Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 11

Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 47 Fjallganga Bókmenntír Erlendur Jónsson Ari Trausti Guðmundsson, Magnús Guðmundsson: FJALLAMENNSKA. 128 bls. Bókaútg. Örn og Örlvgur hf. 1983. »Vísast eru útskýringar manna á því hvers vegna þeir klífa fjöll svo persónubundnar, að vonlítið er að skýra aðdráttarafl fjalla- mennskunnar nánar,« segja þeir fjallamenn, Ari Trausti og Magn- ús. Svör manna við spurningunni: hvers vegna gengurðu á fjöll? — hafa oltið á ýmsu. Fátæklegasta svarið las ég í blaði fyrir nokkrum árum: »Af því að þau eru þarna.« Minnisstæðust er mér hins vegar játning Jóns Trausta: »Ég er skapaður með einhverri undar- legri og ósjálfráðri þrá eftir víð- sýni, — eftir því að komast hærra og hærra og sjá yfir meira í einu.« Langflestir ganga á fjöll sér til heilsubótar, og einnig í tilbreyt- ingaskyni. Og það gera þeir einnig vafalaust, höfundar þessarar bók- ar. Rit þeirra greinir þó mest frá fjallgöngum sem íþrótt. Það er skemmtun og hressing að ganga á Esjuna þar sem hún er auðveldust uppgöngu. Hins vegar er hægt að velja leiðir sem krefjast sérstakr- ar þjálfunar og útbúnaðar. Þá verður að klifra. Og um klifur fjallar þessi bók langmest — að- ferðir, útbúnað, tækni og svo framvegis. Sá ágæti listamaður, Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal, sendi á sínum tíma frá sér bókina Fjalla- menn. Nú fetar Ari Trausti, sonur hans, svipaða slóð. í bók þessari segir að lítið hafi verið um klifur áratuginn 1960—1970, »en efling ýmissa björgunarsveita hleypti á ný lífi í fjallamennsku og klifur nú síðasta áratuginn.* Fjallamennska í skilningi þess- arar bókar er alþjóðleg íþrótt. sem íþrótt »Fjallgöngur sem íþrótt koma fyrst fram á 19. og 20. öldinni,« segir hér. Þegar talað er um fjallgöngumenn er, hygg ég, alltaf átt við íþróttamenn í greininni, menn sem klifra, og hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. Fjallgöngur af því tagi, sem þeir þreyta helst, eru hættuleg íþrótt. Hins vegar beita æfðir fjallgöngumenn öðrum aðferðum en strákar sem klifra í klettum. Ég get mér þó til að hversu mikla þjálfun sem fjall- göngumaður fær megi hann síst af öllu vera lofthræddur. Hann má ekki bresta kjark til að horfa niður! Höfundar þessarar bókar taka fram að um fjallamennsku hljóti að gilda hér ýmis önnur heilræði en á suðlægari breiddargráðum, meðal annars vegna hinnar köldu, röku og vindasömu íslensku veðr- áttu. Háski sá, sem tíðast steðjar að íslenskum fjallgöngumönnum, er snjóflóðin en þau hafa grandað svo mörgu mannslífi í þessu landi að með ódæmum er. Hér er ná- kvæmlega greint frá mismunandi eðli snjóflóða. Einnig sagt hvernig beri að forðast þau, svo og hversu fjallgöngumaður skuli bregðast við ef hann verður fyrir snjóflóði. Kaflar eru hér tveir sem bera yfirskriftina: Bergklifur og ísklifur. Upplýst er að »á lslandi er klifur í snjó og ís mun algengara en bergklifur.« Bent er á að margar helstu gönguleiðirnar liggi um jökla þar sem tindar rísa upp af hjarnbreiðunni, ákjósanlegir til að glíma við, sumar sem vetur. Þegar gengið er um jökla verður að viðhafa sérstaka aðgát. Hvar- vetna leynast sprungur, tuttugu til fjörutíu metra djúpar, að upp- lýst er hér, og fyrir þeim fer ekki alltaf mikið. Þess vegna ganga jöklafarar margir saman, og allir bundnir á sama strenginn svo draga megi upp þann sem falla kann í jökulsprungu. Verður jafn- vel að gæta þess að menn gangi ekki í þráðbeinni halarófu því þá kann svo að fara að allir falli í ingar, og venjulega hefur það ver- ið svo að viðkomandi höfundar hafa á einhvern hátt lotið í lægra haldi — þeim hefur á einn eða annan hátt verið hafnað af þeim sem þeir elska. Vís manneskja hefur sagt að slíkar bækur geti þó þeir einir sent frá sér, sem hafa til að bera sjálfsöryggi og ákveðna „fegurð" og er nokkuð til í því. Kærestesorger er óvenjulega snjöll bók, ber vott um mikil sár- indi, miklar ástir og sigur — þrátt fyrir allt. Mér skilst að Kristen Björnkjær hafi sent frá sér fyrstu ljóðabók sína árið 1965, þá rétt þrítugur. Auk ljóðabóka hefur hann einnig skrifað fyrir börn og sjónvarpsleikritið Mændenes for- bund 1981. From Dubcek to Charter 77 er eftir Vladimir V. Kusin sem er tékkneskur sagnfræðingur og hef- ur skrifað ýmsar bækur og einnig fengist við þýðingar. Meðal ann- arra bóka um stjórnmál má nefna The Intellectual Origins of the Prague Spring og Political Group- ings in the Czecholovak Reform Movement. Þetta er í senn læsileg bók og þó seinlesin, ætli lesandinn sér að fá eitthvað út úr henni dugir ekki að þjóta hér yfir á hundavaði. Höf- undur skiptir henni mjög svo að- gengilega niður í stutta kafla og rekur á skilmerkilegan hátt þróun mála í Tékkóslóvakíu frá því vorið 1968 — og einnig aðdraganda þess — og til þess er áhugamenn um mannréttindi stofnuðu til undir- skriftarinnar Chaerter 77, eins og frægt varð og fengu margir bágt fyrir. Mjög fróðlegt er að lesa um það, hvernig Dubcek og félagar hans voru smám saman brotnir á bak aftur eftir innrásina og einnig hversu djúpstæður ágreiningur var innan kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu fyrir hana. Þó svo að það komi kannski ekki beinlínis á óvart, sem hér er skrifað, er það gert á þannig hátt að maður verð- ur stórum fróðari á eftir og hér er mikið af merkum upplýsandi fréttum og staðreyndum á einum stað. Vladimir V Kusin FmnVubcek to Cha/r&rJJ Czechoslovakia 1968—78 OIWXSKlBNIllítr.H Ari Trausti Guðmundsson sömu sprUnguna á samri stund — og er þá fátt til bjargar. Hér er starfandi alpaklúbbur sem svo er kallaður og eru félagar hans sagðir vera um þrjú hundr- uð. í rauninni er rit þetta kennslu- bók handa þeim sem hyggja á fjallgöngur sem íþrótt. Það er að sjálfsögðu miðað við íslenskar að- stæður fyrst og fremst. En »ís- lenskir fjallamenn hafa á síðustu árum sótt æ meira til Alpafjall- anna að stunda þar fjallgöngur og klifur. Þar eru fjöll mun hærri, brattari og hrikalegri en víðast gerist hér á landi.« Frá hendi útgefanda er mjög til þessarar bókar vandað. Myndir eru margar, einnig teikningar, og flestar þeirra til leiðbeiningar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta meira en íþrótt — þetta er líka fræðigrein, vísindi. Vafalaust á þessi greinagóða bók eftir að koma út öðru sinni. Og þá langar mig að biðja höfunda að minnast þess að orðið »gnípa« er ritað með í en ekki ý þó skylt sé orðinu gnúpur. Sverðið Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson SVERÐIÐ HEILAGA: EXCALIBUR Leikstjóri: John Boorman. HandritJohn Boorman og Rospo Pallenberg. Myndatökustjóri: Alex Thomson. Tónlist: Trevor Jones. Nýjasta mynd Austurbæjarbíós „Exealibur" eða Konungssverðió fjallar um þann fræga kóng Arthur sem dró sverðið Excalibur úr stein- inum og sat við hringborðið mikla í hinni gullnu höll Camelot með ridd- urum á borð við Sir Lancelot og Sir Percival. Reyndar er hinn ókrýndi sonur Karls prins af Wales og Lady Díönu skírður í höfuðið á þessum sómamanni sem hlaut vald sitt frá æðri máttarvöldum í gegnum töfra- manninn Merlin. Og svo segja menn að hið guðlega einveldi sé hvergi að finna. Annars er fróðlegt að skoða hve ríkulegur efniviður helgisögnin um Arthur og hringborðið hefir verið kvikmyndaframleiðendum gegnum tíðina. Ekki hafa menn að vísu ætíð fylgt í smáatriðum efnis- þræði helgisögunnar. Þannig var í samræmi við tíðarandann í Banda- ríkjunum kringum 1950 gerð mynd um Arthur er nefndist: A Connecti- cut Yankee at King Arthur’s Court (samin við texta Mark Twain). í þessari útgáfu lék Cedrick Hard- wicke kóngsa sem var síhóstandi og hnerrandi í gegnum myndina. Það var eiginlega ekki fyrr en 1954 að alvarleg tilraun var gerð til að endursegja þessa arfsögn á filmu með myndinni Knights of the Round Table en þar lék Mel Ferrer Arthur kóng og Eva Gardner, að því er mig minnir Guinevere. 1967 féll aftur skuggi á nafn Arthurs er Richard Harris, Franco Nero og Vanessa Redgrave sungu saman í Suðurríkjafáninn hátt á loft á ný Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Molly Hatchett No Guts, No Glory Epic/Steinar hf. Sannast sagna var ég alveg búin að gefa Molly Hatchett upp á bátinn eftir fjórðu plötu sveit- arinnar, Take No Prisoners. Fjörið og ferskleikinn rokinn út í veður og vind og eftir sat þreytt útgáfa af Suðurríkjarokki. Það er því fáum eins mikið gleðiefni að vita til þess að Molly Hatchett hefur öðlast kraftinn á nýjan leik. En það þurfti breyt- ingar til, eins og vænta mátti. Mikilvægasta breytingin felst í því að Jimmy Farrar sleppir hljóðnemanum eftir tvær plötur og Danny Joe Brown tekur við honum að nýju, en hann söng á tveimur fyrstu plötum Hatchett. Þá hefur rythmaparið hætt, þeir Bruce Crump, trommari, og Banner Thomas, bassaleikari, en eir höfðu verið með frá byrjun. þeirra stað koma þeir B.B. Bordan á trommur og Riff West á bassa. Ekki er að heyra að þeir gefi forverunum nokkuð eftir. Að mínu mati var það Molly Hatchett, sem á sínum tíma hélt Suðurríkjafánanum hæst á loft eftir að Lynyrd Skynyrd leið undir lok. Tónlist hljómsveitar- innar bar óneitanlega nokkurn keim af tónlist Skynyrd, en ekki var þar leiðum að líkjast. Með tilkomu Farrar breyttist yfir- bragðið verulega og krafturinn þvarr. No Guts, No Glory er því sannkölluð himnasending fyrir alla unnendur Suðurríkjarokks og á köflum er hreinlega eins og Ronnie Van Zant sé mættur til leiks, slíkur er „fílingurinn", Ég fer ekki ofan af því, að þetta er besta plata Molly Hat- chett og slái hina frábæru Flirt- in’ With Disaster út og til þess þarf skrambi mikið. Tónlist Hatchett er hreinræktað Suður- ríkjarokk, eins og það gerist best. Blanda af skemmtilegu „jolly“-rokki og liprum ballöð- um, sem leiddar eru áfram af sterkum gítarleik þeirra Steve Holland, Dave Hlubek og Duane Roland. Á No Guts, No Glory er fullt af góðum lögum. Toppurinn á öllu er lokalag plötunnar, Both Sides. Það er eins mikið í hinum eina sanna Suðurríkjaanda og frekast er kostur þótt burðar- stefið hljómi mjög líkt og í Sweet Home Alabama með Skynyrd sálugu. Þá er lagið þar á undan, On The Prowl, mjög undir Skynyrd-áhrifum. Næst- besta lag plötunnar er að líkum Sweet Dixie, en nokkur slást um þetta sæti. Það lakasta er auð- tínt út, Fall Of The Peace- makers, en þó er það alls ekki slakt þegar á allt er litið. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að maður skrifi fyrir blind augu þegar ver- ið er að hampa Suðurríkjarokk- inu. Til þessa hefur þetta verið að mestu óplægður akur hjá ís- lenskum rokkurum, en nú er kominn tími til að kanna hvern- ig þessi tónlist er. No Guts, No Glory gefur mönnum mikið fyrir aurinn. helga: Excalibur Vatnadísin lyftir hinu helga sverði uppúr vatninu. Camelot, einhverri alleiðinlegustu mynd sem undirritaður hefir aug- um barið. Það er eiginlega ekki fyrr en nú að sá sem þetta ritar, finnur í kvikmynd söguna um Camelot eins og hún birtist honum í því ágæta blaði Sígildum sögum. Það var reglulega gaman að sjá Arthur kóng tekinn sæmilega föstum tök- um af John Boorman. Bæði þræðir Boorman í „Excalibur" grannt efn- isþráð helgisögunnar og gerir sitt ítrasta til að endurskapa á sem raunsæjastan hátt veruleika sjöundu aldar. Það má kannski segja að hann fylgi sumstaðar of grannt efnis-' þræði sagnanna eins og þegar áhorfandinn rekur augun í kastala- vegg Camelot klæddan silfurpappír. Annars finnst mér myndmál Boor- man njóta sín best þegar hann vík- ur svolítið frá riddarasögunni og fer yfir á lendur goðsögunnar þar sem hvergi er hægt að finna veru- leikanum stað. Þannig reis myndin í hæðir í síðari hlutanum þá stund er Sir Percival stendur einn uppi eftir af riddurum hringborðsins sviptur herklæðum og nakinn frammi fyrir máttarvöldunum sem fela í skauti sér bikarinn er inni- heldur töframjöð gráandinnar. í þessu atriði fannst mér kenna enduróms frá ævintýramyndinni Zardoz er Boorman leikstýrði uppúr 1970. í öðrum atriðum myndarinnar þar sem reynir fyrst og fremst á leik og sviðsetningar er eins og Boorman sé dálítið bundinn kröf- unni um að vera skemmtilegur. Þar nær hann ekki að sleppa fram af sér beislinu og gefast hugarfluginu á vald — kannski til allrar ham- ingju — því myndin verður hvergi ýkja langdregin og leiðigjörn. Hins vegar mætti að ósekju strjúka Hollywood-glansinn af herklæðun- um og hverfa enn frekar til þess forna samfélags sem lýst er í sögn- inni um Arthur. Það samfélag var á mörkum kristni og heiðni en enn gætti mjög áhrifa frá germönskum þjóðflokkum sem settust að á Eng- landi á fimmtu öld og fluttu með sér þá hetjuhugsjón sem endur- speglast í sögunni um Riddara hringborðsins. Mér hefur reyndar ætíð fundist sú riddarasaga dálítið væmin og lituð rómantík og kýs frekar hreinræktaðar hetjusagnir eins og þá er birtist í hinu forna kvæði: The Battle of Maldon, þar sem höfðinginn Byrhtnoth fórnar sér og mönnum sínum í stað þess að greiða dönskum víkingum skatt. Þar skipti heiðurinn meira máli en lífið. í mynd John Boorman „Excali- bur“ skiptir heiður og sæmd einnig miklu máli og því á hún erindi til okkar þessa dagana þegar tekist er á um fjöregg þjóðarinnar. Við sjá- um kannski hvert óheilindin og smjaðrið hefir leitt okkur er við skoðum örlög Arthurs kóngs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.