Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
3
Fnjóská slök
„Fnjóskáin hefur ekki gefið
mikið í sumar, aðeins milli 70 og
80 laxa, en það er miklu minna
en í góðum árum, þetta er á sem
hefur gefið á sjötta hundrað laxa
þegar best hefur látið," sagði Jó-
hannes Kristjánsson veiðigarpur
á Akureyri í samtali við Mbl. í
gær.
Jóhannes sagði að áin hefði
verið mjög vatnsmikil í allt
sumar og hinn hálfkláraði laxa-
stigi þvl sennilega verið erfiður
laxinum þar sem aðeins 6 laxar
höfðu veiðst fyrir ofan hann
fyrir 3 dögum. „Ég kíkti í stig-
ann fyrir skömmu og það var
mikið störgrýti í honum," sagði
Jóhannes. Hann bætti því auk
þess við, að þó ætla mætti annað,
væri alls ekki mergð laxa fyrir
neðan stiga. „Það voraði óvenju-
lega seint og Fnjóskáin er auk
þess jafnan í kaldara lagi fyrir
laxinn, það rofar því kannski til
í göngunni fyrir haustið," sagði
Jóhannes.
Eyjafjardará verið erfíð
Jóhannes sagði að 5 laxar
væru komnir á land úr Eyja-
fjarðará og „menn löngu hættir
að gráta út af slíku". Hins vegar
sagði Jóhannes bleikjuveiðina
hafa verið afar góða á köflum
þegar áin hefði verið hrein, sem
hefur verið sjaldan í sumar. „Ég
hef verið heppinn, fór f hana um
daginn með konunni og við feng-
um bleikjur allt að 5 punda, allar
á smáflugur. Svo fór ég í hana
fyrr í sumar og fékk þá á þriðja
tug fiska, einnig allt að 5 pund-
um, en bleikjur allt að 8 pundum
eru alls ekki fátíðar," sagði Jó-
hannes. Hann gat þess að lokum,
að silungsveiði í Hörgá hefði
verið með alminnsta móti í
sumar vegna vatnavaxta og
gruggs. Leysingar hófust óvenju-
lega snemma og vegna mikilla
rigninga á hálendinu hefði áin
verið í skoluð og mikil lengst af í
sumar.
Afar tregt hjá Nesbændum
f blaðinu í gær var greint frá
lélegum aflabrögðum í Laxá í
Aðaldal á slóðum Laxárfélags-
ins, tæpir 900 laxar. Enn lélegri
hefur veiðin verið fyrir löndum
Nes- og Árnesbænda og Mbl.
hefur fregnað að veiðin nemi
varla 150 löxum. Margir nafn-
togaðir veiðistaðir tilheyra þess-
um svæðum, svo sem Kirkju-
hólmakvísl, Grástraumur og
Vitaðsgjafi, en í tregfiski gengur
einhverra hluta hvað verst í
þessum hyljum. „Það kemur
verst niður á þessum veiðistöð-
um,“ sagði einn gamalreyndur
veiðigarpur í samtali við Mbl. I
vor. Það má segja að hvergi f
Laxá hafi veiðin verið góð nema
fyrir ofan Brúarfossa, í ríki hús-
andarinnar, straumandarinnar
og Hólmfríðar á Arnarvatni. En
þar draga menn ekki lax, heldur
spikfeitan og stóran urriða á
flugur sínar.
Vélarbilun í tog-
ara Súgfirðinga
TÍXIARINN Elín Þorbjarnardóttir
frá Suðureyri viö Súgandafjörð hefur
verið frá veiðum frá 2. ágúst vegna
vélarbilunar. Vél við togvindu bilaði
fyrst og var togarinn sendur suður til
viðgerðar. Skipið átti síðan að fara út
til veiöa á laugardag í fyrri viku, en
þá kom fram útleiðsla í aðal-rafli
skipsins og þurfti að einangra allar
spólur í raflinum. Nú er unnið að
þeirri viðgerð og vonir standa til að
skipið komist út til veiða á laugardag.
Að sögn Bjarna Thors, fram-
kvæmdastjóra frystihússins
Freyju, hefur vinna verið næg í
frystihúsinu þrátt fyrir þessa bilun
togarans. Fisks hefur verið aflað
frá nærliggjandi fjörðum. Þá hafa
trillur á staðnum fiskað bærilega.
„Þetta kemur sér þó fremur illa þar
sem við höfðum skipulagt hlé á
veiðunum í september. Þá vorum
við á málningu og viðhaldi línu-
bátsins sem við erum með þannig
að það hafa verið vandræði að fá
hráefni," sagði Bjarni.
„Við gætum lent í vandræðum ef
þessi bilun dregst á langinn," sagði
Bjarni Thors að lokum.
Tvöföldun á þorsk-
veiðum Færeyinga
ÞORSKVEIÐAR Færeyinga á
heimamiðum voru fyrstu 6 mánuði
þessa árs tvöfalt meiri en á sama
tíma síðasta árs. Samtals hafa Fær-
eyingar aflað á þessum tíma 63.793
lesta af óslægðum fiski í ár, en í
fyrra 47.032 lesta. Fyrri helming
sðasta árs nam þorskveiðin 13.000
lestum en nú tæpum 26.000 lestum.
Aukning á öðrum tegundum en
þorski var mest á blálöngu, karfa
og ufsa. Langminnstur afli barst á
land í janúar, eða 2.634 lestir, en
mest í febrúar, 15.350. Alla mán-
uðina utan janúar var landað
meira en 10.000 lestum af fiski í
Færeyjum.
í kjölfar aukinna fiskveiða Fær-
eyinga hefur útflutningur þeirra
vaxið verulega eða um tæp 30%
fyrri helming ársins miðað við
sama tíma í fyrra í krónum talið.
Á síðustu 5 árum hefur útflutn-
ingur Færeyinga miðað við sama
tíma nær tvöfaldast. Nú nam út-
flutningurinn rúmun tveimur
milljörðum íslenskra króna fyrstu
6 mánuðina en sama tímabil í
fyrra nam hann rúmun einum og
hálfum milljarði króna. Á sama
tímabili 1979 nam útflutningurinn
rúmum einum milljarði íslenskra
króna miðað við gengi i dag. í júní
nam útflutningurinn um 426
milljónum íslenskra króna og var
eingöngu um fiskafurðir að ræða.
Þorskflök voru flutt út fyrir tæpar
118 milljónir króna og er það lang
stærsti þátturinn. Mest var flutt
SÖLUSTOFNUN lagmetis hefur nú
tekið ákvörðun um þaö, að breyta
nokkuð skiptingu framleiðslu milli
Siglósfldar og K. Jónsonar. & co. á
Akureyri. Felst hún í því, að nokkur
gaffalbitaframleiösla verður flutt frá
verksmiðjunni í Siglufirði til Akur-
eyrar.
Að sögn Heimis Hannessonar,
framkvæmdastjóra Sölustofnun-
ar, er þetta gert til þess að hraða
afskipunum. Sagði hann, að þessi
tilflutningur yrði Siglfirðingum
bættur upp innan tíðar í tengslum
við þá viðbótarsamninga, sem
taldir væru framundan. Verk-
smiðju K. Jónssonar á Akureyri
væri nú falið að framleiða meira
út til Bandaríkjanna, Vestur-
Þýskalands og Spánar. í fyrsta
sinn í langan tíma var nú flutt út
til Sovétríkjanna. Voru það fryst
ufsaflök fyrir um 28 milljónir
króna.
en upphaflega hefði verið ætlað og
Siglósíld minna. Hve mikið það
væri teldi hann ekki rétt að gefa
upp en það væri nokkuð magn.
Ástæða þessa væri aðallega sú, að
framleiðsla á Akureyri gengi tölu-
vert hraðar fyrir sig, meðal ann-
ars vegna þess, að verksmiðjan
þar hefði nýlega endurnýjað
tækjakost sinn og afköst hennar
væru tölvert meiri en í Siglufirði.
Þá hefði hráefnisöflun í Siglufirði
hafist síðar en venjulega, en í báð-
um tilvikum væri framleiðslan
jafngóð, þannig að ekki væri verið
að gera upp á milli verksmiðja á
þann hátt. Þetta hefði gerst
nokkrum sinnum áður og væri því
ekki um einsdæmi að ræða.
Framleiðsla færð frá
Siglósíld til K.J. & co.
KVÖLDSÝNING
fjmmtudag
Nú breytum við til og höldum bílasýningu
til klukkan lOíkvöld. ——-—”
SÝNUM:
I NOTAÐA BILA.
G^sUegtúrva! '
r . _ d nno l
PICKUP
929 er því
pseldur)
°23 1400 Swtion
I 626 2000 4 dym Bl-sk.
626 2000 4 dyra
323 1300 5 dyra
323l300 3dyra
1 929 Station si.sk-
323 1300 5 dyra
323 1300 Saloon
626 2000 4 dyra
___A rlvra I
Ekinn
61.000
27.000
29.000
30.000
7.000
30.000
26.000
31.000
* 50.000
12.000
bílaborghp
fíSsshölða 23 sirra 812 9
Fólksbíll/Stationbíll
Nýr framdrifinn MAZDA 626
5 dyra Hatchback
margfaldur verdlaunabíll.
Vél: 102 höDIN
Viðbragð: 0-100 km 10 4 sek
Vindstudull 0.35
Farangursgeymsla: 600 lítrar
m/niðurfelldu aftursæti
Bensineyðsla 6.3 L/100 km á 90 km hrada