Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 1
Miðvikudagur 18. maí - Bls. 33-56 Ók á zebrahest í Safari-rallinu að var Finninn Ari Vat- anen sem varð sigurveg- ari í hinu árlega Marl- boro Safari Rally sem fram fer ár hvert í Kenya. Rallakstur þessi er einn sá erfiðasti sem keppt er í ár hvert. Eknir eru rúmlega þrjú þúsund kílómetrar við hin erfiðustu skilyrði. Vatanen sem ók Opel Ascona fékk fæst refsistig, 396, í keppn- inni. Þessi þrítugi Finni sem varð heimsmeistari í rallakstri árið 1981 er einn af þekktustu rallökumönnum heims. „Ég ætlaði mér bara að kom- ast í mark, það var takmarkið. Þetta er svo ströng keppni að það er gott að ná bara að ljúka henni,“ sagði Vatanen við frétta- menn eftir keppnina. Næstu tveir bílar í mark voru af tegundinni Audi Quattro, Finninn Mikkola varð í öðru sæti en Frakkinn Micéle Mouton varð þriðji. Sem dæmi um þá erfiðleika sem urðu á vegi ökumannanna má nefna að Mikkola ók á Zebra- -hest á miklum hraða og missti við það stjórn á bifreið sinni og fór út af veginum. Aðeins 40 mínútum síðar ók hann á stóran stein og eyðilagði öxulinn í bíl sínum. Einn keppandinn, sem ók á Range Rover-jeppa, varð að hætta 70 kílómetra frá markinu þar sem hann velti bíinum á slæmum vegi og við það stór- skemmdist hann. Rallakstur í Afríku er mjög vinsæll og eru keppendur jafnan frá mörgum þjóðlöndum. ÚRSLITIN í Marlboro Safari-rallinu Vatanen/Harryman, Opal Aacona 396 Mikkola/Hertz, Audi Quattro 402 Michéle Mouton/Pona, Audi Quattro 4S5 Jayan Shah/Khan, Dataun 240 RS 478 Takaoka/Sunahara, Subaru 4 WD 1800 831 Iwaae/Vinayak, Dataun PA 11 843 Takahaahi/Pringle, Subaru 4 WD 1800 882 Johnny Hellier/Hope, Peugeot 504 907 Duncan/Bennett, Dataun Pick up 1200 913 Azar Anwar/Davia, Dataun 160 J 959 Erfiöri keppni lok- iö og full ástæöa til aö fagna sigrinum. Finninn Vatanen og aöstoöarmaöur hans hafa veriö mjög sigursælir í mörgum erfiðum rallkeppnum aö undanförnu. íslandsmótið hefst í dag Stærsta íþróttamót sem fram fer hér á landi í ár, íslandsmótið í knattspyrnu, hefst í dag. Fjöldi þátttakenda í mótinu verður að þessu sinni rúmlega fimm þúsund talsins í öllum flokkum. Alls verður leikið i 1.652 klukustundir í mótinu, en í því fara fram 1.338 leikir. Tvö hundruð sjötíu og eitt lið hefur til- kynnt þátttöku að þessu sinni og er þar um met að ræða. Flest eru liðin í 5. aldursflokki, fimmtíu talsins, og gert er ráð fyrir því að þar séu keppendur um 950 talsins. Leikið er í fjórum deildum í meistaraflokki karla. í fjórðu deild leika nú 37 lið en 16 lið í þriðju deild. Við þetta bætast svo 84 leikir í bikarkeppni KSÍ í hinum ýmsu flokkum, svo og tuttugu og einn landsleikur sem fram fara í sumar. Af þessari upptalningu má sjá að knattspyrnumenn og -konur eiga er- ilsamt keppnistímabil framundan. Morgunblaðið mun kynna alla leikmenn 1. og 2. deildar og spjalla lítillega við þjálfara, fyrirliða og formann viðkomandi knattspyrnu: deilda og fá álit þeirra á mótinu. í blaðinu í dag eru þrjú lið kynnt, Breiðablik, Keflavík og KR. Á myndinni hér að neðan má sjá einn efnilegasta leikmanninn í 1. deildinni, Sigurð Jónsson frá Akra- nesi, kljást um boltann við Ómar Torfason, Víkingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.