Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
Einar örn, sætari en nokkru sinni, Bylurinn þótti standa sig vel.
tekur lagið med Issl
„Rokk gegn atvinnuleysi“ í Sigtúni:
Stórgóðir tónleikar og
lausir viö öll vandamál
Það er orðlð langt síðan ég hef
verið ó góðum tónleikum. Því kom
þaö nokkru róti á hugann að kom-
ast á tvenna slíka á tveimur dög-
um. Fyrri tónleikarnir voru meö
Grýlunum í Klúbbnum sumardag-
inn fyrsta, en sama kvöld fögnuöu
þær tveggja ára afmæli sínu og
nýrri plötu. Sándiö var „pottþótt"
og hljómsveitin í mjög góöri æf-
ingu. Þegar þetta tvennt helst (
hendur er útkoman undantekn-
ingalaust góö. Takk fyrir mjög
ánægjulega kvöldstund Grýlur.
Hinir tónleikarnir voru „Rokk gegn
atvinnuleysi" í Sigtúni föstudaginn
22. april. Fram komu einar átta
hljómsveitir. Lítið virðist hafa fariö
fyrir auglýsingum um þessa tónleika,
því ekki voru margir mættir á staö-
inn þegar fyrsta hljómsveitin átti aö
vera byrjuð. Af þessum sökum lét ég
mig hverfa og kom aftur rúmum
klukkutíma seinna.
Þá haföi fyrsta hljómsveitin lokiö
sér af og Egóiö var í síöasta laginu.
Baðveröirnir voru fyrstir og aö sögn
voru Pollock-bræöurnir og Steinþór
í Q4U þar á ferö. Um Egóiö get ég
lítiö sagt en geri ráö fyrir aö þaö hafi
verið gott. Ekki get ég heldur veitt
neinar upplýsingar um næstu hljóm-
sveitina sem var Bylur. Tónlist þeirra
er rokk og ekki ósvipuö og á „Arg-
us“-plötu Wishbone Ash, nema hvað
allur hljóöfæraleikur er mun einfald-
ari hjá Bylnum.
Á eftir þeim koma upþ á sviðiö
Einar purrkur og hljómsveit hans,
Iss! Hafi Purrkurinn veriö aö gera
athyglisveröa hluti þá er Issl engu
störi. Einari fer fram sem hljóðfæra-
leikara og er fikt hans nú fariö aö
passa inn í sums staöar. Þá var
komið að Vonbrigöum aö stíga inn á
sviöiö og komu þeir mér á óvart meö
mikilli keyrslu. Þeir strákarnir sköp-
uðu mikla stemmningu og voru
klappaöir tvisvar upp af upptrekkt-
um áhorfendum. Er þaö víst aö hér
er á feröinni flokkur sem á bjarta
framtíö fyrir sér ef fram heldur sem
horfir. Næstsíöasta hljómsveitin á
dagskránni var Puppets. Þar eru Ei-
ríkur og Sigurgeir fyrrverandi Start-
arar á ferö ásamt Ásgeiri purrk og
Richard Corn. Nokkuö hefur verið
um mannabreytingar hjá þeim félög-
um en ekki virtist þaö koma niöur á
þeim. Tónlistin er hrátt kraftmikiö
rokk á ameríska stórkarlavísu.
(Hvernig sem hægt er aö útskýra
þaö nú.)
Þegar hér var komiö hélt undirrit-
aöur heim vegna þreytu og missti því
af Taþpanum. Ef aö líkum lætur hef-
ur hann veriö stórgóöur endir á frá-
bærum tónleikum. Sándiö var gott
hjá öllum þeim hljómsveitum sem ég
heyröi og engin vandamál. Þegar ein
var hætt tók viö stutt hlé og skömmu
seinna kom sú næsta, og hóf að
spila án nokkurra vandræöa. Segj-
ast veröur aö slikt er helst til sjald-
gæft á tónleikum hérlendis og eiga
allir aöstandendur hrós skiliö. Þegar
áhorfendur voru flestir voru 700
manns í húsinu og þaö var nóg til aö
tónleikarnir stæöu undir sér. Þaö er
frábært og vona ég bara aö fram-
hald verði á svona uppákomum.
FM
Uriah Heep lifir enn
Ný plata á næstu grösum
Enginn skyldi voga sér aö
halda aö Uriah Heep-flokkurinn
hafi lagt upp laupana. Nú á
næstu dögum er enn ein
breiöskífan (guð má vita hversu
margar þær eru orðnar alls)
væntanleg frá sveitinni og ber
hún nafnið „Head First.“
Síöasta plata Uriah Heep, sem
hét „Abominog", þótti vera besta
plata sveitarinnar frá byrjun,
a.m.k. frá sjónarhóli bárujárns-
rokkaranna. En auövitað hefur
oröiö breyting á liösskipaninni
rétt eina feröina.
Bob Dainsley hefur sagt skilið
viö hana opg gengiö til liös við
Ozzy Osbourne. Hans sæti tekur
Trevor Bolder, sem sagöi skilið
viö Uriah Heep 1981 til og gekk til
liðs viö Wishbone Ash. Snýr sum-
sé aftur.
20
vinsæl-
ustu lögin .
í Bretlandi
Það er oröið nokkuö langt
um liöið frá því breski vin-
sældalistinn var birtur á Járn-
síðunni. Eitt og annaö hefur
komið í veg fyrir birtingu hans,
en hérna er hann sumsé kom-
inn á ný.
1 ( 1) True/SPANDAU
BALLET
2 ( 3) Fascination/HUMAN
LEAGUE
3 ( 8) Temptation/
HEAVEN 17
4 ( 2) Words/F.R.
DAVID
5 ( 6) Dancing Tight/
GALAXY
6 ( 5) Pale Shelter/TEARS
FOR FEARS
7 ( -) Candy Girl/NEW
EDITION
8 ( 7) We Are Detective/
THOMPSON TWINS
9 (16) Our Lips Are Sealed/
FUN BOY THREE
10 ( -) Can’t Get Used to
Losing You/BEAT
11(4) Beat It/MICHAEL
JACKSON
12 ( -) Blind Vision/BLANC-
MANGE
13 ( 9) Let’s Dance/ DAVID
BOWIE
14 (11) True Love Ways/CLIFF
RICHARD
15 (13) Friday Night/KIDS
FROM FAME
16 (10) Church of the Poison
Mind/CULTURE CLUB
17 (12) Love Is a Stranger/
EURYTHMICS
18 (17) Blue Monday/NEW
ORDER
19 (19) The Last Film/
KISSING THE PINK
20 (15) Rosanna/TOTO
Óvenju litiö hefur veriö um
hræringar á breska listanum að
undanförnu, eins og best sést á
þessum því þar eru aöeins þrjú
ný lög.
Reyndar mun von á nýrri lítilli
plötu frá Police innan skamms
og hún gæti því gert skurk á
listanum.
Djúpt í iörum
Austurstrætis
Rabbað við þrjár Vogir
í hl.iómsveitinni
Mogo Homo
Hljómsveitin Mogo Homo hefur skotið upp kollinum á ný eftir mikla og langa þögn, a.m.k.
lítur það þannig út frá sjónarhóli umsjónarmanns Járnsíðunnar. Reyndar mun sveitin hafa
starfað með höppum og glöppum allt frá því hún var stofnuð, en botninn fór úr henni þegar
höfuöpaurinn, Óskar Þórisson, hólt til Japan. Hann sneri reyndar heim og við það var lífi blásið
í glæðurnar á ný.
Það gekk ekki svo ýkja vel að fá feril sveitarinnar á hreint er ég heimsótti hann og
söngkonur hennar í iðrum Austurstrætisins, þar sem æfingahúsnæði sveitarinnar er. Uppruna-
lega voru þeir Óskar og Óöinn Guöbrandsson tveir í sveitinni. Þá bættist gítarleikarinn Tommi við
og loks söngkonurnar tvær, Sunna María Magnúsdóttir og Steinunn Halldórsdóttir. Reyndar er
ekki alveg á hreinu hvort Steinunn kom í flokkinn é undan Tomma, eða öfugt. Látum það þó
liggja á milli hluta.
Heilaþvottur
Tommi þessi auglýsti eftir að kom-
ast í hljómsveit, en reyndist vera mik-
iö „heavy-metal“-frík aö eölisfari
þegar til kom. Óskar bendir stoltur á
þá staðreynd, aö með reglubundnum
heilaþvotti sé honum hægt og bítandi
aö takast að beina Tomma inn á aðr-
ar og betri brautir og aö tónlistin,
sem Mogo Homo er aö leika í dag, sé
miklu betri en allt helv. .. bárujárniö.
Þegar ég heyröi síöast í Mogo
Homo voru þeir Óskar og Óöinn að
baksa viö aö framleiöa einskonar
tölvupopp meö aöstoö trommuheila
og segulbanda. Útkoman varö æriö
misjöfn, en sumum féll þetta vel í geö
— öörum eölilega ekki. En hvaö kom
til aö þessi mikla fjölgun varö innan
sveitarinnar? Ég spuröi þremenn-
ingana, sem allir eru í Vogarmerkinu,
um ástæöur þess.
„Þaö er nú löng saga aö baki
þessari fjölgun," sagöi Óskar og
dæsti. Samkvæmt upplýsingum hans
og söngkvennanna tveggja bættist
gítarleikarinn fyrst inn í og geröi
góða hluti. Síöan dróst Steinunn inn
i spiliö sem söngkona og söng um
hríð meö systur Óskars. Hún hætti
svo og þá vantaöi aöra söngkonu.
Einhverra hluta vegna dróst Sunna
Maria inn í spiliö, þótt hún þekkti
Steinunni nánast ekkert — þær eru
aöeins i sama skóla. I raun þekkjast
meölimir hljómsveitarinnar ákaflega
lítiö innbyrðis, ef Óskar og Óöinn eru
undanskildir. Fyrstu vikurnar hafa því
fariö í þaö aö kynnast, rétt eins og aö
æfa saman.
Mánuður
— Hversu lengi hefur hljómsveitin
veriö í núverandi mynd?
„Ekki lengi,” svöruðu þau öll meira
eöa minna í kór. „Ætli það sé miklu
meira en mánuöur."
— Eruö þið búin aö æfa mikiö
saman?
„Nei, viö getum nú varla sagt það.
Við æföum reyndar mjög vel fyrir
fyrstu tónleikana okkar, en nú erum
viö báöar í prófum í MH, þannig aö
tíminn er stundum ansi naumur. Eig-
inlega ættum við aö vera heima aö
lesa núna, viö stálumst bara út,“
sagöi Steinunn.
— Hafiö þið komiö fram í þessari
mynd á opinberum stööum?
„Já, já. Þrisvar sinnum í Safari.”
— Hvernig gekk þaö?
„Þaö gekk nú bara vel,” sögöu
þau, en bættu siöan viö á öllu lægri
nótum: „i þaö minnsta í fyrsta skipt-
ið.“ Þau hertu sig upp og héldu
áfram: „Þá skemmtum viö líka tiltölu-
lega snemma um kvöldiö, á bilinu
hálftólf-tólf, og allt var í lagi. En i
síöari skiptin var þaö öllu verra. Þá
skemmtum viö svo seint, aö enginn
virtist nenna aö hlusta á okkur. Þaö
þýöir ekkert aö bjóöa upp á
skemmtiatriöi í íslenskum veitinga-
húsum á þessum tíma nætur. Dæmið
er bara svo einfalt."
Upprunans leitað
— Hvernig tónlist leikur Mogo
Homo í dag?
„Tja, þaö er nú dálítiö erfitt aö
skilgreina hana," sagöi Óskar. Hann
haföi alla jafna orö fyrir hópnum, en
stelpurnar skutu af og til inn í setn-
ingum. Einkum þó Steinunn, sem er
öllu frakkari. „Þetta er eiginlega tón-
list, þar sem viö förum „back to our
roots,“ sagöi Óskar aftur. „Viö höfum
sagt skilið viö tölvupoppiö og tekiö til
við létt popp."
Upphófust nú miklar vangaveltur
um hvaöa áhrifa gætti helst hjá sveit-
inni. Niöurstaöan varö sú, að þar
væri aö finna gamla Motown-fíling-
inn, reaggae, funk og allan þremilinn.
En umfram allt væri þetta tónlist,
sem fólk gæti dansað við.
— Hafiö þiö ekki hugsaö ykkur aö
veröa ykkur úti um trommuleikara?
„Jú, jú, það hefur oftlega komið til
tals," sagöi Óskar. „Yfirleitt hefur
þaö bara verið svo, að viö höfum
ekki fundiö nógu góöan trommara.
Ef svo hefur veriö, höfum við kannski
ekki getaö sætt okkur viö hann.”
„Ég vil endilega fá trommara í
bandiö," bætti Steinunn viö.
— Hvaða hlutverki gegniö þiö
söngkonurnar í þessari sveit?