Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 13

Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 13 Einokunarsala og samkeppnishömlur eru neytendum í óhag: íslenskur land- búnaður á tímamótum — eftirJón Magnússon Að undanförnu hafa komið upp alvarleg mál, sem snerta sölu og verðlagningu á búvörum. Þessi mál eru alvarleg fyrir þá sök, að réttur neytenda er einskis metinn, en sölusamtök framleiðenda bú- vara beita sérréttindum sínum og þeim völdum sem þau hafa í stjórnkerfinu skefjalaust og af mikilli skammsýni. Þessi vinnu- brögð munu í framtíðinni koma sér verst fyrir framleiðendur bú- vara, en nú hindra þau eðlilega markaðsþróun og miða að því að halda uppi of háu verði á búvör- um. En hver eru þessi alvarlegu mál. Þau dæmi sem ég er hér að tala um eru þessi: 1. Áform um að koma á eggjaein- okunarsölu. 2. Verðlagning landbúnaðarvara. 3. Samkeppnishömlur eru við lýði til að hindra lægra vöruverð til neytenda sbr. bann við sölu á jógúrt frá Húsavík til Reykja- víkur. 4. Gæðamati á kartöflum er breytt að kröfu framleiðenda í andstöðu við stjórnskipaða matsnefnd. I þessum tilvikum sem ég nefni hér hafa framleiðendur gjörsam- lega hundsað sjónarmið neytenda. Ég dreg í efa að slík forréttinda- aðstaða framleiðenda sé við lýði í nokkru öðru vestrænu ríki en ís- landi. Eggjaeinokun Neytendasamtökin hafa lýst andstöðu við þau áform meiri- hluta eggjaframleiðenda að koma á einokunarsölu á eggjum. Sem betur fer hafa dugmiklir eggja- framleiðendur sýnt fram á með glöggum hætti hversu hættuleg þessi áform eru bæði fyrir fram- leiðendur og neytendur, en þeir tala fyrir daufum eyrum þeirra sem ráða, þó að greinilegt sé að allur almenningur í landinu er á móti þessu. Afstaða Neytenda- samtakanna í þessu máli byggir á þeirri skoðun að virk samkeppni framleiðenda á þessu sviði sem öðrum sé neytendum í hag, stuðli að lægra vöruverði og vöruvöndun. Forsenda nútíma neysluþjóðfé- lags er valfrelsi og valkostir neyt- andans. Þar sem neytendur eru ofurseldir valdi framleiðenda eða einum framleiðenda er þessu skil- yrði ekki fullnægt. Verðlagning miðast þá eingöngu við hagsmuni framleiðenda. Þegar um brýnar lífsnauðsynjar er að ræða er hægt að hækka verðið óeðlilega mikið vegna þess að eftirspurnin minnk- ar ekki að sama skapi. Þær spurningar sem neytendur hljóta að spyrja þegar ætlunin er að breyta um sölufyrirkomulag á eggjum eru þær, hvort þær breyt- ingar miði að því að lækka verðið á vörunni og bæta vörugæðin. Ennfremur hvort fyrirkomulag á sölu og dreifingu á eggjum hafi verið með þeim hætti að ástæða sé til þessarar breytingar miðað við sölu og dreifingu á öðrum búvör- um. Ef þessum spurningum væri hægt að svara játandi gæti verið forsenda fyrir einokunarsölu á eggjum en því er hins vegar öfugt farið. Það sem eftir stendur sem markmið þeirra sem vilja koma á einokunarsölu með egg er einfald- lega það að tryggja hagsmuni smáframleiðenda með fram- leiðslustjórnun og hærra verði. Halda menn e.t.v. að það sé tilvilj- un að smáframleiðendur á eggjum skuli knýja á um þessar breyt- ingar en stóru framleiðendurnir skuli vera á móti þeim. Blekkingum beitt Blaðafulltrúi bændasamtak- anna Agnar Guðnason skrifar grein í Morgunblaðið 1. júní sl. í þessari grein freistar hann þess að sýna fram á gildi einokunar og óbreytts ástands í landbúnaðar- málum, þó aðalefni greinarinnar fjalli um ágæti einokunarsölu á eggjum. Ein undirfyrirsögn grein- arinnar er nefnist „Hvers vegna þarf að beita blekkingu?" en þar segir: „Ekki er mér ljóst af hvaða hvötum forystulið Neytendasam- takanna berst á móti bættu skipu- lagi á sölu eggja og fullkomnu gæðaeftirliti." I opinberum umræðum og við- ræðum við fulltrúa landbúnaðar- ins höfum við fulltrúar neytenda ítrekað tekið fram, að við séum reiðubúin tii samvinnu við samtök framleiðenda um mótun eðlilegra reglna um gæðaeftirlit og mat á eggjum. Við erum einnig reiðubú- in til viðræðna um bætt skipulag á sölu og dreifingu eggja, það eina sem við höfum mótmælt eru áform um að koma á sama einok- unarfyrirkomulaginu í eggjasölu og gildir um sölu á flestum búvör- um í landinu. Þetta eru einfaldar staðreyndir málsins og ég læt les- endum Morgunblaðsins eftir að dæma hver beitir blekkingum í þessu máli. Það hlýtur að vera umhugsunarvert, af hverju meiri- hluti eggjaframleiðenda kýs að hafa það sín fyrstu skref til breyt- inga að koma á einokunarsölu i því skyni að því er sagt er að bæta vörugæði, freista þess ekki fyrst að stuðla að auknum vörugæðum með t.d. samvinnu við neytendur og smásöluaðiia. Staðreyndin er einfaldlega sú að stefna meiri- hluta eggjaframleiðenda og tals- manna landbúnaðarins í þessu máli er tímaskekkja og stefnir í öfuga átt við eðlileg samskipti og viðskipti fólks í nútímaþjóðfélagi. Neytendasamtökin geta ekki og munu ekki standa aðgerðarlaus, ef þessi áform verða að veruleika. Frelsið tryggir lægra verð Fyrir nokkru lét ég athuga hvaða verðhækkanir hefðu orðið á landbúnaðarvörum á síðustu 9 ár- um, eða frá því í nóvember 1974 til maí 1983. Útkoman er vægast sagt mjög eftirtektarverð og sýnir ótvírætt að við talsmenn Neytendasamtakanna höfum hvorki gengið of langt né haft rangt fyrir okkur, þegar við höfum mótmælt því kerfi sem beitt er við verðlagningu búvara. Verðhækkanir í eftirtöldum vöruflokkum hafa verið þessar frá nóvember 1974 til maí 1983: Dilkakjöt hefur hekkið um 3.502% NauUkjöt hefur hækkað um 3.024% Nýmjólk hefur hækkaA um 4.382% Ostur hefur hækkað um 3.479% Svínakjöt hefur hækkað um 3.376% Kjúklingar hafa hækkað um 2.965% Kgg hafa hækkað um 1.415% A sama tímabili hækkuðu laun f landinu um 2.119% Þessar vörur sem hér eru nefnd- ar eru meðal mikilvægustu neysluvara fólks og verð á þeim skiptir miklu máli um afkomu heimilanna og almenna velmegun. Aðeins eggin hækka minna en launin. Nýmjólk hækkar helmingi meira en launin. Þá er einnig eft- irtektarvert, að frjálsu greinarn- ar, egg, kjúklingar og svínakjöt hækka minna en einokunargrein- arnar að undanskildu nautakjöti. í þessu sambandi verður einnig að Jón Magnússon „Aðeins eggin hækka minna en launin. Ný- mjólk hækkar helmingi meira en launin. Þá er einnig eftirtektarvert, að frjálsu greinarnar, egg, kjúklingar og svínakjöt hækka minna en einokunargreinarnar að undanskildu nauta- kjöti.“ taka tillit til þess að kjarnfóð- ursgjaldið sem kemur inn síðari hluta þessa tímabils bitnaði harð- ast á frjálsu greinunum. Ef sér- stakar aðgerðir stjórnvalda til hagsbóta fyrir einokunarfram- leiðslu hefðu ekki komið til hefði verðþróunin orðið mun hagstæð- ari fyrir frjálsu greinarnar en raun ber vitni. Samt má nú full- yrða miðað við verð á kjúklingum og svínakjöti í nágrannalöndum okkar að verðið á þessum vörum hér á landi sé of hátt. Þessi samanburður tekur yfir það langt tímabil að tímabundnir skekkjuvaldar hafa takmörkuð áhrif, nema kjarnfóðurgjaldið. Eftir stendur sem óyggjandi niðurstaða að verðlagning á bú- vörum miðað við launakjör er vægast sagt óeðlileg og ljóst er að frelsið tryggir til neytenda lægra verð, ef samkeppni er næg. Árbók Ferðafélags íslands kemur að þessu sinni út 8. júní, en þann dag eru réttar tvær aldir liðnar frá upphafi Skaftárelda. Þetta er 56. árbók félags- ins og er aðalefni hennar lýsing „eldsveitanna", Vestur-Skaftafells- sýslu austan Skaftár og Kúðafljóts. f bókina skrifa Helgi Magnússon bóka- vörður, Jón Jónsson jarðfræðingur og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur. Sveitirnar sem fjallað er um eru Landbrot, Meðalland, Síða, Bruna- sandur og Fljótshverfi. Jón Jónsson og Helgi Magnússon, sem eru báðir úr Landbroti, rita í sameiningu al- mennan inngangskafla þar sem þeir drepa á nokkur helstu einkenni þessara sveita og segja frá sam- göngum í héraðinu fyrr og nú. Lengsti kafli bókarinnar, sem ber heitið „f byggðum", er svo eftir Helga. Lýsing hans hefst við Eld- vatn hjá Ásum og fylgir hann les- Framleiðslusvæði og sala á jógúrt Fyrir nokkru var frá því skýrt í fréttum að verslunin Hagkaup í Reykjavík hefði selt ódýrara jóg- úrt framleitt á Húsavík, en jógúrt það sem framleitt er hér. Að sjálfsögðu var þetta stöðvað. Sam- keppnishömlur gilda nefnilega í úreltu sölu- og dreifingarkerfi á búvörum, þó landslög banni sam- keppnishömlur á öðrum vöruteg- undum. Sú afstaða Framleiðsluráðs landbúnaðarins að banna sölu á ódýru jógúrti til neytenda í Reykjavík sýnir enn sem fyrr al- gjört virðingarleysi bæði fyrir neytendum og smásölum. Neyt- andinn má ekki kaupa ódýrari vöru og smásalinn má ekki hafa hana á boðstólum. Þessi viðbrögð minntu mig óneitanlega á söguna af Hólmfasti Guðmundssyni, hjá- leigumanni á Brunnastöðum, en árið 1698 gerði Hólmfastur sig sekan í því ódæði að selja í Kefla- vík 3 löngur, 10 ýsur og 2 sund- magabönd í stað þess að láta Hafnarfjarðarverslun sitja fyrir kaupunum. Var hann hýddur við staur í návist Mullers amtmanns fyrir þetta tiltæki. Þessa sögu hafa margir talið skýra vel niður- lægingu Islendinga á einokunar- tímum og orsakir eymdar þjóðar- innar. Sagan um Hólmfast átti sér stað fyrir tæpum 300 árum en er ekki margt líkt með henni og þvi sem gerðist um daginn með stöðv- un á sölu á jógúrti frá Húsavík til Hagkaups í Reykjavík og erum við svo blindir á nútíðina, þó að við getum dregið réttan lærdóm af fortíðinni, að við horfumst ekki í augu við þá staðreynd að með því að viðhalda þessu kerfi er unnið gegn framþróun og eðlilegum viðskiptaháttum. Breytinga er þörf Mikilvægast er að jafnræði ríki á markaðnum þannig að tillit sé tekið til sjónarmiða framleiðenda, söluaðila og neytenda, en einn að- ilinn geti ekki kúgað annan. Land- búnaðurinn á vissulega við mörg vandamál að etja, en það verður að vinna að því að leysa þau í stað þess að hnýta hnútana það fasta að óhjákvæmilegt verði að lokum að höggva á þá. Það skiptir miklu fyrir velferð íslenskrar bænda- stéttar og hag neytenda að breytt verði um stefnu. Búum þarf að endum austur yfir Eldhraun, suður úr Landbroti, út Meðalland og lokar hringnum við Eldvatnið. Þá heldur hann til austurs aftur, nú frá Skaft- árdal, og fylgir lesendum um byggðina austur að Núpsstað. Jón Jónsson skrifar kafla um vötn og sanda, skýrir náttúru þeirra og segir frá hinum gífurlegu breytingum sem orðið hafa á vatns- föllum á þessu svæði í aldanna rás. I kaflanum bregður hann einnig upp mynd af lífsbaráttu í nábýli við vötn og sanda. Ennfremur ritar Jón leiðarlýsingar um fjöll og heiðar. Hann lýsir t.a.m. leið inn i Laka og fer með lesendur um „Dal eldanna“ og Núpsstaðarskóga, en bendir líka á önnur svæði sem eru likleg til að freista náttúruunnenda, ekki síst göngufólks. Loks er í bókinni kafli um Skaft- árelda eftir Sigurð Þórarinsson, I. Hækkanir á búvörum nóv. 1974 til maí 1983 Dilkakjöt 3.502% Nautakjöt 3.074% Nýmjólk 4.382% Ostur 3.479% Svínakjöt 3.376% Kjúklingar 2.965% Egg 1.415% II. Hækkanir á framan- greindum vörutegund- um í röð eftir hækkun- um og hækkun iauna. 1. Nýmjólk 4.382% 2. Dilkakjöt 3.502% 3. Ostur 3.479% 4. Svínakjöt 3.376% 5. Nautakjöt 3.074% 6. Kjúklingar 2.965% 7. Laun 2.119% 8- Egg 1.415% fækka og þau verða að stækka til að aukin hagkvæmni í framleiðslu geti átt sér stað og svigrúm skap- ist fyrir dugmikið fólk í bænda- stétt til að njóta afraksturs vinnu sinnar, hugvits og fjárfestingar. Frelsi í verðlagningu og sölu á bú- vörum verður að auka, þannig að hagkvæmni markaðskerfisins fái að njóta sín í sama mæli hjá bændum og öðrum framleiðendum í landinu. Áframhaldandi fram- leiðslutrygging og afkomutrygg- ing allra þeirra sem landbúnað vilja stunda gengur ekki til lengd- ar. Mér er ljóst að þessar breyt- ingar geta ekki gerst á skömmum tíma enda yrði slíkt til tjóns fyrir alla. Hér er eingöngu bent á nauð- syn þess að breyta um stefnu. Meðan jafnvægi er að nást er óhjákvæmilegt að ríkið kaupi óhagkvæmar bújarðir á matsverði af bændum sem vilja bregða búi. Slíkt er eðlileg sanngirniskrafa. Útilokað er að skilja fólk eftir sem öreiga eftir langt lífsstarf og sé horft til framtíðarinnar er þessi kostur ódýrari en óbreytt stefna í landbúnaðarmálum. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og við verðum að velja þá kosti sem hag- kvæmastir eru. Lokaorð Fyrir 18 árum þ. 31. desember 1965 skrifaði Bjarni Benediktsson, sá gætni og framsýni stjórnmála- maður eftirfarandi í Morgunblað- ið: „Svipað er um landbúnaðinn. Ekki tjáir til langframa að fram- leiða vísvitandi til útflutnings vör- ur, sem þar seljast ekki nema fyrir lítið brot þess verðs sem þær kosta. Enginn ágreiningur er um það, að íslenska þjóðin verður að viðhalda landbúnaði, en hann verður að laga eftir þörfum þjóð- arinnar. Bændum sjálfum er það til mestrar óþurftar ef þeir leiðast til framleiðslu, sem verður þjóðar- heildinni til varanlegra þyngsla." Reykjavík, 5. júní 1983. Jón Magnússon er formadur Neyt- endasamtakanna. sem hann hafði nýlokið við er hann lést fyrr á þessu ári. Aðalefni kafl- ans er stuttur annáll gossins þar sem Sigurður rekur gang þess I stuttu máli eftir samtímalýsingum. Margar myndir prýða Árbókina að vanda og eru litmyndir nú í fyrsta sinn prentaðar með aðal- texta. 1 bókinni eru kort til skýr- ingar efninu, ítarleg heimildaskrá og staðanafnaskrá. I kafla um fé- lagsmál, sem stendur fyrir aftan meginefni bókarinnar, má fræðast um starfsemi Ferðafélagsins og deildanna úti á landsbyggðinni. Af Árbók 1983, sem er 216 síður að stærð, eru prentuð 10.000 eintök. Isafoldarprentsmiðja hf. annaðist setningu, prentun og bókband, en Myndamót hf. litgreiningu. Rit- stjóri Árbókar Ferðafélagsins er Þorleifur Jónsson bókavörður. Ný árbók um eldsveitirnar á 200 ára afmæli Skaftárelda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.