Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 32
j^íis^jÐerið f ?! Sími 44566 jpWljBONDEXl carnifí RAFLAGNIR málrvng\ J® nrrumnipiwnp samvirki LE\t MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 Verðbætur 1. júní: Engin lausn að fresta greiðslu * r — segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI „ÞAÐ ER ALVEG augljóst mál að við það er miðað í okkar samning- um að verðbætur komi til greiðslu þann 1. júní og eins og málin standa í dag, þá liggur ekkert fyrir um neinar niðurstöður af aðgerð- um af neinu tagi. Ég sé ekki að það sé raunhæft að ræða eitt eða neitt í kringum 1. júní, ég sé engar forsendur fyrir því að stilla því upp sem lausn á neinum vanda að fresta greiðslu verðbóta 1. júní,“ sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands í samtali við Mbl., þegar hann var inntur álits á þeirri hugmynd sem Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, viðraði í stjórnarmyndunarviðræðunum í gær. Ásmundur sagði ómögulegt að segja fyrir um, hvernig verka- lýðshreyfingin myndi bregðast við hugsanlegri frestun þann 1. júní, það færi eftir efnissam- henginu öllu. Hins vegar kvaðst hann ekki sjá að neitt það lægi fyrir 1. júní, sem skapaði for- sendur til þess að menn ræddu frestun greiðslu verðbóta í al- vöru. Hugmynd um frestun nú virtist ekki vera í tengslum við neina heildarlausn á efnahags- vandanum. 25.300 pökkum af skreið skipað út ÚTSKIPUN á 11.000 pökkum af skreið og 14.300 pökkum af hertura hausum á vegum Skreiöarsamlagsins og Skreiðardeildar SÍS er fyrirhuguð í þessum mánuði. Að sögn Braga Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Skreiðarsam- lagsins, skiptist magnið jafnt á milli þessara tveggja aðila. Tilskil- in leyfi og ábyrgðir liggja fyrir, enda ekki flutt út án þess, að sögn Braga. Sagði Bragi, að eitthvað af innflutningsleyfum gæti verið á leiðinni. Þetta væri hægur gangur fram á við þar sem ekki væri enn farið að greiðast úr efnahags- ástandinu í Nígeríu. Ekki vildi Bragi tjá sig um stöðu skreiðarverkunar í dag, en sagði að skreiðarverkendur lægju með miklar birgðir og hefðu af því mik- inn vaxtakostnað. Strákafótboltinn er byrjaður af krafti eins og vera ber á vorin og í dag byrjar boltinn að rúlla fyrir alvöru hjá þeim fullorðnu, því íslandsmótið hefst í kvöld. Á blaðsíðum 43 til 46 í blaðinu í dag er fjallað um íslandsmótið og jafnframt hefst þar kynning Morgunblaðsins á þeim félögum, sem þátt taka í mótinu. Morgunbiaðið/ köe Stefna Alþýðubandalagsins í spumarformi: Verðbótaskerðing og inn- flutningshöft meðal aðgerða ÞINGFLOKKAR fengu í gær til meðferðar spurningalista frá hand- hafa stjórnarmyndunarumboðs, Svavari Gestsyni, formanni Alþýðu- bandalagsins, þar sem leitað er álits á þeim málum sem umboðshafinn telur brýnust í stjórnarmyndunarvið- ræðunum. Skjalið sýnir, að Alþýðu- bandalagið stefnir að skerðingu verðbóta, innflutningshöftum, ein- hliða aðgerðum gegn Alusuisse og „frystingu“ á varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. Morgunblaðið birtir spurningalistann í heild á miðopnu. í spurningalistanum er á þrem- ur stöðum rætt um lækkun eða skerðingu verðbóta á laun. Aðrir flokkar eru spurðir álits á „bein- um eða óbeinum innflutnings- hömlum" og „ráðstöfunum til að takmarka innflutning". Stefnt er að einhliða hækkun raforkuverðs til álversins í Straumsvík í 15—20 r.ills „ef ekki takast samningar eftir tiltekinn skamman tíma“. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þar rætt um 2 til 3 mánuði. Síðasta spurning Alþýðubanda- lagsins er þessi: „Er flokkurinn tilbúinn til þess að miða á stjórnartímabilinu við óbreytt ástand í bandarísku herstöðinni?" V-Þýzkaland: Fjórir teknir með fíkniefni FJÓRIK íslendingar hafa verið hand- teknir í V-Þýzkalandi fyrir að reyna aö smygla fíkniefnum með járnbrautar- lest frá Amsterdam í Hollandi til Kaupmannahafnar. A föstudag voru tveir menn hand- teknir með hálft kíló af hassi, tæp- lega 100 grömm af amfetamíni og heróín og kókaín. Öðrum manninum var sleppt, en hinn, maður um þrí- tugt, situr nú inni. I marz síðastliðn- um var tvennt tekið á sömu slóðum. Þau voru með 1,2 kíló af hassi. Mað- urinn er rétt um þrítugt og konan aðeins yngri. Þau sitja bæði inni. íslendingarnir eru allir búsettir í Danmörku. Arnarflug: VÖThefja áætlunar- flug til Grænlands ARNARFLUG hefur lýst þeim áhuga sínum viö samgönguráðuneytið, að taka að sér áætlunarflug milli íslands og Grænlands allt árið um kring, en ráðuneytið óskaði eftir því við félagið, að það tjáði sig um hugsanlega skipan flugsamgangna milli landanna f fram- tíðinni, í kjölfar fundar íslenzkra og grænlenzkra aðila f marzmánuði sl. Arnarflug leggur til, að allt árið verði flogið beint milli Reykjavíkur og Nuuk með litlum flugvélum. Yfir sumarmánuðina verði hins vegar flogið á stórum þotum milli Kefla- víkur og Narsarsuaq. „Arnarflug heldur uppi áætlunar- flugi með þessum flugvélum og þvf væri fyrirhafnarlítið að bæta Græn- landsflugi við án verulega aukins til- kostnaðar. Raunar fengist með þessu betri nýting þeirra flugvéla, starfs- fólks og búnaðar, sem fyrir hendi er og yki á hagkvæmni í rekstri félags- ins. Arnarflug er fúst til frekari við- ræðna við íslenzk og grænlenzk stjórnvöld um flugsamgöngur milli landanna og er reiðubúið að leggja fram ítarlega greinargerð um ein- staka þætti þessa máls ef óskað er,“ segir orðrétt f bréfi Arnarflugs til samgönguráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.