Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 23

Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 23 skuli við þau kjarnorkuvopn, sem Bretar eiga sjálfir fyrir, og jafn- framt eru skiptar skoðanir innan flokksins hvernig aðild Breta að Atlantshafsbandalaginu skuli far- ið í framtíðinni. Afdráttarlaus stefna Stefna íhaldsflokksins er miklu afdráttarlausari á þessu sviði sem öðrum. Hann vill hiklaust láta setja upp meðaldrægar eldflaugar í landinu og verja miklu fé til þess að endurnýja og efla kjarnorku- herafla landsins. Afstaða flokks- ins kom mjög skýrt fram í Falk- landseyjastríðinu í fyrra, sem lauk ekki fyrr en Argentínumenn höfðu verið sigraðir og reknir brott. Á því leikur hins vegar eng- inn vafi, að sú festa, sem ein- kenndi stefnu bresku stjórnarinn- ar í þeim hildarleik, á verulegan þátt í vinsældum Thatcher og Ihaldsflokksins nú. Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra hefur alls ekki jafn afdráttarlausa stefnu í utanríkis- og varnarmáium og íhaldsflokk- urinn. Stefna þess á þeim vett- vangi stendur samt mun nær íhaldsflokknum en Verkamanna- flokknum eins og á svo mörgum sviðum öðrum. Allt frá því siðastliðið sumar hafa skoaðanakannanir bent til þess, að íhaldsflokkurinn fengi mun meira fylgi en hinir flokkarn- ir. Það kom því engum á óvart, að Thatcher skyldi taka þá ákvörðun að rjúfa þing og efna til kosninga nú í júní, enda þótt fimm ára kjör- tímabili ætti ekki að ljúka fyrr en á næsta ári. Þær skoðanakannanir, sem fram hafa farið undanfarnar vik- ur og mánuði hafa flestar borið með sér, að íhaldsflokkurinn nyti fylgis nær helmnings kjósenda. Verkamannaflokkurinn kemur talsvert á eftir í öðru sæti og bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra í þriðja sæti. Atvinnuleysið aðalmálið Skoðanakannanirnar hafa jafn- framt leitt í ljós, að kjósendur telja atvinnuleysið aðalmál kosn- inganna. Eftir sem áður virðast þeir styðja Thatcher þó hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um að draga úr því. Það er því ljóst, að hversu geigvænlegt sem atvinnu- leysið er hefur Verkamanna- flokknum ekki tekist að hagnýta það sér til framdráttar að neinu marki í kosningabaráttunni. Aldraður maður frá Liverpool, sem orðið hefur illa úti í atvinnu- leysinu, sagði við mig er ég hitti hann úti á götu: „Víst hefur þetta verið erfitt, en samt er frú Thatcher á réttri leið. Ef Verka- mannaflokkurinn tæki við nú þá verðum við að gera þetta allt sam- an aftur og fáum sömu erfiðleik- ana ný. Verkamannaflokkurinn gæti ekki útrýmt atvinnuleysinu, nema þá til bráðabirgða, og þá að- eins með því að safna skuldum, sem fólkið yrði að borga að lokum. Það er rétt, sem frú Thatcher seg- ir, að það er ekki hægt að eyða peningum án þess að vinna fyrir þeim fyrst." Það virðist einmitt vera mjög útbreidd skoðun hér, að Verka- mannaflokkurinn eigi engin hald- bær ráð við atvinnuleysinu þegar til lengdar lætur. fleiri stöðugildi i einkarekstri og að þar með verði næstum full at- vinna handa öllum í Danmörku. Framtíðarsýnin að baki við- leitni stjórnarinnar er sú, að henni takist að snúa við margra ára útþenslu hins opinbera, sem á síðastliðnum 20 árum hefur ríkt svo mjög á vinnumarkaðnum, að þriðjungur allra vinnandi manna í Danmörku er á launum hjá hinu opinbera. Ef einnig eru talin með framlög ríkisins til atvinnuleys- issióða, eru þeir ennþá fleiri. I heild er stefnt að því að snúa þessari þróun við hvarvetna í samfélaginu. Orsakirnar eru ekki einungis efnahagslegs eðlis, held- ur telur stjórnin, að þetta sé leið- in til að endurnýja og betrum- bæta samfélagið í víðasta skiln- ingi. Breytt viðhorf „Skuldugt samfélag er ófrjálst samfélag," segir Poul Schlúter, forsætisráðherra. „Ef við losum okkur ekki við erlendar skuldir, hverjir eru þá kostirnir í landi þar sem fólk á þegar færri kosta völ en áður? Ungt fólk nú á dög- um getur varla valið sína eigin menntun. Mín kynslóð gat valið af mun meira frelsi, í samfélagi sem í raun var langtum fátækara. Nú er svo komið, að ósanngjarnar skrif- ræðisreglur hefta möguleika fólks til að njóta sín.“ Ríkisstjórnin hefur á mörgum sviðum hafið aðgerðir sem miða að því að minnka skrifræðið í Danmörku. Hún vill einfalda lög og reglur sem byggðar hafa verið upp umhverfis ríkisbáknið. Henning Christophersen, fjár- málaráðherra, talar einnig um að leysa samfélagið undan oki hins opinbera, sem og efnahagslífið í heild. „Það mun verða um annars konar samvinnu að ræða, þar sem fólk mun í auknum mæli leggja fram sinn skerf af fúsum og frjálsum vilja," segir Christo- phersen. Mimi Stilling Jakobsen, menntamálaráðherra, vill breyta áherslupunktum í stcfnunni í menningarmálum og færa þá frá „krómuðum römmum", og eins og hún orðar það, burt frá einokun jafnaðarmanna á öllu er viðkem- ur list. Unnið er að því að auka sveigj- anleika í kennslufyrirkomulagi þannig að það verði ungu fólki auðveldara að leita menntunar og hljóta menntun sem er einhvers virði. Og án þess að velferðarsam- félagið verði skert á nokkurn hátt er einnig að vænta breytinga á stefnu í félagsmálum með það að markmiði að endurskapa ábyrgð einstaklingsins á tilveru sinni og fjölskyldunnar. Stór biti Það var stór biti að kyngja fyrir stjórn Schlúters að verða undir í atkvæðagreiðslu 26. maí síðastlið- inn, þegar gengið var til atkvæða um stefnu í utanríkismálum og málefnum NATO. Andstaða sem mynduð var af vinstri-sósialist- um, jafnaðarmönnum og þing- mönnum Róttæka vinstriflokks- ins reyndist öflugri en stjórnar- liðið þegar tekin var til umræðu og atkvæðagreiðslu uppsetning bandarískra meðaldrægra eld- flauga í Vestur-Evrópu, ef Banda- ríkjamenn og Sovétmenn komast ekki að samkomulagi um fækkun flauga fyrir árslok. Andstöðuhóp- urinn vildi lengja tímamörkin og var sammála þeirri kröfu Sovét- manna að breskar og franskar eldflaugar skyldu vera meðtaldar í afvopnunarviðræðunum í Genf. En þinginu tókst ekki að fá rík- isstjórnina til að segja af sér. Hún valdi þann kostinn að bíta í það súra epli að verða undir í atkvæðagreiðslu um þessi mál- efni, þar sem hún vildi ekki gefa eftir mikilvæga málaflokka í innanríkismálum. Þessi stjórn hefur lært af fyrri borgaralegum minnihlutum, sem urðu að láta völdin af hendi. Það eru því mörg teikn á lofti um að ráðherrar þessarar ríkis- stjórnar ætli ekki að gefa eftir stóla sína, jafnvel ekki næstu ár- in. Jafnaðarmenn hafa ekki getað sýnt ábyrga stjórnarandstöðu á þeim átta mánuðum sem liðnir eru síðan stjórnin tók við völdum. Flokkurinn er ekki raunhæfur stjórnarkostur og svo virðist sem það geti liðið langur tími — jafn- vel nokkur ár — áður en jafnað- armenn hafa unnið upp þann inn- ri styrk og utanaðkomandi traust sem er nauðsynlegur grunnur undir sjálfstæða stjórnarmyndun. Þýtt-EJ Tólf af fimmtán söluhæstu börnunum sem seldu merki björgunarsveitar Ingólfs. Björgunarsveit Ingólfs verð- launar söluhæstu börnin BJöRGUN ARSVEIT Ingólfs í Reykjavík efndi til sinnar árlegu merkjasölu í maí og naut við það aðstoðar reykvískra skólabarna. Þcim börnum sem seldu meira en 30 merki var heitið Viðeyjarferð og fimmtán söluhæstu börnunum var að auki heitið þriðja bindi bóka- flokksins Landið þitt ísland, en þar í er einmitt ítarlegur og fallega myndskreyttur kafli um borgina þcirra, Reykjavík. Þessi verðlaun voru svo afhent börnunum nýlega í Gróubúð, björgunarstöð Ingólfs á Granda- garði, af Örlygi Hálfdanarsyni, formanni Slysavarnadeildarinnar Ingólfs. Viðstaddir afhendinguna voru einnig forystumenn björgun- arsveitarinnar, formaður Snar- fara, Jón Hjörleifsson, og þeir Snarfaramenn sem fluttu börnin til Viðeyiar. Söluhæsta barnið var Kristín Olafsdóttir, Kambaseli 81, en þau fjórtán sem fylgdu fast á eftir henni eru Sigríður Júlíus- dóttir, Kristinn M. Jóhannesson, Erna Einarsdóttir, Reynir Ö. Viggósson, Baldvin Bjarnason, Ásthildur Guðmundsdóttir, Jónas Ragnarsson, Arthur Jóhannesson, Ólöf Dagfinnsdóttir, Torfi Óskarsson, Svava B. Sigur- björnsdóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Ása Ólafsdóttir. Allt starf innan Ingólfs er sjálfboðaliðastarf og allir fjár- munir sem sveitinni áskotnast eru notaðir til tækjakaupa og frekari uppbyggingar. Björgunarsveitin á því allt undir velvild og skilningi borgarbúa og borgaryfirvalda og er þakklát þeim fjölda skólabarna sem árlega leggja henni lið með merkjasölu og borgarbúum fyrir góðar undirtektir. Þess má einnig geta að fyrir- tækin Vífilfell, Sláturfelag Suður- lands og Ásbjörn ólafsson sýndu björgunarsveitinni mikið örlæti við undirbúning og framkvæmd Viðeyjarferðarinnar, segir að lok- um í frétt frá SVFÍ-sveitinni Ing- ólfi. Athugið að við eigum aðeins fáa bíla á þessu gamla verði Árgerð 1983 á íslandi, Vatnagörðum 24, símar 38772 — 39460 HONDA er ekki með happdrætti heldur býður þér vinning honda ciytc á aðeins 209.900,- HONDA CiyiC Sport á aðeins kr. 249.000,- HONDA CiyiC Station á aðeins kr. 265.100,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.