Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 31 Alfreð farinn til V-Þýskalands: Skrifar Alfreð undir hjá Essen á morgun? ALFREÐ GÍSLASON, handknatt- leíksmaðurinn kunni úr KR, fór utan til V-Þýskalands ( gærdag. Eins og skýrt hefur verið frá þá hafa nokkur handknattleiksliö í V-Þýskalandi sýnt Alfreð mikinn áhuga og er hann núna aö kanna þau. Alfreö sagöi í viötali viö Mbl. seint í gærkvöldi aö nú væru mál- in farin að skýrast og þaö væri eitt félag sem heföi veriö með besta tilboöið og væri þaö Essen. Alfreö sagöist halda til fundar á morgun, föstudag, til Essen ásamt Jóhanni Inga Gunnarssyni, þjálfara hjá Kiel og myndu þeir í samein- ingu skoöa allar aðstæöur svo og grandskoöa tilboðiö aftur sem hann heföi fengiö. „Eins og staöan er í dag þá bendir allt til þess aö ég skrifi und- ir samning hjá Essen, og komi til meö aö leika hjá liöinu næsta keppnistímabil,“ sagöi Alfreö. Þjálfari Essen á næsta keppnis- tímabili veröur þjálfari Gummers- bach, en hann lætur af störfum hjá Gummersbach eftir þetta keppn- istímabil. Hann hefur lagt hart aö forráöamönnum Essen að kaupa Alfreð og bendir allt til þess aö svo veröi. Essen hefur ekki gengiö vel á keppnistímabilinu en meö því aö ráöa nýjan þjálfara og kaupa nýja leikmenn ætla forráöamenn liösins aö reyna aö lyfta því upp úr öldu- dalnum á næsta keppnistímabili. — ÞR Handknatllelkur Leikið ÍSLANDSMÓTIO í knattspyrnu hefst í kvöld kl. 20.00 með leik Þróttar og KR. Lengi vel leit úr fyrir aö liðin þyrftu að leika á gamla Melavellinum, en þar sem hitastig hefur verið meö hærra móti síðustu daga þá er kominn nokkur grasspretta á vellinum í Laugardalnum og fer leikurinn því fram á hallarflötinni í kvöld. a grasi Á morgun fara fram fjórir leikir í 1. deild. Á Akureyri leika Þór og ÍA, í Keflavík leika (BK og Valur, og á hallarflötinni í Laugardal leika Vík- ingur og UBK, og loks leika í Vest- mannaeyjum ÍBV og IBÍ. Veröur mjög fróðlegt aö fylgjast með úr- slitum í þessum fyrstu leikjum mótsins, og sjá hvernig liðin spjara sig. Morgunblaöiö mun gefa leik- í kvöld mönnum einkunn fyrir leikina eins og þaö hefur gert undanfarin ár, og í lok mótsins veröur útnefndur leikmaöur Islandsmótsins 1983. I aukablaöi Morgunblaösins í dag má finna ýmsar upplýsingar um mótiö svo og kynningu á liöum UBK, ÍBK og KR. En blaðið mun kynna öll liöin í 1. deild og 2. deild á næstunni. — ÞR. Verðlaunahafar á mótinu ásamt forráöamönnum þess. Morgunbiaðið/ óakar Sæm. Hörð barátta í Víkurbæjarkeppninni: Sigurður með vallarmet SIGURÐUR Pétursson, íslands- meistarinn í golfi, bar sigur út býtum í Víkurbæjarkeppninni, sem fram fór um helgina. Fór Sig- urður holurnar 36 á 146 höggum, sem er vallarmet, og seinni 18 holurnar fór hann á 70 höggum, sem er tveimur höggum undir pari, sem einnig er vallarmet. Björgvin Þorsteinsson, Golf- klúbbi Akureyrar, varö annar, lék á aöeins einu höggi meira en Sigurö- ur, eöa 147 höggum. Siöan kom Hannes Eyvindsson, GR á 150, Magnús Jónsson, GS á 153 og Gylfi Kristinsson, GS á 154. Keppni var einnig mjög jöfn og spennandi í 1. flokki. Jónas Ragn- arsson, GK, sigraöi þar á 79 högg- um og síðan komu þrír í 2.-4. sæti meö 80 högg. Voru þaö Þorsteinn Geirharðsson, GS, Guö- mundur Vigfússon, GR og Harry Hilsmann, GK. í 2. flokki sigraöi Siguröur Hólm, GK, á 81 höggi, Ásgeir Nikulásson, GK, varö annar á 82 og þriöji Guö- brandur Sigurbergsson á 83. Ekki síöur spennandi keppni þar. Elías Kristjánsson, GS, sigraði í 3. flokki á 89 höggum, Lúövík Gunnarsson, GS, varö annar á 92 og Guðfinnur Sigurvinsson, Hjört- ur Kristjánsson og Grétar Grét- arsson, allir GS, voru allir á 95. Kvennaflokkurinn var leikinn meö forgjöf og þar sigraöi ung og bráöefnileg stúlka, Kristín Péturs- dóttir, úr GK. Hún fór á 67 höggum nettó. Kristín byrjaði í golfinu í fyrra og er nú þegar farin aö slá þeim bestu viö, en hún er aðeins 16 ára. Aukaverðlaun voru veitt fyrir aö slá næst 9. holu í 2. höggi. Fyrri daginn hlaut þau verðlaun Haf- steinn Sigurvinsson, kúla hans var 158 sm frá holunni og Björgvin Þorsteinsson fékk verðlaunin seinni daginn, kúia hans var 150 sm frá. Einnig voru veitt verölaun fyrir aö vera næst þriöju holu báða dagana, og hlaut Siguröur Hólm þau, kúla hans var 148 sm frá hol- unni. — SH • Pétur Pétursson, sem nú leikur sem atvinnumaður meö Ant- werpen í Belgíu, á metiö ( markaskorun í 1. deild. Hann náöi aö skora 19 mörk á keppnistímabilinu 1978. Hér horfir Pétur á eftir boltanum í netiö. Markakóngar 1. deildar frá upphafi ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst í dag meö leik KR og Þróttar á hallarflötinni í Laugardal. Morgunblaöiö mun eins og undanfarin ár heiöra þann leikmann sem verður markakóngur í 1. deild með veglegum verölaunum. Keppni um titilinn hefur verið hörö undan- farin ár og í fyrra uröu tveir leikmenn jafnir, skoruöu 10 mörk hvor. í tilefni þess aö mótiö er að hefjast birtum viö hér nöfn markakónga keppninnar frá árinu 1955. Eftirtaldir leikmenn hafa oröiö markakóngar í 1. deild frá því deildaskipting var tekin upp, árió 1955: 1955 Þóröur Þórðarson, lA 7 1955 Ríkharður Jónsson, ÍA 7 1955 Þórður Jónsson, ÍA 7 1956 Þórður Þóröarson, ÍA 6 1957 Þórður Þórðarson, ÍA 6 1958 Þórður Þórðarson, ÍA 11 1959 Þórólfur Beck, KR 11 1960 Þórólfur Beck, KR 15 1960 Ingvar Elisson, ÍA 15 1961 Þórólfur Beck, KR 16 1962 Ingvar Elísson, ÍA 11 1963 Skúli Hókonarson, ÍA 10 1964 Eyleifur Hafsteinsson, ÍA 10 1965 Baldvin Baldvinsson, KR 10 1966 Jón Jóhannsson, ÍBK 8 1967 Hermann Gunnarsson, Val 12 1968 Helgi Númason, Fram 8 1968 Kári Árnason, ÍBA 8 1968 Ólafur Lárusson, KR 8 1969 Matthías Hallgrímsson, ÍA 9 1970 Hermann Gunnarsson, ÍBA 14 1971 Steinar Jóhannsson, ÍBK 12 1972 Tómas Pálsson, ÍBV 15 1973 Hermann Gunnarsson, Val 17 1974 Teitur Þórðarson, ÍA 9 1975 Matthías Hallgrímsson, ÍA 10 1976 Ingi Björn Albertsson, Val 16 1977 Pátur Pétursson, ÍA 16 1978 Pétur Pétursson, ÍA 19 1979 Sigurlás Þorleifsson, Víkingi 10 1980 Matthías Hallgrímsson, Val 13 1981 Lárus Guðmundsson, Víkingi 12 1981 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV 12 1982 Heimir Karlsson, Víkingi 10 1982 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV 10 Enginn með 12 rétta í 36. leikviku tókst ekki að ná öll- um leikjum réttum og er þetta 5. leikvikan í röð, sem bezti árangur er 11 réttir. Að þessu sinni fund- ust 16 raöir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röö kr. 15.550 en með 10 rétta voru 232 raöir og vinningur fyrir hverja röó kr. 459. Meö þessari leikviku er lokiö þessu starfstímabili Getrauna, en gert er ráð fyrir, aö Getraunir hefji næsta starfstímabil meö leikjum, sem fram fara laugardaginn 27. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.