Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 14

Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ1983 Uppástunga frá Andrópof Moskvu, 7. júní. AP. ANDRÓPOF Sovétleidtogi hefur endurnýjað tillögu Sovétmanna um kjarn- orkuvopnalaus Nordurlönd. í veizlu, sem hann hélt forseta Finnlands, Mauno Koivislo, á mánudagskvöld, sagöi Andrópof aó hugmyndin gæti einnig átt við um Eystrasalt. Leiðtoginn varpaði þessu fram eftir að hann og Koivisto höfðu undirritað samning sem fram- lengir vináttu- og samstarfs- sáttmála Finnlands og Sovétríkj- anna til ársins 2003. Fyrir nokkr- um mánuðum lét yfirhershöfðingi í sovézka hernum, Nikolai Cher- vov, í veðri vaka, að ef Eystrasalt yrði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, myndu Sovétmenn nema brott sex kafbáta búna kjarnorku- eldflaugum sem þar eru staðsettir. Sérfræðingar á Vesturlöndum hafa hins vegar leitt rök að því að hér sé um úrelta kafbáta að ræða, sem verið sé að taka úr umferð. Friðarsinni handtekinn Moskvu, 7. Júní. AP. TIMBURVERKAMAÐUR frá Síb- eríu, sem dreiföi bréfi þar sem Kandaríkjamenn og Sovétmenn eru beönir um aö ónýta kjarnorkuvopn sín, befur veriö dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, aö því er eigin- kona hans tilkynnti í dag. Maðurinn, Alexander Shatr- Lokað fyrir hallarsögur London, 6. júní. AP. ÆÐSTI vörður dóms og laga í Bretlandi hefur komið í veg fyrir að fyrrverandi þjónustustúlka í Buckingham-höll fái aö segja frá rcynslu sinni viö brezku hirðina, að sögn talsmanna hallarinnar í dag. Ollu starfsfólki við hirðina mun skylt að undirrita þagnar- eið og hafa lögfræðingar hennar tvisvar staðið í málarekstri vegna tilrauna fyrrverandi starfsfólks til að hagnast af vitneskju sinni. Samkvæmt tals- mönnum hallarinnar hefur rík- issaksóknari Bretlands stefnt fyrrverandi þjónustustúlku, Michelle Riles að nafni. Nýja-Delhi: Brenna brúðir sínar til bana Nýja-Delbi, 6. júní. AP. SEXTAN ungar brúðir voru brenndar til bana í síöustu viku í Nýju-Delhi, höfuöborg Indlands, vegna þess, að foreldrar þeirra gátu ekki greitt fé- gráöugum tengdasonunum nægan heimanmund að því er lögreglan greinir frá. Síðastliðinn laugardag var 23 ára gömul stúlka, Padmawati Khurana að nafni, brennd til bana í einu hverfa Delhi-borgar og olli dauði hennar uppþotum og miklum mót- mælum. Hundruð manna gengu um götur með brunnin líkama stúlk- unnar í fararbroddi og var þess krafist, að tengdafólki hennar fyrrverandi væri refsað að mak- leikum. Tengdamóðir Khurönu, mágur hennar og tvær mágkonur hafa verið handtekin, sökuð um morð, en mannsins hennar fyrrverandi er enn saknað. Um helgina var tilkynnt um tvær brúðarbrennur í viðbót og hafa eig- inmennirnir og þeirra fólk þann háttinn á, að þeir ausa steinoliu yfir konurnar og bera eld að. Er ástæðan undantekningarlaust sú, að foreldrar kvennanna reyndust ekki jafn vel efnaðir og fjölskylda brúðgumans hafði talið sér trú um. Að sögn yfirvaldanna voru 260 konur brenndar til bana í höfuð- borginni einni á síðasta ári og urðu þessir atburðir langflestir meðal miðstéttarfólks, sem talar punjabi. avka, var handtekinn í júlímánuði síðastliðnum er hann var að safna undirskriftum undir friðaráskor- un fyrir sjálfstæða friðarhreyf- ingu í Moskvu. Eiginkona hans, Anna, tilkynnti síðan í dag að hann hafi verið dæmdur fyrir and- sovéskan áróður 26. apríl síðast- liðinn í bæ nokkrum í Vestur- Síberíu. Hún sagði að fjórtán sam- starfsmenn eiginmanns síns hefðu vottað það við réttarhöldin að þeir hefðu undirritað skjalið án þess að hafa tekið eftir því hvað á því stóð og vildu þeir því fá nöfn sín máð þaðan út. Shatravka var handtekinn af finnskum landamæravörðum árið 1974 á landamærum Finnlands og Sovétríkjanna og honum snúið aftur til Sovétríkjanna eftir flóttatilraun. Hann var þá í fimm ár á geðveikrahæli. Shatravka er fyrsti Sovétmað- urinn sem hlýtur fangelsisdóm fyrir kjarnorkumótmæli svo vitað sé. Margir hafa hins vegar orðið að þola gæsluvarðhald eða yfirgef- ið land. Veður víða um heim Akureyri 13 léttskýjaó Amsterdam 20 heiöskírt Aþena 30 skýjaó Beirút 27 heióskírt Barcelona 31 lóttskýjeó Berlín 20 heióskfrt Brusael 28 heióskfrt Chicago 20 heiðskfrt Dyflinni 15 skýjaó Feneyjar 21 heióskfrt Frankfurt 21 heiöskfrt Genf 23 skýjaó Helsinki 16 skýjaó Hong Kong 29 heióskfrt Jerúsalem 25 heióskfrt Jóhannesarborg 19 heióskírt Kaupmannahöfn 17 heióskfrt Las Palmas 22 lóttskýjaó Lissabon 20 rigning London 25 heióskfrt Los Angeles 20 skýjaó Madrid 33 heióskirt Malaga 24 Mttskýjaó Mallorca 31 heiórikt Mexikóborg 18. skýjaó Montreal 15 rigning Moskva 17 skýjaó New York 26. skýjaó Nýja Delhí 43 heióskírt Osló 19 heióskfrt París 28 heióskfrt Peking 33 heióskfrt Rio de Janeiro 23 rigning Reykjavík 10 alskýjaó San Francisco 31 skýjaó Stokkhólmur 18 rigning Tel Aviv 27 heióskfrt Tókýó 25 skýjaó Vancouver 20 skýjaó Þórshöfn 12 skýjaó Nýlega var settur á sviö leikur í lofti yfir Lundúnum þegar tvcr vélar úr síöari heimsstyrjöldinni voru látnar auglýsa alþjóölega flugsýningu sem haldin var á Biggin Hill. Myndin sýnir hvar Messerschmitt-vélin er „skotin niður“ af Spitfire-vél, sem nýlega var seld á uppboöi fyrir 260.000 pund. Hart skyldi mæta hörðu París, 7. júní. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Frakklands, Claude Cheysson, varaði í dag vid minnstu eftirgjöf gagnvart áróöursbrögðum andstæöinga meöaldrægra kjarnorkueldflauga. í ræðu, sem hann flutti á þing- fundi Vestur-Evrópubandalagsins, sagði Cheysson: „Þetta er hættan, sem steðjar að nú. Undanlátssemi af okkar hálfu kynni að gera frakkari hugsanlega andstæðinga, sem annaðhvort vita ekki eða þykjast ekki vita af óróleika eigin þegna." Hann sagði ennfremur að misvægi það er Sovétmenn hefðu orsakað með því að miða SS-20-eldflaugum sínum á Evrópu væri óviðunandi. Það er von Frakka, bætti hann við, að vog- arskálarnar verði aftur jafnaðar við samningaborðið í Genf. Utan- ríkisráðherrann kvað þó fráleita hugmynd að semja um sjálfstæð- an kjarnorkuvígbúnað Frakka. ('heysson, utanríkisráöherra Frakka. Sovétríkin: Hundrað fórust er skip rakst á brú \ <_■. n áii Moskvu, 7. júní. AP. MEIRA EN HUNDRAÐ sovéskir ferðamenn létu lífíð þegar farþegaskip á ánni Volgu rakst á járnbrautarbrú meö þeim afleiöingum aö efsta þilfarió rifnaói af, að því er talsmaóur sovésku ríkisferðaskrifstofunnar tilkynnti í kvöld. Ostaófestar fregnir hermdu aó tala látinna væri nær tvö hundruö. Talsmaðurinn, sem ekki vildi Slysið átti sér stað á sunnu- láta nafns síns getið, sagði þá er dagskvöld nálægt iðnaðarborginni létust hafa verið í kvikmyndasal skipsins, sem er tékkneskt og ber nafnið Alexander Suvorov. Eng- inn erlendur ferðalangur mun hafa verið um borð þegar slysið átti sér stað. Ulyanovsk, sem er fæðingarstaður Lenins, um 720 kílómetra suðaust- ur af Moskvu, að því er segir í fregnum sovéskra fjölmiðla. Skýrt var frá slysinu á sama tíma hjá opinberu fréttastofunni TASS og í Dómar yfir mafíu Palermo, Sikiley, 7. júní. AP. í LOK umsvifamestu málsóknar gegn Mafíunni, sem dæmi eru um, ákvaó héraósdómstóll á Sikiley snemma þriðjudags aó fimmtíu og níu einstaklingar væru sekir félagar í meiri háttar eiturlyfjahring og dæmdi þá til fangelsisvistar í aó minnsta kosti sex mánuði og í mesta lagi tuttugu ár. Ákærurnar má rekja aftur til skyldan, Inzerillo-fjölskyldan og ársins 1980 er lögreglan klófesti fjörutíu kíló af heróíni í Mílanó áð- ur en það komst á áfangastað í New York. f hópi sökudólganna eru með- limir þriggja fjölskyldna í Palermo, sem um langan aldur hafa verið viðriðnar Mafíuna, Spatola-fjöl- Gambino-fjölskyldan. Foringi eit- urlyfjahringsins, Rosario Spatola, var dæmdur í þrettán ára fangelsi og honum skipað að greiða sekt að jafnvirði nær einnar og hálfrar milljónar íslenzkra króna. kvöldfréttum sovéska sjónvarps- ins á mánudagskvöld. Fregnir af slysum í Sovétríkjun- um eru sjaldgæfar og eru yfirleitt ekki birtar nema í hlut hafi átt háttsettir sovéskir embættismenn eða útlendingar, eða um hafi verið að ræða svo mikið manntjón að ógerlegt er að halda fréttinni leyndri. í opinberri tilkynningu stjórn- valda segir: „Miðstjórn kommún- istaflokksins og stjórnmálaráðið tilkynna hér með að 5. júní henti óhapp farþegaskipið Alexander Suvorov á ánni Volgu, í nánd við borgina Ulyanovsk, og manntjón varð ..." Einnig kemur fram í tilkynn- ingunni að nefnd háttsettra manna hafi verið skipuð til að rannsaka tildrög slyssins. Engar frekari upplýsingar voru gefnar. Ekki tókst að ná sambandi við embættismenn í Ulyanovsk í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og lögregla og embættismenn, sem talað var við í gærkvöldi, sögðust ekki geta gefið neinar frekari upp- lýsingar um málið. Anderson í for- setaframboð 1984 WaNhington, 7. júní. AP. JOHN B. ANDERSON mun veröa meö í baráttunni til forsetakjörs á árinu 1984 sem leiðtogi nýs fiokks. Ekki er aö vænta opinberrar tilkynningar um framboóið á næstunni, en Anderson, sem er fyrrverandi þingmaóur repúblik- ana, er um þessar mundir aó undirbúa kosningabaráttu sína. Anderson tilkynnti þetta á fundi fyrir skömmu og sagðist hafa þá trú að milljónir kjósenda séu orðnar þreyttar á leiðtogum demókrata og repúblikana. Hann stefnir að því að koma á fót nefnd 25 manna til að koma þessum þriðja flokki á laggirnar. „Þessu verður að vera lokið fyrir haust- ið,“ sagði Anderson í viðtali. John B. Anderson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.