Morgunblaðið - 07.07.1983, Page 39

Morgunblaðið - 07.07.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 39 fclk í JéÉ fréttum Á. Hljómsveitin og stórfyrirtækið Abba er tíu ára um þessar mund- ir. Aö vísu var nafniö ekki opin- berlega notaö fyrr en þau slógu í gegn og sigruðu í söngvakeppn- inni 1974 meö laginu „Waterloo", en sjálf hafa þau alltaf miöað viö áriö 1973. Upphaflega voru þaö tvenn hjón, sem stóðu aö Abba, Björn og Agnetha og Benny og Frida, en hjónabandshlekkirnir brustu, þoldu ekki þaö álag, sem fylgir lífi poppstjarnanna. Frida býr nú í London og nýtur enn ávaxtanna af stóru plötunni „There’s Something Going On“ en titillagið á henni var á bandaríska vinsældalistanum í meira en hálft ár. Björn og Benny eru hins vegar heima í Stokkhólmi og glíma þar viö frumraun sína sem söngleikja- höfundar. Agnetha Fáltskog Þá er komið aö Agnethu Fált- Hljómsveitin Abba á mestu velgengnisárum sfnum. Sænska hljómsveitin Abba tíu ára: „Munum kveöja með einni stórri plötu“ — segir Agnetha Fáltskog skog, sem nýlega sendi frá sér stóra plötu með enskum textum og sló í gegn. í Svíþjóð er hún reyndar í efsta sæti bæöi á listan- um yfir litlar plötur (The Heat Is On) og stórar (Wrap Your Arms Around Me). Þar sem Agnetha er sú þeirra í Abba, sem sýnt hefur ótvíræöustu hæfileikana, er eðli- legt aö segja sérstaklega frá henni. Agnetha er fædd 5. apríl áriö 1950 í Jönköping. Aöeins fimm ára gömul var hún tekin til viö aö semja lög og hefur haldið því áfram fram á þennan dag. Þegar hún haföi lokiö námi fékk hún vinnu sem símastúlka en þaö starf fór ekki vel saman viö áhugamál hennar, tónlistina, auk þess sem hún var þá þegar farin aö syngja meö hljómsveit. Hún var 18 ára þegar hún tók sína fyrstu stóru ákvöröun — aö flytjast til Stokk- hólms — og fyrr en varðl var hún komin á sænska vinsældalistann meö lagið „I Was So In Love“, sem hún samdi sjálf. Þetta var áriö 1968 en ári síðar hitti hún Björn Ulvaeus þegar þau komu fram saman í sjónvarps- þætti. Þau giftu sig áriö 1971 og lögöu um leiö drögin aö Abba. COSPER — Ég vil skilja vegna þess aö þessi hjólbeinótti og nautheimski karlfauskur heldur því fram að ég sé alltaf að móðga hann. Enginn dans á rósum Abba gjörbreytti öllu fyrir Agn- ethu Fáltskog en þótt hún telji árin meö hljómsveitinni þau mikilvæg- ustu í lífi sínu, er hún samt fegin því, að þau eru aö baki. „Viö skulum ekki gleyma því aö á þessum árum átti ég tvö börn meö öllu, sem því fylgir. Á sama tíma varö ég aö feröast um heim- inn þveran og endilangan, eiga viötöl viö blaðamenn upp á hvern einasta dag og koma fram í sjón- varpi. Útávið viröist þetta vera einn samfelldur dans á rósum, en þaö veit enginn nema sá, sem reynir, hvers konar líf þetta er,“ segir Agnetha. Agnetha Fáltskog er flughrædd og segist ekki fara upp í flugvél nema í böndum. Þess vegna hefur hún ekki fariö til Bandaríkjanna til aö fylgja eftir plötunni sinni. Hún veröur því aö reiöa sig á bílinn sinn, glæsilegan BMW, og í maí- mánuöi einum var hún í 14 daga á feröalagi um Evrópu. Helst af öllu vill hún þó vera heima hjá börnun- um sínum. „Raskenstam" Agnetha bíöur meö mikilli eftir- væntingu eftir 19. ágúst nk. en þann dag veröur myndin „Rask- enstam" frumsýnd. Fer hún þar meö stórt hlutverk undir stjórn sænska Hollywood-leikstjórans Gunnars Hellström. „Ég ætla aö halda áfram sem söngkona og reyna um leiö aö taka framförum sem leikkona. Hér eftir ætla ég sjálf aö ráöa ferðinni og ekki gera neitt, sem ég er ekki alveg sátt viö sjálf. Þaö var gaman í Abba en lætln voru svo mikil, aö mér gafst aldrei tími til aö athuga minn gang. Ég vona bara, aö fólk fari á „Raskenstam“ myndarinnar vegna en ekki vegna þess, aö Agn- etha í Abba leikur i henni. Á þessum tíu árum hefur Abba selt meira en 150 milljón plötur en nú heyrir hljómsveitin sögunni til. Eöa hvaö? „Viö munum kveöja meö einni stórri plötu, gæti ég trúaö. Hvenær þaö verður hef ég þó ekki minnstu hugmynd um,“ segir Agnetha aö síöustu dálítiö hikandi. Líttu inn. Það borgar sig Jú, við höfum alveg dæma- laust úrval af allskonar boröum og stólum á hag- stæöu veröi og eins og þú veist eru greiöslukjör okkar sérstaklega góö. DÆMALAUST ÚRVAL AF BORÐUM 0G STÓLUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.