Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
spurt og svarað
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
HAFLIÐI Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara
spurningum lesenda Morgunblaösins um garðyrkju, Lesendur geta lagt spurn-
ingar fyrir Hafliða jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er
á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 milli kl. 11 og
12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkju-
frömuður og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær
þrjá áratugi.
GLERBROT OG
PLASTDOLLUR
IJndirbúningur þjóðhátíðarhalda
17. júní er nú í fullum gangi og það
minnir mig á þá tíð, þegar allt var
gert til að skreyta borgina okkar
eins og framast gat orðið á þessum
árstíma, með vel þvegnum götum,
slegnum grasblettum, blóm-
skreyttum torgum og fánaborðum
allt um kring við tjörnina.
Þetta var fyrir þá tíð, er Aust-
urstræti var orðið að göngugötu
og plastílát voru komin til sög-
unnar, og áður en farið var að
tala um nauðsyn þess að skapa
líf í borg.
Torfumenningin hafði ekki
haldið innreið sína í okkar litla
samfélag. Engum kom til hugar
að mæta við Austurvöll og hlýða
á ræður um Jón Sigurðsson,
„sverð okkar og skjöld" í frels-
isbaráttunni, klæddir gallabux-
um og með óþvegið hár. Og þótt
Haukur Morthens héldi uppi
fjöri með hljómsveit Svavars
Gests á Lækjartorgi fram undir
morgun og kaupahéðnar seldu
blöðrur og pylsur úr tjöldum við
Útvegsbankann, þá var auðvelt
að hreinsa upp bréfsneplana að
morgni næsta dags og blómin á
Austurvelli brostu við vegfar-
endum eftir ánægjulega þjóð-
hátíð.
En nú er af sú tíð. Börnin
okkar tekin við, stríðalin af eft-
irlæti okkar og allt viðhorf
þeirra er annað en okkar, sem
fögnuðum 17. júní 1944 — lang-
þráðum degi frelsis og fyrir-
heita, fyrir tæpum 40 árum. Og
okkur fallast hendur er við göng-
um um Austurvöll og Austur-
stræti að morgni 18. júní, allt er
nú með öðrum svip en við höfð-
um vænst. Fagnaðarhátíð hefur
leitt til foræðis og blómin á
Austurvelli ekki lengur til, Aust-
urstræti glerbrotavöllur, plast-
dollur um öll stræti. Hvað hefur
skeð?
Það er áreiðanlega orðið tíma-
bært að staldra við og hugleiða
leiðir til úrbóta á þeim ófögnuði
sem við höfum leitt yfir okkur,
með vanhugsuðum aðgerðum í
frjálsræðisátt, er verða mættu
til þess að gera Reykjavík að líf-
legri borg. Sú hugsjón okkar hef-
ur leitt til þess ófagnaðar sem
við okkur blasir að morgni hvers
hvíldardags árið um kring, ef við
leggjum leið okkar um götur og
torg miðborgarinnar.
Hvað er til ráða, er verða
mætti til að snúa þessum ófögn-
uði í þann farveg, að öllum verði
metnaðarmál að ganga um á al-
mannafæri með sama hugarfari
og þeir láta sér annt um að gera,
innan veggja eigin heimilis?
Þessa dagana leita hundruð
skólafólks eftir sumaratvinnu,
sem erfitt er að veita m.a. vegna
þess hversu kostnaðarsamt það
er að halda borginni sómasam-
lega hreinni eftir vanhugsaða
skemmtan margs af þessu sama
fólki, við að sóða út umhverfi
sitt og þyngja með því skatt-
byrði uppalenda sinna. í níu
mánuði ársins höldum við úti
skólum fyrir þetta sama æsku-
fólk, fyrir stóran hluta af þeim
launum sem við vinnum okkur
inn og greiðum því að auki vasa-
aura til að geta ólátast um helg-
ar, með þeim sýnilega ófögnuði
er við okkur blasir hvarvetna á
strætum borgarinnar.
Er nema von þótt okkur, er
eigum að annast upphreinsun á
soranum, sárni og teljum ástæðu
ærna til að aðhafast eitthvað til
að kveða niður þennan ósóma?
II Birkikvistur
Ágústa Sigurðardóttir, Selfossi,
spyr:
Er eitthvað hægt að gera við því,
þegar birkikvisturinn er orðinn lat-
ur að blómstra?
Svar: Birkikvistur er það sem við
köllum hálf-runna eða mitt á
milli runna og fjölærrar jurtar.
Slíkir runnar geta átt það til að
verða með vetrarkal alveg niður
að rót á hörðum vetrum, en vaxa
upp og blómstra á einu sumri
þrátt fyrir það. Birkikvisturinn
hefur sýnt að hann er afar harð-
gerður og heldur lífi í greinum,
þótt um hann blási napurt að
vetrinum. Sjálfsagt gæti það
örvað hann til blómgunar að
taka hann upp á nokkurra ára
fresti og skipta honum í tvo eða
þrjá hluta, sé hann kominn með
mikla rót.
III Lótusinn
Hróðný Bogadóttir, Kambaseli
21, spyr:
Lótusinn, sem um ræðir og ég
spurði um í síðasta þætti (þ.e. 1.
júní), heitir fullu nafni lotus nel-
imbo nucifera.
Svar: Ég verð að biðja Hróðnýju
velvirðingar á því, að ég skuli
hafa getið mér rangt til um lót-
usblómið hennar. Það sem hún
er að rækta mun hafa verið selt í
blómabúðum hér, innflutt sem
hnýði frá Hollandi. Eftir því sem
ég kemst næst, þá er hér um að
ræða kerplöntu, sem að sjálf-
sögðu þarf að ræktast í vatni
eins og öll önnur lótusblóm en
erfitt mun í flestum tilfellum að
fást við ræktun iótusplantna í
heimahúsum. Kerin þurfa að
vera sem næst 1 metri í ummál
og dýptin jafnan 80—100 sm.
Mér er kunnugt um margar til-
raunir til að rækta hér vatna-
lótus en veit engin dæmi þess, að
það hafi heppnast. Þetta er stutt
svar við löngu umræðuefni.
IV Fjöruþang
Kristjana Milla Thor.steins.son,
Haukanesi 28, spyr:
1. Er hægt að nota þara beint úr
fjöru í garða sem áburð? Ef
svó er, hvenær á þá að gera
það og þarf að skola þarann
áður?
2. Þegar sáð er og plast sett yfir,
hver á þá eftirmeðferðin að
vera? Þarf að vökva og kem-
ur meira illgresi vegna
þessa?
Svar við spurningu 1: Þang má að
sjálfsögðu bera beint á grasflatir
eins og það berst á fjörur en í
öilum tilvikum þarf að hreinsa
það af flötinni að vori. Sé það
hins vegar notað til áburðar í
beð, verður að láta það rotna í
haug, áður en það er borið í beð-
in. Engin þörf er á skolun í hvor-
ugu tilfellinu.
Svar við spurningu 2: Óhyggilegt
er að leggja plast yfir sáðreit og
á ég þá t.d. við gulrófna- eða
gulrótabeð, eða þar sem sáð er
fræi í beð en hins vegar er hyggi-
legt að nota glært plast sem
strengt er yfir sáðreitinn, t.d. á
bogum eða á annan hátt, og
tryggt er að dúkurinn leggist
ekki ofaní sáðbeðin. Sé plast
hins vegar notað við kartöflu-
rækt, er ráðlegast að nota svart
plast og gera göt á plastið fyrir
grösin. Nægileg væta á að berast
í moldina i gegnum þau göt sem
á plastið hafa verið rist og undir
svörtu plasti dafnar ekki illgresi
vegna skorts á ljósi. Því er hins
vegar öfugt farið þegar glært
plast er notað.
IV. Runnamura,
lerki og snækróna
Halldóra Gunnarsdóttir, Vest-
urströnd 13, spyr:
1. A að klippa runnamuru og
lerki og hvenær á þá að gera
það?
2. Hvenær og hvaða tilbúinn
áburð á að setja á ný beð þar
sem ársgömul tré eru?
3. Þarf snækróna að vera þar
sem skjól er eða má planta henni
annars staðar?
Svar við spurningu 1: Runna-
muran laufgast mjög seint og er
oft erfitt að greina fyrr en í júní-
lok hvernig henni hefur reitt af
á liðnum vetri. Svo virðist að
hún sé á mörkum þess að geta
þrifist hér við þann sumarhita
sem verið hefur að undanförnu.
Það er rétt að klippa hvorki
hana né lerkið fyrr en um eða
eftir miðjan júlí, ef æskilegt
þykir að framkvæma einhverja
skerðingu.
Svar við spurningu 2: Sé ekki
um mikið magn af trjám að
ræða, er fljótvirkast og best að
hafa þann hátt á, að vökva þau
vel að kvöldi eða síðla dags með
hreinu vatni en gefa þeim morg-
uninn eftir áburðarvatn, sem t.d.
gæti miðast við það, að hver
planta fengi sem svaraði einni
matskeið af áburði leystum upp í
2—3 lítrum af vatni. Best er að
láta áburðinn leysast upp í vatn-
inu yfir nóttina og notast má við
venjulegan garðáburð. Slíka
vökvun mætti framkvæma tvisv-
ar eða þrisvar að sumrinu, en þó
ekki eftir að kominn er miður
júlí.
Svar við spurningu 3: Snæ-
krónan þarf fyrst og fremst að
njóta allrar þeirrar bestu birtu
sem völ er á og hún þolir illa að
vera staðsett þar sem vind-
strengur angrar hana.