Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAl 1983 Sean Young ogMichael McKean í mjög óvenjulegri „læknamynd", Ungu Isknanemarnir. Tveir farsar Kvíkmyndír Sæbjörn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: STROK MILLI STRANDA (COAST TO COAST) Framleióandi: Steve Tisch, Jon Avnet. Handrit: Stanley Wiser. Kvikmyndataka: Mario Tosi. Leik- stjóri: Joseph Sargent: Aðalhlut- verk: Dyan Cannon, Robert Blake, Quinn Redeker, Michael Lerner. um er lagt í munn mjög svo mis- fyndið. Myndin sver sig í ætt við hinar svokölluðu „screwball"- gamanmyndir sem nutu feikna- vinsælda á fjórða og fimmta áratugnum og hafa verið endur- gerðar af kúnst, sbr. What’s Up Doc? En Sargent er enginn Bogda- novich, því nær Strok milli stranda sér aldrei virkilega á flug, þrátt fyrir nokkur bráð- fyndin atriði. Þau Dyan Cannon og Robert Blake á stroki milli stranda í Háskólabíói. Bandarísk, frá Paramount, gerð 1981. Sýningartími: 94 mín. BÍÓHÓLLIN: UNGU LÆKNA- NEMARNIR (Young Doctors in Love) Tónlist: Maurice Jarre. Handrit: Michael Elias og Rich Eustis. Leikstjóri: Garry Marshall. Aðal- hlutverk: Michael MacKean, Sean Young, Hector Elizondo, Harry Dean Stanton, Dabney Coleman. Bandari.sk, frá ABC Pictures, gerð 1982. Um þessar mundir er verið að sýna tvær myndir í kvikmynda- húsum borgarinnar, sem flokk- ast undir farsa. Strok milli stranda, í Háskóla- bíói, er röð illlýsanlegra atvika og uppákoma sem henda Dyan Cannon og Robert Blake, sem bæði eru á flótta þvert vestur yfir Bandaríkin á fjórtán hjóla trukk Blakes. Leiðir þeirra liggja þó saman af tilviljun. Það fer ekki á milli mála að Blake og Dyan eru ágætir gam- anleikarar, þó Dyan hætti reyndar við að ofleika. Hinsveg- ar er það sem þeim prýðisleikur- Bíóhöllin sýnir hreinræktaðan farsa, Ungu læknanemana, og nær leikstjóri hennar, Garry Marshall, mun betri tökum á þessu formi en Sargent. Ungu læknanemarnir fjallar um þessa varasöhiu náunga inn- an sjúkrahúsveggjanna, ástir þeirra, vanþekkingu og reynslu- leysi á ærslafullan hátt. Myndin er full af smáatvikum sem flest eru nægilega „lúnuð" til að gera absúrd-farsa á borð við þennan þess virði að eytt sé á hann kvöldstund. Satt að segja falla ansi margir brandaranna marflatir en hinir eru mun fleiri sem eru nægilega vitlausir til að vekja hjá áhorf- andanum fíflahláturinn. Ungu læknanemarnir er sóma- samlega gerð að flestu leyti og þeir Dobney Coleman og Harry Dean Stanton vita hvers er af þeim krafist. Hinsvegar eru þeir Titos Vandis, sem aldraður maf- ioso, og Hector Elizondo (af öll- um mönnum), sem sí-dulbúinn sonur hans í kvenklæðum, hreint óborganlegir. Hugur á reiki Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Einar Ólafsson: AUGU VIÐ GANGSTÉTT. Mál og menning 1983. Smáljóð framarlega í bók Ein- ars Ólafssonar Augu við gangstétt er ágengt við lesandann: Ég minnist þewt nú hvernig hugur minn var oft á reiki á reiki (fcg minnlst þess nú) Við kynnumst hug á reiki með því að lesa þessi nýju ljóð Einars ólafssonar, en frá honum hafa áð- ur komið nokkrar ljóðabækur, hin fyrsta Litla stúlkan og brúðu- leikhúsið (1971). Ljóð Einars ólafssonar hafa ekki verið hávaðasöm og ekki hef- ur þeim verið mikið hampað. En það kemur í ljós að Einar er vel liðtækur meðal ungra skálda og Augu við gangstétt er metnaðar- fullt verk með kostum sínum og göllum. Hversdagsljóð Einars eru að vísu einum of hversdagsleg að mínu mati og ádeilan of nakin og háð gömlum róttæklingasjónar- miðum. En víða í ljóðum Einars er ferskur tónn, skýrar myndir og oft skemmtileg og markviss notkun endurtekninga. Stutt ljóð kann Einar vel að yrkja og gæðir þau lífi og merkingu í fáeinum línum. Dæmi er Þegar hnýttir fingur frostsólarinnar: l»egar hnýttir fmtfur frostNÓIarinnar þrcifa eftir snævi huldum danssporum gefst okkur stund til að hvflast — undir þykkum hárlokkum fáum við ekki soflð fyrir hjartslætti. En Einar er síst af öllu skáld smámunanna. Hann vill að ljóð sín nái út til fólksins og líkist líf- inu í gleði þess og beiskju. Stund- um minnir hann mig á skáld Róm- önsku Ameríku, það er einkum samkenndin og fögnuðurinn yfir lífsundrum sem vitna um þessi tengsl. Ég nefni bjartsýnisljóðið Og þá kemur það niður götuna, fólkið. Einar er töluvert fyrir að yrkja um söguleg efni. Hann yrkir um febrúar 1848, byltinguna í Frakk- landi það ár. Einnig er Parísar- kommúnan 1871 á dagskrá í ljóð- inu Til verkamanna Parísar 1871 og öreiga allra landa. Lengst sögu- legra ljóða í Augu við gangstétt er kaflinn Október sem fjallar um upphaf byltingar í Rússlandi. í ljóðinu eru andstæður auðs og ör- birgðar dregnar fram í litríkum myndum. Að lokum er birt niður- staða sem nefnist Eftir október: Og þegar við stöndum með valdið í höndum okkar og sköpum okkur örlög sjálf, vitum við ekki hvort enn þarf að beita vopnum gegn gömlum arfl, gegn eigin mistökum, við vitum ekki hvort tími er kominn til að breyta byssunni í haka og skóflu, hamar og sigð. Einar Ólafsson er mjög upptek- inn af ýmsum lærdómum bylt- ingarmanna og stefnir hugsjónum fortíðarinnar gegn ýmiskonar vonleysi samtímans þar sem verkalýðsstéttin undir forystu sinna eigin manna er orðin hluti af valdakerfinu. Það líkar Einari greinilega ekki og leitast við að hafa áhrif með ljóðum sínum þeg- ar allt annað hefur brugðist. f lokaljóði bókarinnar sem nefn- ist Öskutunna og er langt, mælskt og opið vegur Einar að ýmsu í samfélagi sínu. Morgunblaðið er „óráðsskrif/ fasteignaauglýs- ingarnar sem borga undir Velvak- anda og Reykjavíkurbréf/ og þarna liggur Tíminn ég veit ekki til hvers/ með spegil sinn og minningargreinar/ og Dagblaðið og Vísir sem bíða eftir morði/ til að ýta undir söluna/ og þarna liggur Þjóðviljinn hræddur við byltinguna/ eins og gömul pipar- jómfrú sem eitt sinn átti sér draum/ en lítur á unglingana nú Einar Olafsson til dags með hryllingi". Er þetta ekki nóg af tilvitnunum? Persónulegu ljóðin sem snúast um ást og sambúð og lýsa auk þess fyrrnefndri samkennd þykja mér eftirminnileg. Án þess að lýsa þeim frekar birti ég ljóðið Er ástin sníkjuplanta?, en það er til marks um djarfa og hreinskilna rödd skáldsins: Er ástin sníkjuplanta sem skýtur rótum í holdi okkar, er ástin vafningsviður sem vefur sig um okkur? Ástin, er hún svefnpoki, dúnpoki, sem vió skríðum inn í nakin og eftirvæntingarfull? Ástin, er hún eyðimörk sem við hlaupum um og leggjumst á bakið og skoðum stjörnurnar? Er ástin hrörlegur dalakofl eða soðning með kartöflum eða er ástin vopn, byssustingur, til að drepa kúgarann? Býr ástin í okkur eða búum við í ástinni? Er ástin blokk eða diskótek með svo miklu Ijósasjói að við erum rugluð þegar við komum aftur út á götuna og gatan sporðreisist eftir hringsnúning dansins og morgunninn sveiflar sér inn milli húsanna eins og högg á hnakkann? Er ástin með eða hímir hún bak við tré lævísleg með boga og örvar? Er ástin kannski við öll án hlekkja, án þreytu, án vonieysis, við öll saman? Afþreying og uppbygging Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Med mor bag rattet er endurúrtgáfa á fyrstu bók dönsku skáldkonunnar Lise Nörgaard, sem er aukin heldur kunn fyrir sjónvarpsþætti, ráð- leggingar við lesendur Politiken og fleira. Þessi bók kom út árið 1959 og vakti athygli á Nörgaard og síðar hefur hún skrifað nokkrar bækur og hefur sumra þeirra, eins og til dæmis Volmer og Stjerne- vej, verið getið í þessum dálkum. Med mor bag rattet segir frá kúnstugum akstri húsmóðurinnar á heimilinu eins og nafnið gefur til kynna. Löngu máli er varið til að lýsa því, þegar mamma fær áhuga á að læra á bíl og síðan námi hennar og (ó)hæfni hennar sem bílstjóra. Það er svo sem ekkert nýtt að gert er að gamanmálum akstur kvenna, þótt mér sé reynd- ar hulin ráðgáta hvernig hægt sé að skrifa grínbók um það árið 1959, þegar það var svo sem hreint ekki nýnæmi að konur settust undir stýri. Jafnréttiskonur og þeir sem hafa áhuga á hvernig konum er lýst í bókum kæmust í feitt í þessari bók Lise Nörgaard, þar sem öll frásögnin gengur út á að lýsa því öryggisleysi sem þeir farþegar búa við, sem setjast upp í bíl sem er stýrt af konu. Dönum mun hafa þótt þetta sniðug bók og víst er Lise Nörgaard býsna góður höfundur, það kemur að vísu ekki að ráði fram í þessari bók, en Stjernevej sem kom út 1981 er henni vel samboðin, og sýnir að hún hefur skemmtilega kímnigáfu og er lagið að miðla af henni til lesenda sinna. Menneskespor sögur frá Grænlandi í útgáfu Jörn E. Albert og Franz Berliner. 1 þessu safni eru kaflar og þættir frá Grænlandi, m.a. úr Grænlend- ingasögu. Einnig frásögur eftir Knud Rasmussen, Förste möde med mennesker, Peter Freuchen, Kirsten Bang og ýmsa fleiri. Þess- ar frásögur ná til ársins 1945, en í tilkynningu Forum sem gefur bók- ina út segir, að síðar megi vænta bókar með nútímasögum frá Grænlandi og gæti það ekki síður orðið forvitnileg lesning. Þessi bók er ljómandi vel unnin og teikn- ingar í henni auka gildi hennar. Hún á sjálfsagt erindi til þeirra mörgu, sem hafa áhuga á Græn- landi og sögu þess þótt hún upp- lýsi ekkert nýtt um „týndu aldirn- Menneske spor Hístorier fra Gronlamt Redigerrt afjem E. Áiberi <>g Frang Beriiner ar“ og sjálfsagt ekki ástæða til að búast við því. En hér er dregin upp harla skýr mynd af lífi, starfi, lífsafkomu og hugsanagangi fólks- ins í þessu harðbýla landi, sem varla á sér sinn líka í heiminum. Kærestesorger eftir Kristen Björnkjær er ljóða- bók um ást og trega, og þarf ekki að orðlengja að mikið er nú í tízku, að rithöfundar sjái ástæðu til að bera lífsreynslu sína á borð fyrir lesendur á opinskárri og tilfinn- ingaríkari hátt en áður. Við höfum nokkra slíka höfunda hér og í Skandinavíu hefur þessi tegund bóka einnig orðið fyrirferðar- meiri. Er hér ekki átt við stað- reynda, fullar ævisögur, heldur af- markað lífsreynslusvið sem ein- kum hefur komið inn á tilfinn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.