Morgunblaðið - 08.06.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
15
Áhöfnin hvumsa
er stálfugl settist
London, 7. júní. AP.
ELDSNEYTISLAUS þota af Harrier-gerd í eigu brezka
flotans nauðlenti á mánudagskvöld á þilfari spænska
flutningaskips á Atlantshafi, að sögn brezka varnarmála-
ráðuneytisins í dag.
Áhöfnin um borð í flutn-
ingaskipinu Alraigo, sem er tvö
þúsund og þrjú hundruð tonn,
fylgdist með forviða er þotan
settist ofan á hleðsluhólf skips-
ins, en þotur af Harrier-gerð eru
þeim kostum búnar að geta lyft
sér og lent lóðrétt og þar með án
flugbrautar. Talið er að nokkrar
skemmdir hafi orðið á þotunni
og að hún sé ekki í flugfæru
ástandi, en sjálft mun skipið
óskaddað, svo og farmur þess.
Flugmaðurinn mun upphaf-
lega hafa ætlað að lenda þotunni
við hliðina á flutningaskipinu,
eftir að hann hafði tapað sam-
bandinu við móðurskipið, en sá
sér síðan leik á borði að stýra
henni milli lunninga og lenda
henni á bringunni til að forðast
skrið. Mun atburðurinn hafa átt
sér stað í um 192 kílómetra fjar-
Harrier-þota brezka flotans.
lægð suðvestur af Oporto í
Portúgal, en móðurskip þotunn-
ar „HMS Illustrious", var á leið
til að taka þátt í flotaæfingum
Atlantshafsbandalagsins á Atl-
antshafi.
Austur-Þýskaland:
Fyrrverandi nasistaforingi
dæmdur í lífstíðarfangelsi
Berlín, 7. Júní. AP.
AUSTUR-þýskur dómstóll dæmdi í
dag Heinz Barth, fyrrverandi SS-for-
ingja, í lífstíðarfangelsi fyrir þátt
hans í fjöldamorðum í síðari heims-
styrjöldinni í Frakklandi og Tékkó-
slóvakíu.
Talið hafði verið líklegt að
Barth, sem er 62 ára gamall, yrði
dæmdur til dauða. Hann var
ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi
gegn mannkyni þar sem hann stóð
fyrir því að 642 menn voru teknir
af lífi í Oradour-sur-Glane í
Frakklandi 10. júní 1944. Hann
viðurkenndi einnig að hafa tekið
92 Tékka af lífi árið 1942. Hann
sagði það hafa verið hefndarráð-
stöfun vegna þess að andspyrnu-
hreyfingin hafði tekið nasista-
foringja af lífi.
Réttarhöldin, þar sem fjöldi
vitna kom fram, hófust 25. maí
síðastliðinn. Yfirvöld í Austur-
Þýskalandi segja Barth hafa búið í
landinu án nokkurs eftirlits þar til
hann var handtekinn á árinu 1981.
Barth var viðstaddur þegar
dómsorð var kveðið upp í dag og
hlustaði álútur.
Heinz Barth, fyrrverandi nasistafor-
ingi, hlýðir á niðurstöðu réttarins í
dag, en hann var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi fyrir stríðsglæpi í síðari
heimsstyrjöldinni.
Sendiherra Frakklands í Aust-
ur-Þýskalandi, Maurice Deshors,
var viðstaddur hluta réttarhald-
anna og hlustaði á fimm landa
sína lýsa því hvernig þeir hefðu
komist lífs af úr Oradou-fjölda-
morðunum með því að liggja
hreyfingarlausir innan um lík
vina sinna og ættingja.
Franskur herréttur dæmdi
Barth til dauða að honum fjar-
stöddum árið 1953, en Frakkar
fóru ekki fram á framsal hans nú.
Það liggur enn ekki ljóst fyrir
hvernig Barth tókst að búa í
Austur-Þýskalandi óáreittur í öll
þessi ár, en saksóknarinn, Horst
TALSMENN vestrænna ríkja, bæði
á og utanvið ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um þróun og viðskipti, úti-
íokuðu nánast í dag nýjar skuld-
bindingar um þróunaraðstoð til
þriðja heimsins. Aðalritari ráðstefn-
unnar, Gamani Corea, hafði þó lýst
því yfir áður í dag, að þróunarlöndin
þyrftu á milli 85 og 140 milljarða
Bandarikjadala í viðbótaraðstoð til
þróunar á árinu 1984—’85
Það voru háttsettir bandarískir
embættismenn á sjötta fundi
ráðstefnunnar í Belgrad, ásamt
vestur-þýzka efnahagsmálaráð-
herranum Otto Lambsdorff, sem
gáfu í skyn að þróunarlöndin gætu
ekki vænzt mikils af ráðstefnunni
í þetta sinn. í ræðu sinni i dag
sagði aðalritari ráðstefnunnar
hins vegar, að æskilegt væri að
upphæð sú er hann nefndi kæmi
frá þjóðlegum peningastofnunum,
opinberum þróunarsjóðum, einka-
fjármagnsmörkuðum, tækniað-
stoðarfyrirtækjum og sjálfstæð-
um fjárfestingaraðilum. Hann
sagði að þróunarlöndin væru í gíf-
urlegum þrengingum fjárhagslega
Busse, gat þess á einum stað í
skýrslu sinni, að ónefnd ríki á
Vesturlöndum hefðu ekki veitt
fullnægjandi gögn í málum stríðs-
glæpamanna.
Barth féll nokkrum sinnum
saman við vitnaleiðslurnar, er
hann hlýddi á fyrrverandi fórnar-
lömb sín lýsa atburðum. Hann
viðurkenndi allar ákærurnar og
sagðist einungis hafa verið að
framkvæma skipanir.
og ekkert nema tafarlaus stuðn-
ingur gæti komið því til leiðar að
hagþróun kæmist fljótlega á skrið.
Einnig benti hann á að hagvöxtur
í iðnríkjunum væri háður efna-
hagsbata í þróunarríkjunum og
öfugt. En áður en iðnríkin gætu
byrjað gagnsókn sína, sagði hann
að fullnægja yrði eftirtöldum skil-
yrðum: vextir þyrftu að lækka,
jafnvægi þyrfti að koma á í al-
þjóðagengismálum, og snúa þyrfti
við varnarstefnu í tollamálum.
Corea flutti ræðu sína á öðrum
degi sjöttu ráðstefnunnar, sem
mun standa yfir til loka júnímán-
aðar.
Danir vilja
deilu setta í
gerðardóm
Osló, Frá Jan Erik Lauré, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
Viðrádanlegri
reiðhjólsslanga
Hannover, V estur l»ýzkalandi, 7. júní. AP.
VESTUR-ÞÝZKT gúmmífyrirtæki hefur skýrt frá því að það hafi fram-
leitt reiðhjólsslöngu, sem unnt er að gera við án þess að taka hjólið
sjálft af reiðskjótanum.
Hin nýja slanga sýnist við
fyrstu sýn vera hringlaga líkt og
þær slöngur, sem þegar eru á
markaðnum, en við nánari at-
hugun reynist hún hafa tvo sam-
tengda en loftþétta enda. Segir í
tilkynningu frá framleiðandan-
um, Continental Gummiwerke,
að hægt sé að toga slönguna af
hjólinu til hliðar án þess að taka
það af gafflinum — eða ef um
afturhjól er að ræða, án þess að
taka af keðjuna. Ekki er enn vit-
að hvenær slangan nýja kemur á
almennan markað.
Þróunarlöndum
léð óhlióðseyru
Belgrad, 7. júní. AP. ^ **
Mannleg mistök komu
af
— segir í niðurstöðu dansks herréttar
Kaupmannahöfn, 7. júní. AP.
HERRÉTTUR kvað í dag upp þann úrskurð að það hafi verið aðgæsluleysi
yfirmanns sem varð til þess að flugskeyti var hleypt af stað af freigátunni
Peter Skram í september á síðastliðnu ári með þeim afleiðingum að það
hafnaði í miðri sumarbústaðabyggð rétt utan við bæinn Lumsás.
Atvik þetta átti sér stað 6. sept-
ember síðastliðinn þegar freigát-
an Peter Skram var á leið til að
taka þátt í heræfingum NATO í
Eystrasalti.
Sex sumarbústaðir gjöreyði-
lögðust er flugskeytið lenti á
sumarbústaðabyggðinni og tólf
aðrir skemmdust lítillega, en eng-
inn slasaðist. Lögreglan sagði eft-
ir á, að veðrið hafi að öllum líkind-
um afstýrt stórslysi þennan dag,
þar sem enginn var í bústöðunum
sökum rigningar.
Eftir margra mánaða rannsókn
á atviki þessu tilkynnti herréttur-
inn í dag að það hafi verið yfir-
maður í hergagnadeild, en ekki
skipherra freigátunnar, sem hafi
verið ábyrgur fyrir atvikinu.
NORÐMENN hafa lýst sig undr-
andi á þeirri hótun Dana, að skjóta
deilunni á milli þeirra og Grænlend-
inga um staðsetningu skiptilínunnar
á milli Austur-Grænlands og Jan
Mayen til alþjóðlegs gerðardóms.
Uffe Elleman-Jensen, utanrík-
isráðherra Dana, skýrði frá því
fyrir helgina að Danir hygðust
leita ásjár gerðardóms í deilunni
ef ekki yrði gert átak af hálfu
Norðmanna til þess að leysa hana
hið snarasta.
Talsmaður norska utanríkis-
ráðuneytisins, Geir Gung, hefur
lýst furðu sinni á þessum ummæl-
um Elleman-Jensen og segir Norð-
mönnum ekki hafa skilist hingað
til, að deiluna þyrfti að leysa með
forgangshraði. Umræðurnar hafi
enn ekki siglt í strand og því séu
ummæli danska ráðherrans óskilj-
anleg.
Kínversk
vél í hafið
Tapei, Taiwan, 7. júní. AP.
FLUTNINGAVÉL kínverskra þjóð-
ernissinna fórst í hafið með óbreytta
borgara innanborðs skömmu eftir að
hún hóf sig til flugs frá eyjunni Que-
moy á leið til Taiwan. Að sögn varn-
armálaráðuneytisins á Taiwan létu
a.m.k. sautján af fjörutíu og sjö
manns lífið.
Að sögn ráðuneytisins var níu
manns fljótlega bjargað, en flug-
vélar og bátar leita nú tuttugu og
eins manns, sem saknað er.
Flugvélin, af gerðinni C-119,
mun hafa hrapað eftir bilun í
hreyfli hægra megin og fallið níu-
tíu og einn metra áður en hún
skall á sjónum. Farþegarnir voru
flestir á leið til ættingja í Taiwan.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Jan ............ 12/6
Jan ............ 27/6
Jan ............ 11/7
Jan ............. 25/7
ROTTERDAM:
Jan ............ 13/6
Jan ............ 28/6
Jan ............ 12/7
Jan ............ 26/7
ANTWERPEN:
Jan ............ 14/6
Jan ............ 29/6
Jan ............ 13/7
Jan ............ 27/7
HAMBORG:
Jan ............ 16/6
Jan ............. 1/7
Jan ............ 15/7
Jan ............ 29/7
HELSINKI:
Helgafell ...... 10/6
Helgafell ...... 11/7
LARVIK:
Hvassafell ..... 20/6
Hvassafell ...... 4/7
Hvassafell ..... 18/7
GAUTABORG:
Hvassafell ..... 21/6
Hvassafell ...... 5/7
Hvassafell ..... 19/7
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ..... 22/6
Hvassafell ...... 6/7
Hvassafell ..... 20/7
SVENDBORG:
Hvassafell ...... 9/6
Helgafell ...... 17/6
Hvassafell ..... 23/6
Dísarfell ...... 27/6
Hvassafell ...... 7/7
ÁRHUS:
Hvassafell ...... 9/6
Helgafell ...... 17/6
Hvassafell ..... 23/6
Dísarfell ...... 27/6
Hvassafell ...... 7/7
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell ...... 21/6
Skaftafell ...... 19/7
Jökulfell ....... 28/7
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ........ 23/6
„ Skaftafell . 21/7
öKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101