Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 23
Býflugur í búi sínu. hessar eru af evrópsku bergi brotnar og hinir mestu fridarsinnar hjá þeim afrísku. Bandaríkin: „Drápsflugurnar44 koma eftir fá ár Washington, 24. ágúst AP. MILLJONIK svokallaðra „drápsflugna" eru nú að nema land í Mið- Ameríku og munu að öllum líkindum vera komnar til suðurríkja Banda- ríkjanna eftir fá ár, að því er segir í skýrslu frá bandaríska landbúnaðar- ráðuneytinu. Býflugurnar eru afkomendur suður-amerískra karlflugna og afrískra drottninga, sem brasil- ískir vísindamenn voru að gera tilraunir með árið 1957. Þær sluppu hins vegar út úr 26 búrum og hafa síðan farið sem eldur um sinu norður eftir álfunni, að jafn- aði nærri 500 km leið á hverju ári. Afríska tegundin er miklu herskárri og hættulegri en sú innlenda og þykja bastarðarnir hafa erft allt það versta í fari foreldranna. Á síðustu 20 árum hafa mörg hundruð manns og húsdýr, fleiri en tölu verði á komið, fallið í val- inn fyrir býflugunum, sem, að því er segir í skýrslunni, eru með ólíkindum grimmar og fljótar til árásar. Þegar þessi nýja tegund breiddist út um Brasilíu urðu margir býflugnabændur að bregða búi vegna hættunnar, sem öðru fólki stafaði af þeim, en nú hafa margir tekið það ráð að flytjast til afskekktra staða. Hunangsframleiðslan er því aftur að taka við sér þar í landi, en það sama verður ekki sagt um Ven- ezúela. Þar er hunangsiðnaðurinn í rúst af völdum flugnanna. Býflugurnar stinga helst ná- lægt búinu og eru hættulegastar fyrstu fimm árin eftir að þær nema nýtt land. Eftir það virðast þær róast eitthvað. Bandarískir vísindamenn segja, að ekkert muni geta hindrað þær í að setj- ast að í suðurríkjunum, en norðar muni þær þó ekki fara. Þar koma vetrarfrostin til með að setja þeim stólinn fyrir dyrnar. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 PALL ÞORGEIRSSON & CO. Armúla 27. — Símar 34000 og 86100. Hænsni stikna í hitabylgjunni New York, 24. ágúst. AP. HITABYLGJAN í Bandaríkjunum, sem þegar hefur orðið átjan manns að aldurtila, rénaði ögn í suðurríkjunum í dag meðan annar hvirfilbylur síðsum- arsins sótti í sig veðrið úti fyrir ströndum Flórída. Hitastigið komst upp í þrjátiu hundruð og tuttugu kílómetra út og átta stig á celsíuskvarða á þriðjudag í Karólínuríkjunum, Georgíu, Virginíu, Alabama, Ark- ansas og Tennessee, en heitast varð í Gilda Bend í Arizona, þar sem hiti varð fjörutíu og eitt og hálft stig. í bænum Anderson, Indíana, lézt fjórtán ára drengur á þriðju- dag eftir að hann hlaut hjarta- áfall á knattspyrnuæfingu í þrjá- tíu og tveggja stiga hita. Vonir eru nú bundnar við að annar hitabeltisstormurinn í röð, Barry, hafi í för með sér rigningu, en stormurinn er nú um þrjú af austurströnd Flórída. Um níu hundruð þúsund hænsni hafa stiknað til dauða í Georgíu og mjólkurframleiðsla hefur dregizt saman. í Nebraska drap rok og rigning um tvö þúsund spörfugla á landbúnaðarbýli. Um tvö hundruð manns önduð- ust af völdum hitabylgju í júlí. Síðan á laugardag hefur hitanum verið kennt um fimm dauðsföll í Alabama, þrjú í Oklahöma, tvö í Georgíu, Missouri, Tennessee og Kentucky, en eitt í Norður-Karól- ínu og Illinois. Málaliða óskað í Mið-Ameríku Mexfkóborg, 24. ágúst. AP. EINN af leiðtogum hægri- manna í El Salvador sagði í dag að landið hefði full not fyrir ráðgjöf fleiri banda- rískra málaliða í baráttunni við uppreisnarmenn. Bardag- ar loguðu á nokkrum stöðum í Nicaragúa þar sem and- stæðingar sandínista tókust á við stjórnarherinn. Forseti þingsins í El Salvador, Roberto d’Aubuisson, lét þau um- mæli falla í höfuðborginni San Salvador að þjóð hans hefði enga þörf fyrir þá viðbót bandarískra hernaðarráðgjafa, sem Reagan Bandaríkjaforseti hefur stungið uppá. „Við höfum nóga ráðgjafa, einkum þegar tillit er tekið til þeirra skilyrða, sem þeir þurfa að starfa við,“ sagði d’Aubuisson. „Kostnaðurinn af að halda þess- um heiðursmönnum uppi er of hár og við gætum haft annars konar ráðgjafa með minni til- kostnaði," bætti hann við. Haft er eftir heimildum innan hersins í Nicaragúa að harðir bardagar hafi geisað í fimm bæj- um í Zelaya Norte-héraði norð- austanverðu, í Jinotega-héraði og meðfram landamærum Costa Rica og Hondúras. Tvö þúsund manna herdeild skæruliða, sem réðist inn í Nicaragúa frá Hond- úras 3. ágúst hefur fjölgað árás- um í Zelaya Norte og í landinu norðanverðu. Herma fréttir að tvö hundrað og fjórir skæruliðar hafi fallið ásamt níutíu og niu hermönnum stjórnarinnar. Stjórnarandstöðublaðið „La Prensa" kom ekki út í dag eftir að stjórnvöld tóku efni þess trausta- taki og héldu því fram yfir venju- legan vinnutíma starfsmanna blaðsins. Nýkomið Parket Askur, 2 gæöafl. Eik Birki Furugólfborð 10 og 22 mm Panelkrossviður 4 geröir Pílárar í handrið Huntonit Vegg- og lofta- klæöningar Baðherbergis- klæðning 3 gerðir Arangur af ferð de Cuellar framkvæmdastjóri SÞ Namibía: Tyrkir eru hættu- lega lágvaxnir IsLanhul, 24. áfuist AP. TYRKNESKIR verkamenn eru alltof stuttir til að vinna við innfluttar vélar og tæki og er það helsta ástæðan fyrir óvanalega mörgum vinnu- slysum í landinu, að því er segir í opinberri skýrslu um þessi mál. I skýrslunni segir, að tjrrkn- eskir verkamenn séu svo lágir í loftinu, að oft geti þeim stafað hætta af að vinna við tæki, sem flutt eru til landsins frá Evrópu. Meðalhæð þeirra, sú minnsta i Evrópu, sé ekki nema 1,68 m en á Ítalíu 1,76 og 1,77 m í Þýska- landi. Af þessum sökum veitist þeim vinnan erfiðari en ella og stundum grípa þeir í tómt þegar þeir þurfa að rjúfa strauminn skyndilega. Þá er voðinn jafnan vís. Nefndin, sem vann skýrsluna, hvatti stjórnvöld til að draga úr slysatíðninni með því að laga vélarnar að fólkinu þar sem það væri auðveldara en að laga fólk að þeim. Cuellars Windhork. Namihiu, 24. igúM. AP. JAVIER Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kvaðst í dag hafa fengið nokkru áorkað gagnvart stjórnvöldum í Suður-Afríku og fengið þau til að fallast á ýmis mikilvæg mál hvað varðar væntanlegt sjálfstæði Nami- bíu. De Cuellar kom í dag til Wind- hoek, helstu borgar Namibíu, og hélt síðan þaðan strax til þess svæðis við landamæri Angóla þar sem skæruliðar hafa látið mest að sér kveða. De Cuellar kom frá Höfðaborg og er hann fyrsti fram- kvæmdastjóri SÞ, sem fer til Suður-Afríku í 11 ár. De Cuellar sagði við frétta- menn, að samkomulag hefði tekist um væntanlega skipan friðar- gæsluliðs í landinu og hvernig kosningunum til nýs þings yrði háttað. Pik Botha, utanríkisráð- herra Suður-Afríku, lagði hins vegar áherslu á, að vera kúb- anskra hermanna í Angóla kæmi enn í veg fyrir endanlegt sam- komulag um sjálfstæði Namibíu. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.