Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 17 ið/ Loftur Bruninn hefur geig- vænlegar afleiðingar fyrir atvinnulífíð — segir Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar „ÞAÐ ER frystihús Kedavikur hf. sem er að brenna. Það hefur staðið í mörg ár og þar hefur starfað fjöldi manns. Það hefur haldið uppi drjúgri atvinnu hér í Keflavík þó illa hafi ár- að. Hvað varðar atvinnu og fram- leiðslu hlýtur bruni þess að hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir at- vinnulíf hér,“ sagði Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Tómas sagðist hafa fylgzt með brunanum og greinilega hefði verið mikill eldur og reykur í húsinu, en óljóst væri hver staða yrði, þegar upp væri staðið. Það væri þó ljóst, að þarna hefðu eyðilagzt mikil verðmæti, mikið af físki í geymsl- um og öðrum matvælum. Þetta væri því geipilegt tjón á eignum og öðrum verðmætum auk framtíðar- atvinnuleysis, sem þetta gæti valdið fjölda manns. Þarna hefðu ungling- ar meðal annars átt gott með að fá sumaratvinnu, en nú virtist það úr sögunni. Því væri það ljóst, að með þessu skapaðist mikill vandi í bæn- um. Það væri ljóst, að húsið yrði ekki byggt upp að nýju á næstu mánuðum. „ÞAÐ ER erfitt fyrir mig á þessri stundu að tjá mig um þetta mál, en vertíðin í vetur hefur verið sú fyrsta, sem atvinnuleysi hefur verið hér. llingað til hefur það verið nær óþekkt á þessum árstíma. Þetta fyrirtæki hefur þó verið í rekstri svo til alveg í vetur og vitaö var að það stefndi að talsverðri humarvinnslu í sumar, samfara vinnslu togarafisks. Mér var kunnugt um, að mikið af skólafólki var búiö að fá vilyrði fyrir vinnu þarna í sumar og sumt af því byrjað að vinna. Þetta þýðir það, aö starf fyrir þetta fólk er úr sögunni," sagði Ingólfur Falsson, formaður at- vinnunefnda Keflavíkur og Suður- nesja, er Morgunblaðið innti hann eftir áhrifum brunans á atvinnulífið. „Ég sé því ekki annað, en að beita verði öllum hugsanlegum áhrifum til þess, að þeim fyrir- tækjum, sem eru hér í Keflavík og Njarðvík, verði gert kleift að kom- ast yfir þann tækjabúnað, sem þau þurfa til þess að geta unnið þann afla, sem borist hefði frysti- húsi Keflavíkur hf. Með því gæti verið hægt að bjarga atvinnu fjölda fólks. Hraðfrystihús Kefla- víkur þarf mikið til þess að koma upp nútíma vinnslurásum. Sjö- stjarnan í Njarðvík er vel útbúin, en vinnur aðeins á einum þriðja hluta mögulegra afkasta. Trúlega hefðu 120 til 150 manns fengið vinnu hjá Keflavík hf. þegar hum- arvertíðin hefst, ef ekki hefði komið til þessa. Það er því ljóst að hér er um gífurlegt áfall að ræða og sem dæmi má nefna, að mér er sagt, að verðmæti frysts fisks í geymslum hafi ekki verið undir 20 milljónum króna. Einnig var eitthvað af kjöti í geymslum þarna og mikið kom af fiski í húsið í dag,“ sagði Ingólfur. Eins og snar- dimmdi yfir segir ívar Magnússon, sem fyrstur tilkynnti um eldinn ívar Magnússon bæjarstarfsmaður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann varö fyrstur til að tilkynna um eldsvoðann. „Það var með ólíkindum hve snögglega eldurinn magnaðist og reykurinn gaus upp. Það eru ekki nema 5 til 6 metrar milli húss míns og frystihússins og ég var því ekki augnablik að láta vita um eldinn. Húsið hjá mér fór síðan á kaf í -------------------------------- reykjarkófið og sást ekki nema 'WTjJ'l - -é-íX-i-** i endrum og eins og urðum við að V ílICt llOinai yfirgefa húsið. Því varð talsverður ® reykur í húsinu þar til eldurinn fór „ÆTLI klukkuna hafi ekki vantað um 10 mínútur í 8, þegar ég kom heim úr hesthúsunum. Þá sá ég reyk leggja út um glugga á mótorhúsi frystihúss- ins. Ég gekk niður að glugganum til að kanna hvort þetta væri ammóní- akreykur eða hvort eldur leyndist þar undir. Ég sá strax að eldur var laus og fór því heim og hringdi á lögregluna. Meðan ég var að tala við hana var eins og snardimmdi yfir öllu,“ sagði — segir Karl Steinar Guðnason „ÞETTA eru váleg tíðindi, sem koma mjög illa við atvinnuhTið hér í Kefla- vík. Hjá fyrirtækinu unnu um 80 til 100 manns og má búast við, að nú fari það fólk á atvinnuleysisskrá,“ sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Nú er ljóst að vinnslusalurinn er kominn í rúst og einhvern tíma tek- ur að byggja þetta upp aftur. Þetta fyrirtæki var eitt af fáum frysti- húsum, sem eftir eru hér í Keflavík að réna. Við erum nú undir mið- nættið að reyna að lofta út, en það gengur illa vegna þess að enn rýkur úr rústunum. Hér inni er því mikil reykjarstybba og megn lykt úr gólfteppum, fötum, húsgögnum og reyndar öllu taui. Ég veit ekki hvernig gengur að hreinsa þetta, en hugsanlega er eitthvað skemmt. Mér sýnist nú, að húsið sé algjör- lega ónýtt og þetta er þriðja frysti- húsið, sem brennur síðan ég fluttist hingað. Fyrst var það Hraðfrysti- stöð Keflavíkur, síðan Hraðfrysti- hús Keflavíkur og nú þetta. Það er ekkert að verða eftir af þessum gömlu húsum,“ sagði ívar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins. Morgunblaðiö/ Guðjón Birgisson Mikið af skólafólki hafði fengið vilyrði fyrir vinnu — segir Ingólfur Falsson, formaður atvinnunefndar Keflavíkur og Suðurnesja isapróf: ið sendir rningalista 17. spurning er um bankakerf- ið, 18. spurning er tilkomin vegna kvennalistans og er um dagvistarmál. Þeirri 19. sýnist helst beint til Bandalags jafnað- armanna og í hinni 20. leggur Alþýðubandalagið til að varnar- liðið verði „fryst" á Keflavíkur- flugvelli. Sem sé óbreytt ástand án sérstakra mótmæla vegna nýrrar flugstöðvar og Helguvík- ur. Ekkert er minnst á aðildina að NATO. Hér birtast spurningarnar 20 sem Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sendi öðr- um flokkum í gær: Könnunarviöræöur 17. maí 1983 1. Er flokkurinn tilbúinn til þess að fresta öllum hækk- unum verðlags og launa sem fram eiga að koma 1. júní að óbreyttu, svo og að festa svo sem unnt er allar verð- lagsbreytingar í júnímánuði til 1. júlí? Þessi aðgerð yrði fram- kvæmd með bráðabirgðalög- um, en tíminn notaður til viðræðna við verkalýðs- hreyfinguna um ráðstafanir sem koma til framkvæmda 1. júlí. 2. Hvaða ráðstafanir er flokk- urinn tilbúinn til þess að gera til að koma á móti hugsanlegri lækkun verð- bóta? 3. Er flokkurinn reiðubúinn til þess að miða baráttuna gegn verðbólgunni við a) að kaupmáttur lægri launa milli áranna 1981 og 1983 verði ekki að meðaltali á neinu þriggja eða fjögurra mánaða tímabili lægri en nemur falli þjóðartekna á sama árabili og að kaup- máttur batni strax með batnandi þjóðartekjum og b) að tryggð verði full at- vinna? 4. Við hvaða vísitölugrundvöll vill flokkurinn miða kaup- breytingar? Nýja grundvöllinn þrisvar eða fjórum sinnum á ári? 5. Er flokkurinn reiðubúinn til þess að standa að uppgjöri þannig að á móti lækkun verðbóta komi iækkun versl- unarálagningar, lækkun vaxta, minni gengisbreyting en ella hefði orðið og tak- markaðar hækkanir inn- lends verðlags, þar á meðal búvöruverðs og fiskverðs? 6. Til þess að koma á móti hugsanlegri skerðingu verð- bóta, telur Alþýðubandalag- ið nauðsynlegt að gripið verði til félagslegra ráðstaf- ana. Hvaða félagslegar ráðstaf- anir leggur flokkur þinn megináherslu á? Hvernig á að afla tekna til þess að standa undir félags- legum ráðstöfunum eða skattalækkunum? 7. Hvaða ráðstafanir er flokk- urinn tilbúinn til þess að gera til að draga úr við- skiptahalla og gjaldeyris- sóun? Hvað um beinar eða óbeinar innflutningshömlur? 8. Er flokkurinn reiðubúinn til þess að gera áætlun um aukna markaðshlutdeild ís- lensks iðnaðar, þar sem með- al annars verði gripið til ráðstafana sem takmarka innflutning? 9. Er flokkurinn reiðubúinn til þess að afla 300 millj. kr. til að auka útlánagetu Bygg- ingarsjóðs ríkisins strax á þessu ári? 10. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að mismunur hús- hitunarkostnaðar verði hvergi meiri en tvöfaldur eftir tvö ár. Hver er afstaða þíns flokks? Hvernig á að afla fjármuna? 11. Er flokkurinn reiðubúinn til að ganga lengra en nú er gert í því að binda ráðstöf- unarfé lífeyrissjóða? 12. Er flokkurinn reiðubúinn til þess að hagnýta hagnað Seðlabankans í þágu atvinnuveganna eða til lækk- unar verðbólgu með öðrum ráðstöfunum? 13. Er flokkurinn reiðubúinn til þess að ákveða einhliða hækkun raforkuverðs til ál- versins i Straumsvík í 15—20 mills, ef ekki takast samn- ingar eftir tiltekinn skamm- an tíma? 14. Hvaða aðgerðum vil flokkur- inn einkum beita til þess að draga úr tilkostnaði í sjávar- útvegi? Hver er stefna flokksins varðandi endurnýjun fiski- skipaflotans? 15. Er flokkur þinn tilbúinn til aðgerða til að draga úr út- flutningsbótaþörf í landbún- aði? 16. Er flokkurinn reiðubúinn til þess að vinna að áætlun um heildaruppbyggingu ís- lenskra atvinnuvega sem miðist við að tryggja fulla atvinnu í landinu? Alþýðubandalagið leggur áherslu á forræði íslendinga í atvinnulífinu, meðal ann- ars meirihlutaeign Islend- inga í stórfyrirtækjum í samvinnu við erlenda aðila. Hver er afstaða þíns flokks? 17. Hver er stefna flokksins í vaxtamálum? Er flokkurinn reiðubúinn til að standa að setningu lög- gjafar um hagnað Seðla- bankans, vaxtamun bank- anna og um skylduhlut bankanna í lánum handa þeim sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn? 18. Er flokkurinn reiðubúinn til að framkvæma fyrirliggj- andi 10 ára áætlun um upp- byggingu í dagvistarmálum? 19. Hvaða tillögur hefur flokk- urinn um breytingar á nú- verandi fyrirkomulagi við verðlagningu búvöru og fisk- verðsákvörðun? 20. Er flokkurinn tilbúinn til þess að miða á stjórnartíma- bilinu við óbreytt ástand í bandarísku herstöðinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.