Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 23 Ellert Jónsson frá Akrakoti áttræður í dag fagnar áttatíu ára afmæli sínu Ellert Jónsson, lengi bóndi í Akrakoti, Innri-Akraneshreppi, Borgarfjarðarsýslu. Hann fæddist að Vatnshömrum í Andakíls- hreppi þann 18. maí 1903. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Guð- mundsson frá Auðsstöðum og Sig- ríður Þorsteinsdóttir frá Hofs- stöðum í Hálsasveit. Börnin á Vatnshömrum urðu alls átta og var Ellert næstelstur þeirra. Eftir 25 ára búskap á Vatnshömrum fluttu foreldrar hans að Ytri- Görðum í Staðarsveit og eiga þar heimili til æviloka. Nokkrir bræð- ur Ellerts urðu bændur þar vestra. Þegar Ellert er 17 ára að aldri fer hann í Hvítárbakkaskólann í Borgarfirði, sem var einn af ör- fáum alþýðuskólum í landinu á þeim árum, sem námfúsir fátækir æskumenn gátu leitað til. Þar var Ellert 2 vetur við nám, sem kom honum að góðum notum. Þar var þá skólastjóri sr. Eiríkur Al- bertsson, lengi prestur á Hesti í Borgarfirði. Að loknu námi á Hvítárbakka er ekki haldið heim að Vatns- hömrum, enda nægur vinnukraft- ur þar fyrir, þar sem mörg systk- ini voru þar að vaxa upp. Leiðin lá til Akraness og Reykjavíkur um tíma. Lagði Ellert gjörva hönd á margt, bæði til sjós og lands. Á Akranesi kynntist hann konu sinni, Ólafíu Guðrúnu Björnsdótt- ur (f. 16. júní 1899), sem ættuð var úr sveitunum sunnan Skarðsheið- ar í Borgarfirði, en alin upp á Rein í Innri-Akraneshreppi. Þau gifta sig 1925 og hefja búskap í Reykja- vík, en flytja ári síðar að Sól- mundarhöfða á Akranesi, þar sem þau búa næstu 13 árin. Öll þau ár og raunar lengur fór Ellert á vetr- arvertíð suður í Garð, Sandgerði eða var á bátum frá Akranesi. Lengst var hann á bátum Harald- ar Böðvarssonar með hinum kunna skipstjóra Ástvaldi Bjarna- syni. Jafnframt rak hann nokkurn búskap á Sólmundarhöfða. Vorið 1938 kaupir Ellert jörðina Akrakot í Innri-Akraneshreppi, sem þá hafði verið í eyði um tíma og var alveg húsalaus. Hóf hann byggingar á jörðinni og ræktun og flutti þangað á fardögum 1939. Þar býr Ellert gagnsömu mynd- arbúi í rúm 25 ár, eða þar til hann afhendir Birni syni sínum jörð og bú. Við þennan stað — Akrakot — hefur hann jafnan verið kenndur. Eftir að hann hætti búskap flutti hann að Teig, sem er í túni Akra- kots. Þar stundaði hann garðrækt og rak hænsnabú fram undir 1980. í Akrakoti vegnaði Ellert vel. Þetta er þægileg bújörð, góð til ræktunar og þar er útsýni mikið og fagurt. Þarna kunni Ellert sannarlega vel við sig. Sjómennsk- an átti ekki allskostar við Ellert, þótt hún gæfi bestu tekjuvonina. Hann var barn sveitarinnar, sem hafði tekið ástfóstri við gróður- moldina og kunni vel skil á þeim miklu möguleikum, sem hún veitir góðum ræktunarmanni. Hann lagði því alltaf áherslu á garðrækt — samhliða venjulegum búgrein- um — og stundaði hana sem fag- maður væri. Ólafía kona Ellerts andaðist vorið 1981 eftir alllanga vanheilsu. Það var mikið áfall fyrir hann, því Ólafía var mikilhæf húsmóðir, eins og þeirra fallega heimili bar ljósan vott um. Þau áttu 3 börn, sem upp komust, eru þau talin í aldursröð: Guðbjörg gift Jóhanni Stefánssoni skipasmið á Akranesi, Sigríður gift Baldri Gunnarssyni garðyrkjumanni, bjuggu lengi í Hveragerði, nú búsett í Kópavogi, og Björn kvæntur Guðrúnu Kjart- ansdóttur búsett í Akrakoti. Auk þess ólu þau upp frá frumbernsku Erlu Hansdóttur, sem gift er Ár- sæli Eyleifssyni á Akranesi. Reyndust þau henni sem bestu foreldrar. — Eftir að ólafía dó 1981 flutti EUert til Guðbjargar dóttur sinnar og Jóhanns Stef- ánssonar að Jaðarsbraut 21 á Akranesi. Hann á þar gott og ánægjulegt ævikvöld á glæsilegu heimili þeirra. Fær hann aldrei fullþakkað þá giftu að mega njóta umhyggju og ástúðar þessara ágætu hjóna, er ellin sækir á. Það er langt síðan ég sá Ellert í Akrakoti fyrst og vissi deili á hon- um. Það var löngu áður en ég flutti til Akraness. Mér varð hann strax minnisstæður. Jafnvel gler- augun hans settu vissan svip á andlitið, svo hann var engum öðr- um líkur. Hann var einarður í máli, skýr í hugsun, kvað fast að og bjó yfir sjálfstæðum skoðunum. Þegar hann tók til máls á mann- fundum var eftir honum tekið og á hann hlustað. Hann var eindreg- inn framsóknar- og samvinnu- maður og vann þeim málstað allt það gagn, sem hann mátti. Hann var í eðli sínu mikill félagshyggj- umaður og baráttan var honum í blóð borin. Ýmsum trúnaðarstörf- Rithöfundasamband íslands: Höfundar fræðirita geta orðið félagar — Snorri Hjartarson kjörinn heiðursfélagi AÐALFIJNDUR Kithöfundasambands íslands var haldinn dagna 30. apríl og 15. maí sl. í stjórn voru kosin Ása Sólveig og Olga Guðrún Árnadóttir í aöalstjórn og Anton Helgi Jónsson til vara. Fyrir í stjórn eru: Formaður Njörður P. Njarðvík, varaformaður Birgir Sigurðsson og meðstjórnandi Þorvarður Helgason. Varamað- ur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Fulltrúi Kithöfundasambandsins í Bandalagi íslenskra listamanna var kjörinn Birgir Sigurðsson og varamaður Olga Guðrún Árnadóttir. Félagslegir endurskoðendur voru kosnir Andrés Kristjánsson og Jón Dan. I frétt frá Rithöfundasambandinu segir: „Eitt aðalmál fundarins að þessu sinni snerist um tillögur til breyt- inga á inntökuskilyrðum sambands- ins, og var samþykkt að víkka þau þannig að félagar geti orðið „höfund- ar sem birt hafa tvö fræðirit er telj- ast hafa ótvírætt fræðslu- og menn- ingargildi". Jafnframt var samþykkt að kjósa sérstaka inntökunefnd er fjalla skal ítarlega um allar inntöku- beiðnir og getur enginn orðið félags- maður „nema með honum mæli meirihluti inntökunefndar, enda séu niðurstöður nefndarinnar sam- þykktar á aðalfundi með Vi hluta greiddra atkvæða." í Ijósi þessarar samþykktar taldi aðalfundurinn ekki rétt að afgreiða umsóknir þeirra fræðimanna, sem lágu fyrir, heldur skyldi þeim vísað til nýkjör- innar inntökunefndar til frekari meðferðar. Þá voru samþykktar þær breyt- ingar á lögum sambandsins að Rit- höfundaráð er lagt niður. Það kom fram á fundinum að á liðnu starfsári hefði verið undirrit- aður nýr samningur við Ríkisút- varpið, að yfir stæðu viðræður um nýja samninga við leikhúsin og að loks sæist farsæl lausn á langri deilu við stjórnvöld um sanngjarnar leið- réttingar vegna ólöglegra fjölfald- ana verndaðra ritverka í skólum. Á fundinum voru teknir inn 15 ný- ir félagsmenn, og eru félagsmenn þá 207 talsins. Loks skal þess getið að Snorri Hjartarson var kjörinn heiðursfélagi með lófataki." Erindi um ísrael JÓHANNA Kristjónsdóttir, blaðamaður, flytur erindi og svarar fyrir- spurnum um nýafstaðna íor sína til ísraels, á opnum fundi sem félagið ísland-ísrael gengst fyrir í Safnaðarheimili Langholtskirkju (uppi) fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. um hefur hann gegnt, var t.d. lengi í stjórn Kaupfélags Suður- Borgfirðinga og formaður um skeið. Á þeirri tíð, þegar frambjóðend- ur gáfu sér tíma til að hlusta á kjósendur á framboðsfundum gera fyrirspurnir um stefnu og ætlun- arverk einstakra frambjóðenda, kom Ellert stundum með eftir- minnilegar og óþægilegar spurn- ingar til andstæðinga sinna, sem athygli vöktu. Hann fylgdist vel með almennum málum, enda fróð- ur og minnugur og sérlega fundvís á veikan málstað. Hann er vel að sér í sögu þjóðarinnar að fornu og nýju og kann þá list að gera góðar samlíkingar við kunnar söguper- sónur. Á þessum merku tímamótum í ævi Ellerts Jónssonar langar mig að þakka honum langt og ánægju- legt samstarf að sameiginlegum áhugamálum og vináttu, um leið og ég flyt honum innilegar árnað- aróskir með ævikvöldið og þá hamingju að mega njóta ástvina sinna, með þeim hætti, sem hann gerir. Dan. Ágústínusson Jóhanna var í hópi blaðamanna, víðsvegar að úr heiminum, sem ísraelska utanríkisráðuneytið bauð til landsins, til að kynna sér ástand og horfur, eftir stríðið í Líbanon. Síðar á fundinum verða veittar upplýsingar um dvöl á samyrkjubúum í Israel. Aðalfund- ur félagsins var haldinn nýlega og var Eirika A. Friðriksdóttir kjörin formaður. Hvítasunnumynd Nýja bíós NÝJA BÍÓ hefur hafið sýningar á ,,hvita.sunnumynd" sinni, sem er bandarísk og hefur fengið íslenzka heitið „Allir eru að gera það ..." í kynningu kvikmyndahússins segir að myndin fjalli um „hinn eilífa og ævaforna ástarþríhyrning, en í þetta sinn skoðaður frá öðru sjónarhorni en venjulega". Aðalhlutverk leika Michael Ontkean, Kate Jackson og Harry Hamlin. Snorrabraut simi 13506 Glæsibæ simi 34350 Hamraborg simi 46200 Miðvangi simi 53300 Ertu í takt við tímann ? Austurstræti : 27211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.