Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
„Það hlaut að koma að
þessu, bara spurning um
hver yrði heppnastur“
Vænghaf svifflugunnar sem Baldur
flaug er hann setti metið er 15 metr-
ar og hefur hún rennigildið 1 á móti
41,5 sem þýðir að fyrir hvern metra
sem hún fellur fer hún 41,5 metra
áfram.
ákveðið að fara. Eg ákvað því að
reyna að komast í þetta bylgju-
uppstreymi og fór norður fyrir
Laugarvatn og komst þar í fjalla-
bylgju sem skilaði mér upp í tæpa
5.000 metra yfir laugarvatni."
Baldur sagði að þá hefði hann
haft um tvo kosti að velja, að fara
norðar og lenda í meira upp-
streymi og betri bylgju eða að slá
undan og fara sunnar þar sem
ekki var eins mikið um góðar
bylgjur, en var þó í átt að mark-
inu. „Ég valdi seinni kostinn því
mér þótti ég óþarflega langt kom-
inn inn yfir landið til að komast
að vendipunktinum. Ég fór því í
suður í áttina að Hruna þar sem
ég komst aftur í góða bylgju, sem
flutti mig í 5.300 metra hæð. Síðan
fór ég norðan við Búrfell í stefnu á
Hrauneyjafoss, þar sem er lend-
ingarstaður, en ég vildi eiga
möguleika á þvi að lenda einhvers
staðar ef ég lenti í vandræðum eða
erfiðleikum. Á þessari leið minni
yfir Hrauneyjafoss og að Þóris-
vatni missti ég ekki mikla hæð og
kom að Þórisvatni í um 3.000
metra hæð.“
Yfir Þórisvatni náði Baldur síð-
an að komast í 4.500 metra hæð.
Þaðan renndi hann sér síðan rétt
vestan við Foss á Síðu og yfir
Kirkjubæjarklaustur þar sem
hann tók ljósmynd. Frá Klaustri
flaug hann síðan í átt að vendi-
punktinum Leiðólfsfelli.
Komið að Leiðólfsfelli
„Ég flaug síðan í vestur frá
Kirkjubæjarklaustri í átt að Leið-
ólfsfelli. Yfir hálendinu hafði ver-
ið frekar skýjað, en þó var það
með einstaka gloppum. Mér fannst
ég því hafa verið heppinn er ég sá
fjallið og sá að það var frekar
- rætt viö Baldur Jónsson sem fyrstur
varö til aÖ fljúga 300 km markflug hér
á landi og fá þar meÖ gull-C
Það má með sanni segja, að sumarið 1983, þrátt fyrir alla
rigninguna sólarleysið, verði íslenskum svifflugmönnum
minnisstætt. A þessu sumri hafa þrjú ný met verið sett og þar
á meðal tókst Baldri Jónssyni að ná því takmarki að fá
gull-C, en því takmarki hefur aldrei verið náð hér á landi fyrr
og má því telja þetta tímamót í íslenskri svifflugsögu.
Að fljúga svifflugu og fá fyrir það gull-C táknar, að flogið
hafi verið a.m.k. fimm klst. þolflug, 300 km yfirlandsflug og
að náð hafi verið 3.000 metra hækkun eftir að dráttartauginni
er sleppt. Þessum áfanga náði Baldur 31. júlí, en þá flaug
hann frá Sandskeiði og yfir Leiðólfsfell þar sem hann sneri
við heim á leið og lenti á Sandskeiði kl. 21.10. Hafði hann þá
flogið 300 km, verið á lofti í tæpar 8 klst. og hækkað flugiö
um 4.890 metra eftir að dráttartauginni var sleppt.
Flug Baldurs er bæði Islands-
met og einnig innanlandsmet, en
áður höfðu í sumar verið sett
innanlandsmet í útflugi á svif-
flugu. Þá hafði met Þórðar
Hafliðasonar staðið óhreyft síðan
1967, en þá flaug Þórður 172,5 km
í útflugi. Fyrstur til að bæta met
Þórðar var Sigmundur Andrésson
er hann í sumar flaug 184 km frá
Sandskeiði og lenti á Fossi á Síðu.
Síðan varð Garðar Gíslason til
þess að bæta um betur er hann
flaug 250,2 km í útflugi 17. júlí, en
upphaflega hafði hann ætlað sér
að snúa við á Kirkjubæjarklaustri
og fara til baka til Sandskeiðs og
ná þar með í gull-C.
Það hefur lengi verið draumur
íslenskra svifflugmanna að geta
fengið gull-C hér á landi en ís-
lenskir svifflugmenn hafa flogið
slík flug erlendis. Það sem aðal-
lega hefur valdið erfiðleikum við
að fljúga og fá gull-C hér á landi,
er að svifflugmenn hafa þurft að
fljúga í gegnum mörg misjöfn veð-
rabelti á leið sinni og einnig hefur
heppilegasti vendipunkturinn ekki
fundist fyrr en nú, því að telja
verður Leiðólfsfell hentugan
vendipunkt, þar sem einmitt tókst
að ná í gull-C með því að snúa þar
við.
Baldur hóf að fljúga svifflugu 17
ára að aldri og þá var mikið um
það rætt meðal svifflugmanna að
reyna að ná í gull-C með flugi til
Hornafjarðar, en ekki tókst það.
Baldur lagði síðan svifflugið til
hliðar um 10 ára skeið á meðan
hann bjó úti á landi þar. sem ekki
var aðstaða til svifflugsiðkunar.
Hann tók síðan þráðinn upp þar
sem fra var horfið þegar hann
flutti aftur til stór-Reykjavíkur-
svæðisins.
Leitað að heppilegum
vendipunkti
„Ég flaug nokkrar ferðir í
sumar frá Sandskeiði með það í
huga að leita að heppilegum
vendipunkti fyrir flug sem gæfi
gull-C,“ sagði Baldur Jónsson,
þegar hann var spurður um að-
dragandann að fluginu. „Það hef-
ur einnig verið búist við því að
Baldur með flugyfirlýsinguna í höndunum þar sem hann lýsir því yfir að hann ætli að fljúga frá Sandskeiði að
Leiðólfsfelli og til Sandskeiðs aftur og fljúga þar með 300 km markflug.
þetta takmark næðist fljótlega,
því þessar plastvélar, sem flogið
hefur verið á í sumar, hafa mun
meira rennigildi heldur en þessar
gömlu og því má segja að það
hlaut að koma að þessu, bara
spurning um hver væri heppnast-
ur.
Þegar ég kom upp á Sandskeið
um morguninn var ég ekki búinn
að ákveða endanlega hver yrði
vendipunkturinn hjá mér í flug-
inu. Eg ákvað þó að hafa það Leið-
ólfsfell og gaf upp leiðina: Sand-
skeið-Leiðólfsfell-Sandskeið, sem
síðan var skrifað undir.
Það var mjög skýjað þegar ég
var dreginn í loftið af TF-TUG um
kl. 13.50 en ég lét það ekkert á mig
fá. Ég var dreginn í 600 metra hæð
og fljótlega eftir að ég sleppti fann
ég bylgjumyndun og þegar ég kom
að Hengli var ég kominn í 3.000
metra hæð. Þá leit ég austur fyrir
og fannst ég sjá sterkar bylgjur
norðan við þá leið sem ég hafði
bjart yfir því. Síðan birti skyndi-
lega til yfir Skaftártungunum og
varð mjög bjart yfir Leiðólfsfelli.
Ég dólaði síðan við fjallið í um
tuttugu mínútur og tók mynd af
því og því næst hélt ég til baka í
átt að Sandskeiði.
Þegar ég hafði snúið við og var
kominn rétt austan við Skaftá
lenti ég í bylgju sem ég nýtti mér
til að komast í tæplega 5.500
metra hæð og það dugði mér til að
komast að Múlakoti, sem er suð-