Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 22
22 • MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Mannfall í árás yrði 25 milljónir að minnsta kosti London. 24. ágnoL AP. HEFÐU Sovétmenn ráðrúm til að flytja alþýðu manna í skjól raætti eigi að síður gera ráð fyrir að allsherjar kjarnorkuárás Bandaríkjanna á sov- éska eldflaugaskotpalla og iðnaðar- svæði yrði milli tuttugu og fimm og þrjátíu og fjórum milljónum manna að fjörtjóni. Gæfist Sovétmönnum ekki slikt ráðrúm gætu dauðsfoll orð- ið á bilinu fimmtíu til eitt hundrað milljónir. Niðurstöður þessar koma fram í athugun Alþjóðlegu herfræði- stofnunarinnar í London (IISS), sem birt var í dag. Noregur: Óánægjan vex með fisk- kaup Rússa Ósió, 24. ágÚHt. Frá fréttariura Mbl. EINS OG sagt var frá í gær, þriðju- dag, er víða mikil óánægja meðal n.skvinnslufólks í Noregi og atvinnurekenda með gífurleg fisk- kaup Sovétmanna beint frá fiski- skipunum. sem farin eru að valda atvinnuleysi í landi. Við átökum lá í Hammerfest um sl. helgi vegna þessa en nú er það fólk í Abelnes, skammt frá Flekkufirði, sem mót- mælt hefur þessum viðskiptum. I Abelnes gengur nú flest fisk- vinnslufólk atvinnulaust og er þremur sovéskum verksmiðju- skipum kennt um, en þau lóna úti fyrir ströndinni og kaupa alla þá síld, sem bátarnir veiða. Tals- menn þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta í landi, segja þessar að- farir bæði ólöglegar og sérstak- lega óheiðarlegar af hálfu norsku sjómannanna. Helge Schött, talsmaður síld- arútflytjenda, segir útilokað fyrir norska atvinnurekendur að bjóða í síldina á móti Rússum. Laun í Rússlandi séu smámunir einir samanborið við það, sem gerist í Noregi, og þess vegna geti þeir keypt alla þá síld, sem þeir komast yfir og selt hana síð- an aftur með góðum hagnaði á Vesturlöndum. Sovétmenn greiða 5,30 ísl. kr. fyrir kílóið en í landi fá sjómennirnir aðeins um 1,90 ísl. kr. Dr. Desmond Ball, frá ástralska þjóðarháskólanum í Canberra, veitti könnuninni forstöðu. Hann sagði að frá árinu 1973, að minnsta kosti, hefði það verið stefna banda- rískra yfirvalda að miða ekki kjarnorkueldflaugum á þéttbýlis- svæði í Sovétríkjunum. Ball bætti þó við að örðugt væri að segja til um hvað slík stefna þýddi i raun þar sem alls byggju tvö hundruð sextíu og niu milljónir manna i Sovétríkjunum. I athuguninni kemur fram að Bandaríkjamennn miða eldflaug- um að um fjörutíu þúsund skot- mörkum í Sovétríkjunum. Til sam- anburðar má geta þess að skot- mörkin voru einungis tvö þúsund og sex hundruð árið 1960, en tutt- ugu og fimm þúsund árið 1974. Ball sagði að fjölgunin ætti rætur að rekja til þess að uppskátt hefði orð- ið um fleiri hernaðarmannvirki í Sovétríkjunum með bættri leyni- þjónustu og væri því ástæðan ekki að sovéskum hernaðarmannvirkj- um hefði skyndilega fjölgað. Blíðunnar notið undir byssukjöftum ísraelskur hermaður gætir hér öryggis félaga sinna, sem eru að sóla sig og baða í Awali-ánni í Suður-Líbanon. Á þessum slóðum verður víglína ísraela eftir að þeir hafa flutt her sinn um set frá Chouf-fjöllum í miðju landinu. Mobutu lét berja andstæðinga sína Briissel, 24. ágúst. AP. UM SEXTÍU andstæðingar Mobutu Sese Sekos, forseta Zaire, voru barðir og fangelsaðir 12. ágúst eftir að fjórir þeirra áttu fund með bandarískum þingmönnum í Kinshasa, höfuðborg Zaire, að því er dagblaðiö „De Morgen“ sagði í dag. í fréttinni sagði að í hópi fórnarlambanna hefðu verið þrettán fyrrverandi þing- menn, er áður höfðu verið látnir sæta fangelsisvist fyrir að gagnrýna einræðisstjórn Mobutus í belgísku nýlendunni fyrrverandi. myndir af tveimur þrettán- menninganna, sem sagt er að hafi verið teknar eftir bar- smíðarnar. Skyrtur beggja voru blóðugar og augu þeirra bólgin. Dagblaðið, sem talið er áreiðanlegt, gat ekki um heim- ildir sínar fyrir fréttinni í Zaire. Það sagði að bandarísku máli við fjóra félaga Samtaka fyrir lýðræði og félagslegum framförum, UDPS, á alþjóð- legu hóteli í Kinshasa. Að fundinum loknum segir blaðið að zairísku þingmennirnir, auk fimmtíu fylgismanna, hefðu verið lúbarðir með belt- um af herlögreglu í borgara- klæðum, en síðan fluttir til herbækistöðva, þar sem mis- Mobutu forseti Zaire þyrmingunum áfram. var haldið „De Morgen" birti ljós- þingmennirnir hefðu komið að Stjórnarflokkur & vann í Nígeríu r Ukos, Nígeríu, 24. ígúsl AP. Stjórnarflokkur Nígeríu, Þjóóar- flokkurinn, náöi fimmtíu og fimm sætum í kosningum til öldungadeild- ar nígeríska þingsins og hefur því yfirburða meirihluta. Kosningarnar fóru fram á laugardaginn var, en talningu atkvæða lauk ekki fyrr en í dag. Skugga bar þó á kosningarnar þar sem átök í vesturríkjunum Oyo og Ondo ollu því að kosning- um þar var frestað um óákveðinn tíma. Kosningar í Kwara-ríki, þar sem ofbeldis hefur gætt einnig, munu fara fram 10. september. Hvert hinna nítján ríkja Nígeríu hefur fimm kjörna fulltrúa í öld- ungadeildinni. Hérað höfuðborg- arinnar, Abuja, hefur einn full- trúa. Líkt og í forseta- og ríkisstjóra- kosningum fyrr í mánuðinum náði Þjóðarflokkurinn beztum árangri í flestum kjördæmum, bætti við sig þingsætum í mið- og suðurhér- uðum en hélt í horfinu í norður- Shagarni forseti Nigeríu héruðum, þar sem meirihluti íbúa er múhameðstrúar. Afganistan: Dreifa myndum af fyrrverandi konungi Nýju I)elhí, 24. á|(úst. AP. HAFT ER EFTIR heimildum, að myndir af fyrrum konungi Afganistans gangi nú manna á meðal í Kabúl, höfuðborginni, en hins vegar hefur lepjstjórnin lítið sem ekkert látið frá sér heyra um stuðningsyfirlýsingu konungs, sem nú er í útlegð á Ítalíu, við frelsissveitirnar í landinu. Ibúum í Kabúl kom það á óvart þjóðarinnar, að vinna að „stofnun í síðustu viku að sjá mynd af fyrr- um konungi í herfangi, sem sjón- varpið sýndi og sagði hafa fallið í hendur stjórnarhermönnum í Bagrami fyrir austan borgina. Er það í fyrsta sinn sem leppstjórnin gefur til kynna, að konungur sé á bandi skæruliðanna. Fyrrum konungur Afganistans, Mohammad Zaher Shah, var rek- inn frá völdum árið 1973 og hefur haft hægt um sig síðan. í síðustu viku skoraði hann hins vegar á þá menn, sem berjast fyrir frelsi nýs Afganistans, sem óháð væri erlendum ríkjum og hefði kenn- ingar spámannsins frá Mekka að leiðarljósi". Kvaðst hann einnig mundu berjast fyrir málstað þjóð- arinnar á alþjóðlegum vettvangi. Fólk, sem komið hefur frá Kab- úl, segir, að myndum af konungin- um sé dreift í borginni, oft fyrir opnum tjöldum, og að andspyrnu- hreyfingin hafi haldið fund þar sem rætt hafi verið um hlutverk konungs í frjálsu Afganistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.