Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 4
Bflar
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
Renault 11
Renault 11 reynsluekið í Frakklandi:
Renault 11 er tiltölulega sportlegur að framan.
sem ennfremur hefur verið kom-
ið fyrir mjög fullkomnu sterió-
tæki. Stjórntækjum fyrir sterió-
tækið hefur síðan verið komið
fyrir í stýrishjólinu til að auð-
velda ökumanni að hafa stjórn á
því.
GÍRSKIPTING
— PEDALAR
Bíllinn er boðinn fjögurra eða
fimm gíra beinskiptur og einnig
þriggja gíra sjálfskiptur. Það fer
ekki á milli mála, að fimm gíra
bíll með stærri vélunum kemur
skemmtilegast út. Vinnslan í
honum er mjög góð. Þá kemur
sjálfskipti bíllinn ennfremur
mjög skemmtilega á óvart.
Skiptingunni er haganlega fyrir
komið og tiltölulega stutt er
milli gíra og ekki er neinn
losarabragur á kassanum. Um
pedalana er það að segja, að þeir
eru ágætlega staðsettir. Brems-
ur eru tiltölulega mjög léttar og
virka vel.
AKSTURSEIGINLEIKAR
Aksturseiginleikar Renault 11
eru skemmtilegir. Hann er nokk-
uð stífur, ólíkt því sem maður á
að venjast í frönskum bílum,
þannig að hann leggst lítið niður
í hornin í kröppum beygjum,
sem mér finnst persónulega
kostur. Bíllinn liggur mjög vel á
vegi, hvort heldur ekið er á
steyptum hraðbrautum, eða á
malarvegum. Sérstaklega kom
mér á óvart hversu hratt var
hægt að aka bílnum á hrað-
brautum, án þess að fá það á
tilfinninguna, að hann væri far-
inn að losna. Bíllinn er lipur í
bæjarumferð og auðvelt er að
skjótast á honum. Það verður
hins vegar að segjast, að Renault
11 með minnstu vélinni, 1.108
rúmsentimetra, er í það latasta
blessaður. Bílarnir komu mjög
vel út í benzíneyðslu. Var meðal-
eyðslan eftir 2.500 km blandaðan
akstur aðeins um 7 lítrar á
hverja 100 km, sem verður að
teljast mjög gott, því bílunum
var ekkert hlíft.
Niðurstaða þessa reynsluakst-
urs er því sú, að Renault 11 er að
mínu mati mjög vel heppnaður
fjölskyldubíll. Það fer virkilega
vel um ökumann og farþega, auk
þess sem íburður er tiltölulega
mikill í innréttingu. Aksturseig-
inleikar eru góðir, hvort heldur
er á steyptum vegum, eða á möl.
Þá spillir benzíneyðslan ekki
fyrir, en hún er lítil eins og áður
sagði.
TC-GTtMIX-n.-ftTI.-UTS-Aaloaallc-TCF.-a Kle< tronli ■
A 2483 L 1769 P 944 T 152
G 1660 M 1344 O 915 U 470
H 1405’ 1410 M 1324 S 423 U 493
Skemmtilegur íburðar-
mikill fjölskyldubíll
— Góðir aksturseiginleikar
— Óvenjugóð sæti
— Eyðslugrannur
Sighvatur Blöndahl
RENAULT 11, sem margir hafa
lýst sem nánari útfærslu af Ren-
ault 9, sem kom á markaðinn fyrir
tveimur árum og hefur notið mik-
illa vinsælda, m.a. verið kosinn bfll
ársins í Evrópu og Bandaríkjunum,
hefur vakið athygli á bflasýningum
í Evrópu. A dögunum reynsluók ég
hinum ýmsu útfærslum af Renault
11 um 2.500 km vítt og breitt um
Frakkland og er ekki hægt að
segja annað en að bfllinn hafi
komið skemmtilega á óvart, sér-
staklega fannst mér bflarnir með
stærri vélunum koma vel út, auk
þess sem elektróníska útfærslan
höfðar örugglega til margra. Bfll-
inn er boðinn í 11 mismunandi út-
færslum. í fáum orðum er megin-
munurinn á Renault 9 og Renault
11 sá, að nýi bfllinn er með skut-
hurð og því þrennra eða fímm
dyra, en Renault 9 er í hefðbund-
inni útfærslu, fernra dyra.
ÚTLIT
Hönnun Renault 11 hefur tek-
izt mjög vel hvað útlit snertir.
Bíllinn samsvarar sér mjög vel
og er hann ágætlega straumlín-
ulaga. Vindstuðullinn er um 0,35
Cw, sem er mjög gott af bíl í
þessum stærðarflokki að vera.
Bíllinn er frekar samþjappaður
niður að framan, sem gefur hon-
um sportlegt yfirbragð, en aðal-
ljósin eru tvískipt. Tvö ferhyrnd
ljós, en stefnuljósunum hefur
verið komið fyrir í stuðaranum á
mjög snyrtilegan hátt. Stuðarar
bílsins eru töluvert miklir að
vöxtum, en eigi að síður mjög
snyrtilegir. Afturljósin eru til-
tölulega stór og sér því vel á þau.
DYR — RÝMI
Eins og áður sagði er bíllinn
eftir vali þrennra eða fimm
dyra, en hann er með stórri
skuthurð, sem mjög haganlegt er
að ganga um. Reyndar eru dyr
bílsins almennt tiltölulega stór-
ar, þannig að ágætt er fyrir
stærri menn að ganga um þær.
Ólíkt mörgum frönskum bílum
falla dyr mjög þétt að stöfum og
ekki vottar fyrir dósarhljóði.
Þegar setzt er undir stýri verður
þess strax vart, að vel hefur til
tekizt með rými. Pótarými er
mjög gott og hliðarrými er
ágætt. Loftrými mætti vera ei-
lítið meira fyrir mjög stóra
menn. Sömu sögu er að segja af
rými fyrir farþega frammi í.
Hvað varðar rými fyrir farþega
aftur í bílnum, þá er það með
ágætum, reyndar óvenjulega
gott af bíl í þessum stærðar-
flokki. Sérfræðingar Renault
hafa gert átak í því að hanna
framsætin á þann veg að rýmið
fyrir farþega aftur í verði, sem
allra mest. Þá er loftrými enn-
fremur ágætt. Vel fer um tvo
fullorðna aftur í, þannig að segja
má, að Renault 11 sé ágætur
4—5 manna fjölskyldubíll.
SÆTI — INNRÉTTING
Framsætin í Renault 11 eru
einhver þau beztu, sem undirrit-
aður hefur setzt í. Stuðningur
þeirra er með ólíkindum góður,
hvort heldur um bak- eða hlið-
arstuðning er að ræða. Það verð-
ur að vísu að hafa hinn hefð-
bundna fyrirvara á dómum um
sæti, að þar er matið persónu-
bundnara en í sambandi við
flesta aðra hluti í bílum. Ég fann
varla fyrir neinni þreytu eftir að
hafa ekið bílnum daglangt um
1.000 km, sem segir óneitanlega
ákveðna sögu um ágæti sætanna.
Þau eru klædd mjög skemmti-
legu tauáklæði, en auk þess er
hægt að fá bílinn með leður-
áklæði. Hvað varðar aftursætið,
sem er í formi hins hefðbundna
bekks, þá er það ágætt. Um inn-
réttinguna almennt er það að
segja, að hún er íburðarmeiri en
venjan hefur verið í Renault-bíl-
um í þessum stærðarflokki.
Reyndar virðist, sem um stökk-
breytingu hafi verið að ræða,
þegar Renault 9 kom á markað-
inn fyrir tveimur árum, svo
frábrugðinn var hann hinum
eldri bílum.
MÆLABORÐ
Um tvö gjörólík mælaborð er
að ræða í Renault 11. Annars
vegar hefðbundið borð, sem þó
hefur ákveðið sportlegt útlit og
hefur verið þjappað vel saman,
þannig að stjórntæki eru vel inn-
an seilingar, og hins vegar
mælaborðið í elektrónísku út-
færslunni, sem er mjög nýstár-
Fimm dyra. Eins og sjá má er haganlegt að ganga um bflinn.
Mælaboröiö hefur nýstárlegt yfirbragð.
legt og framandi. I elektrónísku
útfærslunni er m.a. rödd, sem
tilkynnir bílstjóranum um ýmsa
hluti, sem fara úrskeiðis, t.d. ef
hurðir eru ekki nægilega vel lok-
aðar, ef olíu vantar á bílinn, ef
handbremsan er á og svo fram-
vegis. Maður kipptist óneitan-
lega við, þegar maður var ávarp-
aður út úr mælaborðinu. Dýrari
útfærslur bílsins eru með raf-
drifnum rúðum og miðstýrðri
læsingu og eru stjórntækin fyrir
það í kassa milli sætanna, þar