir Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.