Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 1

Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 1
64 SÍÐUR 127. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 Prentsmidja Morgunblaðsins Bretland: Bandalagið komið fram úr Verkamannaflokki London, 7. júní. Frá blaðamanni Mbl. Magnúsi Sigurðssyni. MARGARET THATCHER, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun, að hún myndi ekki hika við að „styðja á hnappinn“ og beita kjarnorkuvopnum ef Bretar og bandalagsríki þess í NATO yrðu fyrir kjarnorkuárás. Hafa þessi ummæli vakið mikla athygli hér þegar óðum styttist í þingkosningarnar á fimmtudag. Ekki hefur það vakið minni athygli, að bandalagið er komið upp fyrir Verkamannaflokkinn í skoðanakönnunum. Roy Jenkins, leiötogi nýja jafnaðarmannaflokksins í Bretlandi, kom í fyrradag fram á blaöamannafundi, sem bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra hélt í London. Þar lýsti hann yfir, að í kjarnorkuvopnamálunum væri hann á öndverð- um meiði við þau bæði, Thatcher, forsætisráðherra og leiðtoga íhaldsflokksins, og Michael Foot, leiðtoga Verkamannaflokksins. AP Utanríkisráðherrafundur NATO: jr Aherzla verður lögð á einhug og samningsvilja París, 7. júní. AP. Yuri Andropov Andropov alvarlega sjúkur? Moskvu, 7. júní. AP. HEILSU Yuri Andropovs, leið- toga Sovétrfkjanna, virðist hafa hrakað mjög að undanförnu og er haft eftir heimildum, aö í heimsókn Koivistos, Finnlands- forseta, sem nú er staddur í Moskvu, hafi hann ekki getað gengið óstuddur og aö óviðráðan- legur skjálfti sé í hægri hand- legg- Heimildarmennirnir, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja, að i gærkvöldi, þegar Andropov hafi komið til kvöldverðar í Kreml til heiðurs Koivisto, hafi tveir menn þurft að styðja hann og hjálpa honum til að setjast og standa upp aftur. Andropov flutti ræðu sína sitjandi og átti í erfið- leikum með að taka við skriflegu afriti af svarræðu Koivistos vegna þess hve hægri handleggur hans skalf ákaflega. Haft er eftir opin- berum heimildum, að Andropov þjáist af Parkinson-veiki en auk þess eru hjarta hans og nýru mjög veil. Ef rétt reynist, að Andropov sé alvarlega veikur, má búast við nýrri valdabaráttu í Kreml og lík- legast talið, að Konstantin Chern- enko, sem Brezhnev er sagður hafa kjörið sem eftirmann sinn, muni þá blása Jtil sóknar á ný. Hann og stuðningsmenn hans munu hafa verið mjög andvígir þeirri uppstokkun, sem Andropov hefur beitt sér fyrir í ýmsum mál- Borgaraflokkarnir þrír hafa á bak við sig 79 þingmenn af 155 eða þriggja sæta meirihluta. Ellefu ráðherraembætti komu í hlut Hægriflokksins, fjögur í hlut Kristilega þjóðarflokksins og þrjú í hlut Miðfiokksins. Káre Willoch verður áfram forsætisráðherra og Svenn Stray utanríkisráðherra sem fyrr. Fjármálaráðherra verður Rolf Thatcher skýrði þessi ummæli sín strax og sagði, að kjarnorku- vopn hefðu engin hindrunaráhrif gagnvart hugsanlegri kjarnorku- árás óvinaríkis nema vitað væri, að slíkri árás yrði svarað í sömu mynt. Thatcher sagði þetta þegar hún sat fyrir svörum í sjónvarpi í morgun. Hún sagði ennfremur: „Auðvitað verður sá, sem ræður yfir kjarnorkuvopnum, í varn- arskyni að vera viðbúinn því að ýta á hnappinn því að það er ein- mitt vissan um það, sem kemur í veg fyrir að aðrir beiti kjarnorku- vopnum. Ef við segðumst hafa slík vopn en ekki ætla að beita þeim, þá væru þau þar með orðin gagns- laus til varnar." Verkamannaflokkurinn hefur haldið fram einhliða kjarnorku- afvopnun Breta í kosningabaráttu sinni en sú stefna virðist ekki hafa hlotið mikinn hljómgrunn á meðal kjósenda ef marka má skoðana- kannanir að undanförnu. Þær Presthus, varnarmálaráðherra Anders C. Sjaastad, Mona Rökke verður dómsmálaráðherra og Jens- Halvard Bratz iðnaðarráðherra. Þessir menn eru allir úr Hægri- flokknum. Ráðherraembætti hinna flokk- anna eru öll veigaminni en af þeim má nefna, að formaður Kristilega þjóðarflokksins, Kjell Magne benda eindregið til, að Verka- mannaflokkurinn sé langt á eftir íhaldsflokknum og niðurstöður síðustu kannana, sem birtar voru í dag, gefa til kynna, að bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna sé nú komið fram úr Verkamanna- flokknum. David Steel, leiðtogi frjálslyndra, sagði í dag, að bandalagið myndi koma mjög á óvart í kosningunum og fá miklu meira fylgi en nokkurn hefði órað fyrir. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í blaðinu Sun í dag, nýtur íhaldsflokkurinn fylgis 45%, bandalagið 28% og Verka- mannaflokkurinn 24%. Þessar töl- ur gæfu Thatcher 200 sæta meiri- hluta á þingi í stað 35 nú. Leiðtogar Verkamannaflokksins reyna að gera sem allra minnst úr skoðanakönnunum og minna á, að Verkamannaflokkurinn tapaði ár- ið 1970 þegar allar kannanir sögðu, að hann myndi sigra. Bondevik, verður kirkju- og menntamálaráðherra en auk þess koma í hlut flokksins olíu- og orkumál, viðskipta- og siglingamál og aðstoð við erlend ríki. Formaður Miðflokksins, Johan J. Jakobsen, verður samgönguráðherra og sam- flokksmenn hans fá landbúnaðar- málin og umhverfismálin. Af þessu er ljóst, að það er Hægriflokkurinn, sem fyrst og fremst mótar stefnu stjórnarinnar enda er hann langstærstur stjórn- arflokkanna, hefur 53 þingmenn, en kristilegir 15 og miðflokksmenn 11. Utanríkisráðherrafundur Atlanis- hafsbandalagsríkjanna hefst í París á fimmtudag og verður það meginefni hans að vara Sovétmenn við og gera þeim Ijóst, að tíminn til að semja um takmörkun á fjölda meðaldrægra eldflauga í Gvrópu styttist óðum og að vestræn ríki eru staðráðin i að setja upp slíkar flaugar sér til varnar í árslok. Haft er eftir háttsettum starfsmanni NATO, að George P. Schultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, muni biðja starfsbræður sína frá öðrum aðildarlöndum að „taka af öll tvímæli" um það, að staðið verði við áætlanir um að koma fyrir 572 meðaldrægum eld- flaugum í árslok ef Sovétmenn fást ekki til samninga. Bandaríkja- stjórn hefur lýst því yfir, að hún er tilbúin til að halda áfram viðræð- unum í Genf þótt ekki semjist fyrir árslok en NATO-ríkin vilja gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að ná samningum fyrir þann tíma. Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, bauð til fundarins í París og vill með því sýna einhuga stuðning Frakka við bandalagið. Samstarf Frakka og annarra I NATO-ríkja hefur ekki verið meira né betra en nú síðan de Gaulle hætti hernaðarsamvinnunni innan NATO og Mitterrand er einn ákaf- asti stuðningsmaður þess, að með- aldrægu eldflaugunum verði komið fyrir. EBE: Úrsögn samþykkt Strassborg, 7. júní. AP. EVRÓPUÞINGIÐ féllst í dag með semingi nokkrum á úrsögn Græn- lendinga úr Efnahagsbandalaginu og mælti jafnframt með því, að þeir fengju að njóta sérstakra vildarkjara í viðskiptum og áframhaldandi að- stoðar EBE. Auk þess hefur framkvæmda- nefnd EBE fallist á að verða við öllum kröfum Grænlendinga í deil- um þeirra við Vestur-Þjóðverja um fiskveiðiheimildir. Willoch hefúr bæði töglin og hagldirnar Ósló, 7. júní. Frá fréttaritara Mbl., Jan-Erik Lauré. HIN nýja stjórn borgaraflokkanna, fyrsta meirihlutastjórnin í Noregi í 12 ár, tók formlega við völdum í dag. Af skipan ráðherraembætta er Ijóst, að Hægri- flokkurinn og Káre Willoch hafa töglin og hagldirnar í stjórninni og fara með flest meginmálin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.