Morgunblaðið - 15.07.1983, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983
SÁRSAUKAFULL
ÓÞÆGINDI
Höfuöverkur er einkenni og
jafnframt viövörun, ýmist af
líkamlegum eöa sáirænum toga
spunninn, og svo vel þekkt aö
varla er ástæöa til aö skýra þaö
nánar. Rétt er þó aö minna á aö
almennt er átt viö óþægindi, oft
sársaukafull, í efri hluta höfuðsins,
frá augabrúnum aftur i hnakka-
gróf. Þau geta þó stundum veriö
útbreiddari.
Þaö er augljóst aö höfuöverkur-
inn, í hinum ýmsu myndum, hefur
frá alda ööli veriö fylgifiskur
mannsins og því ekki að undra
þótt menn hafi löngum velt því fyrir
sér hver væri orsök hans og á
hvern hátt mætti lækna hann. í
elstu ritum um læknisfræði er höf-
uöverkjar getiö og fundist hafa
egypsk særingarorö frá tólftu öld
fyrir Krist þar sem lýst er hvernig
reka megi út illa anda sem valda
verk öörum megin í höföi.
Hvers vegna fær fólk verk í höf-
uðið? Þessi spurning er ekki eins
barnaleg og hún hljómar í fyrstu.
Þótt heilinn sé endastöö allrar
skynjunar þá er hann sjálfur tilfinn-
ingalaus fyi ir sársauka og sama er
aö segja um klæöningu heilahólf-
anna og mestan hluta heilahimn-
anna svo og botninn á hauskúp-
unni sem heilinn hvílir á.
Þeir hlutar höfuösins sem skynja
sársauka er stungiö eöa togað er í
þá eru:
1. Höfuöleðriö, vöövar, æöar og
beinhimnan.
HELSTU TEGUNDIR OG EINKENNI
Á öðru alþjóðaþinginu um sársauka, sem haldið var í ágústmánuði 1978,
var bent á að sársauki væri eitt mesta heilbrigðisvandamál í heiminum í
dag og að veikindaforföll vegna hans Kostuðu Bandaríkjamenn um fjörutíu
milljarða dollara á ári. Á þessu þingi var fyrst og fremst rætt um verkja-
stillandi efni, „endorfin", sem mannslíkaminn framleiðir og á hvern hátt
mætti nota þau til meðferðar gegn verkjum. Enda þott vísindamenn hafi
lengi grunað að slík efnl fyndust í mannslíkamanum þá var það fyrst fyrir
um þremur árum sem tókst að einangra þau. í þessari grein verður fjallað
ummjög algenga sársaukategund, höfuðverk.
2. Hinir ýmsu hlutar augna, eyrna
og nefhols.
3. 3.Bláæöar inni í höfðinu.
4. Hlutar af heilahimnunum og
æöarnar sem liggja í þeim.
5. Nokkrar heilataugarnar og
efstu þrjár hálstaugarnar.
Merkum áfanga um orsakir höf-
uðverkjar var náö fyrir um fjórum
áratugum, eða 1938, er þeir félag-
ar Graham og Wolff birtu niöur-
stööur sínar m.a. um breytingar
sem eiga sér staö í heilaæðum
míqrenisiúklinqa sem eru í verkja-
kasti.
Læknar hafa tekiö eftir því aö
ákveöiö samband er milli staö-
setningar orsakar eöa meinsemd-
ar og verkjarins. Þannig kemur t.d.
verkurinn fram í hnakka þegar
meinsemdin sem honum vldur er
aftast í hauskúpunni. Þegar tog á
sér staö á stóru bláæöarnar milli
heilahvelanna er verkurinn staö-
settur fyrir aftan og ofan auga.
Höfuöverkur er ein algengasta
kvörtun sjúklinga sem leita al-
menns læknis og langalgengasta
kvörtun þeirra sem leita sérfræö-
ings í taugasjúkdómum. Fullyröa
má aö höfuöverkur er mun algeng-
ari í þéttbýli en dreifbýli og lang-
algengastur í háþróuöum iönaöar-
löndum. Tíöni hans virðist fara
vaxandi vegna breyttra lifnaðar-
hátta okkar.
Á undanförnum árum hafa verið
geröar kannanir á tíöni höfuöverkj-
ar. Rannsóknir W.E. Waters (1974)
í Englandi sýndu að höfuöverkur er
algengari hjá konum en körlum og
tíönin fer minnkandi hjá báöum
kynjum meö aldrinum.
Athuganir B. Bille (1962) á tíöni
höfuöverkjar meöal skólabarna í
Svíþjóö sýndu aö 40% 7 ára barna
og 65% 12 ára höföu höfuðverk
öðru hvoru.
Mjög margar tegundir höfuö-
verkjar eru til og of langt mál aö
telja þær upþ hér. Hins vegar verö-
ur fjallað um algengustu tegund-
irnar og þær sem skipta mestu
máli.
SPENNUHÖFUÐ-
VERKUR ER OFT
LANGVINNUR
Spennuhöfuðverkur er senni-
loga langalgengasta teg-
undin, eöa um 44% alls höfuð-
verkjar. Hjá flestum er verkurinn
vægur og stendur oftast ekki iengi
yfir, en hjá sumum er hann hins
vegar langvinnur og getur veriö
nánast óbærilegur. Rétt er aö geta
þess aö spennuhöfuövek má
skipta í marga undirflokka.
Flestir fá einhvern tíma þreytu
eöa vöövahöfuðverk undir ákveön-
um kringumstæöum, t.d. viö
skyndilegt tilfinningalegt, andlegt
eöa líkamlegt álag. Sjúklingar lýsa
honum sem þyngslaverk staösett-
um í enni eöa hnakka og báöum
megin í höföi. Stendur hann venju-
lega yfir í eina til fjórar klukku-
stundir. Þar sem verkurinn lætur
yfirleitt undan vægum verkjatöfl-
um, svo sem magnyl, svo ekki sé
talaö um árangurinn sem næst
ineö því aö foröast þær aðstæöur
sem valda honum, þá leita fáir
þessara sjúklinga læknis vegna
höfuðverkjarins á þessu stigi.
Oft verður höfuðverkurinn lang-
vinnur (67%) og fylgir honum tölu-
verö depurö. Eru þeir sjúklingar
meö nánast stööugan þyngsla-
eöa þrýstingsverk sem stendur yfir
allt frá mörgum mánuöum upp í
nokkur ár. Margir sjúklingar lýsa
honum eins og þéttu bandi um
höfuöiö og oft leggur verkinn aftur
í hálsliöi og út í axlir. Þessi verkur
er til staðar þegar sjúklingur vakn-
ar á morgnana og fer svo venju-
lega versnandi þegar iíöa tekur á
daginn. Hjá mörgum þessara
sjúklinga versnar höfuöverkurinn
all verulega einu sinni til þrisvar í
viku og finnst þá sjúklingi eins og
sláttur sé inni í höföinu, samfara
ógleði, Ijósfælni og óeölilegu næmi
fyrir hljóöum (hagar sér þá eins og
æöahöfuöverkur).
Margir sjúklingar meö langvinn-
an höfuöverk hafa vaniö sig á aö
taka inn stóra skammta af verkja-
lyfjum og eru þannig orönir háðir
þeim, án þess aö verkurinn láti
undan aö neinu gagni. Skýringin er
m.a. sú aö í mörgum verkjalyfjum
eru efni sem í stórum skömmtum
valda höfuðverk. Skapast þannig
vítahringur sem erfitt er aö komast
út úr nema meö hjálp læknis.
Stundum þarf aö leggja þessa
sjúklinga inn á spítala um tíma til
meðferöar því nauðsynlegt er aö fá
þá til aö hætta verkjatöfluátinu, en
viö þaö versnar verkurinn í fyrstu
mjög.
Margir þessara sjúklinga lagast
verulega ef þeim er gefiö kvíöa-
leysandi lyf (t.d. valium, diazepam)
í mánaöartíma. Sumum veröur litiö
gagn af þeirri meöferð þar sem lyf-
iö getur aukiö á depurö sjúklinga
og þar meö gert ástandið enn
verra.
Nokkuö greinir menn á um
gagnsemi sjúkraþjálfunar (aö und-
anskildum heitum bökstrum og
léttu nuddi) til aö draga úr höfuð-
verk. Sálgreining hefur reynst
gagnslítil. Besti árangur hefur
fengist meö því aö gefa svonefnd
þunglyndislyf af sérstakri gerö
(tricyklisk). Árangur þessarar meö-
feröar er skýröur á þann veg aö
hún auki myndun efnis sem nefnist
„norepinephrin". Þeir sem aöhyll-
ast þessa skoöun telja því orsök
langvinns spennuhöfuðverkjar
hugsanlega vera „norepinephrin"-
skort í heilanum.
Þrátt fyrir alla venjulega meö-
ferð halda sumir sjúklinganna
áfram að hafa slæman höfuöverk.
í þeim tilfellum er rétt að vísa sjúkl-
ingum til geölæknis sem mjög oft
getur hjálpaö þeim. Mjög margir
þeirra sjúklinga sem eru meö lang-
vinnan spennuhöfuöverk eru
áhyuggjufullir vegna þess aö þeir
telja sig vera meö heilaæxli eöa
einhverja álíka meinsemd í höföi.
Það besta sem læknir gerir fyrir
slíkan sjúkling er aö gefa honum
góöan tíma, hlusta vel á lýsingu
hans á einkennunum, skoöa hann
nákvæmlega og síöan gera honum
grein fyrir hvers eölis höfuöverkur-
inn er.
Undir þessa tegund höfuöverkj-
ar flokka sumir höfuöverk sem
gerir vart viö sig eftir höfuöáverka.
Seinna hjónabandid
— betra meöan þaö endist
Paglegt
Valgeröur Jónsdóttir
Er hjónaband númer tvö betra
en hiö fyrra? Þrátt fyrir tiöa
hjónaskilnaöi hérlendis og þaö að
flestir þeirra sem skilja gifti sig aft-
ur, eru engar upplýsingar til hér á
landi sem gætu hugsanlega svaraö
þessari spurningu. Upplýsingar frá
öörum löndum, svo sem Banda-
ríkjunum, viröast þó sýna aö flest-
um finnist seinna hjónabandiö
betra en hiö fyrra, þó ýmsar tölu-
legar upplýsingar viröist benda til
þess aö þau hjónabönd séu líklegri
til aö enda meö skilnaöi en al-
mennt gerist um hjónabönd.
I....................................
Gerö hefur verið könnun viö há-
skólann í Pennsylvaníu, en þar
voru 113 einstaklingar sem giftir
voru ööru sinni spurðir ítarlegra
spurninga. Svör þeirra leiddu ým-
islegt í Ijós, flestir sögöu t.d. aö
seinni hjónabönd væru grundvöll-
uö á opnari samskiptum, ákvarö-
anir væru teknar meira í samein-
ingu og báöir aöilar væru tilbúnari
til að viöurkenna aö ágreiningur
gæti veriö um ýmis atriði í sam-
búöinni.
Flestir nefndu einnig aö þeir
heföu ekki gert sér jafn rómantísk-
ar hugmyndir um hjónabandiö í
seinna hjónabandinu, og þeir
heföu veriö fúsari til aö sýna mak-
anum hvernig þeir voru í raun og
veru, en ekki einhverja ímynd sem
þeir gátu ekki staöiö viö síðar. Þeir
sögöust einnig flestir hafa leitaö aö
öörum eiginleikum í fari makans í
seinna skiptiö en í hiö fyrra, og lagt
ríkari áherslu á aö makinn væri
traustur, tillitssamur og hvort þau
ættu sameiginleg áhugamál í staö
þess aö í fyrra hjónabandinu var
meiri áhersla lögö á útlit, metnaö
og stööu fyrrverandi maka.
En þrátt fyrir aö fólk virðist
vanda val sitt meira í seinn» iinniö
en hiö fyrra er algengt aö seinni
hjónaböndin endi einnig meö
skilnaöi. Þeir sem stóöu aö um-
ræddri könnun benda á, aö lík-
legra sé aö þeir sem gengiö hafi í
gegnum skilnaö, þekki einkennin
þegar hjónabandiö er fariö í hund-
ana og vilji síður en aörir bíöa eftir
aö sambandiö versni. Eöa eins og
einn þátttakandi könnunarinnar lét
hafa eftir sér, „ég er fús til aö
ganga í gegnum annan skilnaö, en
ég hef ekki áhuga á aö ganga í
gegnum annað slæmt hjónaband“.