Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 13 Komið inn til lendingar. Ekki setti Baldur met að þessu sinni en svifflug er ekki bara til að reyna að setja met heldur til að hafa gaman af. vestan við Tindfjöll. En við Tindfjöll má alveg bóka upp- streymi og þvi fór ég þangað í leit að bylgjum." Baldur renndi sér síðan á svif- flugunni í beinu renniflugi í átt að Tindafjöllum þar sem hann fann uppstreymi, sem skilaði honum upp í 4.500 metra hæð. „Ég hélt að sú hæð myndi duga mér niður á Sandskeið því það hefur margoft verið gert að fljúga frá Sandskeiði að Tindafjöllum og til baka. En því var ekki að heilsa að það yrði auðvelt í þetta sinnið og þegar kom að Selfossi var ég kominn niður í 1.000 metra hæð. Taldi sig ekki komast lengra og var farinn aö leita að lendingarstað Þarna við Selfoss tók við barn- ingur og tókst mér að komast upp í 1.500 metra hæð, en ég vissi að það myndi engan veginn duga mér til að komast yfir á Sandskeið því það var töluverður mótvindur. Það má reyndar segja að það hafi verið mótvindur alla leiðina til baka frá Leiðólfsfelli. Ég ákvað þó að fljúga beint í norður í þeirri von að finna þar uppstreymi eða fá bylgju. Þá tók við sá hluti leiðarinnar sem reyndist mér erfiðastur, enda var ég farinn að leita að lend- ingarstað því ég taldi mig ekki komast yfir á Sandskeið. Ég flaug samt norður að Búrfelli í Gríms- nesi, ekki of viss um hvort ég ætti að halda áfram eða ekki. Ég var farinn að skima eftir lendingar- stað þegar ég lenti í þessu fína uppstreymi og gat klifrað upp f 2.000 metra, sem ég lét duga til að fljúga í beinu renniflugi yfir á Sandskeið en þar lenti ég kl. 21.10 og var þá þessu langþráða marki að lokum náð. Ég held mér sé óhætt að segja að erfiðasti þröskuldurinn á þess- ari leið hafi verið að komast þessa 10—15 km frá Ingóifsfjalli og að Búrfelli en þá var mér hætt að lítast á blikuna því ég var kominn svo lágt.“ Þetta hefur verið sannkallað metár í sviffluginu hér á landi. Sigmundur ríður á vaðið með sínu innanlandsmeti í útflugi, síðan bætir Garðar Gíslason það met og nú síðast verður Baldur Jónsson fyrstur til þess að fljúga og fá gull-C hér á landi. Baldur fær einnig demant, en það er viður- kenning sem hægt er að fá fyrir 500 km yfirlandsflug, 5.000 metra hækkun eftir að hjálpartækjum sleppir og 300 km markflug, sem ákveðið er fyrirfram. Demantinn fær Baldur fyrir 300 km markflug, en einungis munaði 110 metrum að hann fengi annan demant fyrir það að ná 5.000 metra hækkun eft- ir að dráttartaug er sleppt. Gleðjast yfír árangri hvers annars „Það er vonandi að þetta flug verði til þess að hvetja fleiri til dáða og fleiri verði til þess að fljúga og fá gull-C hér áður en langt um líður. Það má segja að ég hafi verið heppinn í þessu flugi, en hins vegar skiptir það sköpum að taka ávallt réttar ákvarðanir og ég hlýt að hafa gert það fyrst mér tókst að komast alla leið. Ég á hins vegar félögum mínum í sviffluginu mikið að þakka og við höfum hvatt hvern annan til dáða og glaðst yfir árangri hvers ann- ars. Það var vel tekið á móti mér þegar ég kom til baka og menn glöddust yfir því að búið var að ná þessu marki hér á landi," sagði Baldur Jónsson að lokum. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásfcíum Moggans! höfum við tekið fram vörurn- ar sem eru ekki á útsölunni og gefum 10% afsl. af þeim á meðan á sumarútsölunni stendur. LATTU þig ekki vanta á þessa frá- bæru útsölu. 40%—60% afsláttur. Verið velkomin!! KARNABÆR IV LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 F SIMI FRÁ SKIPTIBORDI 85055 fna Laugavegi 20 Simi Ira skiptiborði 85055 Austurstraeti 22 Sími frá skiptiboröi 85055 III-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.