Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 ■X + Bróöir okkar, JÓN SVEINSSON, Miklaholti, Biskupstungum, lést í Landakotsspítalanum aöfaranótt 7. júní. Systkinin. + Faöir minn, tengdafaöir og afi, GÚSTAV ADOLF GUÐMUNDSSON, Skipholti 28, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 15.00. Sigríóur Gústavsdóttir, Karl Ásgrímsson, Gústav Adolf Karlsson, Droplaug Einarsdóttir, Þóra Sigríöur Karlsdóttir, Ásgrímur Karl Karlsson, + Frænka okkar, RAGNHEIOUR GUÐRÚN GUDJÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 10.30. Franklín Jónsson, Gunnar Jónsson. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, MAGNÚS EYJÓLFSSON, Nönnugötu 16, er andaöist 1. þ.m., veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 9. júní kl. 13.30. Hallbjörg Ingvarsdóttir, Árni 1. Magnússon, Guófinna Gissurardóttir, Halla M. Árnadóttir, Jón A. Árnason. + Faöir minn, fósturfaöir, tengdafaöir, afi, langafi og bróöir, JÓNAS GUÐLAUGUR ANTONSSON, Garósenda 6, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 3. Anna Jónasdóttir, Páll Guöbjörnsson, Margrót Helgadóttir, Hjörtur Ingólfsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNAR B. SIGURDSSON, framkvæmdastjóri, Túngötu 16, Bessastaöahreppi, veröur jarösunginn frá Bessastaðakirkju föstudaginn 10. júní kl. 2. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Vilfríöur Steingrímsdóttir, Steingrímur B. Gunnarsson.Guölaug Ringsted, Jónína B. Gunnarsdóttir, Sæþór Fanndal, Valgeróur E. Gunnarsdóttir,Jean Nylund og barnabörn. + Sendum innilegar þakkir öllum hinum fjölmörgu sem vottuöu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, EIRÍKS GUÐMUNDSSONAR, Mööruvallastræti 9. Akureyri. Anna Sigurveig Sveinsdóttir, Svavar Eiríksson, Birna Sigurbjörnsdóttir, Svanur Eiríksson, Erla Hólmsteinsdóttir, Börkur Eiríksson, Sigrún Ólafsdóttir, Karen Eiríksdóttir, Haraldur Helgason og barnabörn. Guö blessi ykkur öll. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSTRÍDAR PÁLSDÓTTUR, Skipasundi 48. Jóhanna Jakobsdóttir, Helgi Hóseasson, Sigríöur Jakobsdóttir, Jón Þorsteinsson, Sigurborg Jakobsdóttir, Emil Guðmundsson, börn og barnabörn. Minning: Olafur Arnason kaupmaður Gimli Fæddur 21. aprfl 1893 Dáinn 20. aprfl 1983 Látinn er einn aldraður vinur minn og velgjörðamaður Ólafur Árnason frá Grindavík. Hann lést þ. 20. apríl sl. einum degi fyrir níræðisafmælið. Hann var öllum Grindvíkingum að góðu kunnur og raunar um öli Suðurnes. Hann var fæddur 21. apríl 1893 í Garðhúsum í Grindavík. Faðir hans Árni Jónsson var þá formaður á útvegi Einars eldra Jónssonar í Garðhús- um. Móðir ólafs var Hallbera Pálsdóttir. Bæði voru þau hjón ættuð úr Landeyjum. ólafur lagði gjörva hönd á margt um sína daga og eins og títt var á þeim tíma gerðist hann snemma virkur þátttakandi í at- vinnulífi byggðarlagsins og urðu þá fiskimið þeirra Grindvíkinga aðal starfsvettvangurinn. Sem ungur maður réðist hann verslun- armaður til Einars kaupmanns og útgerðarmanns Einarssonar í Garðhúsum, mikils ágætismanns. Einar kaupmaður hafði þá mikil umsvif bæði í verslun og útgerð og var um árabil helsta máttarstoð byggðarlagsins. Ólafur taldi sig hafa lært mikið af dvöl sinni hjá þessum mikla athafnamanni og minntist ætíð með sýnilegri ánægju þeirra ára. Ekki er ólík- legt að þar hafi hann öðlast þá reynslu og þekkingu á verslun og viðskiptum, sem síðar varð honum haldgott veganesti á lífsleiðinni. Árið 1924 kvæntist Ólafur. Kona hans var Gunnhildur Páls- dóttir frá Akurhúsum í Grindavík. Hún var dóttir Páls Magnússonar og Valgerðar Jónsdóttur sem þar bjuggu. Einn son eignuðust þau Ólafur og Gunnhildur, Pál Garðar sem nú er læknir á Sólvangi í Hafnarfirði. Árið 1932 hófu þau hjón verslunarrekstur að Gimli í Grindavík og störfuðu að eigin verslun allt til ársins 1960, og sem slík munu þau kunnust öllum eldri Grindvíkingum. Á sínum yngri ár- um var Ólafur einnig í útgerð og var formaður á eigin skipi um skeið. Ólafur var félagslyndur maður og glaður í góðra vina hópi. Hann var bindindismaður alla tíð og reglusamur um alla hluti svo að af bar. Hann var gæddur góðum gáf- um og hafi fast mótaðar skoðanir á öllu er máli skipti. Hann var áhugasamur um þjóðmál og fylgd- ist vel með öllu sem gerðist á vettvangi stjórnmálanna til þess síðasta. Ekki fór hjá því að slíkur maður sem Ólafur var, væri kvaddur til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Hann var í hreppsnefnd byggðar- lagsins um skeið og minntist hann samstarfsmanna sinna þar ætíð með vinsemd og virðingu. Árið 1960 brugðu þau hjón á það ráð að hætta verslunarumsvifum og flytja frá Grindavík. Þau sett- ust að í Kópavogskaupstað. Gunnhildur lést árið 1969. Ólafur bjó síðan einn í íbúð sinni í nánum tengslum við fjölskyldu Garðars sonar síns og í þeirra umsjá. Kynslóðir koma og fara og tím- arnir breytast. Aldamótakynslóð- in, sem við gjarnan köllum svo, bjó við erfið lífskjör. Atvinnutæk- in frumstæð og véltæknin ekki komin til sögunnar í þeim mæli sem síðar varð. Þrátt fyrir kröpp kjör og harða lífsbaráttu bar þetta fólk gæfu til að leggja grundvöll- inn að þeirri velmegun sem við nú búum við. Það ber okkur að þakka. LAUGARDAGINN 4. þessa mánað- ar var aðalfundur Kaupfélags Króksfjarðar haldinn í Vogalandi og voru mættir 22 menn. Nokkuð marg- ir gengu í félagið á árinu, en aðeins einn hinna nýju félaga var mættur á fundinum og sýnir það ekki mikinn áhuga. Kaupfélagsstjóri, Friðbjörn Níelsson, skýrði reikninga félagsins og var velta rúmlega 20 milljónir og tekjuafgangur um 16 þúsund krón- ur. Lesendur geta séð að hér er ekki verið að segja frá einu af stærri félögum þessa lands. Athygli fréttaritara beindist að því að flokksmerkja fundarmenn og þóttist hann sjá að enginn sjálf- Ólafur Árnason var einn af aldamótafólkinu. Hann lagði sinn skerf af mörkum til uppbyggingar okkar þjóðfélags og hann ekki ómerkan. Fyrir það erum við hon- um þakklát. Ég veit að allir þeir sem ólafi kynntust kveðja hann með söknuði, þökk og virðingu. Ólafur var mætur maður og góður og við munum minnast hans er við heyrum góðs manns getið. Hann var höfðingi í sjón og raun, og megi okkar ágæta íslenska þjóð ávallt eiga sem flesta slíka. Blessuð sé minning hans. Aðstandendum öllum votta ég innilegustu samúð mína, konu minnar og sona. Bjarni Össurarson stæðismaður væri á fundinum og biðst hann fyrirfram afsökunar ef honum hefur yfirsést. Hins vegar voru fundarmenn úr Framsóknar- flokki og Alþýðubandalagi og ör- fáir sem engan flokksstimpil höfðu. Fréttaritari velti því fyrir sér hvort sjálfstæðisfólk treysti sér ekki lengra í félagsmálum en að versla við kaupfélagið, því að um langt árabil hefur enginn sjálfstæðismaður átt sæti í stjórn kaupfélagsins. Á fundinum urðu miklar um- ræður um byggingu sláturhúss, en sláturhúsið í Króksfjarðarnesi er úr sér gengið og lítt nothæft. Dýrt er að byggja nýtt sláturhús og er hætt við að grundvallarverð náist ekki. Þá er hætt við að bændur fari að hluta með sláturfé sitt til nágrannasláturhúsanna, til þess að fá hærra verð fyrir afurðir sín- ar. Til tals kom að hafa meiri samvinnu við Kaupfélag Saurbæ- inga í Dalasýslu og og jafnvel kom sú hugmynd fram að hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu og Saurbæjar- og Garðstrandahrepp- ur í Dalasýslu sameinuðust í eitt sveitarfélag, en forsendan fyrir því er að sjálfsögðu að vegur og brú komi yfir Gilsfjörð. I þessu sambandi má geta þess að Bjargey Arnardóttir, húsfreyja á Hofs- stöðum, vildi láta kanna alla möguleika á að byggja sláturhúsið á Reykhólum, vegna heita vatns- ins þar, en hún hefur langa starfs- reynslu af að vinna á köldum vinnustað í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi. Aðrir vildu gera lítið úr heitavatnshlunnindunum vegna þess hve starfstími hússins er stuttur og því væri olía ekki afgerandi þáttur hvað rekstrar- hagkvæmni snerti. Annars þykir fréttaritara undarlegt að eigendur sláturhúsa skuli ekki leggja höf- uðið í bleyti svo hægt sé að nýta húsin til einhverrar starfsemi 5/6 hluta ársins. Ég hygg að aimenn ánægja sé með kaupfélagsstjórann okkar og má hann vel við una því að nýja- brumið er farið af honum en jafn- an er það svo að fyrst í stað eru menn hafnir upp til skýjanna en síðan fer gengi þeirra fallandi eins og íslenska krónan. + Hjartans þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vináttu við andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR DAGMAR JÓNSDÓTTUR, Rauóalæk 22. Sérstakar þakkir sendum viö læknum og starfsfólki deildar 3B Landspítalans fyrir góöa og hlýja umönnun. Haraldur Ágústsson, Rannveig Haraldsdóttir, Gústaf Gústafsson, Sigrún Haraldsdóttir, Jón Gunnar Þorkelsson, Helga Haraldsdóttir, Markús Úlfsson, Dagmar Haraldsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jarö- arför sonar okkar, RÚNARS SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR, Holtagerói 38, Kópavogi. Kristfn Siguröardóttir, Halldór Sigurósson. Lokað Vegna útfarar Gunnars B. Sigurössonar, fram- kvæmdastjóra, veröur Skipaafgreiösla Jes Zimsen, Tollhúsinu v/Tryggvagötu, lokuö eftir hádegi föstu- daginn 10. júní. Aðalfundur Kaupfélags Króksfjarðarness: Tekjuafgangur síðasta árs 16 þúsund krónur Miðhúsum, 6. júní. Frá fréttaritara Mbl. í Austur-Barðastrandarsýslu. Sveinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.