Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 7 Sími 44566 RAFLAGNIR Fáksfélagar Tekið verður á móti hestum í hagagöngu í Geld- inganesi í dag miðvikudaginn 8. júní og fimmtu- daginn 9. júní kl. 20.00—22.00. Hagbeitargjöld greiðast áður á skrifst. félagsins og númerum út- hlutað. Athugið: í húsum félagsins eru í óskilum 3 hestar, brúnn, rauður og jarpur. Upplýsingar á skrifst. fé- lagsins. Hestamannafélagið Fákur. Valið tor fram í BKCADWAY meö pompi og pragt nk. föstudagskvöld. Veizlan hefst stund- víslega kl. 20.00 meö boröhaldi. Allar stúlkurnar koma ao sjálfsögöu fram. Á dagskránni veröa mikill fjöldi skemmtiatriöa 8.8. Big Muff dansflokkurinn. Dansstúdíó Sóleyjar frumflytur nýjan dans. Street dansinn sem saminn var fyrir Hollywood af Kolbrúnu Aöalsteinsdóttur. Kynntur verður drykkur kvöldsins sem Höröur Sigurjónsson barþjónn hefur lagaö. Módel 79 sýna glæsilega vortízku. Haukur Morthens og Arni Elvar leika og syngja undir boröum. Aöalsteinn og Herborg Islandsmeistararnir í rokkdansi dansa rokk eins og þaö gerist bezt. Miöasala í Broadway daglega kl. 9—5. Ósóttir miðar óskast sóttir. Aögangseyrir kr. 150,- Matseöill kvöldsins: Marineraöur hörpuskelfiskur Heilsteiktur grísahryggsvöövi meö rauövinssósu. Vsrö kr. 390.- Staða rík- íssjóðs mjög erfiö Albert Guömundsson, fjármálaráðherra, segir í viðtali við Alþýðubandalag- ið: „Staða ríkissjóðs er mjög erfið nú og ekki líkur á því að það takist að draga úr skattheimtu á þessu ári, enda langt liðið á það. l>að er mín hugsun, þegar ég fer í gerð fjárlaga, að það takist að koma því þann veg fyrir að meira verði eftir hjá einstakling- um og fyrirtækjum en nú er ... “ Það er rétt hjá fjár- málaráðherra að staða ríkissjóðs hefur snögg- versnað seinni hluta árs 1982 og það sem ef er 1983. Fráfarandi ríkis- stjórn skilur alla fjárfest- ingarsjóði eftir galtóma, ríkisfyrirtæki á kafi f skuldum, ríkissjóð verr staddan en um langt ára- bil og skuldastöðu g&gn- vart útlöndum sem er ógnvekjandi. Ein megin- ástæða tekjusamdráttar hjá ríkissjóði er hrap í al- mennri eftirspurn, en toll- ar, vörugjöld og söluskatt- ur af innflutningi (skatt- lagning viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnun- ar) var drjúg fjáröflunar- leið fyrrverandi fjármála- ráðherra lengst af valda- ferli hans. Þær línur sem Albert Guðmundsson leggur með orðum sínum, að gæta vaxandi hófs í ríkisum- svifum og skattheimtu, lofa góðu. Þegar þjóð- arframleiðsla og þjóðar- tekjur rýrna ber ríkisvald- inu, ekkert síður en lands- lýð, raunar fremur, að draga satnan segl í út- gjöldum. í því efni verður ríkisvaldið að ganga á Albert undan með góðu fordæmi. Það verður að gera kröfur til sjálfs sín ekkert síður en til almennings. Litlu verður vöggur feginn „Ein er sú bók í landinu sem hefur jafnvel meiri út- breiðslu en Morgunblaðið, en það er símaskráin ... “ Það er Þjóðviljinn sem huggar sjálfan sig með Kagnar þessum orðum í ritstjórn- arpistli í gær. Þarna telur hann sig hafa — heldur betur — komið höggi á „fjandvin'* sinn. Litlu verður vöggur feginn. En símaskráin leggur ekki aðeins Morgunblaðið í skrifum Þjóðviljans. Hún lætur sig ekki muna um að slá tvær flugur í einu höggi. Þjóðviljinn segir: „Kitstýrendur síma- skrárinnar 1983 eru | komnir það lengra á | þróunarbrautinni en meirihluti útvarpsráðs, að þeir hafa viðurkennt til- vist kjarnavopna." Hvorki meira né minna. Síma- skráin sýnist komin lang- leiðina í „gulialdarbók- mennlum" að systurblað- inu, Speglinum, hjá „málgagni sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis". Ekki skal gert lítið úr almennum fróðleik og upplýsingamiðlun síma- skrárinnar, sem eru af hinu góða, en viðbrögð Þjóðviljans, eins og þau birtast á síðum hans í gær, kitla hláturtaugar, þrátt fyrir alvöru málsins. Pólitík Þjóðviljans hefur að vísu verið reist „kring- um hitt og þetta" um dag- ana, en það hefur ekki áð- ur gerzt, að símaskráin hafi verið dregin inn í marxíska rökhyggju blaðsins. Þykir ýmsum að hér sé seilzt um hurð til lokunnar. Ef símaskrárpistill Þjóðviljans á að vera hliðhylli við kröfuna um „kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd“, er rétt að minna á, að Norðurlönd eru þegar með öllu kjarn- orkuvopnalaus, nema þegar rússneskir kafbátar skjótast inn fyrir sænska skerjagarðinn eða inn í norska landhelgi. Hvernig væri að krefjast brott- flutnings kjarnorkuvopna þaðan sem þau eru, t.d. frá bæjardyrum Norður- landa? Stærsta vopnabúr heims er einmitt á Kola- skaga, hið næsta Norður- löndum, og við Eystrasalt. En skriffinnar Þjóðviljans þora máske ekki að horfa framan í þann pólitíska spegil sem birtist þeim í ríkjum sósíalismans í A-Evrópu? Eða er spurn- ing dagsins hjá Þjóðvilj- anum máske „spegill, spcgill, herm þú hver ... ? Draga þarf úr ríkisút- gjöldum og skattheimtu Albert Guömundsson sagöi í viötali viö Alþýöubandalagið í gær aö hann hefði fullan hug á því að draga úr ríkisumsvif- um, ekki sízt þar sem ríkiö er í samkeppni viö einstaklinga og fyrirtæki, og lækka skatta. Einkum og sér í lagi hefur hann áhuga á því aö draga úr tekjusköttum og létta þannig undir meö fólki, þann veg að ráöstöfunarfé þess vaxi. Þá telur hann aö fella eigi niður sérstakan skatt af verzlun- ar- og skrifstofuhúsnæði. PARKET Svissnesk vörugæöi Stafaparket Eik í gegn auðvelt í lagningu Verö aöeins kr. 710.- á fermetra. Greiðslukjör. UTSOLUSTADIR: Liturinn Síöumúla 15, R., sími 84533. Málmur hf„ Börkur, Vestmannaeyjum, simi 1569. Byggingaþjónustan, Þóröur Júlíusson, skrifst. Laugavegi 26 2. h., Reykjavík, simi 22245. Reykjavíkurvegi 50, Ha»n„ Bolungarvík, sími 7351. sími 50230. KEA Smiðsbúð Akureyri, sími 21400. Garðabae, sími 44300. Askriftarsíminn er 83033 8b 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.