Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAf 1983
35
Við höfum ekki Gandhi,
en við höfum hvert annað
Við úthlutun Óskarsverðlaun-
anna nú á dögunum hlaut kvik-
myndin um Gandhi 8 Óskarsverð-
laun. Þó verður sá boðskapur, sem
þar kemur fram ekki metinn til
neinna verðlauna. En sá friðar-
boðskapur, sem kemur þar fram,
verður öllum, sem sjá myndina, til
umhugsunar. Menn segja, að það
væri betra ef fleiri þess háttar
menníwæru til í heiminum í dag.
Þá væri hann betri. En menn frið-
arins hafa'ekki verið velkomnir
hingað til. Þeim hefur iðulega ver-
ið fargað. Hvort sem þeir hafa
heitið Anwar Sadad, Marteinn L.
King, John Lennon eða þá friðar-
furstinn sjálfur Jesús Kristur. En
við þurfum ekki að láta hugfallast
við það. Við höfum hvert annað til
þess að byggja upp samfélag trú-
ar, vonar og kærleika. Með þeim
kærleika, sem Kristur kenndi okk-
ur, að við ættum að bera til
náungans. Við verðum að virða
rétt hver annars til þess að lifa í
sátt og samlyndi, í friði hvert með
öðru.
Kristur hefur verið allt of lengi
í hugum fólks afmarkaður við
ákveðna bása í samfélaginu og það
eigi ekkert við, að vera að fara
með hann í burtu af þeim básum.
Hann sé jafnvel bezt geymdur þar.
Er þá ekkert að angra menn að
óþörfu. Trúin á Guð hefur verið
einstaklingsbundin, ekki samfé-
lagshvetjandi á hinum félagslega
og stjórnmálalega grundvelli. Því
sér kristna friðarhreyfingin það
sem markmið sitt, að hvetja hið
almenna sóknarbarn til að velta
spurningunni um frið og réttlæti
fyrir sér í viðkomandi söfnuði.
Markmiðið er það, að kirkjan
verði friðarhreyfing í sjálfu sér.
Að hróp um frið heyrist frá hverj-
um prédikunarstóli og hver kór
kyrji friðarsöngva. Ein hönd getur
ekki byggt upp frið, eitt auga get-
ur ekki séð, hvernig á að koma á
friði, ein rödd getur ekki hrópað,
svo fólkið heyri og trú eins getur
ekki byggt upp bræðrasamfélag.
En ef tveir og tveir verða að
hundruðum og hundruðin að
milljónum, þá er markið ekki
langt undan.
Kemur Kristur á
kjarnorkuskýi?
í trúarjátningunni, sem við ját-
um við skírn, fermingu og ævin-
lega í messum, þá segir í lok ann-
arrar greinar trúarjátningarinn-
ar, að við endi tímanna muni
Kristur koma frá Guði til að
dæma lifendur og dauða. Fagnað-
arerindið er ekki aðeins boðskapur
um líf og frið. Heldur er það einn-
ig boðskapur um dóm. Kristnir
menn hafa allt frá því að Kristur
dó og fór til himna verið að bíða
eftir honum. Finnst sumum sú bið
vera orðin æði löng, og hafa getið
sér þess til, að hann komi aftur til
jarðarinnar, þegar eitt allsherjar
kjarnorkuský grúfir yfir allri
jörðinni, eftir styrjöld manna á
milli. Sem kristnum manni finnst
mér hæpið að trúa því. Hvað þá,
að viðkomandi geri nokkuð til
þess, að svo verði. Ekki biðjum við
um, að sem fyrst komi til kjarn-
orkustyrjaldar, þegar við biðjum í
Drottinlegu bæninni, „til komi
þitt ríki“, sem það ríki, þegar
Kristur hefur sigrað Djöfulinn
endanlega í endurkomunni.
Við höfum val hér á jörðunni,
meðan við lifum hér. Við verðum
dæmd fyrir okkar ómennsku, ef
allt hefur orðið eyðileggingunni að
bráð. Hverju ætlum við að svara
Kristi þá? Hvernig verður útlít-
andi á jörðunni, þegar Kristur
kemur aftur til að dæma lifendur
og dauða? Verður þá blómstrandi
trjágarður eða líflaust, útbrunnið
og eyðilagt land.
Það er í okkar valdi að velja.
Friðarguðfræði okkar þarf að vera
hugarfarsbreytandi. Að hatur
breytist í ást, myrkur í Ijós, öfund
í ánægju, óheilindi í heilindi,
o.s.frv.
Því þarf bæn okkar að vera sú:
„Guð breyttu heiminum. En byrj-
aðu á því að breyta mér.“
— pÞ
Höfundur greinarinnar, Pétur
Þorsteinsson er guðfræóingur að
mennt og er nú við framhaldsnám í
Sríþjóð.
„Það er allt jafn skemmtilegt.
Það er ekki síst gaman að mála
portrett til dæmis ef ég vel fyrir-
myndina sjálfur. Það getur verið
leiðinlegt að mála portrett eftir
pöntun. Það fer eftir því hvernig
fyrirmyndin er. Yfirleitt er það nú
einhver uppstilling, eins og maður
í stól, kannski bankastjóri eða
háttsettur opinber starfsmaður,
sem þegar er annaðhvort kominn í
kör eða dauður; tala ekki um ef
þarf að gera málverk eftir ljós-
myndum af fyrirmyndinni. Það er
lítið gaman. Ef ég myndi mála
portrett, til dæmis af þér, hvers-
vegna þá ekki að mála þig þar sem
þú ert að skrifa þetta. Þá myndi ég
ekki reyna að ná andlitinu sér-
staklega, því það fylgir alltaf,
heldur myndi ég reyna að ná skap-
gerðinni, hinum innra manni, eins
og da Vinci sagði. Til þess þarf
góðan mannþekkjara."
í sýningarskrá stendur: „Guð-
mundur Karl Ásbjörnsson er fæddur
á Bílduda! 21. des. 1938. Dvaldist
hann til sjö ára aldurs á Húsavík og
kom þá þegar fram hjá honum mikill
áhugi fyrir teiknun og málun.“ Svo
ég spyr Guómund Karl, hvort hann
hafi frá bernsku ætlað sér að verða
málari.
„Þegar ég var yngri var það
fernt sem mig langaði til að gera.
Að verða málari, tónlistarmaður,
kjarneðlisfræðingur eða stjarneðl-
isfræðingur. Ég varð málari — en
ég veit að minnsta kosti nægilega
mikið til að geta búið til kjarn-
orkusprengju, og hún myndi virka,
svo framarlega sem ég hefði efnið
í hana."
Og þá fórum við að tala um
geima.
— ai.
Þjódleikhúsið:
Aukasýning
hjá Borge
Victor Borge mun koma fram á
tveimur skemmtunum í Þjóðleikhús-
inu. Uppselt er á þá fyrri, en Borge
hefur fallizt á aukasýningu á mánu-
dagskvöldið.
Leikið á Harðang-
ursfiðlu í
Norræna húsinu
NORSKI fiðluleikarinn Sven Olav
Lyngstad og Jónína Gísladóttir halda
tónleika í Norræna húsinu miöviku-
daginn 18. mái kl. 20.30. Á efnisskrá
verður norsk þjóðleg tónlist, og verða
m.a. annars nokkur lög leikin á Harð-
angursfiðlu. Segir Sven Olav I.yngstad
nokkuð frá þessu sérstæða norska
strengjahljóðfæri.
Sven Olav Lyngstad lauk námi í
fiðluieik við tónlistarháskólann í
Þrándheimi árið 1980, en frá 1981
hefur hann verið við sérnám í
Bandaríkjunum, nú sem stendur við
Eastman-tónlistarskólann í
Rochester, N.Y.
»4» »U — •*++ ■----* '
4
%
SUJVÍARTIM
Til þess aö starfsfólk okkar geti betur notið sumarsins
veröur skrifstofa okkar aö Lágmúla 5, Reykjavík, opin
frá 15. maí til 1. september
FRÁ KL. 8.00 TIL KL. 16.00
mánudaga til föstudaga
Viö munum eftir sem áöur kappkosta aö veita góða
pjónustu.
5^.
Tryggingafélag bindindismanna
Lágmúla 5 -105 Reykjavík, sími 83553
PEUGEOT
ara
rypvarrKir
Peugeot bjóöa nú fyrstir allra á islandi 6 ára ryðvarnar-
ábyrgð á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra
ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á
mismunandi framleiðslustigum
Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, sem gerir bílana ákjósan-
lega í akstri á vondum vegum.
Bílarnir eru bæði framhjóla- og afturhjóladrifnir.
Frönsk smekkvísi hvar sem litið er á bílana.
HAFRAFELL
VAGNHÖFÐA 7o 85-2-11