Morgunblaðið - 01.07.1983, Page 6

Morgunblaðið - 01.07.1983, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 Tökur voru í fullum gangi þegar okkur bar að og meóan við biðum eftir að ná tali af leikstjóran- um skoðuðum við okkur um á svæðinu. Stórbrotin leikmynd hönnuð af náttúruöflum íslands og Gunnari Baldurssyni. flýgur", og lögðum við þangað leíð okkar fyrir skömmu. Stærsti hluti leikmyndarinnar er drang- ur einn mikill sem stendur við Skarðshlíð. Þar uppi við standa gömul fjárhús sem tekið hafa á sig nýjan svip og leika hlutverk mannabústaða í myndinni, sem á að gerast á íslandi fyrir 800 árum. AUSTUR undir Eyjafjöllum hefur Hrafn Gunn- laugsson hafið tökur á nýrri kvikmynd, „Hrafninn Hrafn: „Þú kemur út svona og viö sjáum að þú þekkir þessa hurð... “ Unnið aö síöustu tökum dagsins. ra liii arna ægði öllu saman, gamlir tímar rákust á nýja. Við hliö- ina á heiðnu goöi sem stóö úti á hlaði skorið í tré var stór kvikmyndatökukastari, og þegar litiö var inn í húsin mátti sjá potta á hlóðum, mat í trogum, kaffibrúsa og sígarettupakka. Hrafn kom aðvífandi, smá eyða hafði myndast meöan veriö var að færa kvikmyndatökuvélina úr stað. „Eruð þiö búin aö skoöa ykkur um?“ spurði hann og lá vel á hon- um. „Við höfum farið nýjar leiðir eins og þiö sjáið. Við höfum ekki veriö aö eltast viö sögulegar heimildir um búninga, hús og líf á þessum tíma, heldur sniðið þetta eftir því sem við höldum að hafi allt eins getað veriö, og skapað þessari sögu eigin heim. Þannig verður þetta verk stærra en nokkuö ann- að sem ég hef fengist við og leggst á mig með miklum þunga ... líkt og þetta bjarg sem viö stöndum viö. En ég er samt sem áöur alveg rólegur yfir þessu og öll fram- kvæmd gengur mjög vel. Þetta verður mjög spennandi mynd, dramatíkin fær að njóta sín og atburðarásin er mjög skýr. Fóstbræður, Þórður og Eiríkur, flýja undan einveldi Haralds hár- fagra í Noregi. Þeir höggva strandhögg í írlandi og taka með sér fólk á leiöinni og setjast síöan aö á íslandi sem pólitískir flótta- menn. Þórður sem Helgi Skúlason leikur er strangtrúaður maöur á hin heiönu goö og fylla þau huga hans. Kona hans er leikin af Eddu I Björgvinsdóttur og er hún írsk, hún er ekki sammála manni sínum og hann grunar hana jafnvel um að vera kristna. En á þessum árum eru einmitt tímamót heiðni og kristni. Eiríkur er leikinn af Flosa Ólafssyni og dregur til tíöinda þeg- ar að garöi hans ber undarlegan mann sem kallar sig Gest. Fylgir þessum manni hrafnaflokkur og segir hann þau tíðindi aö ástandið í Noregi hafi breyst og sé honum því óhætt aö snúa aftur. En Gestur sem leikinn er af Jakobi Þór Magn- ússyni virðist eiga annaö og meira erindi til íslands en aö flytja þessi boö ..." Meira fengum við ekki aö vita því nú var vélin komin á sinn stað og fengum viö að fylgjast með síð- ustu tökum dagsins. Að því búnu heimsóttum viö mötuneyti leikar- anna sem er staösett í 60 ára gömlu félagsheimili, en tvö önnur hús við Skarðshlíö hafa einnig ver- ið fengin að láni og hafa þar aðset- ur leikarar og tæknimenn. Inni í eldhúsi mátti greina, í gegnum gufuna sem steig upp úr pottum, kokkinn sem er af þýskum ættum og heitir Gesa Elisabet Burmeister og hjálparkokk hennar, Valgeröi Janusdóttur. „Hér gerum við alveg ótrúlega hluti," sagði Gesa. „í dag var til dæmis á boö- stólum jólakaka sem við bökuðum með undirhita aöeins, og geri aörir betur. Fólkiö hefur sannarlega góða lyst enda úti í rigningu og vosbúö allan daginn. Annars eld- um viö bara áttatíu og níu bollur í kvöld en um daginn voru þær hundrað fjörutíu og níu. Við styrkj- um bæði sjávarútveg og landbún- Yngsti leikarinn, Gottskálk Sigurö- Hrafnatemjarinn Gunnar Jónsson. arson, 9 ára. að og höfum fisk í hádeginu og kjöt á kvöldin og þrátt fyrir aö aö- stæöurnar séu ekki beint fyrsta flokks gengur þetta meö ólíkind- um. Eins og góður maður sagði um daginn: „Fólk undir Eyjafjöllum kvartar ekki, hvorki gestir né staö- arfólk." Leikarar voru farnir að renna á lyktina og tíndust inn í matsalinn hver af öðrum. Þar á meðal var Gottskálk Sigurðsson, yngsti leik- arinn í myndinni, en hann varö níu ára á þessu ári. „Þetta er nú ekki fyrsta myndin sem ég leik í,“ sagöi Gottskálk þegar við spuröum hann hvernig honum fyndist aö leika i kvikmynd. „Ég var í Snorra Sturlusyni líka, en það var samt ekki í gegnum þaö sem ég fékk þetta hlutverk. Frænka mín, Þuríður, er skrifta hérna og hún mundi eftir mér þeg- ar verið var aö velja í þetta hlut- verk og benti á mig. Mér finnst mjög spennandi og gaman aö vera meö í þessu. En þaö er líka svolítið erfitt. Maöur þarf að einbeita sér svo þegar vél- in er komin í gang." Næst Gottskálk sat Gunnar nokkur Jónsson en hann hefur það hlutverk aö temja hrafna fyrir myndina. Aöspurður um þaö starf sagðist hann hafa starfað viö dýra- tamningu bæöi í Sædýrasafninu, þar sem hann haföi unnið frá upp- hafi þess og tvö ár í Kanada þar sem hann vann við tamningu á há- hyrningum. Hann hefur nú þrjár vikur til að temja tíu hrafnsunga og notar til þess flautu sem hann kall-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.