Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Yfirheyrslur yfir frönsku stúlkunni fóru fram í Sakadómi f gær:
Heyrði 6p í systurinni og skot
þegar hún raknaði úr rotinu
,,•«?] BiiVkiiHnmmm,í
J | I i \ (! ' * :
YFIRHEYRSLUR fóru fram í gær í
Sakadómi Reykjavíkur yfir Marie
Luce Bahuaud, frönsku stúlkunni
sem varð fyrir árás Grétars Sigurðar
Árnasonar í sæluhúsi á Skeiðarár-
sandi í fyrrasumar, en systir hennar
lét þá líflð. Búist er við að málflutn-
ingur í máli ákæruvaldsins á hendur
Grétari Sigurði fari fram í næstu
viku.
f yfirheyrslunum í gær kom það
m.a. fram að þær systur, Marie
Luce og Yvette, sú er lét lífið, fóru
í ferðalag frá Frakklandi 28. sept-
ember árið 1981, en til íslands
komu þær ekki fyrr en 26. maí
1982. Ætluðu systurnar að dvelj-
ast hér á landi til 22. agúst. Ferð-
uðust þær víða um landið. Þær
komu til Hafnar í Hornafirði frá
Djúpavogi og Berunesi þann 16.
ágúst og ætluðu áleiðis til Skafta-
fells. Ekki fóru systurnar niður í
bæinn, heldur biðu á vegamótun-
um og reyndu að verða sér úti um
far, en þær ferðuðust um landið á
puttanum. Óskuðu þær eftir fari
með 1 eða 2 bílum áður en þær
fengu far með Grétari Sigurði
Árnasyni, ákærða í málinu. Það
var um klukkan 17.00 þann 16. ág-
úst síðastliðinn og ákærði var einn
í bifreiðinni. Bifreiðin var af gerð-
inni Mercedes Benz, græn að lit,
og sagði Marie Luce að á bílnum
hefðu verið merki, líkt því sem á
lögreglubifreiðum væri. Einnig
gat hún um tvær loftnetsstangir
sem á bílnum voru. Settust syst-
urnar inn í bílinn, Marie Luce í
framsætið við hlið ökumanns, en
Yvette í aftursætið. Farangri var
komið fyrir í farangursgeymslu
bifreiðarinnar, að undanskildum
handfarangri, sem settur var í aft-
ursætið.
Kvað hún að þær systur hefðu
talið að hér væri um lögreglubif-
reið að ræða, ekki síst þegar öku-
maðurinn hefði tjáð þeim að hann
starfaði við öryggisgæslu á vegun-
um og við það ynni hann með lög-
reglunni. Kvað hann starfssvæði
sitt vera á milli Jökulsár á Breiða-
merkursandi og Skaftafells, en
ekki sýndi hann þeim systrum
nein skilríki fullyrðingum sínum
til sannindamerkis. Ökumannin-
um lýsti Marie Luce þannig, að
hann væri á aldrinum 40—50 ára,
með kastaníubrúnt hár, en ekki
kvaðst hún lengur muna eftir
klæðnaði hans. Sagði hún að þær
systurnar hefðu rætt við hann á
ensku, sem hann hefði talað sæmi-
lega og var m.a. rætt um starf
hans við öryggisgæsluna og enn-
fremur um það sem þær systur
hefðu séð hér á landi og það sem
þær ætluðu sér að sjá. Marie Luce
var sérstaklega spurð um það
hvort hún hefði orðið vör við
skotvopn, haglabyssu og riffil, í
bílnum, en eftir slíku kvaðst hún
ekki hafa tekið. Voru henni sýndar
byssur þær sem Grétar Sigurður
var með þegar hann var handtek-
inn, en ekki kannaðist hún við að
hafa séð þær í bílnum. Grétar Sig-
urður sagði systrunum að hann
væri á leið í átt til Skaftafells, en
á leiðinni stöðvaði hann bílinn á
brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi, en þar tóku systurnar
ljósmyndir og var þaðan ekið að
sæluhúsinu á Skeiðarársandi. Áð-
ur höfðu þau farið í sæluhúsið á
Breiðamerkursandi, en það var
fullt af ferðamönnum og því gátu
þær systur ekki gist þar. Er hér
var komið sögu var ekið lítilshátt-
ar til baka og athugað hvort fólk
væri í skipbrotsmannaskýli sem er
þarna litlu austar og fór Grétar
Sigurður þar inn og kom til baka
með þær fréttir að í skýlinu væru
Englendingar og að þær systur
gætu ekki orðið eftir þar. Hins
vegar bar Marie Luce það fyrir
réttinum að Grétar Sigurður hefði
tjáð þeim að hann vissi um annað
sæluhús, sem væri í áttina að
Skaftafelli og þar gætu þær hugs-
anlega átt náttstað.
Á leiðinni var ekki komið við í
Skaftafelli, en þegar komið var í
sæluhúsið á Skeiðarársandi var
klukkan um 20.30. Hins vegar
höfðu systurnar í huga að koma í
Skaftafell daginn eftir. Grétar
Sigurður ók systrunum alveg upp
að dyrum sæluhússins og aðstoð-
aði hann þær við að taka farang-
urinn út úr bifreiðinni. Ennfrem-
ur reyndi hann að gangsetja hit-
unartæki sem í sæluhúsinu var
sem var bilað, en árangurslaust.
Grétar Sigurður stóð stutt við á
sandinum þarna um kvöldið og
hélt brátt á brott og ekki nefndi
hann við systurnar að hans væri
von aftur þá um kvöldið. Ekki var
honum greitt fyrir aksturinn,
enda buðu systurnar honum ekki
greiðslu fyrir viðvikið.
Þær systur, Marie Luce og
Yvette, skoðuðu umhverfi sælu-
hússins lítillega áður en þær tóku
á sig náðir, en þær héldust stutt
úti við vegna rigningar. Marie
Luce var sérstaklega spurð að því
hvort hún hafi tekið eftir skúr
sem stendur á bak við sæluhúsið,
en skúrhurðin ber þess merki að á
Marie Luce kemur úr yfirheyrslu í gær.
hana hafi verið skotið úr hagla-
byssu, því úr henni var stykki
brotið og för voru eftir högl. Hún
kvaðst ekki hafa tekið eftir um-
ræddum verksummerkjum. Syst-
urnar ræddu saman nokkra hríð
eftir að þær komu í sæluhúsið og
skrifaði Marie Luce þakkarorð í
gestabók sæluhússins, þar sem
þær systur þökkuðu lögreglu-
manninum sem ók þeim til sælu-
hússins. Síðan gengu þær til náða,
en þá var klukkan um 21.30. Lagð-
ist Marie Luce til svefns í innstu
koju hússins, en Yvette systir
hennar svaf nær dyrunum.
Ekkert ber nú til tíðinda fyrr en
um klukkan 11.30, en þá vakna
systurnar við það að Grétar Sig-
urður Árnason er kominn og stóð
Ljósm.: Mbl. KÖE.
hann í dyragættinni þegar Marie
Luce vaknaði. Var maðurinn með
vasaljós í annarri hendi og lýsti
inn í sæluhúsið, en í hinni hend-
inni hélt hann á byssu og beindist
hún inn í húsið og vísaði hlaupið
lítið eitt niður á við. Sagði hann
systrunum að þær yrðu að koma
með sér til Hafnar í Hornafirði.
Sagði hann að lögreglan á Akur-
eyri hefði haft samband við sig og
sagt að þær reyktu hass, en sú
væri ástæðan fyrir því að lögregl-
an óskaði eftir því að þær kæmu
með honum til Hafnar. Ekki
nefndi Grétar Sigurður að hann
fyndi hasslykt inni í sæluhúsinu,
að sögn Marie Luce og ekki virtist
hann vera í æstu skapi á meðan á
þessu gekk. Neituðu systurnar að
17
koma með honum til Hafnar og
neituðu því að þær reyktu hass.
Itrekaði Grétar Sigurður þá kröfu
sína um að þær ættu að koma með
honum til Hafnar, en þar ætti að
rannsaka farangur þeirra.
Þegar systurnar vísuðu kröfu
Grétars Sigurðar á bug varð hann
reiður og fór út í bíl sinn og sótti
þangað rafmagnsvír, sem hann
ætlaði að binda þær með. Var
hann þá enn með byssuna sér til
fulltingis. Ekki samþykktu stúlk-
urnar þá fremur en áður að fara
með honum til Hafnar, en hófust
handa við að taka saman farangur
sinn. Sagðist þá maðurinn ætla að
fara með aðra fyrst til Hafnar, en
sækja hina síðar. Buðu systurnar
Grétari Sigurði að leita í farangr-
inum, en hann hafnaði því„fór síð-
an út í bíl og sótti þangað stein
eða barefli. Réðst Grétar Sigurður
fyrst á Marie Luce og barði hann
hana í höfuðið með bareflinu og að
því loknu réðst hann á Yvette
systur hennar. Barði hann hana
líka og flýði hún þá út úr sæluhús-
inu. Barði Grétar Sigucður þá
Marie Luce aftur og nú með byssu-
skeftinu, 3—4 högg alls, og missti
hún þá meðvitund, en sá það síð-
ast þegar systir hennar hljóp út úr
sæluhúsinu.
Ekki sagði Marie Luce að skot
hafi hlaupið úr byssu ákærða inni
í sæluhúsinu, en þegar hún rank-
aði úr rotinu skömmu síðar heyrði
hún óp í systur sinni og skot og
síðan aftur óp í stúlkunni og ann-
að skot. Ekki kvaðst hún geta gert
sér grein fyrir því hve langt frá
húsinu skotunum var hleypt af, en
þau glumdu með örfárra sekúndna
millibili, að því hún taldi. Ekki
heyrði hún í Grétari Sigurði, að
öðru leyti en því að hún varð þess
vör að bíllinn ók í brott skömmu
eftir skothríðina. Dvaldist Marie
Luce allnokkra hríð í sæluhúsinu
eftir þetta, en síðan gekk hún
niður á þjóðveginn.
Þar beið hún í nokkurn tíma áð-
ur en hún sá bíl, sem kom akandi
frá Skaftafelli. Ekki kvaðst hún
hafa þorað að stöðva hann, en
faldi hún sig við veginn þess í stað.
Síðan sá hún nokkru síðar annan
bíl og var sá á leiðinni til Skafta-
fells. Stöðvaði hún bílinn, en í
honum var lögreglumaður ásamt
tveimur öðrum mönnum. Var hún
síðan flutt til Skaftafells og þaðan
til Hafnar í Hornafirði, þar sem
gert var að sárum hennar til
bráðabirgða, en síðan var hún
flutt flugleiðis á Borgarsjúkrahús-
ið í Reykjavík.
Yfirheyrslan yfir Marie Luce
stóð yfir frá rúmlega kl. 9.00 í
gærmorgun og fram undir klukk-
an 16.00 í gær. Dómari í málinu er
Gunnlaugur Briem, sækjandi er
Bragi Steinarsson vararíkisak-
sóknari, en verjandi Grétars Sig-
urðar Árnasonar er Jón Oddsson
hrl. Yfirheyrslan í gær fór fram
með aðstoð túlks, en það var
Magnús G. Jónsson.
ój
Sjálfsagðir mannasiðir að gera sam-
komulag um hvað þinghald snýst
segir Vilmundur Gylfason formaður Bandalags jafnaðarmanna um hugmyndir
stjórnarliða sem vilja þinghald í sumar
FORUSTUMENN stjórnarandstöðu-
þingflokkanna sem Mbl. ræddi við í
gær voru flestir jákvæðir gagnvart
þeim hugmyndum sem Ólafur G.
Einarsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, lýsti sem
grundvelli hugmynda stjórnarliða
sem vilja að þing komi saman í júní-
eða júlfimánuði. Grundvöllurinn ger-
ir m.a. ráð fyrir að samkomulag ná-
ist milli stjórnarliða og stjórnar-
andstæðinga á Alþingi um að ein-
vörðungu fari fram kosningar í trún-
aðarstöður og bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar tekin fyrir. Reiknað er
með að slíkt þing myndi standa yfir í
tvær til þrjár vikur.
Vilmundur Gylfason, formaður
Bandalags jafnaðarmanna, sagði
það sína persónulegu skoðun að
það væri alveg sjálfsagt að gera
samkomulag við stjórnarliða um
hvað fjallað yrði á slíku þingi og
sagðist telja það skynsamlega
ráðstöfun sem Ólafur G. Einars-
son hefði útlistað um þinghald í
sumar. „I öðru lagi tel ég sjálf-
sagða mannasiði af stjórnarand-
stöðunni að gera almennt sam-
komulag um hvað þetta þinghald
snýst, því það segir sig sjálft að ef
menn hella sér út í regluleg þing-
störf þá sér ekki fyrir endann á
því,“ sagði Vilmundur einnig.
Ragnar Arnalds, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins,
sagði: „Ég vil ekkert segja um það
á þessu stigi. Það hefur ekkert
verið leitað til okkar ennþá og
engar viðræður átt sér stað. Ég vil
þess vegna heyra beint af þeirra
munni hvað þeir hafa til málanna
að leggja. En við höfum eindregið
óskað eftir því að efnahagsaðgerð-
irnar verði teknar fyrir á þingi hið
fyrsta og erum að sjálfsögðu
reiðubúnir til viðræðna hvenær
sem er.“
Jóhanna Sigurðardóttir, vara-
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins, sagði: „Þetta hefur nú
ekki verið rætt í neinum smáatrið-
um innan þingflokksins hvenær
þing eigi að koma saman, en það
eru fyrst og fremst bráðabirgða-
lögin sem við viljum að verði rædd
á þessu þingi. En ég er viss um að
við yrðum jákvæð fyrir því að
semja um þinghald á þann veg
sem rætt hefur v >rið um, ef til
þess kemur að eftir bví yrði leitað.
Sigríður Dúna Kr ?tmundsdótt-
ir, forsvarsmaður öamtaka um
kvennalista, sagði að þær hefðu
ekki tekið neina beina afstöðu til
þinghalds, enda hefði þeim ekki
borist nein formleg beiðni um
slíkt. Hún vildi ekki tjá sig frekar
um málið.
Ómar end-
urkjörinn
Á aðalfundi Blaðamannafélags fs-
lands, sem haldinn var á laugardag-
inn, var Ómar Valdimarsson endur-
kjörinn formaður.
Aðrir í stjórn eru: Jón Ásgeir
Sigurðsson varaformaður, Fríða
Proppé gjaldkeri, Jóhanna Sig-
þórsdóttir ritari, Óskar Magnús-
son, Gunnar Kvaran og Róbert
Ágústsson, en stjórnin skipti sjálf
með sér verkum. í varastjórn eru:
Ágúst Ingi Jónsson, Þorgrímur
Gestsson og Ásgeir Tómasson.