Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 25 Kjarnorkuvopnabirgðir heims samsvara þegar á aðra milljón Hirosimasprengna Viðtal við sænska þingmanninn og formann friðarnefndar Svía, Maj Britt Theroin, er kom hingað vegna friðarhreyfingar kvenna Sænski þingmaðurinn Maj Britt Theorin kom til íslands fyrir helg- ina, en hún er einn helsti talsmað- ur Svía í friðar- og afvopnunarmál- um. Er m.a. formaður afvopnunar- nefndar Svía, hefur þar sest í sæti Ölvu Myrdal, sem hlaut Nóbels- verðlaun fyrir störf sín að friðar- málum. Afvopnunarráðherra er hún stundum kölluð, en opinber- lega ber hún titilinn sendiherra og hefur skrifstofu í utanríkisráðu- neytinu í Stokkhólmi. Það fylgir störfum hennar að leiða fyrir Svía afvopnunarviðræður, sem fram fara hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og í afvopnunarnefnd- um, þar sem 40 meðlimaþjóðir leiða saman hesta sína. Og þótt fastar sendinefndir séu að störfum fyrir Svía á afvopnunarviðræðum í Genf og Madrid, þá kemur hún þar sjálf við sögu þegar eitthvað mikið er á seyði. Það kom fljótt fram af því sem hún sagði hér að hún er þeirrar skoðunar að friðar- og afvopnun- armál séu ekki aðeins mál stjórn- málamanna, þótt ekkert verði að vísu gert á því sviði án þeirra, heldur verði allir að taka þar sína ábyrgð. Hlutleysi almennings sé hættulegt. — Þekking og þátt- taka alls þorra fólks er mjög mik- ilvæg, sagði hún á blaðamanna- fundi í Norræna húsinu. Almenn- ar hreyfingar þurfa að ýta á og það er mjög mikilvægt fyrir hvern og einn að kunna skil á málum. Við getum ekki sætt okkur við fleiri kjarnavopn. Það þarf ekki fleiri kjarnavopn. Sú krafa þarf að ná út yfir öll póli- tísk mörk. Maj Britt Theorin kom til ís- lands í boði friðarhóps íslenzkra kvenna í tilefni af stofnun frið- arsamtaka þeirra, og flutti erindi um friðarhreyfingar erlendis og friðarstarf kvenna í Norræna húsinu. Hún sagði í upphafi að mjög mikilvægt væri að nýta reynslu kvenna að friðarmálum. í ræðu sinni kom hún meðal ann- ars inn á þá andstöðu er gagnrýnt væri að konur létu tilfinningarn- ar ráða. Það talið eitthvað óæski- legt. En hún benti á að hægri helmingur heilans, sem stjórnar tilfinningaviðbrögðum og at- hafna- eða þátttökugleði og sköp- unarmætti og oft er eignað kon- um, væri engu síður mikilvægur en vinstri heljningur heilans, er stýrir meira rökvísi, reiknings- kúnst og skipulagningu og fremur er eignaður karlmönnum. Karl- menn væru oft hræddir við til- finningar. En báðir heilahelm- ingar þyrftu að vinna saman. Nú yrði fólk að taka sig á og fara að þróa hægri hlið heilans, bæði í körlum og konum. — Enginn get- ur lengur treyst því í heiminum að hann sé öruggur, og þvi þurf- um við öll að leggja okkur fram, í þeirri von að smám saman getum við dregið úr þessum ótta sem hlýtur að ríkja við núverandi ástand. — Aldrei fyrr hefur heimurinn verið eins vel vopnum búinn og í dag, sagði hún. Útgjöld til her- mála aukast í sífellu og hlaða utan á sig. Þau munu í ár verða rúmlega 800 milljarðar dollara. Stöðugt eru sett ný sölumet í al- þjóðlegum vopnaviðskiptum. Fjárfesting í vísindarannsóknum og þróun til hermála eykst jafnt og þétt. Og fjöldi kjarnorkuvopna eykst verulega. Þetta er siðlaus nýting náttúruauðæfa heimsins. I heimi þar sem fimmti hver mað- ur lifir í örbirgð, þar sem eitt barn deyr úr hungri og sjúkdóm- um aðra hverja sekúndu. Heims- veldin tvö — Bandarikin og Sov- étríkin — eru aðalþrýstipunktar þessarar þróunar. Þau eyða um helmingi þess fjár sem fer til hernaðarútgjalda, 70% alþjóð- legra vopnaviðskipta, 80% þess fjár sem eytt er til rannsókna á sviði hermála og eiga 95% allra kjarnorkuvopna. Öll þessi hern- aðarfjárfesting hefur ekki orðið til þess að við búum í tryggari heimi. Hún hefur þvert á móti orðið til aukins öryggisleysis. Frysting fyrsta skref — Kjarnorkuvopnin eru mesta ógnun mannkyns nú. Kjarnorku- vopn eru um 60 þúsund talsins. Þau samsvara 1M milljóna Hiro- shima-sprengna. í lok þessa ára- tugar verða komin enn háþróaðri kjarnorkuvopn og þeim mun fjölga um 10 þúsund. Hættan á kjarnorkustríði færist því æ nær. Stórveldin eiga slíkan fjölda kjarnorkuvopna að þau geta eytt hvort öðru mörgum sinnum. Þessi mikla umframgeta þeirra þýðir í reynd að það er orðið erf- itt fyrir stórveldin að finna áhugaverð skotmörk — borgir og herstöðvar sem unnt er að sprengja í einhverjum tilgangi. í dag ríkir jafnrétti hvað varðar kjarnorkuvopnastyrk milli stór- veldanna, þótt vopnakerfi séu ólík. Þetta er mikilvægt að hafa hugfast í ljósi þess að Svíþjóð og Mexíkó fengu samþykkta tillögu um frystingu kjarnavopna hjá SÞ. I tillögunni eru Bandaríkin og Sovétríkin hvött til að lýsa yf- ir frystingu kjarnavopna sem fyrsta skrefi í átt til algerrar af- vopnunaráætlunar. — Afvopnunarviðræðunum nú miðar hægt og vandamálin eru stór. Nú verður fyrst og fremst að koma í veg fyrir aukinn kjarn- orkuvígbúnað. Frysting kjarnorkuvopna gæti brotið ísinn og orðið fyrsta mikilvæga skrefið í átt til afvopnunar. Staðsetning nýrra kjarnorkuvopna Atlants- hafsbandalagsins í Evrópu minnkar viðvörunartímann í sex mínútur. Á sex mínútum — í grófum dráttum — eiga forustu- menn Atlantshafsbandalagsins að geta gert sérfræðikannanir til þess að geta síðan tekið ákvörðun um fjöldamorð eða ekki á sið- ferðilegum grundvelli. Sex mfn- útum! SS-eldflaugar Sovétmanna eru einnig mikil ógnun við friðinn í Evrópu. Þau geta með sama hraða náð til skotmarka sinna í Vestur-Evrópu. Öll kjarnorku- vopn verða að hverfa frá Evrópu. Við verðum að sjá við áróðurs- brögðum stjórnmálamannanna. Krafan um afvopnun verður að beinast að báðum stórveldunum — með sama krafti. Það eru ekki fleiri kjarnorkuvopn sem Evrópa þarfnast — það eru færri — eng- in! Þessvegna krefjumst við: Stöðvið alla þróun, framleiðslu og staðsetningu kjarnorkuvopna, gerið Norðurlönd að kjarnorku- vopnalausu svæði, gerið Evrópu að kjarnorkuvopnalausu svæði. Ekki hægt að takmarka kjarn- orkustyrjöld — Kjarnorkustyrjöld er ekki unnt að takmarka. Enginn vinnur slíkt stríð — því tapa allir. Sér- hver deila, þar sem kjarnorku- vopn eru notuð, mun aðeins magnast í kjarnorkustyrjöld. Við vitum hvað slík deila hefur í för með sér milli stórveldanna. Á hverri sekúndu munu deyja jafn margir og í allri síðari styrjöld- inni. Hugsið ykkur eina heims- styrjöld á sekúndu! Á nokkrum klukkustundum verður heims- kringla okkar orðin geislavirkur öskuhaugur — rjúkandi grafreit- ur! Öll lönd heims munu verða fyrir áföllum! Mönnum og dýrum verður eytt. Jörðin mengast. Að- eins rottunum mun fjölga í skólp- leiðslunum. Þeir sem lifa af — ef einhverjir verða — munu öfunda þá látnu. Vígbúnaðarkapphlaup er ekkert náttúrulögmál. Það er unnt að stöðva, ef nægilega margir taka þátt og efna til and- stöðu við þessa vitfirrtu þróun. Það er ef til vill okkar eina von. — Vaxandi friðarbarátta er vitni um innbyggt vit og skynsemi mannsins. f Svíþjóð hafa verið stofnuð um tuttugu samtök starfsgreina gegn kjarnorku- vopnum. Læknar eru í forystu. Auk þeirra eru verkfræðingar, arkitektar, rithöfundar, sálfræð- ingar, sjúkraliðar, prestar, mat- vælaiðnaðarmenn og margir aðr- ir. Þessir hópar eru nýr styrkur í baráttunni. Skáldin vita að skáld skapurinn tengist ekki lengur framtíðinni. í kjarnorkustyrjöld deyja ekki bara skáldin, heldur einnig skáldskapurinn. Hér er fyrst og fremst um getuleysi okkar að ræða við að skipta og hagnýta þau auðæfi sem til eru. Sannleikurinn er að eini þáttur- inn sem fær nægilegt fjármagn Sænski þingmaðurinn Maj Britt Theorin á blaðamannafundi í Norræna húsinu. e.b. til að skapa réttlátari heim eru hernaðarútgjöldin. Brandt- nefndin segir m.a. að þar sem hungrið stjórnar, þar geti friður ekki lifað af. Sá sem vill koma í veg fyrir styrjaldir verður einnig að berjast gegn fjöldafátækt. Sameinuðu þjóðirnar og undir- deildir þeirra hafa jafn mikið fjármagn til umráða ár hvert og eytt er á tveimur dögum til hern- aðarútgjalda. Þið þurfið eiginlega ekki fleiri rök gegn vígbúnaðar- kapphlaupinu, rökin tala sjálf. Þrátt fyrir það virðist sem stjórnmálamenn um allan heim — þó að þeir séu sammála um vitfirringuna í áframhaldandi vígbúnaðarkapphlaupi — séu angar trúarinnar á nauðsyn hernaðarlegra lausna vandamála. — Hvernig á þá að koma á fjöldasamtökum sem allir finna að þörf er fyrir en erfitt er að lifa sig inn í? Vandinn liggur einmitt í þvi að menn vita í raun ekki hvernig afvopnun á að ganga fyrir sig og halda þess vegna að þeir geti ekkert gert. Og segir þá, afvopnun er varla neikvæð. Nei, ekki á meðan hún er takmark — sérstaklega alþjóðleg afvopnun. — En þegar farið er að ræða af- vopnun sem aðferð, þá fer að hitna í kolunum. Menn velja garnan takmarkið, ekki aðferð- ina. En það verður að vera sam- hengi í orði og athöfn, milli takmarks og aðferða. Hvernig eigum við annars að geta skapað traust til þess sem við höldum fram? Það er mikilvægara að reyna að koma í veg fyrir styrjöld en að afla sér útbúnaðar til að geta tekið þátt í styrjöld sem ógnar allri framtíð mannkyns. Við kaupum aukið öryggisleysi — í dag ríkir opið ofbeldi í vitfirrtri vígbúnaðarhringiðu og umfangsmikilli alþjóðlegri vopnaverzlun. Fjögur tonn af tor- tyl á hverja lifandi veru — alla, b»örn, konur og karla á jörðinni — er bara lítið dæmi um hertækni- lega vitfirringu. En það er einnig um þögult ofbeldi að ræða. Á degi hverjum — dag hvern — deyja milli 50.000 og 60.000 manns að óþörfu, vegna þess að þeim auð- æfum sem fyrir eru er æ óréttlát- ar skipt. Við höfum alltof lengi látið telja okkur trú um gildi þeirra aðferða karla, sem notaðar eru við iausn vandamála og ör- yggis, þ.e.a.s. sterkar hervarnir. En Alva Myrdal hefur rétt fyrir sér: „Við kaupum okkur aukið ör- yggisleysi fyrir stöðugt hærri upphæðir. Ég held að við verðum að hafna gömlum kenningum um þjóðlegt öryggi, því þær hafa bara skapað óöruggari heim, sem óöruggir einstaklingar lifa í, og búa við skipulag sem einungis er unnt að tryggja með vopnum. Ör- yggi er mun víðtækara — það er þörf mannsins til að komast lík-. amlega af, velferð, frelsi og sam- semd. Á dögum kjarnorkunnar verður öryggið að byggja á að- gerðum, sameiginlegum fyrir þjóðir heims. Skilyrðið er, með orðum Palme-nefndarinnar, „sameiginlegt öryggi". — Hvað er þá hægt að gera? spurði Maj Britt Theorin. Það er til gamalt orðtak sem segir: „Styrjaldir eru of mikið stórmál til að lenda í höndum hershöfð- ingja." Á sama hátt væri hægt að segja að „friðurinn er of mikið stórmál til að vera í höndum stjórnmálamanna". Það er ljóst að án stjórnmálamanna gengur þetta ekki, en það er ekki nóg að nokkur okkar vinni í Ríkisþing- inu eða á Alþingi. Ef ekki næst samstaða fjölda fólks, sem er virkt, mótmælir, tekur afstöðu sjálft, skrifar bréf og tillögur til flokkanna og kvennasamtaka, bregzt við ríkistjórnum og þing- mönnum, þá er engin ástæða til að breyta neinu. Þá getur allt haldið áfram í sama farinu. Þá afhendum við ákvörðunarréttinn yfir tilveru okkar og lífi. { mínum augum er friður ekki bara skort- ur á styrjöld. Slíkt ástand má ef til vill kalla neikvæðan frið. En friður verður einnig að þýða af- nám áþjánar, þ.e. jákvæður frið- ur. Ég held að líta verði á barátt- una fyrir jákvæðum friði sem baráttu á mismunandi stigum. Við getum háð hana sem ein- staklingar eða hreyfingar eða fé- lög, en einnig lengra upp í þjóð- félagsstiganum og á alþjóða vettvangi. Hér er um að ræða gildismat og uppeldi — þ.e.a.s virka baráttu gegn ofbeldisáhrif- um í þjóðfélaginu, gegn aga, gegn ásjárofbeldi og stríðsleikföngum. f þágu friðaruppeldis í daglegu lífi, í skólunum, í félögunum. — Það er einfaldast að byrja á samkomulagi um frystingu, sagði Maj Britt Theorin á blaðamanna- fundinum er hún var spurð um fyrstu raunhæfu aðgerðirnar. Auðveldast að stöðva að ný kjarnorkuvopn bætist við. Éinnig að fá stórveldin til að hætta nýj- um tilraunum með kjarnorku- vopn, því nú orðið er hægt að fylgjast með því og vita ef þau gera tilraunir. Kjarnorkuþjóðirn- ar vita ef hinar gera tilraunir. Og ef ekki eru gerðar tilraunir, þá er ekki hægt að þróa þessi vopn meira en orðið er. Nú þegar er búið að þróa kjarn- orkuvopnin svo að næstum hvert fyrirtæki sem er gæti framleitt þau. Og Sovétþjóðirnar eru í fyrsta sinn að samþykkja eftirlit með efnavopnum, sem er áfangi. En mikilvægust er þekking á þessum málum. Það er hættuleg hugsun að hægt sé að takmarka kjarnorkustríð sem er hafið. E.Pá. MEÐ I FERÐALAGIÐ Hljómplata efta kassetta og bók með textum og myndum BÓKIN FYLGIR ÓKEYPIS Þetta er kassettan sem börnin hlusta á um leið og þau skoöa bókina og eru róleg í aftursætinu, svo aö allir njóti feröalagsins FRÓÐLEGT FJÖRUGT OG SKEMMTILEGT BARNAEFNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.