Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 3 Fermingarsystkinin fyrir utan Hótel Sögu um helgina ásamt séra Karli Sigurbjörnssyni og frú. A myndinni eru flest þeirra Eyjabarna, sem fermd voru viö mikla athöfn í Skálholtskirkju 27. maí 1973. Morgunbi»«i«/ Kristján Einarnmn. Minntust fermingar í Skálholti fyrir áratug Sá einstæði atburöur átti sér stað fyrir réttum áratug, að þá voru fermd í Skálholtskirkju 103 ungmenni frá Vestmannaeyjum. Eyjaprestarnir séra Þorsteinn Lúther Jónsson og séra Karl Sig- urbjörnsson fermdu. Núna um helgina rifjuðu svo flest ferming- arsystkinin upp þennan atburð, er þau hittust á Hótel Sögu til tíowitiwm-AiMo MtauiuiOi?* j» to Einstæður atburður i Skálholtskirkju — 103 bflrn fré Veetroannaeyium fermd sl. saimudag þess að minnast fermingarinnar. Uurt emtmtti ’* s.ss.'s— - — x-rrr.\2x-;. «w«.vn»r. ok -fi. „Það var mjög góð mæting, líklega um 85%,“ sagði Gunn- ar Þorsteinsson, einn úr hópn- um, í samtali við Mbl. í gær. Á sínum tíma voru ungmennin dreifð um landið, enda fermd röskum fjórum mánuðum eftir upphaf gossins í Eyjum. Flest fermingarsystkinanna búa nú í Eyjum, að sögn Gunnars. Fermingin fór fram 27. maí 1973, og var geysilegt fjöl- J hœstarétt*. Jemlntraw «t Hunaet \'idnMnr)'j»bViifc htatw rtl '■ . , atttf-lnttlB föík tVr lalrtt.kíunitlti t»rKr>',citt-ttMWir frt ABrntt Wtn>» \ flÖítlflrá Stjórnvöld ákveða hvort varðskip skjóta kúluskotum 1 MABTTAU * I í*r.“.ESil!fiS2>tE ■ Ittro »1 rttrf 11»- Frásögn Morgunblaðsins af fermingunni. menni í kirkjunni. Kirkjukór Vestmannaeyja söng við ferm- inguna, en með honum söng einnig fólk úr Eddukórnum og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands léku með. Fermt var í tveimur hópum, klukkan 13 og klukkan 15. Vegna fermingarinnar kom hárgreiðslufólk úr Vest- mannaeyjum að Flúðum dag- inn áður og greiddi hár stúlkn- anna. Að fermingu lokinni var haldin fermingarveizla í fé- lagsheimilinu á Flúðum og komu um 1.000 manns til hennar. Stóð veizlan frá klukk- an 3 og fram eftir kvöldi. Vik- una fyrir ferminguna dvöldust fermingarbörnin að Flúðum við fermingarundirbúning með séra Þorsteini Lúther og séra Karli. Operan Tosca flutt á Akureyri: 150 söngvarar og tónlistarmenn fljúga norður með Flugleiðaþotu Óperan Tosea eftir Puccini veröur flutt í íþróttahöllinni á Akureyri hinn 28. maí næstkomandi, og kem- ur Kristján Jóhannsson óperusöngv- ari sérstaklega til landsins til að taka þátt í flutningi óperunnar, en hann er sem kunnugt er frá Akur- eyri. Það er Sinfóníuhljómsveit ís- lands, sem stendur að óperuflutn- ingnum, en Tosca er flutt í konsert- formi, eins og gert var í Reykjavík síðastliðinn vetur. Alls munu 65 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníunni fara norður af þessu tilefni, ásamt 70 til 80 manna kór söngsveitarinnar Fflharmóníu og 7 einsöngvurum. Að sögn Sigurðar Björnssonar fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar- innar verður flogið norður í þotu frá Flugleiðum, og mun hún bíða lista- fólksins fyrir norðan og flytja það suður yfir heiðar að óperuflutningn- um loknum. Bannað að tjalda á Laugarvatni LANDEIGENDUR á Laugar- vatni hafa ákveðið að leyfa ekki að tjalda á tjaldsvæðunum á Laugarvatni um hvítasunnuhelg- ina. Að sögn Eiríks Emilssonar verða tjaldsvæðin vonandi opnuð fljótlega eftir hvíta- sunnu. Kristján Jóhannsson óperu- söngvari, sem nú er á Ítalíu, sagði í símtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að mjög ánægjulegt væri að fá tækifæri til að koma fram í Tosca á Akureyri, og spennandi væri að sjá hvernig tónleikahús íþróttahöllin væri. „Ég hlakka því til að koma heim og fara norður," sagði Kristján, „það verður ágæt tilbreyting frá öðrum önnum. Mörg verkefni eru nú framundan, og í sumar mun ég syngja víða í Evrópu, svo sem á Italiu, í Belgíu, Frakklandi, Englandi og víðar, og einnig mun ég verða með í svoköll- uðu „Tveggja álfa festivali”, þar sem Madama Butterfly verður flutt bæði hér á Ítalíu og víðs veg- ar um Bandaríkin." Sigurður Björnsson sagði, að ætlunin hefði verið að fara með Tosca norður í mars, en ekki orðið af því sakir ófærðar, en nú yrði bætt úr því. Óperan yrði flutt laugardaginn 28. maí á Akureyri, og síðan yrði fimmta uppfærsla í Reykjavík hinn 31. maí í Háskóla- bíói. Enterprise á morgun til Keflavíkur Tilraunageimskutlan Enterprise kemur til Keflavíkur annaö kvöld, en hingað til lands kemur hún frá Gæsaflóa á Labrador. Enterprise verður flutt á baki flugvélar af gerðinni Boeing 747. Héðan fer skutlan að morgni fóstudags áleið- is til Parísar, þar sem hún veröur til sýnis á Parísarflugsýningunni frá 26.maí til 5. júní. Af öryggisástæðum hefur ekki verið tilkynnt hvenær skutlan er væntanleg hingað til lands, en búist við að það verði um kvöld- matarleytið. Hugsanlegt er að burðarflugvélin fljúgi hring yfir Reykjavík áður en lent verður í Keflavík. Meðan Enterprise verður hér á landi verður almenningi leyft að virða skutluna fyrir sér á Kefla- víkurflugvelli, en þó ekki að fara um borð í hana eða burðarflug- vélina. Hugsaniegt er að Enterprise hafi viðkomu á Keflavíkurflug- velli á leiðinni vestur um haf 7. júní næstkomandi. Hafnarfjörður 75 ára 1. júní Hafnarfjarðarbær verður 75 ára l.júní næstkomandi, og verður efnt til hátíðahalda af því tilefni þar í bæ. Afmælisdaginn ber upp á mið- vikudag. Verður sérstakur hátíð- arfundur bæjarstjórnarinnar og samkoma í íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 10. Hins vegar verða útihátíðahöld geymd til laugardagsins 4. júní, en þá verður efnt til skemmtunar í miðbænum um daginn og um kvöldið. í tilefni afmælisins verður efnt til málverkasýningar, þar sem hafnfirskir listamenn sýna verk sín, og einnig verður sýning á verkum ungra myndlistar- manna. Þá verður sérstök myndlistarsýning skólanna. Einnig verður byggða- og sjó- minjasýning á vegum byggða- safnsnefndar og sjóminjasafns- nefndar íslands í nýju sýn- ingarhúsnæði, sem verið er að innrétta í svokölluðu Bryde- pakkhúsi á Vesturgötu 6. Verið er að endurbyggja húsið í þeim tilgangi að hýsa þar sjóminja- safn ríkisins. DAIHATSU CHARMANT Gæöi — sparneytni — fallegur Verð frá kr. 237.950.- með öllu traustur — 1. flokks þjónusta Til leyfishafa kr. 181.350. DAIHATSU-umboðið, Armúla 23, 85870 - 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.