Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 13
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
íþróttabandalag Keflavíkur
„Markmiðið að halda
sæti í fyrstu deild“
GÍSLI Eyjólfsson hóf knattspyrnu-
feril sinn með Víði í Garði, en
flutti sig til Keflavíkurliðsins 1979.
Hvenær hófstu að leika
knattspyrnu, Gísli, og af hverju
fluttir þú úr Garðinum yfir í
Keflavík?
„Ég hóf að leika knattspyrnu
með Víði 15 ára gamall og lék
með liðinu í 7 ár. Ég fór yfir til
Keflvíkinga einungis til þess að
læra meira, þeir buðu upp á
meiri möguleika, í þjálfun og
kunnáttu."
Hvernig líkar þér svo að leika
í Keflavík? Það hefur löngum
verið sagt hér í nágrannabyggð-
um Keflavíkur, að ef einhver
Gísli Eyjólfsson
knattspyrnumaður skarar fram
úr þá steli Keflvíkingar honum.
„Hvað mér viðkemur er þetta
alrangt. Það lagði enginn að mér
að koma. Ég fór einungis
knattspyrnunnar vegna, ég vissi
að þar gæti ég lært meira, og ég
hef ekki orðið fyrir vonbrigð-
um.“
Og hverju viltu spá um gengi
liðanna í 1. deild í sumar?
„Þetta var erfið spurning.
Markið okkar númer eitt er að
halda okkur í fyrstu deild. Allt
þar fyrir ofan er sigur. Hvað
spánni viðvíkur held ég að ég
spái: Víkingur nr. 1, Breiðablik
nr. 2 og Akranes nr. 3.“
- ÓT.
„Ef áhorfendur standa sig
munu strákarnir standa sig“
ÞJÁLFARI ÍBK í sumar verður
Guðni Kjartansson. Guðna þarf nú
vart að kynna fyrir íslenskum
knattspyrnuáhugamönnum, hvort
sem rakinn er ferill hans sem
knattspyrnumanns eða þjálfara.
En til vonar og vara skulum við
aðeins drepa á það helsta. Guðni
hóf að leika knattspymu með
meistaraflokki ÍBK árið 1964, að
vísu mest á bekknum, eins og
hann orðar það sjálfur, en það ár
urðu Keflvíkingar íslandsmeistar-
ar í fyrsta sinn.
Eftir það lék Guðni með
Keflvíkingum til ársins 1973, en
þá varð hann að ganga undir
uppskurð, svo að árin 1974 og
1975 féllu úr. Árið 1976 lék svo
Guðni aftur, en meiðslin sögðu
til sín svo að hann hætti, en fór
þó aðeins inn á árið 1978, en það
ár þjáifaði Guðni liðið í fyrsta
skipti, allt sumarið. Auk þess að
þjálfa lið Keflvíkinga árin 1975
og 78—81 hljóp Guðni oft í
skarðið þegar erlendir þjálfarar
hlupu í burtu fyrir lok keppnis-
tímabils. Þá þjálfaði Guðni
landsliðið í tvö ár, árin 1980 og
81. Árið 1973 var Guðni svo kjör-
inn íþróttamaður ársins, og það
eitt ætti að nægja til að lýsa hin-
um glæsilega knattspyrnuferli
Guðna. En nú gefum við Guðna
orðið.
Guðni Kjartansson
— Hvernig hefur æfingasókn-
in verið?
„Æfingasóknin hefur verið
100%. Það vantar engan, nema
að hann sé fárveikur. Breiddin
er svo mikil að það skiptir engu
máli þó að einn eða tveir séu for-
fallaðir, það sýnir árangurinn í
B-keppni Litla bikarsins."
— Hverju viltu spá um gengi
liðsins í sumar?
„Númer eitt er að ná lengra en
í fyrra. Þá var liðið neðst þeirra
liða, er sluppu við fall. Ég mun
sætta mig við að liðið verði um
miðju, og allt þar fyrir ofan
verður óvænt gleði."
— Og hverju viltu svo spá um
gengi liðanna í 1. deild í sumar?
„Eg vil engu spá um þrjú efstu
sætin, en ég held að þau muni
skiptast á milli Víkings, Breiða-
bliks og Akraness."
— Viltu segja nokkur orð að
lokum?
„Ég vil bara hvetja áhorfend-
ur til að mæta á vellinum, ef þeir
standa sig þá munu strákarnir
standa sig.“ __ót.
„Ánægður ef liðið verð-
ur fyrir ofan miðjua
Hversu lengi hefur þú verið
formaður deildarinnar, Magnús?
Ég tók við í júní í fyrra, var þá
varaformaður, en tók við for-
mennskunni þegar þáverandi
form. flutti af landi brott.
Hefurðu sjálfur leikið með
meistaraflokki?
Nei, en ég lék með öllum yngri
flokkunum, en hætti eftir 2.
flokk vegna vinnunnar. Ég var
hljómlistarmaður, og það var
kvöldvinna, eins og knattspyrnu-
æfingarnar.
Og hvernig gengur svo starf-
semin, æfingar og hinn eilífi
höfuðverkur, fjármálin?
Við höfum æft mjög vel í vet-
ur, byrjuðum fyrir áramót og
áhuginn er mikill. Fjármálin eru
alltaf sama baslið. Við skuldum
núna rúmar 300.000 kr. eftir tvö
síðustu keppnistfmabil. Ýmsar
fjáröflunarleiðir eru í gangi, en
Magnús Daðason
þær gera ekki meir en halda í
horfinu. Aukinn áhorl'endafjöldi
gæti þó breytt miklu fjárhags-
lega, auk þeirrar hvatningar sem
það yrði fyrir liðið til aukinna
dáða. í fyrra mættu að meðaltali
637 áhorfendur á leik. Það eru
ívið færri en árið áður, þrátt
fyrir að liðið léki nú í 1. deild, en
árið 1981 í 2. deild.
Hverju viltu svo spá um gengi
liðsins í sumar?
Ég yrði ánægður, ef liðið yrði
fyrir ofan miðju, en þetta er
ungt lið og á framtíðina fyrir
sér. En ég tel raunhæft að spá
því að 'iðið verði alveg um miðja
deild.
En hverju viltu svo spá um úr-
slit sumarsins í deildinni?
Ég spái að Víkingur verði í
fyrsta sæti, Þór Ak. í öðru, enda
eru þeir búnir að fá svo frábær-
an markvörð, og í þriðja sæti
verða Akurnesingar.
Þorsteinn Bjarnason, Björgvin Björgvinsson, Páll Þorkelsson, mið-
markvörður, 26 ára, framherji, 22 ára, versl- vallarspilari, 21 árs,
verslunarstjóri. unarmaður. verslunarmaður.
Skúli Rósantsson, fram- Óli Þór Magnússon,
herji, 22 ára, verslunar- framherji, 20 ára, verka-
maður. maður.
Kári Gunnlaugsson,
bakvörður, 28 ára, toll-
vörður.
Óskar Færseth, bak- Hermann Jónasson, Björn Ingólfsson, mið-
vörður, 24 ára, trésmið- framherji, 22 ára, pípu- vörður, 23 ára, rafvirki.
ur. lagningamaður.
Einar Ásbjörn Ólafsson, Skúli Jónsson, mark- Freyr Sverrisson, mið-
miðv. spilari, 24 ára, vörður, 19 ára, nemi. vallarspilari, 20 ára,
lögreglumaður. nemi.
Sigurður Björgvinsson, Jóhann Ingi Jóhanns- Ingvar Guðmundsson,
miðvallarspilari, 24 ára, son, framherji, 20 ára, miðvallarspilari, 19 ára,
verslunarmaður. verslunarmaður. nemi.
Kúnar Georgsson, bak- Sigurbjörn Gústafsson, íngiber Oskarsson, mið-
vörður, 27 ára, verslun- 27 ára, verslunarmaður. vörður, 26 ára, útgerðar-
armaður. maður.