Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
Boðsgestir í fyrstu máltíð hollustuvikunnar, ásamt aðstandendum henn-
ar. Talið f.v. Noel Johnson, maraþonhlaupari, Hilmar Helgason, Páll
Árnason, yfirmatsveinn, Sigurður Gíslason, hótelstjóri, dr. Jón Óttar
Ragnarsson, dósent, Hulda Ólafsdóttir, ritari og Ágúst Sigurðsson,
matvdafraeðingur.
Heilsufæði á boðstóhim á Borginni:
HOLLT SKAL
ÞAÐ VERA!
„ÞAÐ ER gömul þjóðsaga að halda að hollustufæði þurfi endilega að
vera bragðvont, en þessi máltíð var alveg frábær,“ sagði Örn Harðar-
son, einn þeirra sem borðaði fyrstu máltíðina í hollustuvikunni sem nú
stendur yfir á Hótel Borg. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent, lagði á
ráðin um samsetningu réttanna, sem á boðstólum eru, í samvinnu við
Pál Árnason, yfirmatsvein á Hótel Borg.
í samtali við Mbl. sagði Páll að
saminn yrði matseðill fyrir
hvern dag, sem samanstæði af
skammti af blönduðu íslensku
grænmeti og síðan einum aðal-
rétti. í hverri máltíð eru um 400
hitaeiningar, en að sögn Arnar
Harðarsonar, eins þeirra sem
brögðuðu á hollustumatnum, var
fæðan bragðmikil og góð, og á
engan hátt einhæf.
Páll Árnason er nýkominn
heim frá Svíþjóð, þar sem hann
hefur kynnt sér matargerð af
þessu tagi, og rak auk þess eigin
matsölustað þar i landi í 4 ár.
Páll sagði að hollustufæðan
hefði verið á matseðli Hótel
Borgar í gær, og hefðu margir af
matargestum valið hana og líkað
vel. Hann sagði að þessi fæða
væri í raun engin breyting á
matarvenjum, heldur einungis
öðru vísi samsetning á fæðuteg-
undum. Hann taldi fólk hafa
ímyndað sér of lengi að hollustu-
og megrunarfæði þyrfti alltaf að
byggjast á endalausu gulrótar-
áti, en þessi fæða sem hann væri
að kynna, byggðist upp á ís-
lensku kjöti, fiski og grænmeti,
þar sem kappkostað væri að
sameina bragðgæði, hollustu og
ákveðið hitaeiningagildi.
Heiðursgestur við fyrsta holl-
ustumálsverðinn var Noel John-
son, hinn 84 ára gamli mara-
þonhlaupari og heilsuræktar-
áhugamaður, og áður en máltíð-
in hófst, flutti dr. Jón óttar
Ragnarsson nokkur kynningar-
orð um hollustufæðið.
GóÖtemplarareglan 100 ára
Góðtemplarareglan á íslandi
verður 100 ára þann 10. janúar
1984. Af því tilefni hefur verið
ákveðið að gefa út veglegt afmæl-
isrit. Ritið verður um 160 blaðsíð-
ur og gefið út í ca. 3.000 eintökum.
Góðtemplarareglan hefur unnið
brautryðjendastarf í félagsmálum
hér á landi, segir í fréttatilkynn-
ingu frá reglunni og hefur starfað
í flestum sveitarfélögum landsins.
Ákveðið hefur verið að gefa al-
menningi kost á því að gerast
áskrifendur að ritinu og fá nöfn
sín skráð á heillaóskalista fremst í
ritinu. Þeir sem hefðu áhuga á að
gerast áskrifendur að ritinu geta
hringt í síma Stórstúku fslands,
Eiríksgötu 5, eða sent nöfn sín í
pósti til Stórstúkunnar fyrir 1.
október 1983.
Landsmót votta Jehóva
f dag hefst í Reykjavík árlegt
landsmót votta Jehóva á íslandi.
Mótið er haldið í samkomuhúsi
þeirra við Sogaveg í Reykjavík og
stendur í fjóra daga.
Einkunnarorð mótsins eru „Ein-
ing undir Guðsríki", en vottar Je-
hóva telja Biblíuna sýna að Guðs-
ríki sé eina von mannkynsins um
varanlegan frið og einingu.
Á dagskrá er fjöldi erinda og
viðtalsþátta, auk tveggja leikrita
með litskyggnum. Aðalræðu móts-
ins flytur Bergþór N. Bergþórsson
kl. 14:00 á sunnudag og nefnist
hún „Hverjir eru sameinaðir í
þessum sundraða heimi?“ Vottar
Jehóva munu á fimmtudag ganga i
hús í Reykjavík og ræða við fólk
um Bibliuna og bjóða þvi að sækja
mótið, en aðgangur er öllum
frjáls. Mótinu lýkur á sunnudag.
ARNARFUUG VÖRUFUJTMNGAR
Þeirsem krefjast öryggis
ve/ja vörufiutninga
Arnarf/ugs
vegna þess að 737-200 COMBI flugvél Arnarflugs er í
senn vöru- og farþegaflugvél. Það tryggir fullkomna
nýtingu hverrar ferðar til vöru- og farþegaflutninga
í samræmi við þörf hverju sinni.
vegna þess að menn treysta vörueftirliti CORDA -
þjónustutölvu KLM og Arnarflugs. Hún segir okkur á
svipstundu hvar varan er stödd, hve þung hún er
og stór, hverjir viðkomustaðir hennar eru og flutnings-
tími.
vegna þess að reglubundið áætlunarflug Arnarflugs
að og frá Schiphol flugvelli tryggir lágmarks-
afgreiðslutíma á vörum til landsins. Þannig stuðlum við
að minna birgðahaldi, lægri fjármagnskostnaði og
auknum veltuhraða stórra sem smárra fyrirtækja.
vegna þess að Arnarflug finnur hagkvæmustu leiðina
fyrir þína vöru.
Flugfélag með ferskan blæ
4RNARFLUG
Lágmúli 7, Sími 29511
MetsöluUad á hverjum degi!
HVÖT
Haustferð með Eddunni
Til Newcastle 31. ágúst. Fararstjóri Sigríöur Hannesdóttir. Skráning hjá Farskip í síma 25166
— Valgeröur Einarsdóttir, kl. 9—17 og hjá Önnu Borg á skrifstofu Hvatar, kl. 9—12.
Stjórnin.