Morgunblaðið - 15.07.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 15.07.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 47 „Auðveldasta leiðin til að koma auga á þann sem haldinn er óhóflegri vinnugleði er að kanna hvernig hann ver frítíma sínum," segir Wayne Oat- es höfundur bókanna „Confessions of a Workaholic” og „Make Lazyness Work for You“. Wayne Oates hefur gefið þeim sem haldinn er óhóflegri vinnugleði nafnið „workaholic" en það er samstofna því orði sem notað er yfir drykkjusjúka, en með því vill Oates benda á sjúklegan þátt í mikilli vinnugleði. Hann segir „vinnusjúka" sýna merki þunglyndis og kvíða ef þeir sjá fram á að vera án skipulagðra verkefna í nokkra klukkutíma. Ef um lengri frítíma er að ræða, svo sem sumarfrí eða það að minnka við sig vinnu vegna aldurs, geta ýmsir sjúk- dómar gert vart við sig, svo sem asmi, magaverkir og ígerðir. Pessi ofurást á vinnunni hefur auðvitað áhrif á þá sem umgangast viðkomandi líkt og gildir um aðra ofneytendur, hver kannast t.d. ekki við barnið sem þarf að fá viðtalstíma hjá föður sínum til að geta talað við hann? En hvaö eiga þeir aö gera sem þekkja þessi einkenni á sjálf- um sér og þurfa aö lifa meö þeirri staöreynd? Sérfræðingar ráö- leggja viökomandi aö reyna aö finna sér skemmtilega vinnu. Þar sem hann vinnur á viö tvo eöa þrjá, skiptir miklu að hann njóti vinnunnar til fullnustu. Ef þú ert vinnusjúkur skaltu foröast vinnu- staöi þar sem starfsmennirnir bíöa einungis eftir aö komast á eftir- laun, allar líkur eru á því aö þeir kunni ekki aö meta 16 stunda vinnudag þinn. Vertu eigin herra ef kostur er, og áöur en þú ræöur þér samstarfsfólk skaltu gera því Ijósa grein fyrir til hvers þú ætlast. Einn sérfræöingurinn gengur svo langt aö ráðleggja viökomandi aö vinna einn, eöa ráöa eingöngu til sín aöra vinnusjúklinga. Reiknaöu út hvaö þú vinnur þér mikiö inn á mínútu, jafnvel sek- úndu. Frægur barnasálfræöingur reiknaöi þaö eitt sinn út aö þaö borgaöi sig fyrir hann aö kaupa sér tvær skyrtur j staö þess aö eyöa tíma í aö gera upp á milli þess hvora hann vildi frekar. Hvaö geturðu síöan gert fyrir fjölskyldu þína og þá sem þú setur í annað og þriöja sæti í lífinu? Kynntu börnin þín fyrir þeim sem þú eyðir mestum tíma þínum meö og reyndu að eyöa a.m.k. 15 mín- útum daglega á hvern fjölskyldu- meðlim. Þú þarft ekki aö hafa tyrir því aö tala, vertu bara á staönum. Ef þú ert svo óheppinn aö hafa yfir höföi þér vinnuveitanda sem er vinnusjúkur, þá er ekki þar meö sagt að þú þurftir sjálfur aö vera eins. Reyndu aö koma þér upp eig- in vinnureglum, þaö getur t.d. ver- ið hægt aö ná í þig heima hjá þér í neyðartilfellum og reyndu aö út- vega þér aukaaöstoð ef á þarf aö halda. Ef þaö gengur hins vegar ekki, skaltu reyna aö líta á atvinnu- auglýsingarnar. (Lauslega þýtt úr Psychology Today) Steypustúðin m Blniiuibúöin vor Austuiven

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.