Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 28

Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 Minning: Júlíus Kr. Ólafsson fyrrv. yfirvélstjóri Fæddur 4. júlí 1891 Dáinn 30. aprfl 1983 Nú er hann hniginn til foldar í hárri elli, sá valinkunni heiðurs- maður Júlíus Kr. ólafsson, þekkt- ur hér í borg og víða um land, sem fyrsti vélstjóri á „Hegranum" og síðar á „Súðinni" og fleiri skipum Ríkisskipa. Síðast var hann eftir- litsmaður með nýsmíði og vélavið- gerðum íslenskra skipa erlendis og hafði eftirlit með vélum ýmissa skipa hér heima. Hann vann að þessu fram yfir áttrætt og sýnir það best það traust sem menn báru til hans sem manns og fag- manns, enda stóð hann sig með heiðri og sóma. Með honum er fallinn frá síðasti föðurbróðir minn, næstyngsta barn þeirra hjóna Ásgerðar Sig- urðardóttur og ólafs Jónssonar frá Stóru-Fellsöxl. Þau giftust 1876 og 1894 höfðu þau eignast 11 börn, 8 syni og 3 dætur, en ein dóttirin dó mjög ung. Árið 1900 taka þau hjón þá ákvörðun að selja jörðina, flytjast til Reykja- víkur með börnin 10, og byggja tvílyft hús fyrir andvirði jarðar- innar, halda þar heimili fyrir hóp- inn sinn á meðan hann er að mannast og menntast og leita sér atvinnu og aðstöðu í lífinu. Ég hef oft dáðst að þessari djarflegu ákvörðun afa og ömmu, sem byggð var á bjartsýni og forsjá. Þau sjá það fyrir og trúa því árið 1900 að Reykjavík eigi eftir að verða eitthvað, að þar myndist þéttbýli, bær og síðar borg, sem grundvall- ist á útgerð og iðnaði. Og það sem rekur á eftir þeim að taka þessa mikilvægu ákvörðun er hópurinn þeirra stóri, 8 synir og 2 dætur, og hvergi jörð að fá, hvert einasta kotbýli setið og flestir bændur með fjölda barna. Og þetta örlaga- ríka skref eða stökk sem þau tóku í lok aldarinnar, það heppnaðist fullkomlega. Þau byrjuðu nýju öldina með starfi og námi og börn- in urðu góðir og dugandi þegnar sem héldu lengi tryggð við fyrsta húsið við Lindargötu, „afahús". Júlíus var 9 ára þegar hann kom hingað, gekk hér í skóla og lærði síðar vélfræði og gerðist vélstjóri. — Árið 1916 kvæntist hann Elín- borgu Kristjánsdóttur frá Akra- nesi og eignuðust þau 2 syni, Kristján og Loft, og eina dóttur, Sigrúnu. Synirnir fóru báðir á sjóinn, eins og faðirinn og flestir bræður hans, Kristján sem loftskeyta- maður og Loftur sem stýrimaður og skipstjóri. Ég get ekki stillt mig um að geta hér tveggja atriða, sem halda minningu þeirra bræðra á lofti. Þegar flugvélin Geysir brotlenti á Vatnajökli þá var það Kristján, þá staddur á skipi sínu á Seyðisfirði, sem var svo gæfusamur að heyra hin veiku hljóðmerki frá þeim félögum á jöklinum og þar með var búið að finna hvar þeir voru. Loftur leit- aði sér atvinnu í Englandi og kynntist þar skuttogurum og verksmiðjutogurum. I 3—4 ár reyndi hann í ræðu og riti að benda löndum vorum á kosti skuttogara fram yfir síðutogara, en enginn hlustaði á hann þá — heldur keyptu íslendingar í mörg ár gömlu síðutogarana af Norð- mönnum og fleirum og þóttust hafa gert góð kaup. Já, sannleik- urinn á stundum erfitt uppdrátt- ar, því það eru svo margir sem þykjast vita betur. Júlíus varð fyrir þeirri þungu raun að missa báða þessa syni sína á sama sumri, rúmlega fimm- tuga, úr hjartasjúkdómi. Júlíus tók þessari raun með þeirri karl- mennsku og stillingu, sem honum var gefin, og þar hjálpaði honum einnig hans mikli trúarstyrkur og vissan um líf að loknu þessu. Með Júlíusi er farinn óvenju vandaður og grandvar maður, og á ég enga betri ósk til handa þjóð minni en þá, að sem flestir ungir menn mættu líkjast honum í hugsun og trúmennsku og starfi. — Honum fylgja nú góðar óskir yfir landamærin frá vinum og ættingjum. Guð blessi hann og minningarnar. Ásgeir Ó. Einarsson I dag kl. 13.30 verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Júlíus Kr. Ólafsson fyrrum yfir- vélstjóri og vélaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni og síðar hjá Hafskip hf. Þessi öðlingur fæddist 4. júlí 1891 að Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppi, Borgarfjarðarsýslu, yngstur -tíu systkina þeirra heið- urshjóna Ólafs Jonssonar bónda og Ásgerðar Sigurðardóttur. Faðir Júlíusar var mikill hagleiksmaður og erfði sonurinn þá hæfileika sem kom honum og öðrum vel á hans löngu og gifturku vinnudög- um. Ungur byrjaði Júlíus að leggja hönd á plóginn. Því auk þess að vera snúningspiltur for- eldra sinna við sveitastörfin réri hann með föður sínum og bræðr- um á grásleppu og þorsk. Árið 1904 fór Júlíus í fyrsta sinn á skútu, hét hún „Goldenhope" og sigldi hann þar i tvö sumur. Júlfus var einn af þeim mönnum sem tók því starfi sem bauðst því árið 1908 var hann kokkur á skútunni „Valtý" og eldaði þar ofan í 24 skútukarla. En þá var ekkert sældarbrauð að vera kokkur því þar var sá háttur á að hver kom með sitt fiskstykki til kokksins og hann varð að bera ábyrgð á því að hver fengi sitt rétta stykki á disk- inn. Frá því komst hann vel því öll sín verk vildi hann vinna eins vel og hann sýndi í öllu sínu lífi. Árið 1909 fór Júlíus sem kyndari á tog- arann „Marz“, hann hafði fengið loforð um að komast á dekkið seinna meir, en hvernig svo sem það nú æxlaðist þá varð hann áfram í vélinni og sýndi hann þar aðeins 17 ára unglingur þá hörku sem kyndari að enginn þurfti und- an honum að kvarta. Árið 1912 tók vélfræðideild við Stýrimannaskól- ann til starfa undir stjórn M.E. Jessen og var Júlíus einn af þeim sex piltum sem sótt höfðu þar um inngöngu og var hann þar með einn af þeim fyrstu vélstjórum sem útskrífuðust með vélstjóra- próf á íslandi árið 1913. Júlíus var vélstjóri á ýmsum togurum til ársins 1926 að hann fór í land og gerðist kranastjóri á Hegranum sem flestir eldri lands- menn muna eftir. Á kolakran- anum, eins og hann var kallaður, var Júlíus til ársins 1930 er hann réðst sem vélstjóri á Súðina. 1947 var hann settur sem yfirvélstjóri á varðskipið Ægi og þar var hann til ársins 1956 er hann gerðist véla- eftirlitsmaður hjá Landhelgisg- æslunni til ársins 1962. Um haust- ið 1963 verður hann vélaeftirlits- maður hjá Hafskip hf. Þeir sem nutu starfskrafta Júlíusar Kr. Ólafssonar voru ekki sviknir því samviskusemin, trúnaðurinn og dyggðin voru hans mottó. Vélstjórafélagið var stofnað 1909 og hét þá Eimur, í það gekk Júlíus 1911 og var í stjórn þess yfir 30 ár. Hann var einn af stofn- endum Farmanna- og fiskimanna- sambands fslands og sat á mörg- um þingum þess. Heiðursfélagi Vélstjórafélags íslands var hann gerður 1956 og orðu sjómannadag- ins var hann sæmdur 1961. Þegar hugmyndin um byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjó- menn komst á laggirnar kusu öll sjómannafélögin í Reykjavík nefnd til að ákveða þessar fram- tíðarhugsjónir. I þá nefnd voru margir kappar kosnir, og þar á meðal Júlíus Ólafsson. Þessari nefnd er það að þakka að Dvalar- heimili aldraðra sjómanna er ris- ið. Blessaðir veri þeir menn sem að þessu stóðu. Júlíus Kr. Ólafsson var mikill trúmaður og voru þau orð sem í Biblíunni stóðu hans trú og traust. Ég minnist þess er ég kom á sjómannadaginn fyrir um 10 árum í Dómkirkjuna, þar sem þessi aldni höfðingi verður nú jarðsunginn frá, að þar tók þessi höfðingi á móti mér sem með- hjálpari, en sem meðhjálpari í Dómkirkjunni starfaði hann í nokkur ár. Júlíus kvæntist 26. maí 1916 Elínborgu Kristjánsdóttir frá Sól- mundarhöfða Innri-Akranes- hreppi, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust 3 börn, tvo syni og eina dóttur auk uppeldis- dóttur, systurdóttur Júlíusar, sem þau tóku til fósturs. Það var Júlí- usi mikil sorg þegar hann missti syni sína tvo með stuttu millibili. En trúin og hans nánustu gáfu honum styrk. Dóttir hans, Sigrún, sem gift er Magnúsi Árnasyni, lögfræðingi, hefur alla tíð sýnt föður sínum sérstaka alúð og veit ég að hann kunni að meta það. Þegar maður talar um Júlíus Kr. Ólafsson þá minnist maður alltaf þess góða drengs sem að- stoðaði nýliða til sjós og gaf þeim ráðleggingar fyrir lífsins framtíð. Júlíus var sérstakur á sínu sviði og var öðrum fyrirmynd um heið- arleika. Þegar Júlíus Kr. Ólafsson vinur minn er nú allur þá drýp ég höfði og sendi ástvinum hans mína dýpstu samúð og bið góðan Guð um að blessa minningu hans. Helgi Hallvarðsson Júlíus Kr. Ólafsson, fyrrverandi yfirvélstjóri, fæddist þ. 4. júlí 1891 að Stóru-Fellsöxl í Skilmanna- hreppi, Borgarfjarðarsýslu. For- eldrar hans voru ólafur Jónsson, bóndi þar og Ásgerður Sigurðar- dóttir, bæði ættuð úr Borgarfirði. Aldamótaárið fluttust foreldrar Júlíusar til Reykjavíkur ásamt 8 börnum sínum. Þau keyptu gaml- Kveðjuorö: Kristín Guðmunds dóttir frá Tungu Fædd 27. nóvember 1894 Dáin 3. maí 1983 Milli þessara dagsetninga eru meira en 88 ár. Það lengi lifði hún Kristín frá Tungu, en fullu nafni hét hún Kristín Jakobína. Tæp sex ár var hún rúmliggjandi sjúkling- ur í Landakotsspítala. Hún var flutt þangað lömuð og næstum mállaus í ágúst 1977. Hún lést 3. maí sl. eftir að hafa fengið lungnabólgu. Kristín var fædd í Þverárdal, fremsta bæ á Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu, hinn 27. nóv. 1894. Voru foreldrar hennar Guð- mundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, þá vinnuhjú hjá Brynj- ólfi Bjarnasyni og konu hans. Brynjólfur var kunnur maður á sinni tíð, gleðigjarn og gestrisinn svo að af bar. Mælt er að hann hafi setið fyrir höfðingjum, er leið ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síöasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið^ stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. áttu um þjóðveginn hjá Bólstað- arhlíð, og boðið þeim heim að Þverárdal. Að þessu víkur Þor- steinn Erlingsson í ljóði, svo- sem mörgum ljóðavinum mun kunn- ugt. í Þverárdal varð ekki löng dvöl Kristínar, því að á öðrum degi lífs síns var hún reidd að Mjóadal, bæ nokkru norðar í dalnum. Þar bjó þá amma hennar, Guðríður að nafni, móðir Guðmundar Finn- bogasonar föður hennar. Þar var Kristín í nokkur ár. Til Kirkju- skarðs, nokkru utar en í miðjum dal, var Kristínu komið í fóstur er hún var 10 ára. Hafði þá verið á allmörgum stöðum, auk Mjóadals sem fyrr er getið. Nú loks var Kristín orðin rótföst, ef svo má að orði komast. Hjónin á Kirkju- skarði, Stefán Guðmundsson og Sigríður Björnsdóttir, sáu nú um uppeldi Kristínar þar til hún var orðin gjafvaxta mær. Ásamt Kristínu ólst upp hjá þeim hjón- um Ingimundur Bjarnason, er síð- ar fór til Sauðárkróks og ól þar allan starfsaldur sinn, og látinn er fyrir nokkrum árum. Á Kirkju- skarði leið Kristínu vel, þar var hagur húsbændanna allgóður, enda er Kirkjuskarð, eða var með- an þar var búið, fyrirtaksjörð. Mikil gullkista, Kirkjuskarð, sagði maður einn um þá jörð. Árið 1918 hleypti Kristín heim- draganum og brá sér í Kvenna- skólann á Blönduósi, sem allar ungar stúlkur, er vildu verða myndarhúsfreyjur, dreymdi um að gista. Vetur þenna, 1918—19, brann skólinn á Blönduósi. Rask- aðist mjög við það nám stúlkn- anna, eins og gefur að skilja. En vorið eftir, 1919, fór Kristín til ungs bóndasonar í Núpsöxl, næsta bæjar við Kirkjuskarð, Helga Magnússonar að nafni. Helgi dó haustið 1981, og skrifaði ég þá langa grein um hann, er birtist í fslendingaþáttum Tímans. Og þar sem Kristín var okkur jafn kunn og Helgi, kom mér vitanléga ekki annað til hugar en að minnast hennar á líkan hátt. Saman bjuggu þau Helgi og Stína, en það nefndum við hana jafnan, í 16 ár. Þar fæddust þeim sjö börn. Þau voru fátæk af veraldarauði, en þeim mun ríkari af bjartsýni og dugnaði. Börnin voru efnileg og tóku snemma til hendinni, höfðu einnig góðar gáfur, og áttu raunar ekki langt að sækja þær. Þegar horft er til baka undrast ég, að hægt skyldi að framfleyta stórri fjölskyldu á jafn rýru koti og Núpsöxl var. Þar var heldur ekki eytt í óþarfa. En þrátt fyrir fá- tækt, held ég, að þetta hafi ekki verið svo snautt líf. Mikið var les- ið, unnið í höndum, skipst á heim- sóknum á bæina í dalnum o.fl. Oft kom Stína að Sneis, er við bjugg- um þar, en það má kalla næsta bæ við Núpsöxl — aðeins Kirkjuskarð á milli. Jafnan var Stína glöð í bragði. Mér er sem ég heyri enn hið létta skraf hennar og hlátur. Stína sagði jafnan meiningu sína. Hún var hreinskilin kona. Hag- mælt var hún, og'það vel. Margar vísur hennar kann ég. Börn henn- ar, sum a.m.k., hafa erft þennan hæfileika og auðga þannig líf sitt og samferðamanna sinna. Stína og Helgi voru góðir nágrannar. Þau fluttu nokkurn veginn samtimis okkur af Dalnum, við 1934, en þau ári síðar, og í næstu sýslu. Farið var norður fjöll með alla búslóðina og börnin, sem voru orðin sjö að tölu, eins og fyrr segir. Helgi hafði keypt jörðina Tungu í Göngu- skörðum, fjallajörð og erfiða til búskapar, en landstóra. Þarna fæddist þeim áttunda barnið, stúlka, Sigurjóna Valdís að nafni, snemma næsta vetur. Helgi var einstakur fjármaður, og nú tók hann heldur betur að fjölga fénu. Hann ræktaði og húsaði jörðina myndarlega með aðstoð barna sinna. En sambúð Helga og Stínu entist ekki fram að grafarbarmi. Þau skildu að skiptum árið 1948, eftir að hafa verið í sambúð sem giftar manneskjur í þrjá áratugi. Leið Kristínar lá þá til Reykjavík- ur. Vann hún ýmsa vinnu fram á elliár. Hún var í sambúð með Halldóri Þorsteinssyni verka- manni á þriðja áratug. Hann er allmiklu yngri en Stína. Er frá Grýtubakka við Eyjafjörð. Dóri er besti drengur, einlægur og trygg- lyndur. Þau bjuggu lengi í húsi er Dóri reisti uppi við Rauðavatn. Þar var ég gestur oftar en einu sinni. Stína lék á als oddi, jafnvel síðast er ég heimsótti hana. Þá sagðist hún vera orðin hrum, á annarri hliðinni, eins og hún orða- ði það. Nokkrum vikum síðar var hún flutt á Landakotsspítala, þar sem hún var rúmliggjandi til dánardags. Eins og áður var að vikið, ólst Stína ekki upp hjá foreldrum sín- um. Föður sinn missti hún ung. Sigríður, móðir hennar, giftist í annað sinn, líkt og ungar konur gera oft, því að ekkjustandið er oft ömurlegt. Seinni maður hennar var Pétur Hannesson, hálfbróðir föður míns. Þau bjuggu á Sauð- árkróki og eignuðust fimm börn. Aðeins eitt þeirra er nú á lífi, Sig- urbjörg, er býr nú á Droplaugar- stöðum í Reykjavík, dvalarheimili aldraðra. Eitt af börnum þeirra var Valdimar, formaður verka- mannafélagsins á Sauðárkróki. hann lést fyrir 15 árum. Hag- mæltur var hann vel, eins og ljóð eftir hann í Skagfirzkum ljóðum vitna um. Það má því segja, að Stína í Tungu væri á vissan hátt tengd mér. Mér telst svo til, að Kristín sé síðasta húsfreyjan á Laxárdal frá lokum fyrra stríðs, er kveður jarðlífið. Og engin furða, því að sá tími sem liðinn er frá lokum þess hildarleiks, er ærið langur orðinn. Það sem hélt Stínu uppi í erfið- leikum lífsins var áreiðanlega hin létta lund. Og það verður að segj- ast hér, að ekki var Helgi jafn léttur á bárunni sem hún heima fyrir, þótt hann væri það af bæ. Ég held, að ég geri engum rangt til, þótt þetta komi nú fram. Bæði voru þau hjón vel greind, en áttu ekki alltaf lund saman. Þess vegna hlaut að fara sem fór að lokum. Þess var getið hér að framan, að Stína hefði verið vel hagmælt. Vil ég hér að lokum tilfæra eina eða tvær vísur eftir hana. Þegar Kristín hlýddi á undirritaðan kveða úr verkum föður síns í út- varpi, kvað hún: Sveinn í haginn honum bjó, hann var ægislyngur. Auðunn Bragi, reifður ró, rammaalagi syngur. Og þegar hún frétti lát Sigur- björns Stefánssonar frá Gerðum í Óslandshlíð, kunns hagyrðings, er lést löngu um aldur fram, varð Stínu vísa á munni: Fýsir eflaust fleiri en mig fara á braut án tafar. Hlakka til að hitta þig hinum megin grafar. Og sú er ósk mín að síðustu, að hún hafi nú fundið vini sína og ættingja hinum megin grafar, er fluttir eru á það tilverusvið. Frá mínu heimili berast samúð- arkveðjur öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Blessuð sé minning Stínu frá Tungu. Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.