Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 19

Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNl 1983 19 Norröna kemur til Seyðisfjarðar í dag: • • Frá Hirti Gíslasyni, blm. Mbl. um borð í NORRÖNA, hid nýja skip Smyril- Line, kemur í fyrsta sinn til fslands á morgun. Skipið er væntanlegt til Seyðisfjaröar um kl. 14 með um 200 farþega en síðan verður öllum Aust- firðingum boðið um borö til að skoða skipið. Norröna hóf áætlun sína frá Færeyjum í gær og kom til Scrabter í morgun. Það fer til Fær- eyja á ný í kvöld og til Seyðisfjarðar á morgun. Skipið er í eigu Smyril-Line sem er hlutafélag og eiga einstaklingar stærstan hlut í því. Hlutafé er 13 milljónir danskra króna og eiga fslendingar 4% af því. Skipið leys- ir af hólmi farþega- og bílaferjuna Smyril, sem siglt hefur milli ís- lands og annarra norrænna landa síðan 1975. Skipið tekur alls 250 bíla og 1.050 farþega, þar af 760 í kojur. Alls hafa verið bókaðir u.þ.b. 50 þúsund farþegar í ferðir skipsins í sumar en á síðasta ári flutti Smyrill alls 32 þúsund far- þega. Skipið er mun betur búið og fullkomnara en Smyrill, auk þess sem það gengur hraðar. Vegna óviðráðanlegrar seinkunar um 8 klukkustundir í upphafi áætlunar- innar er skipið nú keyrt á fullri ferð og er reiknað með að takist að vinna upp seinkunina í þann mund sem komið verður til Seyðisfjarð- ar. Ole Hammer, framkvæmda- stjóri Smyril-Line, sagði í samtali við Mbl., að méð kaupum á þessu skipi væri stigið stórt skref fram á við í samgöngumálum og stæðist gamli Smyrill engan veginn sam- anburð við Norröna hvað varðar gæði og stærð. Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði sagði að fáir hefðu verið bjartsýnir 1975 þegar þessar áætlunarferðir hófust, en með kaupum á þessu skipi væri búið að sanna að fullur grundvöllur væri fyrir ferðunum. Þetta væri stór- glæsilegt skip sem uppfyllti allar þær vonir sem við það hefðu verið bundnar og væri ekki annað að heyra á áhöfn og farþegum en að þeir væru mjög ánægðir. Þýðing þessara samgangna væri geysileg fyrir Austfirðina og landsbyggð- ina í heild. Jónas sagði að lokum að allt benti til þess að eigendur skipsins væru á réttri leið, til mik- illa hagsmuna fyrir Islendinga og samgangna við frændþjóðir okkar í heild. Bókanir í um 60% af framboðinu — segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri Farskips „BÓKANIR hafa verið mjög góðar undanfarið, reyndar meiri en við þorðum að vona, þannig að í dag erum við komnir með bókanir í yfir 60% af áætluðu framboði í sumar," sagði Einar Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Farskips, útgerðarað- ila Eddu, skips Farskipa, í samtali við Mbl. Einar Hermannsson sagði að Edda myndi fara 16 ferðir milli Reykjavíkur og Englands og Vestur-Þýzkalands í sumar og framboðið í hverri ferð væri á bil- inu 650—700, þannig að heildar- framboðið í sumar væri á bilinu 10.400—11.200. „Bókanir okkar eru þegar orðnar í kringum 5.700 tals- ins, sem við teljum vera ágætt miðað við þær aðstæður, sem ríkja í þjóðfélaginu." Einar Hermannsson sagði ennfremur aðspurður, að ekki hefði slegið i bakseglin að neinu ráði hjá Farskipum vegna gengis- fellingarinnar á dögunum, en ein- hver áhrif hefði hún eflaust. Ferðamálaráð og erlendir ferðahópar: Dagbúöir fyrir börn í Lækjarbotnum I SUMAR verða dagbúðir í Lækjar- botnum starfræktar af skátum. Dag- lega fer bíll um Reykjavík og Kópa- vog sem ekur krökkunum til og frá Lækjarbotnum. Dagbúðimar verða fyrir börn á aldrinum 8—12 ára og verður boð- ið upp á fjölbreytta dagskrá sem skátaforingjar sjá um. Verðið er kr. 2.700 fyrir 10 daga og er þá innifalið akstur og tvær máltíðir á dag. Fyrsta námskeiðið byrjar 13. júní og er innritun daglega í skátaheimili Garðsbúa í Mosgerði frákl. 1-5. Sérstakir starfsmenn í ferjunum SÉRSTAKIR starfsmenn Feröamálaráös verða í farþegaferj- unum t veimur sem flytja farþega til landsins í sumar. Þessir starfsmenn munu veita upplýsingar og ráðgjöf því fólki sem hyggst feröast á bilum eða öörum farartækjum um ísland. l»á munu þessir starfsmenn flytja fyrirlestra um borð um náttúru landsins og gróðurfar. Ferðamálaráð, Náttúruverndarráð og ferðaskrifstofurnar standa sameiginlega straum af kostnaði við þessa þjónustu en skipin leggja til fæði og alla aðstöðu. Úthaldið hjá þessum starfsmönnum verður nokkuö langt og því hefur mökum þeirra verið boðiö að vera með í fjórðu hverja ferð. Þetta kom fram í samtali við Ludvig Hjálmtýsson, ferðamála- stjóra, í gær, en hann var spurður um framkvæmd reglugerðarinnar (nr. 175/1983) sem samgönguráð- uneytið setti í vetur „um eftirlit með skipulögðum hópferðum er- lendra aðila til íslands í atvinnu- skyni“. Kjarni þeirrar reglugerðar var annars sá að erlendir hópar sem koma til landsins í skipulögð- um hópferðum verða að hafa ís- Aðeins 1% ómalbikað Af GATNAKERFI Reykjavíkur á eftir að malbika 1% akbrauta, en í árslok síðasta árs voru malbikaðar götur í borginni 268,4 kílómetrar að lengd. Malargötur voru 20 kílómetra langar, en þar af eru 17,1 kílómetri bráðabirgðagötur. í árslok 1982 var samanlögð lengd holræsa í borginni 443,4 km, en á sl. ári voru lögð ný holræsi sem voru samtals 17 km að lengd. lenskan leiðsögumann eða erlend- an sem viðurkenndur er af Félagi íslenskra leiðsögumanna. Þá verða slíkir hópar að setja tryggingu gegn hugsanlegum skemmdum eða spjöllum af þeirra völdum á meðan dvöl þeirra stendur. Þegar reglugerð þessi var sett var ennfremur ákveðið að sérstök nefnd skyldi sett á laggirnar til að samræma framkvæmd hennar. Ferðamálaráði er raunar ætlað það hlutverk en fjölmargir aðilar aðrir koma hér við sögu s.s. Nátt- úruverndarráð, dómsmálaráðu- neytið, samgöngumálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið o.fl. Samræm- ingarnefnd þessi kemur til síns fyrsta fundar í dag. Ferðamálar- áði er ætlað að fylgjast með áætl- unum erlendra aðila um sölu á hópferðum til landsins. Ferða- málaráði ber og að tilkynna aðil- um þessum með nægjanlegum fyrirvara ákvæði reglugerðarinn- ar og aðrar þær reglur sem gilda um dvöl erlendra ferðamanna. Ludvig Hjálmtýsson sagði að nú væri búið að þýða reglugerðina á fjögur tungumál og hún hefur ver- ið send öllum þeim aðilum sem hafa ferðaskrifstofuleyfi hér á landi og þeir beðnir um að koma henni á framfæri við viðskiptavini sína erlendis. Erlendum ferða- skrifstofum hefur og verið send þessi nýja reglugerð um ferðir er- lendra ferðahópa hér á landi. Þess má loks geta að fjármála- ráðuneytið hefur látið gefa út reglugerð (nr. 313/1983) „um toll- frjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komuna frá útlönd- um o.fl.“. í þessari reglugerð eru ákvæði um hámarksinnflutning útlendinga á matvöru og elds- neyti. Þannig segir í 1. gr. að er- lendir ferðamenn megi flytja mat- væli og aðrar vistir til eigin nota á ferðalaginu: „enda geti varningur þessi talist hæfilegur og eðlilegur miðað við tilgang ferðalagsins, dvalartíma viðkomandi hérlendis. Magn matvæla (þ.m.t. sælgæti) sem hver ferðamaður flytur til landsins má að hámarki nema 10 kg. að þyngd, en andvirði þess má aldrei nema hærri fjárhæð en 1.200 kr. Innflutningur annars eldsneytis en er í innbyggðum eldsneytisgeymum bifreiðar er með öllu óheimill. Eldsneyti þetta má að hámarki vera 200 lítrar.“ Látid Hörpu gefa tóninn Fkki ® Kjarvalsstaðir: Tónleikar og ljóðalestur FIMMTUDAGINN 9. júní kl. 20 rerða haldnir tónleikar og lesið upp úr Ijóðum á Kjarvalsstöðum. Dagskrá þessi er í tilefni útgáfu og sýningar á Ijóðamöppunni „Samaldin“ eftir Kíkharð Valt- ingojer. Tónlistina flytur Blásara- kvintett Reykjavíkur og eftir- taldir höfundar lesa úr verk- um sínum: Baldur Óskarsson, Einar Bragi, Sigurður A. Magnússon, Thor Vilhjálms- son, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. Sýningin á ljóðamöppunni stendur til 12. júní og er opin daglega frá kl. 14—22. Það er ekki út í blá- inn að lífga upp á til- veruna með Ijósu tízkulitunum frá Hörpu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.