Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
49
félk í
fréttum
Borðar sig frá
ástarsorginni
Marlon Brando þjáist af ástarsorg og til aö sefa sárasta sviöann
huggar hann sig meö því aö háma í sig mat frá morgni til kvölds.
Brando, sem vantar aðeins tvö ár í sextugt, á sér japanska
vinkonu, leikkonuna Yachio Tsubaki, sem er 28 ára aö aldri, og nú
nýlega baö hann hana um aö giftast sér. Tsubaki neyddist þó til aö
hryggbrjóta Brando vegna þess, aö foreldrar hennar vildu ekki aö
hún tæki saman viö miklu eldri mann, og japanskar stúlkur gera
eins og pabbi og mamma segja.
Marlon Brando situr sem sagt eftir meö sárt enniö og borðar og
borðar og fitnar og fitnar.
+ Það borgar sig greinilega aö
vera oröaöur viö kóngafólk. Koo
Stark, sem á fr»gð sína aö þakka
ævintýrinu með Andrew prins,
hefur nú fengið tilboö um aö
leika í mynd meö Lizu Minelli og
á myndin aö gerast í Alaska.
+ Ríkt og frægt fólk á sór marga
óvildarmenn en þó óttast þaö
mest um börnin sín. Þannig er
þaö með Biöncu Jagger, fyrrver-
andi eiginkonu Mick Jaggers, og
dóttur hennar, Jade.
Bianca hefur veriö ötul viö aö
skjóta skjólshúsi yfir flóttamenn
frá El Salvador og segist nú óttst,
aö stjórnvöld þar hugsi henni
þegjandi þörfina. Sumir gera litiö
úr þessari hræöslu hennar en þaö
er áreiöanlega betra aö vera vel á
veröi.
Fullinnréttað bilhus. Svefnpláss fyrir 4. Fullkom-
ið eldhús, klósett. Koma bæði fyrir ameríska og
japanska pallbíla.
Fullinnréttað íbúöarhús, bæði á japanska og
ameríska pallbíla. Húsin eru lág á keyrslu, en vel
mannhæö í notkun.
Fólksbilakerrur með Ijósum og varadekki. Stór
dekk.
Gísli Jonsson & Co hf.P
Sundaborg 41, simi 86644
SPUNNIÐ UM STALÍN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
hann ekki um það þvert og endilangt, þegar hann var
ungur, ýmist til að stjórna verkföllum eða byltingunni eða
flýja undan blóðhundum keisarans. Hann kunni ekki ver
við sig í Kureika í Síberíu en annars staðar. En keisarinn
og sporhundar hans höfðu hvorki þrek né ímyndunarafl
til að koma upp gagnlegum þrælabúðum. Þessi sífelldi
undansláttur! Þetta voru ekkert nema uppeldisstöðvar í
hatri. í Síberíu fékk hann hugmyndina um virkar vinnu-
búðir fyrir þennan pólitíska óþjóðalýð. Og frá faraóunum,
auðvitað.
Já, hann hefur verið í mörgum gervum um ævina. Og
margir hafa svikið hann í hendur keisaralögreglunnar.
Svo er þetta fólk að hrópa á lýðræði. Það væri eins og að
gefa barni tígrisdýr til að leika sér að. Auk þess talar
Marx um alræði öreiganna, en ekki lýðræði heimskingj-
anna!
Stalín fer að hugsa um eitthvað skemmtilegra. Nyt-
samara.
Zhadanov á allt gott skilið. Hetja Leningraðs í föður-
landsstríðinu mikla. Gerir ekkert til, þótt margir haldi, að
þessi vopnabróðir hans eigi að erfa ríkið. Stalín veit að
Zhadanov er veill fyrir hjarta. En ekki að endalokin eru
að nálgast. Vill ekki vita það. En lætur þó viðgangast eins
og í nótt að hann drekki einungis ávaxtasafa við kvöld-
máltíðirnar. Þeir geta ekki boðið dauðanum birginn. Jafn-
vel „mesti heili síðari hluta 19. aldar er hættur að hugsa",
eins og Engels sagði um þrjú-leytið I4. marz 1883. Og
við söfnumst til Marx, hugsar Stalín, eins og honum hafi
aldrei dottið það í hug fyrr, að hans bíði sömu örlög og
annarra. Honum finnst það ógnvænleg tilhugsun. Dauð-
inn. Að hverfa að eilífu! Rotna inn í Kremlarmúra. Og
ekki væri betra að hírast í grafhýsinu eins og steingerv-
ingur. Dauður trjádrumbur. En það er bót í máli, að
lcyndarmálin hverfa í jörðina með honum. Ekki fara þeir
hinir að leggja hálsinn á höggstokkinn með því að ljóstra
því upp sem þeir vita. Þeir einir. Ekki Bería! Eða Malen-
kov? Það skyldi þó ekki vera, hann var hreinskilinn og
kjaftfor ungur. Eða Krúsjeff? Helvítis blaðrið í honum
alltaf. Ekki þó Molotov! Gröfin sjálf! Hann heldur þeim í
skcfjum. Ugla í myrkrinu. Og hagamýsnar mega vara sig.
óttinn mun ávallt halda þeim í skefjum. Hann hefur að
sjálfsögðu brennt síðasta bréfið frá Nadya. Ekkert má
skyggja á orðstír þcssarar konu. Fólk blaðrar of mikið.
Það veit of mikið og talar af sér. Það er með andsovézkar
hugmyndir — eins og þú sjálf, hafði Stalín sagt við
Svetlönu, dóttur sína, þegar hún var í skóla og einnig
síðar, þegar hún giftist Gyðingnum og fullyrti, að unga
fólkið kærði sig kollótt um síonisma.
Já, Svetlana! Stalin gengur inn í næsta herbergi og
hyggst taka á sig náðir. Klukkan er langt gengin sex. Nýr
dagur á leið vestur, með grun um vor í fylgd með sér.
Hann tekur Karamasov-bræðurna úr hillunni. Eða hefur
hann ekki ávallt sagt þeim óhikað, að Dostojevskí sé
mikill rithöfundur? Skiptir samt ekki máli! Hitt er mikil-
vægara, að hann afvegaleiðir æskuna. Hann er ekki barna
meðfæri. Bannvara! Eitt af þessum afturhaldssömu hræj-
um keisaratímans, sem þjóðin ætlar aldrei að losna við.
Ekki frekar en þessa geðveiku og flogaveiku myskina í
Idjótinum og annars staðar. Dostojevskí er undarlegur
maður. Sjálfur haldinn flogaveiki. Heilögum sjúkdómi,
að áliti forngrikkja. Nauðalíkur dauðagrímu Sókratesar,
enda ekki undarlegt þar sem báðir voru bældir afbrota-
menn í gervi heilagra manna. Flogaveikin gerði Dosto-
jcvskí að sjáanda. Spámanni, að margra áliti. Ekki þó
Stalíns. En honum líkar vel — og það á rætur í dulbúinni
sjálfsdýrkun — afstaða skáldsins til afbrotamanna. Hún
sprettur úr guðspjöllunum. Frelsarinn tekur syndarana að
sér .. . Á sama hátt ber Dostojevskí þetta fólk fyrir
brjósti. Það hefur axlað meira en sinn skammt af syndum
mannkynsins og hlýtur því meiri fyrirgefningu en aðrir.
Það líkar Stalín vel. En sú hugsun er hans einkamál.
Hann þarf ekki síður en aðrir að leyna hættulegum hugs-
unum, sem sækja á hann með köflum. En hann á auðvelt
með að bæla þær niður. Eins og uppreisn. En hann
FRAMHALD