Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÍJST 1983
Sovétríkin teygja árina
framar í Mið-Ameríku
eftir Gunnar Pálsson
UMDEILT strfð og inn-
brotshneyksli áttu fyrir ára-
tug snaran þátt í þeirri
ákvörðun bandaríska þings-
ins að þrengja svigrúm fram-
kvæmdavalds í utanríkismál-
um. Einn kunnasti dálkahöf-
undur í Bandaríkjunum fyrr
og síðar, Walter Lippmann,
hafði þó vakið á því athygli
tuttugu árum áður að áhrifa-
vald forseta í málefnum
stríðs og friðar hefði smám
saman færzt til löggjafar-
þings og þaðan yfir til fjöld-
ans. Lippmann, óhvikull lýð-
ræðissinni, líkti aukinni hlut-
deild almúgans í öryggismál-
um rfkisins við tæringu heil-
brigðs líkama og kenndi
sjálfviljugu hugsunarleysi,
sem af henni hlauzt, um
verstu mistök bandarískrar
utanríkisstefnu á öldinni.
í lýðræðisríkjum okkar daga
telst vart til annmarka á stjórn-
arfari að kjósendur kalli ráða-
menn til ábyrgðar. Á hinn bóginn
má um það deila hvort aukin
íhlutun almennings í málefnum
stríðs og friðar stuðli einatt að
skynsamlegri ákvarðanatöku.
Stjórnist athafnir valdhafa af
viðhorfum almennings hverju
sinni kann það þvert á móti að
spilla fyrir mótun heilsteyptrar
utanríkisstefnu. Síbreytileg af-
staða almennings kann að hindra
áform til langframa. Aðþrengdu
framkvæmdavaldi gefst ekki ráð-
ním til skjótra gagnráðstafana á
neyðarstund. Þar sem vinsældir
afstöðu verða mælikvarði fyrir
réttmæti hennar er stjórnvöldum
óhægt um vik að taka óvinsælar
en nauðsynlegar ákvarðanir. Er
það kaldhæðnislegt að þrátt fyrir
að lýðræðisríki byggi frelsi sitt að
verulegu leyti á traustum land-
vörnum, ala þau á frjálslyndisöfl-
um, sem skorast vilja undan því að
axla byrðarnar af lýðræðinu. Þau
vilja njóta ávaxtarins án þess að
vökva rótina.
Stefna Bandaríkjanna í Mið-
Ameríku að undanförnu er að
ýmsu leyti táknræn fyrir um-
rædda sjálfheldu framkvæmda-
valdsins. Hergagnaflutningar
Sovétmanna til Mið-Ameríku hafi
e.t.v. aldrei verið meiri og kúb-
anskir hernaðarráðgjafar í
Nicaragúa skipta nú þúsundum. {
krafti liðsaukans hyggjast stjórn-
völd viðhalda núverandi skipan að
þjóðinni forspurðri og draga taum
kommúnískrar byltingar í ná-
grannaríkjunum. Bandaríska
þingið hefur engu að síður reist
rammar skorður við afskiptum
stjórnarinnar af E1 Salvador og
Nicaragua. Hefur meirihluti
þingsins, bergmál almennings,
haft að málsvörn að Reagan væri
með harðskeyttri stefnu sinni að
sökkva þjóðinni í fen annars Víet-
nam-æfintýris.
Samlíkingin við afskipti Banda-
ríkjamanna af Víetnam á um
margt við rök að styðjast. Líkt og
á tímum Víetnam-stríðsins grein-
ir menn á um nlutverk þingsins og
hvort það eigi að hlíta eða hnekkja
stefnumörkun framkvæmdavalds-
ins. Deilt er um viðbrögð við bylt-
ingaröflum í þróunarlöndunum og
baráttuaðferðir lýðræðisafla gegn
tangarsókn kommúnismans. Að
öðru leyti er þó ólíku saman að
jafna. Nálægðin ein veldur að
málefni Mið-Ameríku snerta
ðryggi Bandarikjanna beinlínis.
Takist kommúnistum að koma ár
sinni fyrir borð í nágrannaríkjum
gefst Sovétmönnum kostur á her-
stöðvum, sem ógna bandarísku
þjóðinni og auka líkur á heims-
ófriði. Meiri samstaða er um
mikilvægi Mið-Ameríku nú en til
var að dreifa varðandi Vietnam
1965. Hávær mótmæli gegn að-
ferðum Reagans í Mið-Ameríku
breyta því ekki að tilgangur þeirra
er lítt umdeildur. Árið 1965 gátu
margir talið sér trú um að Viet
lýsti því yfir árið 1823 að Banda-
ríkin myndu áskilja sér rétt til að
vernda þjóðir Rómönsku Ameríku
gegn ágangi evrópskra einræðis-
þjóða. Monroe-kenningin hefur
síðan verið hornsteinn banda-
rískrar utanrikisstefnu i heims-
hlutanum. Þrátt fyrir að viðbrögð
Reagans við afskiptum Sovét-
manna af Mið-Ameríku séu í anda
þessarar kenningar, er nauðsyn-
legt að túlka þau í ljósi samtíma-
legra viðburða.
Veturinn 1958 var Eisenhower
Bandaríkjaforseti á tveimur átt-
um um andsvör við byltingartil-
raunum Castrós á Kúbu. Þar eð
sannanir voru fyrir níðingshætti
Fulgencio Basista, einræðisherra,
endes í Chíle, sem naut fulltingis
Castrós, var kollsteypt í septem-
ber 1973. Linnulausar tilraunir
Kúbuleiðtogans til að grafa undan
áhrifum Bandaríkjamanna í
heimshlutanum hafa spillt fyrir
friði en annars hvergi borið tilætl-
aðan árangur, ef undan eru skilin
smáríkin Surinam og Grenada, og
loks Nicaragúa nú.
Atburðum í júlí 1979 svipar um
margt til atburða 1958. Eins og á
Kúbu var einræðisherra við völd í
Nicaragúa, Anastasio Somoza.
Þótt Somoza væri staðfastur
Bandaríkjavinur, ollu spilling og
mannréttindabrot einræðisherr-
ans því að risinn í norðri hélt að
sér höndum í byltingunni ’79.
, Ml£>:
a^erika
Cong væri fyrst og fremst þjóðleg
umbótahreyfing bænda og berðist
því ekki undir fána yfirvalda í
Hanoi. Sandínistar i Nicaragúa
hafa á hinn bóginn enga tilburði
til að villa á sér heimildir og fara
leynt og ljóst undir hamri og sigð.
Stór hluti bandarísku þjóðarinnar
kýs að bægja hættunni frá með
friðmælum frekar en vopnabraki.
En hafi Reagan ekki tilburði á
vígvellinum er ósennilegt að ár-
angur náist við samningaborðið.
Þar sem einn aðili berst til sigurs,
en hinn til friðar, hefur hinn fyrr-
nefndi oftar betur.
Stefna Reaganstjórnarinnar í
Mið-Ameríku helgast af sögu-
legum forsendum, gömlum og nýj-
um. Monroe Bandaríkjaforseti
ákvað stjórnin að hætta að styðja
hann með vopnasendingum.
Castró og byltingarliðum hans
reyndist hægur eftirleikurinn og
námu þeir Havana herskildi í
janúar 19o9.
Þegar Bandaríkjamenn sáu sig
um hönd var það orðið um seinan.
Blíðulæti Castrós og Sovétmanna
knúðu stjórnina til refsiaðgerða,
sem náðu hámarki með hinni mis-
heppnuðu innrás í Svínaflóa í
apríl 1961. Þrátt fyrir að árásin
yrði Castró veruleg lyftistöng ein-
angraðist hann smám saman frá
meginlandi Rómönsku Ameríku.
Tilraunir hans til að kynda undir
byltingum í Guatemala, Venezu-
ela, Kólombíu, Perú og Bólivíu
runnu út í sandinn og stjórn All-
Andstaða þorra almennings við
stjórn Somozas, gerði að verkum
að byltingaröflin, undir forystu
sandínista, áttu greiðan aðgang að
stjórntaumunum. Aðgæta ber þó
að hefði byltingin ekki notið sam-
þykkis Samtaka Ameríkuríkja að
auki er óvíst hvort sandínistar
hefðu náð að taka völdin.
Á fundi utanríkisráðherra sam-
takanna í júní 1979 bar til tíðinda
að gerð var ályktun þar sem stjórn
Somozas var í raun svipt lögmæti
og uppreisnarmönnum heitið sið-
rænum stuðningi. í ályktuninni
voru andstæðingar einræðisherr-
ans hvattir til að beita sér fyrir
„sannri lýðræðisstjórn". Nýja her-
stjórnin í Nicaragúa svaraði sam-
þykkt samtakanna með yfirlýs-
ingu um sumarið, þar sem hún lof-
aði lýðræði, mannréttindum og
J'yrstu frjálsu kosningunum" í
Nicaragúa á öldinni.
Illu heilli kom í Ijós að sam-
þykkt Samtaka Amerfkuríkja var
byggð á röngum forsendum.
Stjórn sandínista hófst þegar
handa við að gera loforðin að
engu. Þeir höfðu komizt til valda i
skjóli samstarfs við ólíka aðila en
reyndu að viðhalda þeim óskiptum
í krafti ofbeldis og erlendrar
íhlutunar. Mannréttindi hafa ver-
ið höfð að spotti og frjálsar kosn-
ingar eru hvergi f sjónmáli. Sand-
ínistar hafa þó ekki látið hér við
sitja heldur einnig lagt drag undir
kommúnískar byltingar í ná-
grannaríkjunum.
Viðbrögð Bandaríkjamanna við
þessari framvindu mála bera þess
merki að árásin í Svínaflóa er
stjórnvöldum enn í minni. Þús-
undir „kontra“-skæruliða, sem
njóta stuðnings bandarísku leyni-
þjónustunnar, hafa á árinu ráðist
inn í Nicaragúa frá nágrannarík-
inu Hondúras. Andstæðingarnir
telja í sínum hópi fyrrverandi
Somoza-sinna, en einnig fyrrver-
andi sandínista, er telja að stjórn-
in hafi brugðizt málstað bylt-
ingarinnar. Heræfingar banda-
rískra land- og fótgönguliða nær
landamærum ríkjanna, svo og æf-
ingar bandaríska flotans við
strendur Nicaragúa, bera þess
vitni að Reagan hyggst ekki taka
vettlingatökum á svikráðum sand-
ínista. Einurð forsetans virðist
þegar hafa komið nokkru til leið-
ar. Castró og sandínistar hafa nú í
fyrsta sinn á orði að stöðva beri
utanaðkomandi vopnaflutning til
heimshlutans. Hver árangur verð-
ur af viðvörunum forsetans ræðst
þó að miklu leyti af því hvort
bandaríska þingið gefur forsetan-
um kost á að láta kné fyigja kviði.
Eins og horfir er vandséð hvort
Reagan fær nauðsynlegt ráðrúm
til athafna í Mið-Ameríku. Full-
trúadeildin hefur samþykkt fyrir
sitt leyti að stöðva liðsinni banda-
rísku leyniþjónustunnar við
„kontra“-skæruliða í Nicaragúa.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið fær að hafa í mesta lagi fimm-
tíu og fimm hernaðarráðgjafa i E1
Salvador. Háværar raddir krefj-
ast af forsetanum að hann beiti
sér fyrir „ pólitískri" lausn á
þrætuefnum Mið-Ameríkuríkja.
Friðþægingarstefna þingsins get-
ur þó vart talizt vænleg til árang-
urs. Samkvæmt upplýsingum
bandaríska varnarmálaráðuneyt-
isins hafa hergagnaflutningar
Sovétmanna til Nicaragúa það
sem af er árinu verið tvöfalt meiri
en á öllu árinu í fyrra. í grein, sem
blaðamaðurinn Richard Halloran
reit fyrir „The New York Times"
nýlega, segir að allt bendi til að
lungi hergagnanna hafi verið stór-
skotaliðsvopn, skriðdrekar, bryn-
drekar og flugvélar. Flutninga-
skipið Alexander Ulyanov, sem
nýlega kom til hafnar með her-
gögn í Cortino í Nicaragúa, var hið
tíunda í röðinni frá í byrjun árs-
ins. Um það bil er Ulyanov lagði
að bryggju í Nicaragúa var tugur
annarra flutningaskipa þegar
lagður af stað frá Sovétríkjunum
til sama áfangastaðar.
Samkvæmt upplýsingum varn-
armálaráðuneytisins hefur herinn
í Nicaragúa nú á að skipa um
hundrað þrjátíu og átta þúsund
hermönnum, en miðar að því að
hafa tvö hundruð og fimmtíu þús-
und hermenn innan tíðar. Allt að
tvö þúsund kúbanskir hernaðar-
ráðgjafar starfa nú í landinu auk
eitt hundrað sovézkra ráðgjafa í
höfuðborginni Managúa. Hafa
Sovétmennirnir einkum haft