Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAf 1983 Verðbótakerfið hluti af vítahringnum: Framundan er hrikaleg verðhækkunarskriða Verðbólgan er dragbítur á hagsæld og framfarir í landinu Kafli úr ræðu forstjóra bjóðhagsstofnunar á aðalfundi VSÍ Innlend framvinda Hér á landi urðu sem kunnugt er á liðnu ári snögg umskipti til hins verra. Þjóðarframleiðslan minnkaði í fyrsta sinn frá 1975, og nam minnkunin um 2%. Vegna rýrnandi viðskiptakjara var aft- urkippur í þjóðartekjum heldur meiri, eða tæplega 2 '/2 %. Verð- bóiga jókst að mun og var um 60% frá upphafi til loka árs. Viðskipta- halli varð um 10% af þjóðarfram- leiðslu, en honum olli fyrst afla- brestur á loðnuveiðum og síðar bann við þeim, þverrandi þorskafli og ónóg eftirspurn eftir íslenskum útflutningsvörum, einkum áli, kís- iljárni og loks lokun skreiðar- markaðar í Nígeríu, því sjaldan er ein báran stök. Horfurnar fyrir þetta ár eru heldur dökkar. Nýendurskoðuð þjóðhagsspá, sem í ljósi aflafrétta síðustu vikna verður að telja að reist sé á bjartsýni um aflabrögð, bendir til að sjávarvörufram- leiðslan dragist saman eða haldist í besta falli óbreytt. Af þessum sökum, og vegna samdráttar í fjárfestingu og almennri kaup- getu, er talið að þjóðarframleiðsl- an muni dragast saman um nær 5% á árinu. Batnandi viðskipta- kjör munu milda þennan aftur- kipp nokkuð, þannig að samdrátt- ur þjóðartekna ætti að verða minni, eða um 3—4%. Reiknað á hvern vinnufæran mann yrðu þá raunverulegar þjóðartekjur á þessu ári litlu meiri en á árunum 1976—1977. Horfur eru á, að kaup- máttur ráðstöfunartekna dragist saman á þessu ári um það bil sem svarar afturkippnum í þjóðartekj- um á þessu og liðnu ári. Hins veg- ar er nauðsynlegt að benda á, að á árinu 1981 var verulegur við- skiptahalli, þannig að enn skortir á að viðunandi jafnvægi hafi náðst milli þjóðarútgjalda og tekna, enda er spáð viðskiptahalla á þessu ári sem nemur 4% af þjóð- arframleiðslu. Viðskiptahalla á síðustu árum hefur fylgt mikil aukning skulda erlendis og greiðslubyrði vaxta og afborgana af erlendum lánum hef- ur aukist að mun. Hlutfall er- lendra skulda af þjóðarfram- leiðslu var í árslok um 48% en var 34—37% síðastliðin fimm ár. Greiðslubyrðin sem hlutfall af út- flutningstekjum fór í fyrra yfir 20% og virðist munu verða svipuð á þessu ári. Að nokkru valda hér Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar. tímabundnar aðstæður, hækkun vaxta erlendis og afturkippur í út- flutningi, sem von er til að lagist nokkuð á þessu ári, en enginn vafi er þó á, að heildarfjárhæð skulda og greiðslubyrði hefur náð þeim mörkum, þar sem mikillar að- Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar, flutti er- indi á aðalfundi VSÍ, sem fjallaði m.a. um erlenda og innlenda efnahagsþróun. Hér á eftir fer sá hluti þess, sem varðar framvindu mála í íslenzkum þjóðarbúskap lið- in misseri, og þá kosti, er hann telur vera fyrir hendi um stjórnun efnahagsmála við ríkjandi aðstæður. gæslu er þörf. Greiðslubyrðin takmarkar vitaskuld einnig bein- línis svigrúmið fyrir þjóðarút.gjöld og innflutning á þessu og næstu árum. Vaxandi verðbólga er þó ef til vill gleggsta markið um það jafn- vægisleysi, sem hrjáir íslenska þjóðarbúið um þessar mundir. Eftir hjöðnun 1981 niður undir 40% úr 60% árið áður, magnaðist verðbólga á ný í fyrra í 60% í árs- lok og hefur síðan farið vaxandi að undanförnu og er nú án efa um eða yfir 80% miðað við tólf mán- aða tímabil. Horfur eru á því tald- ar að hækkun framfærsluvísitölu verði yfir 20% frá febrúar til maí. Að óbreyttu mun fylgja þessari hækkun svipuð launahækkun hinn 1. júní næstkomandi. Þar með væri verðbólgan komin á hærra stig en dæmi eru um frá því mæl- ingar hófust. Með slíkri þróun er atvinnuöryggi og afkomu þjóðar- búsins teflt í tvísýnu, því vandséð er, hvernig rekstur fyrirtækja verður fjármagnaður til lengdar í svo örri verðbólgu. Auk þess er þessi þróun skaðleg stöðu landsins út á við bæði beint og óbeint. Atvinnuástand hefur til þessa haldist gott, eða að minnsta kosti viðunandi, en sífellt erfiðara verð- ur að halda atvinnurekstri gang- andi. Þó virðist enn á skorta, að menn geri sér almennt fyllilega ljóst, hversu mikill dragbítur verðbólgan er á hagsæld og fram- farir í landinu. Verðbólgan tor- veldar heimilum, fyrirtækjum og opinberum aðilum að meta rétt verðhlutföll og breytingar á þeim og kemur þannig í veg fyrir hag- kvæma nýtingu gagna og gæða. Verðbólgan gerir einnig erfitt um vik að meta réttilega raunveru- lega arðsemi mismunandi fjár- festingar og verkefna og dregur þar með úr hagvexti. Verðbólgan færir til tekjur og eignir og skatt- leggur peningaeign. Oll þessi áhrif verðbólgunnar valda félagslegri spennu og togstreitu og kalla á margháttaða opinbera íhlutun og afskipti, sem annars væri ekki þörf. Allt er þetta til þess fallið að veikja hagkerfið og stjórnkerfið og grafa undan góðum stjórnar- háttum. Úr ýmsum þeim kostnaði, sem af verðbólgu leiðir, dregur, ef við henni er búist. En hins vegar er örðugt að sjá verðbólgustigið nákvæmlega fyrir, sérstaklega þegar hún hefur komist á flugstig, en þá hættir henni til að ganga með rykkjum og skrykkjum. Allt er þetta gamalkunn gagnrýni á r Islandsmótið í tvímenningi: Enn ein skrautfjöður í hatt Sævars og Jóns B. Bridgct Arnór Ragnarsson Hörkuspennandi einvígi milli tveggja bestu bridgepara landsins í tvímenningi lauk með sigri Jóns Baldurssonar og Sævars Þor- björnssonar sl. sunnudag. Hlutu þeir þar með íslandsmcistaratitil- inn í tvímenningi 1983. Þórarinn Sigþórsson og Guðmundur Páll Arnarson urðu að láta sér nægja annað sætið með 212 stig á meðan Sævar og Jón fengu 215 stig yfir mcðalskor. Jón Baldursson hamp- aði þar með íslandsmcistaratitlin- um þriðja árið í röð og er það trú- legt að það met verði seint slegið. íslandsmótið í tvímenningi hófst með þátttöku 64 para sl. fimmtudag og var spilað í fjór- um riðlum. Þá keppni unnu Austfirðingarnir Kristján Kristjánsson og Þorsteinn Ólafsson með yfirburðum en röð næstu para varð þessi: Runólfur Pálsson — Sigurður Vilhjálmsson Ásgeir Ásbjörnsson — Jón Þorvarðarson Guðmundur Pétursson — Hjalti Elíasson Jón Gíslason — Þórir Sigursteinsson Hermann Lárusson — ólafur Lárusson Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Árnþórsson Úrslitakeppnin hófst svo á laugardaginn og hafði keppend- um þá fækkað í 24 pör. Voru spiluð fimm spil milli para, alls 115 spil. Guðmundur Páll og Þórarinn byrjuðu keppnina mjög illa á meðan Karl Sigurhjartarsson og Frá úrslitakeppninni. Steingrímur Þórisson og Þórir Leifsson spila gegn Sævin Bjarnasyni og Hauki Hannes- syni. Guðmundur Páll Arnarson og Þórarinn Sigþórsson urðu að láta sér nægja annað sætið eftir harða keppni við Jón og Sævar annars vegar og Ásmund Pálsson og Karl Sigurhjartarson hins vegar. Ásmundur Pálsson fengu flug- start en eftir 7 umferðir var staða efstu para þessi: Ásmundur — Karl 108 Guðmundur — Þorgeir 71 Guðlaugur — Örn 66 Jón B. — Sævar 64 Georg — Kristján 56 Guðmundur — Þórarinn 41 Guðmundur Sveinsson og Þor- geir Eyjólfssn urðu í 9. sæti í undankeppninni. Þeir eru núver- andi íslandsmeistarar í sveita- keppni. Það kom því ekkert á óvart að þeir væru meðal efstu para, en eftir 14 umferðir voru þeir í fimmta sæti, en staðan þessi: þá var Jón G. — Sævar 136 Ásmundur — Karl 117 Guðmundur — Þórarinn 99 Guðlaugur — Örn 95 Guðmundur — Þorgeir 92 Pétur — Stefán 74 Guðmundur — Hjalti 45 Guðlaugur og Örn eru miklir tvímenningsspiiarar en hefir vantað hjá þeim herzlumuninn undanfarin ár enda þótt þeir hafi alltaf verið meðal efstu para. Landsliðsfyrirliðinn Guð- mundur Pétursson, spilaði við Hjalta Elíasson og voru þeir, þegar hér var komið, komnir í 7. sætið en urðu í 4. sæti í undan- keppninni. Staðan eftir 21 umfcrð: Jón — Sævar 216 Guðmundur — Þórarinn 206 Ásmundur — Karl 185 Guðmundur — Þorgeir 140 Pétur — Stefán 131 Fyrir lokaumferðina höfðu Guðmundur og Þórarinn skotist upp í fyrsta sætið og áttu 18 stiga forskot á Jón og Sævar og 21 stigs forskot á Ásmund og Karl. Jón og Sævar spiluðu gegn Guðmundi Sveinssyni og Þor- geiri í síðustu umferðinni en Guðmundur Páll og Þórarinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.