Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 39 Raungengi krónunnar ekki lægra frá 1971 MEÐALVERÐ erlendra gjaldmiðla hef- ur á soinni helmingi síðasta árs og það sem af er þessu hækkað töluvert um- fram mun innlendrar og erlendrar verð- bólgu, samkvæmt upplvsingum í Hag- tölum mánaðarins fyrir maí. Þar segir ennfremur, að raungengi krónunnar hafi lækkað töluvert á þessu tímabili. Samkvæmt lauslegum bráðabirgðatölum um raungengið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, má ætla að það hafi verið 9,7% lægra en í fyrra og um 17% lægra en árið 1981. Hefur raungengi krónunnar því ekki verið lægra frá árinu 1971. Þessa þróun má ennfremur glöggt sjá á meðfylgjandi línuriti, sem sýnir ársfjórðungslegt raungengi krónunn- ar frá fyrsta ársfjórðungi 1978 til fyrsta ársfjórðungs 1983. „Þessar staðreyndir sýna að mjög langt hefur verið seilst að undan- förnu í notkun gengisins til að mæta viðskiptahalla og erfiðleikum út- flutnings- og samkeppnisgreina. Raungengið virðist að vísu hafa hækkað nokkuð frá fyrsta ársfjórð- ungi til byrjunar maí (5—6%) en get- ur varla talizt of hátt miðað við reynslu fyrri ára og líklega jafnvæg- isstöðu helztu hagstærða, sé jafn- framt gert ráð fyrir að önnur hag- stjórnartæki gegni hlutverki sínu,“ segir í Hagtölum mánaðarins. Hefja áætlunarsiglingar til Portúgals og Spánar EIMSKIP hefur ákveðið að hefja nú fastar áætlunarsiglinar til Portúgals og Spánar. Skeiðsfoss, eitt skipa fé- lagsins, verður haft í þessum sigling- um og verður boðið upp á reglubundna flutninga einu sinni í mánuði, að sögn Þórðar Sverrissonar hjá Eimskip. „Við munum hafa fasta viðkomu í tveimur höfnum í Portúgal, Lissa- bon og Leixoes, en viðkoma á Spáni verður í Bilbao. Samtímis þessu verður opnuð þjónustuhöfn í Barce- lona, og vörum verður safnað þar og þær sendar til Islands um Bilbao. Umboðsmenn verða þeir sömu og verið hafa,“ sagði Þórður Sverris- son. Eins og áður sagði mun Skeiðs- foss annast þessar siglingar í fram- tíðinni. „Skipið er með kælilestum og því sérstaklega útbúið til flutn- inga á saltfiski, og er auk þess búið til gámaflutninga. „Viðskipti íslands við Portúgal og Spán eru afar mikilvæg fyrir okkur íslendinga, vegna mikils útflutnings af saltfiski til þessara landa. Út- flutningur á saltfiski til Portúgal er um 37 þúsund tonn á ári, en til Spánar um 10 þúsund tonn árlega. Innkaup okkar frá þessum þjóðum hafa hins vegar verið mun minni, og er því ójafnvægi í þessum viðskipt- um,“ sagði Þórður ennfremur. „Ein af ástæðunum fyrir þessu er óregluleg flutningsþjónusta frá þessum löndum. Með tilkomu þess- ara áætlunarsiglinga bjóðast hins vegar reglubundnar ferðir frá þess- um löndum, og mun það auðvelda innflytjendum að geta annazt við- skipti við þessar þjóðir," sagði Þórð- ur. Meginlandsdeild Eimskips mun hafa umsjón með þessum nýju áætl- unarsiglingum, og eru þar veittar allar nánari upplýsingar um þær, að sögn Þórðar Sverrissonar hjá Eim- skip. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI ~ EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Endurmat vörubirgða milli innkaupatímabila nú heimilt VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu, að heimila endurmat vörubirgða í heildsölu og smásölu á milli innkaupatímabila. Þessi nýja regla felur í sér að þegar breyting á gengi nemur 3% eða meiru frá því gengi, sem var í gildi við greiðslu vörunnar í banka, er heimilt að endurmeta vörubirgðir, smásali miðar við dagsetningu sölunótu heild- sala. í annan stað heimila þessar nýju reglur endurmat mánaðarlega mið- að við 1. dag mánaðar hverju sinni. Heildsali eða smásali getur því endurmetið að vild 1. dag mánaðar eða þegar gengisbreyting nemur 3% eða meiru. Varðandi mánaðarlegt endurmat er skerðingarákvæði um að ekki er heimilt að endurmeta við fyrstu mánaðarmót eftir innflutning eða dagsetningu sölunótu. C.S. AUTOGUMMI SUM. ^ GÆÐA ^ ÞJÓNUSTA MEÐ GÆÐA ^VÖRUM^ HEILSOLUÐU RADIAL DEKKIN v KOMIN /í VEIADEILD SAMBANDSINS HJÓLBARÐAR Höföabakka 9 Rvik S.83490 HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR fyrir báta, skip og iönaö Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miöstöðin getur tekið viö og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius +200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mis- munandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og „man ekki fleira í bili“ í einu tæki. Lofaöu okkur að heyra frá þér. @flyiTÍmÐ(?)(Ulir & ©® reykjavik. icelano Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280. JEurgMííiMnfoifo MetsöluNcid á hverjum ciegi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.