Morgunblaðið - 08.06.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.06.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 5 Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið eftir fjóra daga NÚ STENDUR yfir landshappdrætti á vegum Sjálfstæðisflokksins. Miðar hafa verið sendir sjálfstæðis- mönnum um land allt ásamt upplýs- ingum um umboðsmenn happdrætt- isins á hverjum stað utan Reykjavík- ur. í happdrættinu verður dregið á laugardaginn kemur 11. júní. Skorað er á alla þá sem hafa feng- ið senda happdrættismiða að gera skil sem allra fyrst. I Reykjavík er afgreiðsla happdrættisins í Val- höll, Sjálfstæðishúsinu, Háaleit- isbraut 1, sími 82900. (FrétUtilkynning) Minningargripur um Skaftárelda 200 ÁR eru nú liðin frá því Skaftár- eldar hófust 8. júní 1783. Af því til- efni hefur Lionsklúbburinn Fylkir á Kirkjubæjarklaustri gefið út minn- ingargrip um þennan einstæða at- burð. Minjagripurinn er postulíns- platti með áletruninni „Eldmess- an Kirkjubæjarklaustri 1783— 1983“ og er teikning eftir Sigurð Vilhjálmsson. Sýnir hún lofgjörð eftir eldmessu síra Jóns Stein- grímssonar á Kirkjubæjar- klaustri, 20. júlí 1783, þegar hraunið stöðvaðist skammt vestan við staðinn. Áætlað er að um 20% þjóðarinnar hafi látist af völdum eldgossins, en Skaftáreldahraun er 565 m2 og er ekki vitað að svo mikið hraun hafi komið upp í einu gosi eftir ísöld. Formaður Lionsklúbbsins Fylkis er Arnar Sigurðsson. Snorrabraut sími 13505 Glæsibae sími 34350 Hamraborg simi 46200 Miðvangi sími: 53300 : 27211 Ertu í takt við tímann ? Eitt er víst, að í 25 ár hafa þúsundir íslendinga fariö á vegum Útsýnar til „Sólarstrandar" Spánar. Og þeir halda því áfram ár eftir ár. Þetta er líka staöurinn sem býöur mesta fjölbreytni í sumarleyfinu, meö góöum gististööum, úrvali veitingahúsa, fjörugu skemmtanalífi, frábæru veðurfari og skemmtilegum kynnisferöum. Hagstætt verðlag. Hvaö segja farþegarnir viö spurningunni: „Hvað finnst þér um sumarleyfið hér“? „Costa del Sol er einhver yndislegasti staöur sem viö höfum komið til. Hann hefur upp á flest þaö aö bjóöa sem ferðamaöurinn óskar sér. Góöa matsölustaöi, skemmtistaði og gott veö- urfar. Hóteliö sem viö erum á, Castillo de Santa Clara er f hæsta gæöaflokki og varla til sam- bærilegt hótel hér um slóðir. Hreint og þokka- legt og allur viöurgjörningur meö þeim hætti að á betra verður ekki kosið. Við fullyrðum að við höfum fengiö allt þaö er viö greiddum fyrir i þessari ferð.“ Ragnheiður Ólafsdóttir og Baldur Ólafsson, Sóleyjargötu 15, Akranesi (Gestir á Castillo de Santa Clara) „Hér á sólarströndinni er meira gert fyrir feröa- manninn en maður veröur var viö annars staðar. Hér er allt til alls, góö aðstaða til íþróttaleikja og sólbaös. Sundlaugin og garöurinn eins og best veröur á kosiö. Þeir sem vilja hafa þaö rólegt á kvöldin eiga auövelt meö þaö, en þeir sem vilja skemmta sér geta þaö án fyrirhafnar. Þaö hefur komið okkur á óvart hve allt er hreint á ströndinni og í Torre- molinosbænum. Kynnisferöir sem boðið er uppá eru frábærar, bæöi skemmtiferöir og menning- arferðir. Viö hjónin ætluöum til Hollands í sumarhús, en hættum viö þaö og sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Hér, eins og annars staöar er þaö aðal- merki Útsýnar aö standa við þaö sem lofað er“. Unnur Bjarnardóttir og Ásgeir Lárusson, Hlíðargötu 4, Neskaupsstað. (Gestir á Timor Sol) „Veörið er yndislegt, sól og hiti upp á hvern dag og hótelið El Remo eins og best veröur á kosiö, og sennilega leitun aö ööru eins hér á strönd- inni.“ Jón Ingi sagöi að fyrir sér væri Costa del Sol paradís. Hann heföi komið hingaö oft áöur og vildi helst ekki annaö í sumarleyfinu. „Hvers vegna halda menn aö fólk komi hingaö ár eftir ár, því hvergi er betra aö vera. Torremolinos er draumastaður allra sælkera, úrval af góöum og fjölbreyttum matsölustööum er óvíöa meira en hér á ströndinni. Vilborg vildi fara annað aö þessu sinni, en fyrir mín orð kom hún hingaö", sagði Jón. „Og ég sé ekki eftir því,“ sagöi Vil- borg að lokum. Vilborg Gunnarsdóttir og Jón Ingi Ingi- marsson, Miklubraut 20, Reykjavík. (Gestir á El Remo) e- (uesnr Brottlarardagar: 16/6, 23/6, 30/6, 7/7, 14/7, 21/7, 28/7, 4/8, 11/8, 18/8, 25/8, 1/9, 8/9, 15/9, 29/9. 2 OG 3 VIKUR Verö frá kr. 15.904 gengi 27/5/83 AKUREYRI: I Hafnarstræti 98. Sími: 22911. 1 Feróaskrifstofan ÚTSÝN 1 REYKJAVÍK Austurstræti 17. Símar: 26611, 20100, 27209.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.