Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 „Þurfum ekki að vinna á skurð- gröfum til að sanna ágæti okkar“ — segir Bára Magnúsdóttir, en hún er nýkomin af alþjóðlegu þingi kvenna í atvinnurekendastétt ásamt Sigríði Pétursdóttur _______„Association les Femmes Chefs D’Éntreprises Mondiales" heita samtök nokkur sem stofn- uð voru fyrir um 30 árum og eiga fjölmargar þjóðir aðild að þeim, en eins og nafnið gefur til kynna eru félagarnir konur sem stunda atvinnurekstur. Fyrir skðmmu var haldið árlegt þing samtakanna í Brússel, og að þessu sinni sátu fulltrúar frá íslandi í fyrsta sinn þíngið. en það voru þær Bára Magnúsdóttir sem rekur Jassballettskóla Báru og Sigríður Pétursdóttir, en hún rekur fyrirtækið Röskva sem flytur út ullarvarning. Við mælt- um okkur mót við þær á skrif- stofu Báru í Bolholtinu, Sigríður var ókomin er við komum á stað- inn og óvíst hvort hún kæmist vegna anna þannig að við Bára hófum spjallið og Báravar fyrst spurð hvort á döfinni væri að stofna félag kvenna í atvinnu- Þessi mynd er tekin á þinginu og sýnir hluU ráAstefnugesta. Karlmennirnir fremst á relfctrj hár á |andí myndinni voru sérstakir gestir á þessum fyrirlestri. ----------------------------------------- Við erum lítið farnar að velta því fyrir okkur enn sem komið er enda áíutt síðan við komum heim af ráðstefnunni, en það er þó mín skoðun að við gætum í hvelli kallað saman 15—20 konur og stofnað slíkt félag hér. Þessi samtök eru starfandi 1 þeim löndum sem eiga aðild að al- þjóðasamtökunum og konurnar hittast u.þ.b. einu sinni í mánuði og ræða ýmis mál sem upp koma í sambandi við vinnuna. Á hverju ári koma síðan fulltrúar saman frá öllum löndunum og ræða einhver sérstök málefni, í ár var rætt um samskipti á vinnustað milli atvinnurekanda og starfsfólks og 500 konur voru mættar frá ýmsu löndum." Hvaða skilyrði þurfa þeir að upp- fylla sem sækja um inngöngu í þenn- an félagsskap? „Þetta þurfa að vera konur sem hafa stofnað og rekið fyrirtæki og veita öðrum vinnu, það er ekki nægilegt að reka eigið fyrirtæki sem enginn vinnur við annar en eigandinn. f samtökunum eru einnig nokkrar konur sem eru yf- irmenn í embættiskerfinu. Til- gangur samtakanna er að taka til umræðu ýmis mál sem snerta all- ar konur, svo sem hvernig best er að sameina einkalíf og atvinnu- rekstur, flestar kvennanna hafa t.d. verið með börn og heimili. Að þessu sinni var rætt um samskipti milli vinnuveitanda og starfsfólks, en mikil áhersla er lögð á það að við förum okkar eigin leiðir, eða þær leiðir sem okkur eru eðlilegar. Það er margt ólíkt með konum og körlum sem reka fyrirtæki," heldur Bára áfram. „Karlmaður getur t.d. í flestum tilfellum lagt af stað til vinnu sinnar að morgni og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því sem er að gerast heima hjá honum á meðan. Konur þurfa hinsvegar að skipuleggja vinnu á tveim stöðum, og ef við tökum mig sem dæmi þá þarf ég að samræma vinnuna á heimilinu kennslu og rekstri fyrirtækisins, en ég kenni á þrem stöðum í bæn- um á margvíslegum tímum. Ég hef að visu verið óskaplega heppin með það fólk sem í kring um mig hefur verið, hef haft ágæta konu til að aðstoða mig á heimilinu, en ég er með þrjú börn, 16 ára, 5 ára og það yngsta er 7 mánaða gamalt. Ég hef líka verið mjög heppin með starfsfólk hérna hjá mér í skólan- um, en nú vinna hjá mér 14 kon- ur.“ Þú sagðir að aðalefni ráðstefnunn- ar hefðu verið samskipti milli vinnu- veitanda og starfsfólks. Hvernig var tekið á þeim málum? „Það var mikið rætt um mis- munandi stjórnun, eftir því hvort yfirmaðurinn er karl eða kona. Konur eru að hasla sér völl sem atvinnurekendur og því mjög margt gagnrýnt sem þær eru að gera. Þær eru jafnvel sjálfar óör- uggar og reyna því að stjórna eins og karlar en tekst oft misvel. Ef kona er yfirmaður og byrstir sig er hún sögð frek, en karlmaður sem ber í borðið annað slagið er sagður strangur og góður yfirmað- ur. En það eru tfl margar leiðir til stjórnunar og þarna á ráðstefn- unni var lögð mikil áhersla á að við færum eftir eigin innblæstri og færum okkar eigin leiðir. Kon- ur sem eru yfirmenn eru t.d. oft skilningsríkari en karlar, flestar konur eru t.d. mæður, en það úti- lokar þó ekki að þær verða oft að vera málefnalegar og strangar. Margar konur sem eru í stöðu yf- irmanns leggja meira upp úr and- rúmslofti á vinnustað, allar kon- urnar þarna á ráðstefnunni voru t.d. sammála um það að skapa heimilislegan anda á vinnustað, það er jú stór hluti ævinnar sem fólk eyðir á vinnustöðunum og því ástæða til að láta fólki líða vel. Enn gera fatahönnuðir alit til að barnafatnaðurinn líkist fatnaði sjálf, sem helst vilja líkjast pabba og mömmu. Litirnir í barnafatnaði, hinna fullorðnu sem mest. Auðvit- rs allt frá ungbörnum í vöggu og til að eru skiptar skoðanir í þessu efni um hve langt eigi að ganga, en flestir munu samt ánægðir með þessa próun. Og þá ekki síst börnin fm: barna fram að fermingaraldri, eru afar upplífgandi og frjálslegir. Pó ber mikið á ýmsum mjúkum past- ellitum eins og hjá þeim fullorðnu. Tíska Texti: Guðný Bergsdóttir Ungu dömurnar eiga aö klæöast víöum og léttum pilsum og víöum peysum með V-hálsmáli og eru peysurnar þá meö stórum „leðurblöku- ermum". Hinir ungu herrar eiga að ganga í kínabuxum og rúllukraga- peysum eöa „sweat-shirts“. Bæöi stutt- og langerma peysur eru oft meö skemmtilega máluöum mynstrum eða myndum. Þetta á einnig viö um þykkar og hlýjar peysur, sem oft eru meö leöurbót- um á öxlum og oínbogum. Þegar fatahönnuöir, sem ein- beita sér að fatnaöi fyrir ungu kynslóöina, kynntu framleiðslu sína fyrir innkaupendum, var úr mörgu aö velja. Þetta er fatnaður, sem kemur í verslanir næsta haust og vetur. Áberandi er að mikiö af skrauti er notaö á fatnaö, t.d. leö- urbætur og likingar, mikiö af stór- um vösum og rennilásum. Þá til- heyra bæöi peysum og jökkum stórir hálsklútar og treflar og ungu dömurnar eiga aö ganga meö alpahúfur, sem hallast niöur yfir annað augaö. Jakkar, bæöi fyrir stráka og stelpur, eru eins ólíkir eins og framleiöendurnir eru margir. Mikiö er um mittisjakka og eru þeir yfir- leitt meö rennilás, oft vel fóöraöir og meö litlum hettum. Buxurnar eiga aö liggja laust um mitti og mjaömir og vera þröngar niöur. Hinar vinsælu legghlífar eru í öllum regnbogans litum og enn- fremur spá hönnuöir, aö vinsælt veröi aö nota fleiri pör af háum, þykkum sokkum næsta vetur, sér-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.