Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
19
Uppruni Steinbecks
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
John Steinbeck:
Austnn Eden I
Sverrir Haraldsson þýddi.
Bókaklúbbur Arnar og Örlygs 1983.
John Steinbeck hélt ekki áfram
með eða endurtók meistaraverk
sitt Þrúgur reiðinnar. En segja má
að hið breiða sögusvið í Austan
Eden minni lítillega á fyrrnefnda
bók. Vissulega er Austan Eden um
margt snjöll saga, en engu að síð-
ur til vitnis um að höfundurinn er
ekki sá sami og áður. Meðal ann-
ars kemur þetta í ljós með dómum
hans um ýmsar persónur sögunn-
ar, gerðir þeirra nægja honum
ekki til að spegla hið illa. Um
Cathy, sem allt snýst um í fyrri
hluta sögunnar, segir hann í upp-
hafi sautjánda kafla: „Þegar ég
sagði að Cathy hefði verið
ófreskja, þá var ég sannfærður um
að svo hafi raunverulega verið."
Vissulega var Cathy ófreskja.
Um það getur lesandinn dæmt
sjálfur án ábendingar höfundar-
ins. En það merkilega við Stein-
beck, og það sem sannar hve góður
höfundur hann var, er að hann
reynir að skilja nornina Cathy og
tekst að réttlæta gerðir hennar
oftar en einu sinni. Bræðurnir
Charles og Adam, börn hinna ein-
kennilegu aðstæðna, verða stund-
um ekki nema svipur hjá sjón þeg-
ar þeir eru bornir saman við
Cathy.
Ekki er langt síðan sjónvarps-
mynd var sýnd hér gerð eftir
Austan Eden. Margir fylgdust
með þessari mynd og satt að segja
tókst hún furðuvel og var stundum
litríkari en fyrirmyndin. Sagan er
vel fallin til kvikmyndagerðar og
hvers kyns leikrænnar tjáningar
eins og verk Steinbecks yfirleitt.
Margir kannast við Mýs og menn,
hið óhugnanlega andrúmsloft
þeirrar sögu.
Steinbeck er sem betur fer
sæmilega kynntur á íslandi með
þýðingum. Austan Eden hefur
Sverrir Haraldsson þýtt og stytt
lítillega. Þýðing Sverris er lagleg
og á köflum allvel gerð, en langt
frá því að vera gallalaus. Þó tel ég
að lesendur megi bærilega við una
að fá í hendur þá útgáfu sem örn
og Örlygur senda nú frá sér.
John Steinbeck
Hjá Steinbeck eru það hinar
sérstæðu persónur, oft öfgafullar
og í meira lagi stjórnlausar sem
ráða ferðinni. í Austan Eden er
nóg af slíku fólki frá fyrstu síðu til
hinnar síðustu. Hver man ekki
hinn einkennilega feril gallagrips-
ins Cyrusar að lestri loknum? Og
hvernig er annað unnt en heillast
af íranum Samúel eða Kínverjan-
um Lee? Kvenlýsingar eru líka
margar afbragðsgóðar, ekki að-
eins mynd Cathyar.
Steinbeck þekkti Salinas-dalinn
af eigin raun. Það er saga hans
sem Austan Eden rekur. En víða
er einkennileg nálægð við Biblí-
una, ekki aðeins í mannanöfnum
heldur líka ýmsum atburðum og
átökum manna á milli. Eins og hjá
Steinbeck og mörgum höfundum
af hans kynslóð er lostinn það afl
sem tekur völdin af mönnum. Ekki
síst leitast hann við að túlka af-
leiðingar hinna blindu fýsna,
órannsakanlega vegi mannssálar-
innar. í lok fyrra bindis hefur
rækilega verið hrært upp í öllum
tilfinningum og maðurinn stendur
ráðalaus andspænis sjálfum sér og
Guð er í miklum fjarska. í síðara
bindinu er reynt að greiða úr mál-
um, skapa þá heildarmynd sem
þarf til að úr verði raunveruleg og
trúanleg saga.
Jóhann Hjálmarsson
Filipp^eyjar*Taiwai)
I Farandaíerðinni til Filippseyja
verður aðeins íerðast um eyjarnar á
þœgilegustu íarartœkjum, sem völ er
á. Enginn aukakostnaður. Allt inni-
íalið, enda ekki verið að spara þegar
góða gesti ber að garði.
____arandí
Vesturgötu 4 - sími: 17445.
Sérfræðingar í spennandi sumarleyfisferðum
Brottlör I. 23. desember
Brottför II 30. desember
5 IE ii< ðíi lr •1 m 9d1 Sll ld.21 D
HAGKAUP Skeifunni15